Þjóðólfur - 26.05.1883, Síða 4
66
sama þjónustutíma, auðvitað getr munr-
inn orðið helmingi minni, og líka helm-
ingi meiri, því in minstu laun verzlega
embættismanna eru 1500 kr., en in
mestu 6000 kr. Ef prestr og verzlegr
embættismaðr með 3000 kr. launum
slasast báðir við embættisverk, svo þeir
verða að sleppa embætti, fær prestrinn
250 kr., en verzlegi embættismaðrinn
2000 kr. árlega. Eitthvað sýnist mér
bogið við þenna mikla mismun. En ég
skal sleppa allri jafnréttishugmynd í
þessu efni, og þeirri tilfinningu, sem ég
ímynda mér að sumir prestar kunni að
hafa fyrir því, að þeir séu hér mjög
settir hjá, því það gjörir minst til mál-
inu, en hins ætti vandlega að gæta,
hvort embœttismennirnir venlegu þurfa í
raun og veru svona margfalt meiri eftir-
laun en prestarnir. þurfa t. d. sýslu-
menn, sem framan af þessari öld eftir
langa og dygga þjónustu hér á landi
fengu einar 60 kr. í eftirlaun, nú á dög-
um að fá 2000 kr. í eftirlaun eftir 30
ára þjónustu? eða hefir hagr almenn-
ings batnað að sama skapi? Mun það
ekki líklegt eins um ina verzlegu em-
bættismenn eins og um prestana, að
þeir eftir langa embættisþjónustu og
af rífiegum launum hafi nokkuð fyrir
sig að leggja í ellinni, að þeir séu bún-
ir að koma upp börnum sínum og bún-
ir að læra að „lifa í hófi og með spar-
serni1? Ætli nú væri ekki nauðsynlegt
að hugleiða, þegar verið er að skjóta
saman fé, til að bjarga oss frá hung-
ursneyð, hvort ekki mætti við hafa
meiri sparnað bæði hjá hverjum ein-
stökum og á almannafé, en gjört hefir
verið ?
BÓNDl.
Um ullaryerkun og ullarsölu.
í tilefni af áskorun þeirri, sem prentuð er í
blaðinu ísafold 14. dag marz- mánaðar þ. árs, frá
nokkrum bændum í Mýrasýslu viðvíkjandi verði og
verkun á ull, er oss send eftirfylgjandi grein eftir
mann, er vafalaust er flestum kunnugri íslenzkri
ull og sölu hennar erlendis.
Orsökin til ins lága verðs á ull-
inni er sú, að allar ullartegundir án
undantekningar hafa lækkað í verði í
útlöndum seinni árin, og getr íslenzka
ullin því ekki haldið verði sínu.
Orsökin til þess að ullarverðið hefir
lækkað, mun vera sú, að ullarmegnið í
inum stærri löndum hefir aukizt fram
yfir ullarbrúkunina, líkt á sér t. a. m.
stað með kaffi, sem nú selst helmingi
ódýrara en það var fyrir 3—4 árum.
Að láta óþvegna ull í kaupstaðinn,
er með öllu ógjörandi, þar eð kaupmenn
ekki geta komið því við að þvo hana,
og óþvegin verðr hún ekki send til út-
landa, af því að óþvegna vorull er ó-
mögulegt að selja þar. Að óþvegin
haustull selst erlendis, kemr af því að
svo litið fiyzt af henni, kæmi nokkuð
til muna, mundi ógjörandi að koma
henni út.
Inn einasti vegr til þess að ull
bæði Mýramanna og annara geti náð
hærra verði, er að ullin sé þvegin og
vönduð eins vel og mögulegt er, og svo
að bíða þess, að ullarverðið í útlöndum
hækki.
par sem féð gengr á sendinnijörð,
þarf vel að gæta þess, að ná sandinum
úr ullinni.
Hvað llarverðinu að öðru leyti við-
víkr, má geta þess, að ullin síðastliðið
ár var hér á landi borguð með tals-
vert hærra verði en fyrir hana fékkst
erlendis.
Auglýsingar.
m.................................................m
Kaup og sala
I allra
I ÉIS- 05 PREMiy-LÓÐSEÐLfl. |
Nýjustu ríkis-lóðseðlar um
jfjárupphæð: 8 milliónir 552,300 mörk!
lUm alla þessa xipphæð verðr áreiðanlega dregið
jí 7 deildum.
j Við I. drátt verða 4000 vinningar, inn
jstœrsti þar á meðal 50,000 mörk að upphæð;
jpöntun lóðseðla verðr að senda oss með næsta
jpóstskipi, og kosta þeir til þessa dráttar:
heilir frum-seðlar 5 kr. 33 au.
hálflr frum-seðlar 2 kr. 67 au.
j Embættislega staðfest yfirlit yfir drættina
jeru látin fylgja hverri pöntun. Gegn því, að
loss sé sendir peningarnir, sendum vér þegar
jlóðseðla.
1 Menn snúi sér beinlínis til
} 0í£t/H.3'i4o &> ‘SVLaaÁevvt'IWC,
|(H. 02121.) Bankgeschaft.
Hamburg.
if>
uiiTriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimnminiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiifiinniiiírii
Hjá ritstjóra „í>jóðólfs“ fæst:
Jón Ólafsson: Söngvar og kvæði 2 kr.
(Að eins f á ein e xp l. eru til óseld)
Björnson: Kátr piltr. þ>ýðing eftir
Jón Ólafsson. 1 kr.
Jón Ólafsson: Dægrastytting I. 25 au.
Matth. Jochumson: Vig Snorra Sturlu-
sonar. 20 au.
Jón Ólafsson: Nanna I—III (öll). 75 au.
Sá, sem kaupír 1 expl. af hverri
þessara bóka, fær þær allar fyrir 3 kr.
(Kosta annars 4 kr. 20 au.).
Sama staðar fæst bréfpappír og um-
slög mjög ódýrt.
Mánudaginn hinn 4. júní næstkom-
andi verðr við opinbert uppboð, sem
haldið verðr á bæjarþingstofunni hér í
bænum, selt hæstbjóðendum talsvert af
góðum bókum tilheyrandi dánarbúi
Jóns sál Jónssonar landshöfðingjaritara.
Skilmálar fyrir þessu uppboði birtast á
uppboðsstaðnum. Uppboðið byrjar kl.
10 f. m.
Bæjarfógetinn 1 Reykjavík h. 17.
maí 1883 ,
E. Th. Jónassen.
' Mánudaginn hinn 18. júní næstkom-
andi verðr á bæjarþingstofunni á há-
degi sett uppboðsþing, og þá selt
hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst,
V12 af jörðunum Laugarnes og Kleppi,
er áðr hcfr tilheyrt Jóni sál Jónssyni
landshöfðingjaritara.
Skilmálar fyrir sölunni birtast á
uppboðsstaðnum.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík
h. 17. maí 1883.
E. Th. Jónassen.
Með því að ég hef áformað að fara
embættisferð kringum landið með
strandferðaskipiuu, er héðan á að fara
9. júní næstkomandi, og koma aftr 25.
s. m., get ég eigi tekið á móti sjúk-
lingum liér í bænum á þeim tíma.
Reykjavík 21. maí 1883.
Schierbeck.
Samkvæmt opnu hréfi 4. janúar 1861,
sbr. lög 12. apríl 1878, er hér með skorað á
alla þá, er til skulda telja eða skuldugir eru
í dánarbúi þorleifs bónda þorleifssonar og
konu hans Kristínar Benediktsdóttur í Arn-
ardal, innan 6 mánaða að gefa sig fram fyr-
ir undirskrifuðum skiftaráðanda í búinu.
Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 16. apríl 1883.
C. Fensmarck.
Allir, er telja til skulda í dánarbúi bæjar-
fulltrúa Kristjáns Mattíassonar á Isafirði,
innkallast hér með samkvæmt opnu bréfi
4. janúar 1861, sbr. lög 12. aprfl 1878, til
innan 6 mánaða að gefa sig fram og sanna
kröfur sínar fyrir undirrituðum skiftaráð-
anda. Sömuleiðis er skorað á erfingja ins
látna, sem eru systkini foreldra hans og
börn þeirra, að sanna erfðarétt sinn fyrir
mér.
Skrifstofu bæjarfógeta á Isafirði
10. apríl 1883.
C. Fensmarck.
Ensk lestrarbók með ensk-íslenzku
orðasafni eftir Jón A. Hjaltalín. Fæst
innheft hjá Kr. O. þorgrímssyni í
Reykjavík og Friðbirni Steinssyni á
Akreyri fyrir 3,50 kr.
Verzlun H. Th. A. Thomsens
kaupir hert og vel verkuð sköturoð
fyrir 70 au. pnd. Sömuleiðis hrosshár,
þ. e. taglhár á 70 au. og faxhár á 60
au. pundið.
L. Larsen.
P. Nielsen á Eyrarbakka
kaupir:
Fálkaegg . . á 5,00 stykkið
Arnaregg . . á 1,50---
Hrafnsegg . á 0,25---
Smirilsegg . á 0,25 ——■
Ugluegg . . á 1,00---
Samt flestar aðrar tegundir við háu
verði.
Rjúpnaegg kaupi ég ekki!
Enskt the,
nokkuð smátt, ekki sterkt, en bragðgott, er
lagt inn til sölu hjá konsúl N. Zimsen og
kostar að eins 75 aura pundið.
Ritstjóri: Jón Ólafsson, alþingism.
Prentaðr x prentsmiðju ísafoldar.