Þjóðólfur - 31.03.1883, Side 2
42
Gœrur höfðu nýlega lækkað If verði
og bauðst eigi meira en 4 kr. 75 a. fyrir
vöndulinn (2 gærur); töluvert var óselt.
Sundmagar voru seinast seldir fyrir
85 a. pundið.
Rúgur, danskur 6kr. 25 a. til 6 kr.
50 a. hver 100 pd.; rússneskur 6 kr.
10 a. til 6 kr. 35 a.
Rúgmjöl 6 kr. 35 a. til 6 kr. 50 a.
hver 100 pd.
Bankabygg, í meðallagi 8 kr, 50 a.
hver 100 pd.; betri tegundir um 9 kr.
Kaffi, gott meðalkaffi 32 a. til 36 a.
pundið.
Sykur: kandís 30 a. til 32 a. pundið,
melís 26 a.
Hrisgrjón 7 kr. 35 a. til 7 kr. 85 a.
fyrir 100 pd., voru að hækka.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM.
Seyðisfirði (N.-Múlas.), 11. febr. 1883.
Stórkostlegt slys fréttistígær norð-
an úr Njarðvík. p>að bar til aðfaranótt
2. ]>. m. á bœ þeim, er að Stekk heit-
ir, að þar kom svo mikið snjóflóð, að
af tók ofl bœjarhús og deyddi 6 af 9
manns, sem á heimilinu voru. f>eir, sem
dóu, voru : bóndinn, Guðmundr að nafni,
móðir hans, kona hans, barn þeirra
hjóna á 3. ári og fóstrbarn og vinnu-
kona. Voru þau öll nema vinnukonan
í öðrum enda baðstofu og féll veggrinn
inn á þau og deyddi þau víst snögglega.
Tveir synir hjóna og tvær vinnukonur
voru f hinum enda baðstofu; þar féll
og inn veggr, en þakið bar þar
svo af þeim, að brœðrnir og önnur
vinnukonan héldu lífi En í þessari þröng
lágu þau frá því aðfaranótt föstudags
og fram á laugardag. Bar þá gest af
hendingu að bœnum, sá hann vegsum-
merki og sagði til og var þá grafið í
rústirnar og þeim 3 bjargað, er með lífi
voru.
Góðr afii sagðr kominn undir Jökli,
einkum hákarlsafli (30 kúta hlutir).
Skip Geirs Zoega hafa aflað mæta
vel, annað ca. 100 tn. og hitt ca. 80 tn.
lifrar; höfðu verið úti fulla viku.
Með páskunum gekk í norðanátt með
frosti talsverðu. 27.—29. þ. mán. féll
nokkur snjór.
— Bjargarskortr. Eptir að bjarg-
arskortrinn í Skaptafellssýslu frétt-
ist hingað, sendi hinn setti landshöfð-
ingi hraðboða austur til að láta menn
þar vita, að hann veitti hverjum hreppi
f Vestur-Skaptafellssýslu 1250 kr. af
gjafapeningum þeim, er hann hafði til
umráða og Austur-Skaptafellssýslu 1300
kr., er menn skyldu veija til bjargræð-
iskaupa hvar og hvernig, sem menn
bezt gætu fengið það. Útvegsbændur
á Vatnsleysuströnd hafa og ótilkvaddir
boðið skiprúm fyrír 150 manns að aust-
an, þó þeir kæmu allslausir. („ísaf.“).
Vesturheimsferðum er sagt að all-
margir menn hafi hug á á sumri kom-
anda, einkum norðanlands; þar á með-
al nokkuð á 2. hundrað manns í Skaga-
firði, en minna í hinum öðrum hjer-
uðum. (,,ísaf.“).
Skiptapi varð 10. þ. m. á Eyrarbakka;
fórust þar í lendingu 5 menn en öðrum
varð bjargað; formaðurinn hjet Sigurð-
ur Gamalíelsson.
Húsbruni varð 20. f. m. í Nesi í Höfða-
hverfi; brann nýtt timburhús, er alþing-
ismaður Einar Ásmundsson átti.
Með mönnum nýkomnum að vestan og norðan
hefir fijezt að gjafakornsskipið Neptun var komið
til Borðeyrar; það hafði orðið vart við hafís nokk-
urn fram undan Hornströndum; fyrir vestan og
norðan sama veðurblíða að undanförnu sem hjer.
(„ísaf,“).
Embættispróf við háskólann hafa tekið :
þórhallr Bjarnarson (frá Laufási) í guðfræði
með 1. einkunn.
Finnr Jónsson (Borgfirðings) í málfræði með
2. einkunn.
Jón Jensson kand. jur. er settr til að
gegna landritaraembættinu.
Séra Magnúsi Jonssyni á Skorrastað er veitt
Law/a's-prestakall.
öfrardtó-prestakall veitt uppgjafa-presti
pórði Thorgrímsen.
Séra Jóhann Briem í Hruna hefir fengið
lausn frá embætti.
Séra Stefdn Arnason á Hálsi sömuleiðis.
Séra Hjálmar porsteinsson á Kirkjubæ
sömuleiðis.
Séra Jón Kristjánsson á Breiðabólsstað
sömuleiðis.
Styrkr af landssjóði til vísindalegra fyrirtækja :
Jóni Borgflrðing alt að 270 kr. til útgáfu
„ágrips um ísl. bókmentir11;— Biskupinum alt
að 600 kr. til að gefa út „Hugvekjur11.
Óhafandi embættismenn.
(Niðrlag),
Vér vonum að vér með þessum fáu
orðum höfum sýnt almenningi fram á,
að þeir Fischer sýslumaðr og Arngrímr
prestr eru öldungis óhafandi og ólíðandi
yfirvöld; þeir eiga báðir sammerkt að
þessu leyti; og þó einkunnarorðin kynnu,
ef til vill, sýnast eiga betr við Fischer,
sem er danskr f húð og hár, þá mætti
á borð við þau syngja þessi einkunnar-
orð um séra Arngrím : „Sjá hér, hve
kyrkjan vígja vann, vesalan fjón og
kennimann ! “
Vér skiljum svo að sinni við þessar
tvær fyrirmyndar-útgáfur af islenzkum
embættismönnum og skorum á alla þá,
sem þær hafa séð og lesið í kjölinn, að
láta álit sitt í ljósi um þær, hvort sem
það verðr oss með eðr mót.
Ritað í desember 1882.
Nokkrir Barðstrendingar.
Mannalát.
t — þann 18. jan. þ. á. andaðist 1 Hjör-
leifshöfða í Mýrdal konan Málfríður And-
rjesdóttir. Hún var fædd á Beynir í Mýr-
dal 10. febr. 1836; giftist hún 1864 ekkju-
manni Markúsi Loftsyni bónda á Hjörleifs-
höfða og bjó þar með honum til dauðadags;
áttu þau saman 3 börn, 2 syni og 1 dóttr;
eru þau öll á lífi og vel efnileg. Málfríður
sáluga var vel gáfuð kona og einnig mesta
siðprýðis- og dugnaðarkona; er hennar því
að maklegleikum saknað mjög.
t
Yigdís Einarsdóttir
frá Gíslakoti, fædd 15. oktbr. 1852,
gift lo.júní 1881, deyði 23.júní 1882.
Hún var guðhrædd, ástrík og elsku-
verð, vinsæl og vel metin. Lifi
hennar minning í blessun.
Jón Böðvarsson.
14. þ. m. dó hér í bænum jþorfinnr
stúdent Jónathansson, fyr verzlunar-
stjóri í Hafnarfirði.
19. þ. m. dó í latinuskólanum MarkÚS
Kristjánsson, mannvænlegasti piltr.
Auglýsingar.
Auglýsingab í embættisnafni
Oddviti kjörstjórnar Dalasýslu
Kunngjörir: Miðvikudaginn 30. dag
maimán. 1883 verðr að þingstaðnum
Hvammi í Hvammssveit innan Dala-
sýslu kjörþing haldið og skal, sam-
kvæmt fyrirskipun landshöfðingjans
yfir íslandi 28. nóv. 1882 og lögum
14. sept. 1877 (A. Nr. 16.), á þingi
því fulltrúi kosinn til alþingis fyrir
kjördæmið í stað síra Guðmundar
Einarssonar og fyrir þingtíma þann,
sem hann átti eftir, er hann dó.
Kjörþingið byrjar á hádegi réttu.—
Jafnframt því, að þetta er almenn-
ingi birt, er skorað á þingmannaefni
þau, er gefa vilja kost á sér, að gæta
fyrirmæla fyrnefndra kosningarlaga
um framboð til kosningar.
Skrifstofu Dalasýslu, i.marz 1883.
Guðlaugr Guðmundsson,
cst.
— Hér með auglýsist, að þriðjudag-
inn 12. júní 1883 á hádegi verðr hér á
skrifstofunni skiftafundr haldinn í dán-
arbúi smáskamtalceknis Benedikts Gabrí-
els Jónssonar og verðr þá fram lagt
yfirlit yfir hag búsins, skrá yfir skuldir
og frumvarp til úthlutunargjörðar í
búinu.
Skrifstofu Dalasýslu, 5. marz 1883.
Guðl. Guðmundsson,
cst
— Hér með auglýsist, að mánudaginn
þann n. júní 1883 á hádegi verðr hér
á skrifstofunni skiftafundr haldinn í
dánarbúi sýslumanns Skúla Magnússon-
ar, og verðr þar fram lagt yfirlit yf-
ir hag búsins, skrá yfir skuldir og niðr-
röðun þeirra og frumvarp til úthlutun-
argjörðar á fé þvi, er fyrir hendi er.
Skrifstofu Dalasýslu, 5. marz 1883.
Guðl. Guðmundsson,
cst.
í næstliðnum ágústmánuði fundu menn
á skipinu „Ingólfi“ bát úti á rúmsjó
suðr undir Papey, mannlausan, og fluttu
hann upp á Djúpavog ; bátrinn er að
stœrð sem tveggjamanna far, merkja-
laus, en að öllum líkindum norskr.