Þjóðólfur - 17.03.1883, Síða 1
WÓDÓLFR.
XXXY. árg. Reykjavík, laugardaginn 17. marz 1883. JH. 13.
ÞESSI ÁEGANGE „f>JÓÐÓLES“ GILDIE, EINNIG SEM VI. ÁEGANGE „SKULDAE".
€m endrreisn
ins forna Austfirðingafj’órðnngs.
(Eftir Jón prófast Jónsson í Bjarnanesi).
Eigi als fyrir löngu er komin upp
hreifing á Austrlandi í þá stefnu, að
gjöra inn forna Austfirðingafjórðung
að sjálfstæðri heild með sérstakri fjórð-
ungsstjórn. Hafa líklega inir frjálsu
fundir, sem haldnir hafa verið á þ»órs-
nesi við Lagarfljót af mönnum úr báð-
um Múlasýslum, vakið fyrst þessa hreif-
ingu, eða að minsta kosti eflt hana, en
svo átti austfirzka blaðið „Skuld“ mik-
inn þátt í að útbreiða hana og festa
þá hugsun hjá Múlasýslubúum, að þeir
þyrftu að fá meira sjálfsforræði, því
að Austfirðingar væri ekki partr úr
Norðlendingum, heldr hefðu þeir sér-
staklegra hagsmuna að gæta, og nægði
því ekki að fela mál sín Norðlending-
um. En þar sem „Skuld“ mintist á
fjórðungaskipun þá, er vera ætti fram-
vegis, var helzt farið fram á, að bæta
við Múlasýslurnar tveim inum næstu
sýslufélögum að norðan og sunnan
Norðr-þingeyjarsýslu og Austr-Skafta-
fellssýslu1, og ættu svo þessar sýslur
allar saman að hafa eina fjórðungs-
stjórn. Eigi veit ég, hvernig Norðr-
þ>ingeyingum geðjast að þessari tillögu,
þótt mér þyki eigi ólíklegt, að þeir
sjeu ófúsir á að slíta fornan fjelags-
skap við aðra Norðlendinga, og segj-
ast í lög með Austfirðingum, þótt það
kynni að sumu leyti að vera fult eins
hentugt fyrir þá. Öðru máli er að
gegna um Austr-Skaftfellinga; þeir
hafa heyrt til Austfirðingafjórðungi að
fornu, og þeir hafa lítil sem engin
viðskifti við Sunnlendinga, en mikil og
margháttuð við Múlasýslubúa, og fara
þau viðskifti sífelt í vöxt, þótt þau séu
að vísu minni en þau ættu að vera og
gætu verið, ef samgöngurnar væru
greiðar. J>að virðist þannig í alla staði
eðlilegt, að Austr-Skaftafellssýsla gangi
í félagsskap með Múlasýslunum, eins
og afstaða hennar og önnur atvik
benda til, enda er það líka talið sjálf-
sagt, jafnvel af höfundi þeim í „Fróða“,
er þótti fjórðungarnir of stórir, og vildi
skifta landinu í smærri deildir (fylki,
með 3—5 héruðum (sýslufélögum) í
hverju). En hvergi hefir það verið
I) Eigi virðist mér næg ástæða til að rita
„Skaftárfellssýslu11, eins og Dr. Jón porkelsson
álitr réttast (Xímar. Bókmfj. III. árg., bls. 129)
því að það er enn ósannað, að þingið hafi eigi ver-
ið kennt við Skaftafell i Öræfum (i Hofshreppi,
ekki Bæjarhreppi, því að þar er ekkert Skaftafell,
heldr Stafafell) og ekkert er að marka, þótt þar
sjáist nú engar búðartóftir, þvi að Skeiðará er
búin að eyða þar öllu láglendi, og forna bæjarstæð-
ið er nú fyrir löngu orpið aur og sandi.
tekið fram jafn-greinilega, svo ég til
viti, eins og i inni fróðlegu og ræki-
legu „hugvekju til Austfirðinga11, eftir
Pál Vigfússon á Hallormsstað, að allr
inn forni Austfirðingafjórðungr (frá
Langanesi til Fúlalækjar) ætti aftr að
sameinast í eina heild.
Hingað til hafa Skaftfellingar látið
fátt til sín heyra í þessu máli, og er
það að vonum, því að þeir eru flestir
lítt vanir því, að hafa sjálfstæða hugs-
un um almenningsmál, eins og að lík-
indum ræðr, þar sem þeim er svo
mjög bægt frá samgöngum við aðra
landshluta, (og þá ekki síðr við útlönd),
og þeir hafa um langan aldr engin
afskifti haft af landsstjórn og laga-
skipun önnur en þau, að velja þing-
menn sína, sem oftast mun hafa verið
gjört heldr hugsunarlítið. Skaftafells-
sýslurnar eru afar-langar og torsóttar
yfirferðar, og sveitirnar sundrskildar af
eyðisöndum og stórvötnum, og tálmar
slíkt mjög öllum félagsskap og frjáls-
um fundahöldum innan héraðs. Áhuga
leysi á þjóðmálum, einstrengingslegar
skoðanir, sveitametningr og sálarkreppa
eru eðlilegar afleiðingar af þessu, og
væri betr, að þessir ókostir ættu eigi
heima hjá of mörgum Skaftfellingum,
þar sem slíku bregðr jafnvel fyrir hjá
sumum, er teljast með meiri mönnum,
og er það mikill skaði um slíka ágæt-
ismenn, sem þeir annars eru margir
hverjir.
Alt þetta þarf nauðsynlega að lag-
ast, ef sýslur þessar eiga að taka
nokkrum framförum, en hvernig á að
fara að kippa því 1 betra horf? Mér
virðist auðsætt, að brýnasta þörf sé á
því, að efla hjer samgöngurnar, bæði
á sjó og landi, svo að félagsandi og
framfarahugr geti vaknað og glæðrt
hjá mönnum. En hér er sá hængr á,
að hafnir eru engar, nema Papós og
Hornafjarðarós, sem gufuskipafjelagið
danska mun lengst af verða tregt til
að láta skip sín koma á, og á landi
eru jökulvötn og jöklar illir „þrándr í
Götu“, og vegagjörðum til mestu tálm-
unar. En því undarlegra er, að lands-
stjórn og löggjafarvald skuli ekki gjöra
það, sem í þeirra valdi stendr, til að
bæta úr samgönguleysinu. þótt bezta
höfn sé við Berufjörð (Djúpivogr), koma
strandferðaskipin þar ekki, nema á
leiðinni til útlanda, og þó því að eins,
„að veðr léyfi“, sem er að sumu leyti
verra en ekki neitt. J>að mundi að
vísu als eigi bæta til hlítar úr þörfum
Skaftfellinga, þótt strandferðaskipin
kæmu við á Berufiði í hverri ferð, en
þó væri það betra en ekki, einkum ef
vegrinn yfir Lónsheiði væri ruddr, en
við þann veg er ekkert farið að gjöra,
þrátt fyrir ítrekaðar umkvartanir, og
er hann þó bæði „fjallvegr“ og póst-
vegr. En fyrst þetta gengr svona, þá
er varla við að búast, að vér fáum styrk
af íjallavegafénu til að gjöra við inn
forna „Norðlingaveg" eða fjallabaksveg
Austfirðinga, milli Lóns og Fljótsdals,
sem fyrir löngu er lagðr niðr, en þyrfti
nauðsynlega að takast upp aftr.
Oss Austr- Skaftfellingum veitir sann-
arlega ekki af, þótt samgöngurnar við
Múlasýslur væru gjörðar sem greiðast-
ar fyrir oss, þegar vér eigum að sækja
þangað lækni, hvað sem við liggr.
Eg fyrir mitt leyti er búinn að bíða
svo mikið fjártjón beinlínis af þvi, að
hér hefir verið læknislaust, að hundr-
uðum króna skifti, auk þess sem lík-
indi eru til, að at því hafi hlotizt sá
skaði fyrir mig, sem miklu er stærri
en tölum verði talinn. En því hefir
verið lítill gaumr gefinn, þótt vér vær-
um læknislausir, og þingmenn hafa
hvað eftir annað verið að leggja það
til, að ný læknisembætti væru stofnuð
á ýmsum stöðum, þar sem miklu minni
þörf var á, en þær tillögur hafa þó
fallið, og megum vér virða það við 2.
þingmann Suðr-Múlasýslu, að hann var
sá eini, sem lagði oss verulegt liðsyrði
á síðasta þingi, þegar þetta kom til
umræðu. Og þó að þess yrði nú eigi
mjög langt að bíða, að vér fengjum
sérstakan lækni, þá mundi samt sem
áðr þurfa að bæta vegina og efla sam-
göngurnar, því að það er aldrei ofgjört.
En hætt er við að lítið verði ágengt í
því efni, nema vér njótum til þess lið-
sinnis Múlasýslubúa, sem bæði eru fjöl-
mennari og hafa meiri auðsuppsprettur
við að styðjast. þ>að er vonandi ogósk-
andi, að með tímanum komist á gufu-
bátsferðir milli Austfjarða, og mundum
vér fá að njóta góðs af þeim1, ef vér
værum þá í félagi með öðrum Aust-
firðingum. J>að virðist og sanngjarn-
legt, að landssjóðr styrkti slíkt fyrir-
tæki, með því að vér Skaftfellingar
höfum engin not af gufuskipaferðunum
umhverfis landið, sem flestir aðrir lands-
búar geta þá notað að einhverju leyti,
því jafnvel Rangæingar eiga skemri
leið til Reykjavíkr, en vér til Eskifjarð-
ar. þfingmennirnir úr Múlasýslum og
Skaftafellssýslum ættu að styðja að
þessu í sameiningu, og eins að því, að
fjallvegirnir milli sýslnanna yrðu teknir
I) Ekkert er því til fyrirstöðu, að gufubátr geti
komið á Papós og Hornafjarðarós, enda munu stór
gufuskip vel geta lcomið á inn síðarnefnda, þótt
Danir séu líklega eigi nógu óragir til þess.