Þjóðólfur - 07.07.1883, Blaðsíða 1
MÖDOLFR.
XXXV. árg. Reykjavik, Laugardaginn 7. júli 1883.
M 27.
sýslu Gunnlaugr Briem, verzlunarstjóri
í Reykjavík, og í Dalasýslu sírajakob
Guðmundsson á Sauðafelli. Eftir að
kjörbréf þeirra voru rannsökuð, ogekk-
ert fundið út á þau að setja, var undir
stjórn aldrsforseta (Pétrs byskups) geng-
ið til kosningar forseta ins sameinaða
þings. Kvaddi hann sér til aðstoðar
sem skrifara þingmann Barðstrendinga
og þingmann Reykvíkinga. Kosningu
hlaut Magnús assessor Stephensen með
18 atkv. Flest atkv. næst honum hlaut
Árni landfógeti Thorsteinsson (ioatkv.).
Síðan gekst hann fyrir kosningu vara-
forseta ins sameinaða þings, og hlaut
þá kosningu Lárus sýslumaðr Blön-
dal. þar á eftir voru kosnir skrif-
arar í sameinuðu þingi, og hlutu sira
Eiríkarnir þá kosningu. Síðan skiftust
deildirnar og kusu embættismenn sína.
Forseti í efri deild varð Pétr byskup,
með 8 atkv. Skrifarar Magnús Ste-
phensen og Sigurðr Melsteð. í neðrideild
varð forseti Jón Sigurðsson frá Gaut-
löndum með 17 atkv., og varaforseti
riddarinn Tryggvi. Skrifarar : Halldór
K. og síra Magnús Andrésson. Engin
konungl. frumvörp voru lögð fram þenn-
an dag, og varð þvi að eyða sérstökum
degi (inum 3. þ. m.) til þess. Á mánu-
dagskvöldið sátu þingmenn gildi hjá
landshöfðingja, og voru þar venjuleg
minni drukkin. það vakti nokkura eftir-
tekt, er Magnús Stephensen mælti fyrir
minni fulltrúa stjórnarinnar (landshöfð-
ingja1), að hann lét það í ljósi, að hann
væri samdóma þeirri skoðun, sem lengi
hefir verið allra frjálslyndra og hygg-
inna manna skoðun, að ómissandi væri
að ráðgjafinn sæti á þingi („fulltrúi kon-
ungs, en ekki stj'órnarinnar“ voru hans
orð), eða að milli inna tveggja liða
löggjafarvaldsins, konungs og þings,
væri að eins einn meðalgöngumaðr.
Athygli sú, er þetta vakti, gat eigi
sprottin verið af því, að þetta væri nein
ný ósk, heldr af því, að menn munu
vart hafa búizt við, að hún yrði í ljósi
látin af þessum ræðumanni við svo op-
inbert tœkifœri.
— 3. þ. m. voru fram lögð þessi kon-
ungleg frumvörp.
I. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1884
og 1885.
II. Frv. til laga um samþykt á
landsreikningnum fyrir 1878 og
1879.
III. Frv. til laga um samþykt á lands-
reikningunum fyrir 1880—81.
IV. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin
1878—79.
Alþingisfréttir.
1.
Mánudaginn 2. þ. m., J/4 stundar fyr-
ir hádegi, söfnuðust þingmenn saman
í alþingishúsinu og gengu þaðan til
kirkju, en þar flutti sira J>orkell Bjarna-
son ræðu. Síðan gengu þingmenn í
alþingishúsið í inn stærra þingsal (neðri
deildar), og las þar inn setti landshöfð-
ingi upp svo hljóðandi
Avarp konungs til alpingts.
Jristian iiirni lluitili 0. s. fm.
Vora konunglegu kveðju!
Tíðindin er hingað bárust i fyrra um
harðærið á íslandi og þar af leiðandi
neyð og skort meðal landsbúa, hafa
valdið oss mikillar áhyggju. En eins
og stjórnin lét sér vera ant um, þeg-
ar er hún komst að raun um hættu
þá, er yfir vofði, að afstýra neyð þeirri,
er fyrir hendi var,' þannig hafa ein-
stakir velgjörðamenn, bæði hér og ann-
annarsstaðar, svo fúsir viljað hjálpa
hinum nauðstöddu landsbúum, og gjört
það svo ríkulega, að með því varð eigi
að eins ráðið úr neyð þeirri, er fyrir
hendi var, heldr einnig þeirri hættu
afstýrt, er menn voru hræddir um að
leiða mundi á síðan af harðærinu. Til
allrar hamingju hafa Oss nú borizt þær
fréttir frá íslandi, að nú sé breytt mjög
til batnaðar, og megi því vænta, að
landið muni brátt rétta við aftr, og
smámsaman fá bættan þann skaða, er
það hefir orðið fyrir.
Stjórnin hefir því eigi ætlað að hún
að sinni ætti að koma fram með tillögur
um nokkurar óvanalegar ráðstafanir í
þeim efnum, en hefir þó veitt lands-
höfðingja heimild til að taka með al-
Þ’ngi til ihugunar, hvort vera muni
ástæða til að veita þeim, er orðið hafa
fyrir skaða, ítarlegri styrk af almennu
fé en orðinn er, og, ef svo væri, þá
að fá til þess fjárveiting þá á fjárlög-
unum, er með þarf.
J>að er auðsætt, að sú hin mikla
rýrnun, er á síðast liðnu ári hefir orðið
á fjárstofnum manna, mun hafa mikil
áhrif á fjárhaginn. En eftir þeirri á-
ætlan, er um það efni er unt að gjöra
að sinni, má svo álíta, að hinar vana-
legu tekjur muni eigi að eins
standast útgjöldin, heldr muni jafnvel
yerða nokkur afgangr, þó hann verði
ekki mikill, og hefir stjórninni því eigi
Þótt ástæða til að fara þess á leit að
utvega nýjar tekjur, einkum þar sem
hækkun á álögunum mundi verða miklu
ÞunShserari, eftir því sem nú er á-
statt.
Vér höfum með ánægju tekið eftir
þvi, hversu alþingi leitast við með ár-
legum fjárveitingum á fjárlögunum að
koma upp atvinnuvegum landsins. Hafa
þó þessar fjárveitingar hingað til mest
miðað að því, að efla landbúnaðinn.
En eigi mun minna í það varið að efla
hinn annan aðalatvinnuveg landsins,
sem eru fiskiveiðarnar, og þar sem mál
það hefir á seinni tímum vakið athygli
manna á sér, og svo virðist einnig sem
áhugi manna fyrir því sé vaknaðr á
íslandi sjálfu, þá hefir stjórnin ætlað,
að hún ætti fyrir sitt leyti að greiða
fyrir málinu, með því að gjöra aðgang-
inn til hinnar innlendu fiskiveiði svo
hægan fyrir, sem auðið er, og munu
þvi nokkur frumvörp, er að þessu lúta,
verða lögð fyrir alþingi.
í sambandi við mál þetta stendr
annað, er Oss er mjög ant um, en
það er endrnýjan verzlunarsamningsins
við Spán, er útrunninn var í haust er
leið. Samningstilraunir þær, er gjörð-
ar hafa verið við Spánar-stjórn, hafa enn
engan árangr haft, en stjórn Vor mun,
ekki sízt vegna þess að það er íslandi
svo mikils varðandi, gjöra sér far um
að koma á samningi við Spánar-stjórn
jafnvel þótt svo væri, að leggja þyrfti
í sölurnar töluvert af tekjum þeim, er
ríkissjóðrinn hefir hingað til haft í toll
af spönskum vörum.
Að endingu verðum vér að tilkynna
alþingi, að landshöfðingi vor yfir ís-
landi, er um langan tíma hefir stjórnað
þessu embætti, og jafnframt verið full-
trúi stjórnarinnar á alþingi, getr eigi
lengr haft þessa stöðu á hendi, þar
sem hann er skipaðr í mikilsháttar og
vandasamt embætti hér í landi; en
Vér treystum því, að sá maðr, er Vér
höfum falið á hendr að veita landshöfð-
ingjaembættinu forstöðu, og að leysa
af hendi þann starfa, er því er.;sam-
fara, að vera fulltrúi stjórnarinnar á al-
þingi, muni hjá alþingi verða aðnjót-
andi sömu velvildar og trausts, er
fyrirrennari hans hafði áunnið sér.
Um leið og Vér bætum við þeirri
innilegu ósk Vorri, að starfi alþingis,
er í hönd fer, megi verða til heilla og
hamingju fyrir landið, heitum Vér Voru
trúa alþingi hylli Vorriog konunglegri
mildi“.
Lýsti hann því næst yfir í nafni kon-
ungs, að alþing væri sett, og gat þess
að þrír alþingismenn væru ennókomn-
ir (J>orv. læknir, Holg. Clausen, sira
Magnús Andrésson). Enn fremr gat
hann þess, að tveir alþingismenn hefði
látizt frá því er seinasta alþingi var
háð (landritari Jón Jónsson ogsíraGuð-
mundr Einarsson), en í þeirra stað væri
kosnir alþingismenn: í Skagafjarðar-
I) Hr. B. Thorberg er bæði konungkjörinn þing-
maðr í efri deild, og jafnframt sem settr landshöfð-
ingi fulltrúi stjórnarinnar.