Þjóðólfur - 31.03.1883, Side 4
44
uðust mig með meðalabrúkun*og allri ná-
kvæmui, svo að þó ég hefði verið þeirra
skilgetið barn, þá var ómögulegt'að’ætlast
til nákvæmari aðhjúkrunar. Ég lá 3 vikur
þunt haldinn. En fyrir guðs'náð og þeirra
góðu tilraunir fór ég að hressast, svo þau
fluttu mig til míns heimilis, og þar með
vildu þau ekkert fyrir þetta þiggja, svo ég
bið og treysti, að Guð, sem ekkert gott lætr
ólaunað, endrgjaldi þeim þúsundfalt, þegar
þeim inest á liggr.
Eeykjavík 3. marz 1883.
M. Magnússon, múrari.
— I>egar ég næstlíðið sumar varð fyrir því sárt-
sviðandi sorgarsári, að sjá á bak mínum elskuleg-
um ektamaka, þórsteini Vigfússyni, er druknaði í
Hvítá, sem rennr hér rétt fyrir framan bæinn, urðu
margir til, bæði konur og karlar, af eigin hvöt
og hjartans hluttekning í sorg minni, að leggja mér
lílcn, eins til orða og verka, svo ég, veik og van-
burða manneskja, sem opt hafði áðr reynt mótbyri
lífsins, gæti staðizt þennan mótlætis brimboða, er
á bijósti minu skall, og enn aftr við jarðarförina,
sem löngu varð síðar, (þvi lík hans fanst eigi fyrri
en eftir 8 vikur liðnar) vakti Guð upp sumpart nýja
hjálparmenn, og sumpart " ina sömu, er áðr tóku
hlutdeild i sorg minni; allir líkmenn gáfu mér upp
sina fyrirhöfn, og prestr minn gaf mér að nokkuru
leyti það, sem mér bar að greiða honum; ég er
fullviss um, að þessum mínum velgjörðamönnum er
ekki þént með þvi, að ég greini hér nöfn þeirra;
það blasir líka fyrir hugsjón minni, að nöfn þeirra
séu teiknuð og talin á þá bókina, sem sett er þvi
lefri, sem aldregi verðr útskafið. Að endingu þakka
ég öllum fjær og nær, sem studdu mig í stríðinu
og bið af alhug til ins alvalda miskunnarans, að
launa þeim, er mér miskunn veittu.
Arnarbæli í Grímsnesi 27. febr 1883,
Margrét Eiríksdóttir.
Llm gripasýninguna.
Vér þykjumst ganga að þvi visu, að almenn-
ingr hér á landi hafi nú þegar heyrt getið innar
yrirhuguðu sýningar, sem iðnaðarmannafélagið í
Keykjavík hefir ætlazt til að yrði- haldin hér á inn-
lendum iðnaði á komandi sumri um alþingistímann.
En því er miðr, að vér höfurfi örðió’ þess varir, að
það eru margir, sem ekki hafa getað gjört sér Ijósa
grein fyrir, hvaö meint sé með þessari sýning.
f>að t. d. hefir margr lagt. þan.n skilning í tilgang
þessarar sýningar, að sem flestir ættu að kapp-
kosta að búa til, eða jafnvel að uppgötva einhverj-
ar nýjar vciar, sem væru alveg óþektar, eðr að
búa til einhvern þann kjörgrip, sem væri sannköll-
uð gersemi, sem ekki stæði til bóta, og þess-
vegna í alla staði ómögulegt, að ganga betr frá
honum.
Eins og leiðir af sjálfu sér, þá getr þetta ekki
náð nokkurri átt. Vér hljótum fúslega að játa, að
vér íslendingar stöndum langt á baki annara þjóða
í iðnaði, sem öðru, og gjörum vér ráð fyrir, að
engum útlendum manni hafi komið til hugar, sem
látið hefir á iðnaðarsýningar .erlendis muni eftir sig,
að þeir væru svo af hendi leystir, að ómögulegt
væri að gjöra þá betr á nokkurn hátt,—Hvernig
skyldi oss þá geta dottið í hug, að leysa nokkuð
það verk af hendi, sem ekki þyrfti umbóta við?—
Fljótt yfir sögu farið, þá er hér einungis sú aðal-
meiníng með sýningu þessari, að inn innlendi iðnaðr
komi nú fram á skoðunar-plássið, eins og hann er
i sjálfu sér,—Ekki meiningin, að menn séu að
„reisa sér hurðarás um öxl“ og búa til þá muni,
sem þeir eru alls ekki færir um að leysa af hendi
—nema ef menn vilja leggja einhverjar tilraunir á
sig í uppgötvunar stefnu, eru menn náttúrlega
sjálfráðir — heldr einungis að búa það eina til—
hvað helzt, sem það kann að vera—sem hver og
einn er leiknastr í, og náttúrlega leysa það svo vel
af hendi, sem hver er fær um. Af því þetta verðr
in fyrsta almenna sýning á Xslandi, er óskandi og
vonandi, að sem flestir reyni til að styðja að því,
að sem mest verði sent á hana af gripum til sýnis,
svo að mönnum gefist færi á að sjá ið innlenda
iðnaðar-ástand vort, eins og það er nú, í von um,
að smátt og smátt verði föng á að bæta úr því,
sem ábótavant er hjá oss i þessaátt, og aftr á hinn
bóginn,^aðfumbuna því, semfhrósvert er. Yér vit-
um það fullvel allir íslendingar, |hversu mikið far
aðrarj'þjóðir hafa gert sér um, að rétta hluta vorn
á þessum tveimr hörðu árum, sem yfir oss hafa
dunið, með stórkostlegum peninga- og matvælagjöf-
um; en vér, eins og eðlilegt er, höfum á engan
hátt getað endrgoldið þessar miklu velgjörðir við
oss, sem vist hefir heldr ekki verið ætlazt til af
hendi gefandanna; en vér viljum segja: að það
sýnir þó einhverja framfaratilraun hjá okkr, að vér
einmitt nú þetta ár höfum ráðizt í að halda
sýningu á innlendum iðnaði, eingöngu til að hvetja
menn til framfara, og nota alla þá vinnu-krafta, sem
völ er á í landinu, og væri eigi fjærri sanni, að
halda, að iðnaðrinn gæti á sínum tima að nokkru
leyti bætt það skarð, sem órðið hefir fyrir landbún-
aðinum og kvikfjárræktinni þessi ár, og færi svo,
að það yrði, þá fyrst gætu inir veglyndu gefendr,
sem svo ríkulega hafa rétt oss hjálparhönd á vor-
um neyðartímum, séð, að vér íslendingar höfum
skilið réttilega kröfur tímans, þegar vér reynum að
reisa annan atvinnuveginn, þegar hinn er að sumu
leiti að líða undir lok, og er vist óhætt að full-
yrða, að sú tílraun er þakklæti betri í augum þeirra,
sem hafa viljað og vilja oss vel.
Reykjavík, 20. marz 1883.
Páll porkelsson. Sigfús Eymundarson.
— Undirskrifaðr tekr að sér útsölu á
als konar bókum íslenzkum.
Yestdalseyri við Seyðisfjörð, 24. jan. 1883.
Sigfús Magnússon.
Pakkhús-umsjónarmaðr.
Ið íslenzka brennisteins- og koparfé-
lag vill fá áreiðanlegan og ötulan mann,
sem verðr að hafa góðar meðmælingar og
geta talað ensku, í þjónustu sína sem um-
sjónarmann í húsum félagsins og til að
vinna félaginu gagn yfir höfuð, svo sem ráða
verkamenn til námavinnu og annara starfa.
Fáist reglusamr, framkvæmdasamr og ötull
maðr, er talar viðunanlega ensku og er vel
skrifandi, fær hann góð laun, er hækka
eftir 6—12 mánuði, eftir dugnaði hans.
Lysthafandi snúi sér skriflega til al-
þingismanns Jóns Olafssonar, ritstjóra
»pjóðólfs«, og skýri frá, hver laun hann nú
hefir og í hvers þjónustu hann er nú eða
hefir áðr verið.
Paul G. Johnston,
forstöðumaðr.
Yegna þess að ég sé á Markaskrá
Dalasýslu prentaðri 1880, að maðr hefr lát-
ið prenta sig fyrir sauðfjármarki mínu;
fjöðr fr. hægra og sneitt fr. vinstra, þá gjöri
ég mönnum í nálægum sveitum og sýslum
það vitanlegt, að ég hefi fyrirboðið eins og
ég hér með fyrirbýð áminnztum manni að
brúka ofanskrifað sauðfjármark.
þverholtum í Mýrasýslu, 10 febr. 1883.
Jón Einarsson.
þegar guði á síðastliðnu sumri þókn-
aðist að burtkalla minn hjartkæra ekta-
mann Gísla póst Magnússon, eptir langa og
stranga banalegu, þá urðu eigi allfáir, til að
taka innilegan þátt í kjörum mínum, og
styrkja mig, eigi að eins með skuldaupp-
gjöfum, heldur öllu fremur með dagsverkum
um sláttinn, og stórgjöfum, bæði í fénaði
og peningum, til að geta haldið við bú, sem
kallast mátti sauðlaus eftir hinn stórkost-
lega fénaðarfellir í vor. Eg vil því fyrst og
fremst þakklátlega leyfa mér, að nefna eínu
nafni: hina eðallunduðu Oræfinga, þeir hafa
bannað nöfn sín, er fyrstir manna auðsýndu
mér bróðrlega hluttekningu, þar sem hinir
helztu þeirra sóttu, á nýbyrjuðum slætti,
yfir langa og torfæra leið, til að heiðra út-
för míns sártsaknaða ektamanns, mér og
mínum til ómetanlegrar ánægju, gáfu mér
upp meiri og minni skuldir, mörg dagsverk
um túnasláttinn og síðan æðimargt fé og
peninga í haust, auk margra annara greiða
og hjálpsemi, svo þeirra höfðinglegu gjafir
gætu vel reiknast til 200 kr. Enn fremr urðu
margir nærlendis til að rétta mér hjálpar-
hönd, einnig í skuldauppgjöfum og beinlínis
útlátum, og af þeim vil ég fyrst leyfa mér
að nafngreina vorn ágæta sýslumann S.
Ólafsson, umboðsmann Ó. Pálsson, heiðurs-
bóndann þórarinn þórarinsson á Selja-
landi, prófast J. Sigurðsson, söðlasmið
S. þorleifsson, vinnumann minn þorgils
Guðmundsson, og vinnumann J. Jónsson á
Kálfafelli, auk margra annara, sem ég hvorki
endist til upp að telja og því síðr að endr-
gjalda; fyrir því sný ég mér til hins himn-
eska föður, sem engu góðverki gleymir, og
sem nógu er ríkr til að launa, og bið hann
af hrærðu hjarta að umbuna öllum þessum
æruverðu höfðingsmönnum fyrir mig og
minn munaðarlausa barnahóp, eigi að eins
með því að blessa og farsæla þeirra stund-
lega hag, heldr öllu fremr að minnast þess
á hinum mikla dóms- og reikningsskapar-
degi, að þeir hér opt gáfu hungruðum að eta
og þyrstum að drekka, etc., hvar fyrir góðr
guð virðist að metta þeirra eigin sál með náð
og svala með miskunn.
Sauðabergi 25. janúar 1883.
Bagnhildr Gísladóttir.
Af þakklátu og jafnt viðkvæmu hjarta
finn ég sérstaka skyldu mína sem móðir, að
opinbera það kærleiksverk, er nokkrar ó-
vandabundnar manneskjur af tilfinningar-
sömu hjarta gjörðu á dóttur minni Guðrúnu
sálugu Rögnvaldsdóttr, er lá veik á spítalan-
um og Miðseli í þeim hættulega sjúkdómi
sullaveiki, er um síðir leiddi hana heim. Er
þá fyrst að geta ins góðkunna manns doktor
Jónassens, er veitti henni nákvæma að-
hjúkrun í þjáningum hennar, auk meðala,
er hann útvegaði henni reikningslaust; og
þvf næst systranna á spftalanum, madömu
Guðrúnar og systur hennar Halldóru, er af
einstakri alúð hjúkruðu og sýndu alla góða
meðferð á henni, er þær bezt gátu. Einnig
er verðugt að ég minnist þeirra valinkunnu
hjóna, Magnúsar Vigfússonar á Miðseli og
Guðrúnar Jónsdóttur konuhans, er ekkilétu
sitt eftir liggja, með öllu mögulegu að bæta
úr krossburði hennar, og veita henni alla þá
aðhjúkrun, er þeim var auðið, ásamt öll-
um þeim, er vitjuðu hennar, og réttu henni
hjálparhönd á þeim tíma, er þjáningarog
krossburðr heimsóttu hana sem mest. Fyrir
þessar og allar aðrar velgjörðir henni í té
látnar, votta ég hér með mitt innilegasta
hjartans þakklæti, og bið inn algóða föðr-
inn, sem ekki mun láta einn vatnsdrykk ó-
launaðan í lærasveinsnafni gefinn, að um-
buna það af ríkdómi sinnar náðar, þá þeim
og þeirra mest á liggr. |>ví það orð stendr
stöðugt: »hvað þér gjörðuð einum af þessum
mínum minstu bræðrum, það hafið þér mér
gjört«.
Tungufelli dag 14. febr. 1883.
Guðrún Jónsdóttir. ,
Næsta blað laugard. 7. april.
mr i því birtist svar kjörstjórnarinnar í Rvík,
Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism.
Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.