Þjóðólfur - 31.03.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.03.1883, Blaðsíða 1
tJÓÐÓLFR. XXXY. árg. Reykjavík, laugardaginn 31. marz 1883. Jlf. 15. Specj/fas-t ■íi'nj.ú-h'u/i. hnjúkur fríðra fjalla, firði hjá sem brattur rís. Sjást í mjúkleg faðmlög falla fjallsins ás og yatnsins dís. J>egar hvína stormar stríðir, sterkur tindur báru ver. Glatt er skína geislar blíðir, göfga mynd hans aldan ber. I Frjófur blær, sem flötinn bærir, fjalli ljær sinn andardrátt. Báran tær, sem blærinn hrærir, björgum færir hjartaslátt. Sólar herra gulli glitrar glatt úr sinni ríku hönd. Bros á hverri báru titrar, blítt er minnist hún við strönd. Unaðssjón! Um sæ og vengi sældar yndi gjörvallt hlær. Lifið hjónin heil í gengi, hái tindur, bára skær! Hannes Hafsteinn. Frá útlöndum. írland. fað hefir nú loks tekizt að uppgötva allmarga af þeim, er þátt tóku beinlínis eða óbeinlinis í morðinu á Burke landritara og Cavendish lá- varði. Heitir sá Carey, og var í félagi við morðingjana, er nú hefir komið upp um lagsmenn sina. Carey þessi var bæjarfulltrúi í Dýflinni og hafði notið meðmæla þeirra alþingismann- anna írsku til kosninga. f>að þykir mikill grunr leika á því, að „land- ligan“ hafi verið í vitorði með morð- félaginu. Að minsta kosti hafi stjórn land-lígunnar látið morðfélaginu („The invincibles“ = inir ósigrandi) fé í hendr til framkvæmda. fó ber Parnell fast- lega á móti sliku, og má vera, að hann hafi sjálfr eigi verið í þessu vitorði.— Höfuðmann eða formann morðfélags- ins hefir eigi tekizt enn að handsama. Auðvitað verðr þetta alt til að gjöra írum örðugra fyrir í svip; en þó hefir það vakið eftirtekt mikla, að sonr Gladstones hefir nýlega haldið ræðu, og látið í ljósi, að réttlætið krefði þess, enda yrði það einu úrræðin, er duga myndi, að veita írum talsvert meiri sjálfsstjórn, en verið hefði. England. Lesendr munu flestir muna eftir máli Bradlaugh's þingmanns. Hann var fyrir nokkrum árum kosinn í Nort- hampton til þingmanns. Hann kom og á þing, en skoraðist fyrst undan að vinna eið að stjórnarskránni; kvaðst eigi trúa á þann guð, er svarið væri við. Synjaði þingið honum þá sætis, en hann gekk á þing engu að síðr; var hann þá látinn út og settr í fang- elsi, en þó laus látinn litlu siðar. Síðan er kosningartími var á enda, kusu kjós- endr hann á ný. Síðar vildi hann vinna eiðinn, en þá bannaði þingið honum það, með því hann væri ber að guðleysi. f>etta yar nú bersýnilega rangt af þinginu, því að þótt hann hefði áðr verið trúlaus, þá gat auðsjá- anlega enginn nema sjálfr hann dæmt um, hvort hann var það þá, er hann bauðst til að vinna eiðinn. Gladstone bar fram tillögu um, að þeir menn, er eigi vildu eða þættust geta unnið eið- inn, skyldu mega vinna í þess stað loforð við drengskap sinn. þetta féll þó þá að sinni; en nú seint í f. m. kom þessi tillaga fram á ný, og var hún nú samþykt með talsverðum at- kvæðamun við i. umræðu í neðri mál- stofu. Er nú talið víst, að þetta muni nú framgang fá. — Samskonar lög (um drengskaparorð í eiðs stað) voru sam- þykt í vetr á Spáni. Á þingi ítala voru slík lög og borin upp í vetr, en féllu við lítinn atkvæða-mun. í Bandaríkjuiium hafa orðið ógrleg vatnsflóð í vetr; mestr skaðinn í Ohio- dalnum (Ohæó-); er fjártjónið metið 80 til roo milliónir króna, en manndauði auk þess mikill af slysförum. Noregr. Ríkisréttrinn í Noregi er sá dómstóll, er dæma skal ráðgjafa konungs, þá er þingið ákærir þá. í ríkisréttinum sitja dómendr hæstarétt- ar og öll efri málstofa, en svo má sá, er kærðr er, ryðja þriðjungi úr dómi. En engu að siðr verða lögþingisrpenn miklu fjölmennari í réttinum, heldr en hæstaréttardómendr. Lögþingið (efri málstofan) er mynduð á líkan hátt í Noregi, sem efri deild alþingis hjá oss, með þvi þingmenn kjósa sjálfir menn úr sínum flokki í hana; en eng- ir eru konungkjörnir í Noregi. Nú í vetr hefir stórþingið kosið tóma vinstri menn í lögþingið, og er nú talið sjálf- sagt, að stórþingið kæri ráðaneyti kon- ungs fyrir ríkisrétti, og mun þá óhætt að fullyrða, að ráðherrarnir verði dóm- feldir. þ>að hefir verið tizka, er konungr setti stórþingið, að þingið hefir allt í heild sinni sótt konung heim i höll hans og hefir forseti flutt honum heilla- óskir þingsins. í fyrra er konungr setti þingið með skammarrœðu, varð ekki um heilla-óskir, heldr svaraði Sverdrúp einarðlega þegar í stað ræðu konungs. Nú í ár var það ráðið, að hætta skyldi vana þeim, að þingið alt sœtti konung heim, en send var nefnd 12 þingmanna með kveðju til konungs; ekki voru það stórmenni þingsins, er til þessa voru kvaddir. Var Sörum nokkur frá Bus- kerud látinn hafa orð fyrir nefndinni. Voru kveðjur stuttar á báða bóga, og þótti konungi sér þetta ekki til sóma gert. Nordenskjöld. 13. apríl 1596 hét Hollendingastjón 25,000 gyllina verð- launum hverjum þeim, er fyndi sjóleið norðr og austr um Asfu. Hefir tilboð- ið aldrei verið aftr kallað og aldrei únn- ið fyrri af neinum ; en nú gjörir Nor' denskjöld kröfu til verðlauna þessara, með því að hann hefir fundið sjóleið þessa. í maímán. næstkom. er í ráði að Nordenskj. leggi á stað í Grœnlands- för; vill leita austrbygðar fornu á Grœn- landi og ætlar hún hafi verið á austr- ströndum landsins1. Öscar Dickson í Gautaborg ætlar að kosta ferðina. Lik- lega kemr Nordenskjöld við hér í Reykja- vík á leið sinni. Sibiriakoff* inn rússneski miliónaeig- andi, er kostaði norðrferð Nordenskjölds síðustu ásamt Dickson, varð gjaldþrota í desbr. í vetr. (Eftir ,,ísaf.“). S lt ý r s 1 a um verðlag á helztu íslenzkum verzl- unarvörum í Kaupmannahöfn 1. þ. m. Ull seldist lítið og óseldir voru nm 4000 ballar, norðlenzk hv. ull var sein- ast seld fyrir 68 a. pundið, sunnlenzk 64 a., mislit 52 a.; haustull 58 a. Saltfiskur. Bezti vesturlandsfiskur seldist seinast 72 kr. skippundið, en lakari seldist eigi fyrir 62 kr. (Sunn- lenzkur fiskur var enginn óseldur). í Norvegi var aflinn þegar orðinn x/4 mil- ion meiri en í fyrra um sama leyti og þótti því hætt við, að fiskurinn mundi í sumar heldur lækka í verði. Lýsi. Ljóst hákarlslýsi seinast borg- að með 58 kr tunnan (á 2iopd.); dökkt 54 kr.; fiskurinn í Norvegi var magur og þótti því líklegt að verð á lýsi mundi eigi minnka, Harðfiskur. Bezta tegund seldist seinast fyrir 100 kr. skippundið, lakari tegundir 60 til 80 kr. Sauðakjöt saltað. Tunnan (á 224 pd.) seldist 56 til 58 kr. 1) Kristniboðar hafa nýlega fundið menjar forna bygginga þar, er menn ætla að sé leifar frá tímvjm íslendingabygðar |)ar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.