Þjóðólfur - 12.05.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.05.1883, Blaðsíða 2
58 að þakka Lock embœttislega 21. okt., fyrir varnaðarskjai gegn ýkjum um neyð íslands, sem Mansion Honse nefndinni hafði borizt 21. sept.? Eg var þá (21. okt.) búinn að vera viku heima, og Konsúl var búinn að fá fulla vitneskju um, að hjálpin, sem kom með Lylie, var einmitt sú, sem J.ock hélt fast á í þessu bréfi sínu að skyldi verða send íslandi, nfl. penings-fóðr, þó tegundir þess væru töluvert hyggilegar valdar en Lock hafði farið framm á. Ætla mátti, að bréf Locks væri búið að vinna sína rentu gegn ýkjunum. Enn um hag íslands fór það, að öðru leyti, alveg röngum sögum, sem við var að búast af ókunnugum og miðlungi sannsögul- um manni, það til dœmis, að einmitt eftir þessu sama bréfi sem Konsúl þakk- ar svo innvirðulega, var engin neyð þar, sem neyðin var sem mest; hvorki fyrir vestan, né i Strandasýslu, né heldr fyrir austan i Múla- og Skaftafellssýsl- um. Bréfið var satt að segja engrar „Konsúlar“-þakkar en allrar Konsúlar- óþakkar vert, eða þá þegjandi fyrir- litningar. J>að hefir reynslan nú sann- að1. Konsúl Paterson má vera viss um það, að ég ann honum heils hugar allrar þeirrar velvildar á íslandi, sem hann á skilið ; enda treysti ég því, að hún rýrni í engu við það, að við lát- um hvor annan njóta sannmæla. Vilj- andi hefi ég engar gersakir gjört hon- um, enda sé ekki enn að ég hafi nein- ar gjört. Atvik viðskiftamáls okkar verð ég að meta eftir heilbrigðri skyn- semi, falslaust og fjandskaparlaust. En það verð ég að játa, að ég þykist sjá hann vilji bœta orðinn brest, enda er I) Sumum mun finnast, að Konsúl hefði enn betr gjört, ef hann hefði prentað bréf sitt, en það á hann enn ógjört. ekki við öðru að búast, af manni sem að allra kunnugra dómi er ÁGÆTR DRENGR. Cambridge, 5. apríl, 1883. Eiríkr Magnússon. Lýsing Borgarfjarðarsýslu. (Niðrlag). 8. Reykjadalshreppr (Reykjadalr nyrðri). a. Flókadalr fyrir norðan syðra Reykjadal, liggr hátt; þar er allgott fjárland, enda að mestu leyti búið að sauðfé. Engjar litlar og að mestu snögglendar. Hálsarnir eru lágir og grösugir, en holt og mýrarsund á víxl í miðjum dalnum. þ»ar eru smávötn þrjú, er að líkindum mætti ræsa fram °S gjöra að engi. — b. Reykjadalr nyró'ri, norðan Fókadals. Hálsarnir beggja vegna lágl.r og grösugir, og mest af láglendinu mýrar og grasmó- ar. þ>ar er þéttbýlt og fremr smábýlt; heyskapr töluverðr. Mór sumstaðar og og ekki góðr. Sveitin á gott afréttar- arland á Arnarvatnsheiði og er sauð- fjársveit. 9. Hálsasveit, austr og upp af Eystra R. Sveitin liggr hátt. þar er hagkvisti allgott, og oft hagasamt á inum kvistvöxnu, lágu hálsum. Hey- skapr fremr rýr. Mótak vantar þar víðast, og er því brent smáskógi eða beitikvisti, Og fjártaði, til mikils skaða fyrir tún og haga. Sveitin er sauð- sveit; hún á afréttarland á Arnarvh. í félagi við Syðri R. Beztar heyjarðir þar Húsafell og Ás. Aðalmein Borgarfjarðarsýslu er afréttarleysi. Annars er héraðið yfir höfuð eflaust eitt ið fegursta, hagsæl- asta og bezt fallna til landbúnaðar af öllum héruðum landsins. þar eru víð- ast nægar mómýrar, aðdrættir hægir, síðan verzlun kom á Akranes og Borg- arnes. Hvalfjörðr, Borgarfjörðr og Hvítá greiða sjóvegs-aðflutninga, sem einnig eru töluvert að aukast, Sauð- bú, nautbú , sjóarútvegr, jarðepla- rækt, verzlun, dúnafli, laxveiði og sil- ungsveiði: allir þessir bjargræðisvegir eiga sér þar stað og standa til bóta. Túnasléttun og vatnsveitingar er farið að stunda þar nokkuð alment. En fé- lagslifið er dauft. Fundir eru dauflega sóktir og settir; inar mörgu nefndir (sýslun., hreppsn., héraðsn., safnaðarn.,o. fl.) eru framkvæmdarlitlar, og lítið ann- að en nafnið eitt; enda er eigi framfara von af nefndum þessum, þegar inir sjálfkjörnu oddvitar þeirra eru fram- kvæmdarlausir, dráttgjarnir og ríg- bundnir bókstafsmenn. BorgfirSingr. Með bréfi frá 15. marz síðastl. hefir inn setti landshöfðingi yfir íslandi sent mér sem oddvita hreppsnefndarinnar i Leiðvallahreppi tilboð „útvegsbœnda“ dags. Vatnleysustrandarhreppi 10. s. m. um, að Skaftfellingar megi senda menn suðr til þeirra til sjóróðra, útgjörðarlausa að öðru leyti en skinnklæðum. En þetta góða tilboð áminnstra útvegs- bœnda verðr, því miðr, ekki notað af oss í Leiðvallahreppi að þessu sinni, og eru þær ástœðr til þess, að til sjóróðra hafa á þessum vetri farið og verið send- ir allir þeir, sem til þess voru á nokk- urn hátt fœrir og mögulega máttu yf- irgefa heimili sín ; jafnvel lítt þroskað- ir unglingar og öllu óvanir sjó voru að þessu sinni látnir fara, þótt þeir ekki væru fœrir fyrir kulda og vosbúð þeirri, sem oft er vetrarferðum samferða, og svo kvað mjög að kappi manna að sœkja sjóróðra, að margir einyrkjar fóru á miðjum vetri til sjóróðra, þótt þeir engan veginn mættu frá heimil- 10 í sárinu og umhverfis það. þá myndast enn ein tegund sára við bit dýra, t. d. hunda eða hesta 0. s. frv. Sár, sem fram eru kom- in af hestsbiti, græðast oft seint, með því að dýrið heldr oftast lengi fast með inum stóru tönnum sínum í ina linu líkamsparta, áðr en það sleppir aftr, svo að sárið líkist mari. Stundum er bit dýra eitrað, t. d. hundsins, ekki að nefna eitrsnáka o. s. frv. Brunasár og kalsár verðr eigi hér um rætt. Bin in háskalegasta tegund sára (vulnus penetrans) er það, er sárið nær inn í liðamót eða hefr opnað eitthvert af megin-holum líkamans svo sem brjóstholið eða kviðholið 0. s. frv. Einnig verðr að álíta sár á höfðinu hættulegri en jafnstór sár annarstaðar á lík- amanum, sakir þess þau eru svo nálægt heilanum. því hættulegra sem sárið er, því brýnni nauðsyn ber til að útvega læknishjálp svo brátt sem kostr er á. það er auðskilið, að þá er linpartar líkamans skerast þannig eða rifna sundr, þá er því samfara sársauki, blóðrás og meiri eða minni vandkvæði á að nota inn særða hlut líkamans. Auk þessa er hætt við. að sárið óhreinkist af sandi, ryki o. s. frv.; og hversu hreint sem vér ætlum ið almenna loft, þá felr það í sér margar smáagnir, er orðið geta mjög skaðlegar, með því að þær setjast í sárið og valda hættulegri bólgu, er haft getr inar verstu afleiðingar, eigí að eins fyrir inn særða líkamshlut, heldr jafnvel fyrir líf sjúklingsins. það, sem mest ríðr á við meðferð sára, er því að stöðva blóðrásina, hreinsa sárið og leggja umbúðir um til varnar því, 11 að sárið óhreinkist á ný við það, að utanaðkomandi efni setj- ist í það, og svo að halda inum særða lim eða líkamshlut svo rólegum og hreifingarlausum sem verða má, bæði til að forðast sársauka og svo til þess, að þær breytingar, er á sárinu verða og leiða til gróðrs, truflist eigi við ótímabæra hreifingu. En með því að sár verða til skjótlega og óvænt og skjótt verðr að veita hjálp þá, er nauðsynleg er, t. d. að stöðva blóð- rásina, þá er það mjög áríðandi, af því að óvíðast er læknir við hönd, að leikmenn sé færir um að veita ina bráðanauð- synlegustu hjálp, er svo ber undir, og er því meir undir því komið, sem leikmenn þeir, er nokkurn áhuga hafa á, geta í þessu efni mikið gagn gjört. Flest þau sár, er alment koma fyrir, er nægilegt að þvo vandlega úr karbólvatni eða spýta vandlega karbólvatni í sárið með spýtipípu; sé blóðrásin mikil, verðr karbólvatnið að vera kalt. Venjulega mun þá blóðrásinni linna að mestu leyti, og er þá alveg óhætt, að binda um sárið, og það enda þótt ofr- lítil slagæð spýti mjórri blóðbunu ; en þá verðr að vefja nokk- uð fastara umbúðunum, en varast verðr að vefja þær of fast. Sé hins vegar nokkuð stór slagæð sundr skorin, verðr annara ráða í að leita, sem síðar mun greint verða. Sé við skotsár að eiga, verðr að taka út kúluna eðr önnur þau annarleg efni, er í sárinu kunna að sitja, ef auðvelt er að komast að þeim. En það skyldi menn mest varast, að gjöra ekki alt of mikla leit að þeim í sárinu, því að það er að eins

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.