Þjóðólfur - 10.02.1883, Blaðsíða 3
17
Fyrst eftir að Fischer kom hingað
til sýslunnar, bar lítið á honum; hann
veitti embættinu að sönnu móttöku
snemma í ágústmánuði, holaði sér niðr
á Patriksfirði, öðrum enda sýslunnar
— því maðrinn getr ekki lifað nema
í kaupstað—og lét síðan reiða til sín
í pokum nokkuð af bókum og skjölum
embættisins; en frekan helming skjala-
safnsins lét hann liggja eftir hjá frá-
faranda og skeytti als eigi um. í fyrra
vetr mun hann lengst af hafa setið
heima, enda segja fróðir menn, að hann
muni þá helzt hafa fengizt við ullar-
arspuna og prjónaskap. þ»egar voraði,
fór meira að bera á yfirvaldinu. Kom
þá seint í maímánuði frá honum til-
kynning til sýlunefndarmanna um að
mæta á sýslufundi að Brjánslæk 6. júní
þ. á. En áðr en fundrinn yrði hald-
inn, var sent eftir honum á strand til
Flateyjar seint í maí; fór hann þang-
að og sat þar þegjandi sýslunefndar-
daginn. f>etta var að ætlan vorri in
fyrsta embættisferð sýslumannsins hér
í sýslu. Hann fann þá upp á því snjall-
ræði, þegar hann hafði haldið strand-
uppboðið, að þinga í allri sýslunni í sömu
ferðinni; en af þvi hann hafði eigi áðr
gefið út þingboð, gaf hann þau út á
ferð sinni um sýsluna jafnóðum og hann
þingaði með i til 2 daga fresti. f>ing-
boðin höfðu því víða eigi gengið hálfa
leið þegar þingdagrinn kom, og gjald-
endr þar af leiðandi sumir hverjir
alls eigi fengið að vita þingdaginn, og
enginn fengið nægilegan undirbúnings-
tíma til þings. — þ>egar til þings kom
var einasta verk sýslumanns að taka
manntal, sem ekki er annað en heimta
skatta og gjöld til landssjóðs og amts-
sjóða. Heimti hann gjöldin út í bláinn
án þess að sýna bændum reikning fyr-
ir þeim, eða geta þess í þingboðunum,
hvernig á þeim upphæðum stæði, er
þeir hlytu að gjalda; en fyrir eftir-
gangsmuni nokkurra málsmetandi
raanna, fekkst hann loks til að gefa
vesæla viðurkenning fyrir allri þing-
gjalda upphæðinni hjá hverjum gjald-
anda, ef hún var borguð á þingin'u1.
Ætluðu bændr þar á mót að gjöra ein-
hverjar fyrirspurnir til sýslumanns,
eyddi hann því sumpart eða þaggaði
það niðr; og vér höfum fyrir satt að
einn hreppstjóri hafi á þingi kært fyrir
honum þjófnað, en sýslumaðr hafi skip-
að honum að þegja og sagt eitthvað á
þá leið, að hann vildi eigi heyra neitt
slúðr. Mun þetta þó hafa verið sauða-
þjófnaðarmál og inn grunaði almennt
álitinn sekr. Vér vitum og að annar
bóndi seint í næstl. ágústmán. kærði
þjófnað fyrir sýslumanninum, en hann
er ekki, þrátt fyrir margar ítrekanir,
farinn að skipta sér neitt af því enn.
1) pað er einkennilegt og ekki ófróðlegt fyrir
seinni tíðar menn, að merkr maðr hér í sýslunni
átti tal um þetta við sýslumann, og fann að því,
að hann ekki, eins og ávalt hefði verið venja til
áðr, gæfi gjaldendum sundrliðaðan reikning yfir
þinggjöld þeirra, en sýslumaðr svaraði þá á þessa
leið: „Tror De jeg sidder og skriver E.eg-
ninger for alle de Tosser ?“
Vér Barðastrandarsýslubúar—þó vér al-
drei nema búum á hala veraldar—er-
um allshendis óvanir þessari aðferð af
sýslumönnum vorum, og þykir nú helzt
til of ætla að rætast það, sem oss grun-
aði, þegar vér heyrðum getið að þessi
Fischer hefði fengið sýsluna,—að nýir
siðir kæmu með nýjum herrum. — Vér
erum svo djarfir að segja opinberlega,
að vér álítum fulla ástæðu fyrir amt-
mann og landshöfðingja, að líta eftir
embættisfærslu þessa sýslumanns; því
auk þessa, sem vér höfum talið —- og
telja má smásyndir einar —, vitum vér
og getum tilfært og sannað veruleg af-
glöp í embœttisfœrslu Fischers. þ>ar til
teljum vér fyrst, að Fischer hefir hvorki
á þeim þingum, sem oss er kunnugt
um, né heldr á sýslufundi þeim, er
hann hélt hér í ár, haft við hendina
inar löggiltu embættisbækr sýslunn-
ar, en fært allt til letrs á laus blöð1.
(Niðrlag siðar).
Hitt og' þetta.
HÁ BITLAUN. F.dG. Beyer, bóksalar,
er kostuðu útgáfuna á ferðasögu Norden-
skjölds: «Vegasfárd», borguðu höfundinum í
fyrstu viku nóvembermán. síðastl. ritlaun
fyrir bókina svo að segja fullar 100,000 kr.
eða 1500 kr. fyrir örkina. það er mælt að
vera muni hæstu ritlaun, er er nokkur rit-
höfundr á norðrlöndum hefir enn fengið.
Hér á íslandi þykir mikið að fá 30 kr. fyrir
frumsamda. örk, 20 kr. er alment, og það
þótti einsdæmi, er höfundr fékk hér einu
sinni 66 kr. 67. au. fyrir örk 1 ritlaun.
KINVEBJAB flytja sig, sem kunugt er,
til ýrnsra landa, til að leita sér atvinnu,
með því að fólksfjöldinn í Kína er meiri,
en landið er fært um að framfleyta. þeir
vinna fyrir lægri laun, en nokkurt annað
fólk, og þykir því vinnufólki í hverju landi
ílt, að fá þá við að keppa. Hafa af þeim
staðið in mestu vandræði í vestr-ríkjum Ame-
ríku. I haust hafa þeir byrjað að leita til
Englands, komu þangað tveir skipsfarmar
af kínverskum verkamönnum. Blöðin ensku
láta sér mikið um finnast þetta nýmæli, og
kváðu inn mesta háska af standa, ef þessu
haldi fram, því að England sé áðr fólksfleira
en hófi gegni, og fátækt og atvinnuleysi
verkmanna svo mikið, að þegar hafi til
fullra vandræða horft, áðr en þessi innflutn-
ingr byrjaði. Er það alment talið nauðsyn,
að reisa skorður við þessum kínverska ó-
fögnuði.
I) Sýslumaðr Fischer hefir sent til Hafnar 3
hesta, sem hann kom hingað með úr Skaftafells-
sýslu, og fer nú allar sínar ferðir fótgangandi með
langan staf í hendi, sem gamansamir menn kalla
„hænsnaprik11; er honum því að líkindum of þung-
bært að bera embættisbækr sýslunnar á háhesti
sínum, og skilr þær heldr eftir heima; því ekki
mun hann tíma að kaupa sér fylgdarmann. A
næstl. sumri átti hann ferð af Hjarðarnesi kring
um Vatnsfjörð., Bóndinn á Hamri bauð honum
flutning yfir fjörðinn, því sýslumaðr var gangandi,
en á er á leiðinni; sýslumaðr neitaði, og gekk i
kring með poka á herðum; sáu smalamenn af bæn-
um það síðast til hans, að hann óð berrassaðr yfir
um Vatnsdalsá, er mundi hafa telcið hverjum.meðal-
hesti i kvið; þetta þykir mönnum „birlegt11 af
yfirvaldi.
Auglýsingar.
Til kaups fást fyrir 14. maí næstkomandi
3 hndr. í jörðinni Pétrsey í Mýrdal, ábýli
Sigurðar Eyjólfssonar sama staðar. Um
kaupin verðr að semja við undirskrif-
aðan.
Saurbæ 27. jan. 1883.
Eyjólfr Bunólfsson.
í haust, er leið, vantaði mig af fjalli unga
hryssu dökkjarpa á lit með mark: stýft
hægra, hangandi fj. aft.; hún átti að vera
með miklu faxi, en þó sært í vor. Hvern
þann, er hitta kynni hryssu þessa, bið ég
að koma henni að Helgastöðum í Byskups-
tungnahreppi, eða gjöra mér aðvart, mót
sanngjörnum ómakslaunum.
Garðbæ á Eyrarbakka 5. jan. 1883. .
Guðmundr Einarsson
Jörp hryssa stór miðaldra, mark : blaðst.
aft. vinstra, hefir verið hér í óskilum síðan
á jólaföstu. Má vitja hennar að KLEPPI.
Verði hennar eigi vitjað innan 14 daga,
verðr hún seld.
Einar Bjarnason.
Hér með vil ég þakka inum heiðruðu
gefendum fyrir þá mannúð og hjálpsemi,
sem mér og konu minni og heimilisfólki
voru var í té látið, þegar það hörmulega
slys kom fyrir, að íbúðarhús mitt brann til
kaldra kola nóttina milli ins 2. og 3. maí
f. á. Hve fljótir þá útróðrarmenn frá
Bjeringstanga, Klapparholti, Vogum og
Ströndinni og víðar að, voru til að skjóta
saman fatnaði og peningum handa sjó-
mönnum mínum, sem heita mátti að gengju
berir út úr eldinum ! Einnig voru bændr
hér í hreppi, er gáfu, og vinnufólk þeirra,
bæði fatnað og peninga, vinnuhjúum mín-
um. Margir af hreppsbúum mínum og
nokkrir utanhreppsmenn sýndu oss við
þetta tækifæri sannarlega hluttekningu og
réttu oss rausnarlegar hjálparhendr. þess-
um öllum velgjörðamönnum mínum og sjó-
manna minna votta ég og kona mín ið
innilegasta þakklæti og biðjum algóðan guð
að blessa þá.
Vogum 27. jan. 1883.
A. Egilsson. Margrjet Gísladóttir.
Miðvikudaginn 24. þ. m. tapaðist á leið
frá Elliðaánum og upp að Lækjarbotnum
stór utanyfirúlpa með dókku strigafóðri.
Sá, sem finnr, er beðinn að skila henni
til undirskrifaðs.
Hæringsstaðahjáleigu -2T9- 83.
Jóhann Magnússon.
HATTB harðr, ávalr, merktr T. T.
mistist á Strandgötunni skamt frá Brydes
búð 1. þ. ra. Finnandi, sem heldr honum
til skila, fær fundarlaun í Brydes-búð.
Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861,
sbr. lög 12. apríl 1878, er hér með
skorað á alla þá, er til skulda eiga
að telja í dánarbúi Jóns Jónssonar land-
ritara, að gefa sig fram og sanna
lcröfur sínar fyrir skiftaráðanda Reykja-
víkr innan 12 mánaða frá síðustu birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu bæjarfógeta í Beykjavík,
h. 22. janúar 1883.
£. Th. Jónassen.