Þjóðólfur - 21.07.1883, Síða 2

Þjóðólfur - 21.07.1883, Síða 2
88 þessi j afnrjettishugmynd í vísindalegum og stjórnlegum efnum væri rík og lifandi í brjóstum vor Islendinga«. Landshöfðingi taldi áhuga þingsins á þessu máli .hafa verið minni 1881 en B. Sv. sagðist frá, þar sem efri deildin ljet það deyja í nefnd. Tímarnir nú væri ekki hent- ugir til breytinga, sem hefði mikinn kostn- að íför með sjer. Auk þess núum stundir engar tilknýjandi ástæður til lagaskólastofn- unar, því nú væri 3íður en eigi skortur á lög- fræðingum í embætti. það mundi vart vera almenn skoðun, að kostur mundi á meiri vísindalegri menntun hjer en í Khöfn. Th. Thorsteinson lagði á móti frum- varpinu, vegna bágindanna í landinu. Sömuleiðis Arnlj. Ólafsson; vill heldur byrja á verðlaunuðum lögfræðiritum handa almenningi. Jakob Guðmundsson, f>ór- arinn Böðvarsson og Eiríkur Kúld allir meðmæltir. Nefnd: Grímur Thomsen, Benid. Sveins- son og Lárus Blöndal. — Við 1. umr. um fríkirkjufrumvarpið í neðri deild mælti flutningsmaður þess, Jón Olafsson, meðal annars á þessa leið: »Jeg býst við misjöfnum undirtektum undir mál þetta. Margir eru svo gjörðir, að þeir þola eigi að hreift sje við gömlum böndum. Sumir fá hroll og kvíða fyrir því, að allt falli í heiðindóm, ef böndin leysast, sem þjóðkirkjan leggur á samvizkur manna. Svona hefur gengið í öllum löndum, er þessu máli hefur verið fyrst hreift, en reynslan hefir jafnan sýnt að þessi kvíði hefir verið ástæðulaus. Svona mun og fara hjer á landi með hinum sömu leikslokuin. Jeg býst við að menn munisegjaað engin ástæða sje til ýmissa fyrirmæla frv., t. d. að það sje eigi skylt mönnum utan þjóðkirkju, að láta skíra börn sín. Er þetta ástæðu- laust þegar Beyðfirðingar segja að prestur þjóðkirkjunnar hafi haft við orð að skíra v börn þeirra með aðstoð lögreglustjórnarinnar hvort sem þeir vilja eða ekki? Sje hægt að gera slíkt, þá gef jeg ekki grænan eyri fyrir frelsið sem stj.skráin veitir oss í trúarefnum. Ef menn vilja fylgja slíku fram, þá má eins fara með utanþjóðkirkjumenn hjer á landi og Bússar fóru með Pólverja hjer um árið, er þeir ráku þá hópum saman í kirkju og gáfu þeim sakramentin á þann hátt að opna varirnar með byssustingjum. það er ekki verra en að rífa börnin frá móðurbrjóstunum og engin meiri nje minni ástæða til að nauðga utanþjóðkirkju- mónnum til annars sakramentisins framar en til hins. það er alls eigi ætlun frv. að eigi skuli skíra börn, heldur hitt að prestar þjóðkirkjunnar eigi skuli hafa heim- ild til að skíra að foreldrunum nauðugum. (H. Kr. Fr.: Hverjir eiga þá að skíra?). |>að kemur þm. Bvk. ekki við ; hann verð- ur varla sóttur til þess. En kirkjufjelög utan þjóðkirkju munu hafa sína presta. Enn fremur mun verða sagt, að það komi of snemma að fara nú að leysa böndin í kirkjulegum efnum; það sje engin þörf til þess enn þá hjer á landi. þessa mótbáru heyrði jeg 1863, er frumvarp um trúar- bragðafrelsi lá fyrir alþingi. En hver getur sagt að nú sje eigi þörf hjer á landi er söfnuður er til, er telur 300 manna fyrir utan þjóðkirkjuna og þessi söfnuður er rjettar- laus, og er þá eigi þörf að skipa fyrir um rjettindi hans ? Eólkstöluskýrslurnar 1880 geta og sýnt oss, hvort eigi sje þörfin fyrir hendi. Jeg hef átt kost á að kynna mjer þær og í.þeim hef jeg fundið katólska menn hjer á landi, nokkra únítaríana og 1 heið- ingja, og þessi heiðingi var meira að segja safnaðarfulltrúi í þjóðkirkjunni. þetta þykir mönnum, ef til vill, tilhlýðilegt, að þvinga menn til þess að vera í þjóðkirkj- unni, menn sem hún ætti að hafa rjett til þess að skilja frá sjer sjálf? Skyldi ekki vera rjettast að hver væri á sínum stað, þar sem hann á heima ? Frv. er í einstökum ákvörðunum sínum samhljóða því, sem eru lög í Noregi og Dan- mörku í líkum efnum, en þó eigi svo smá- smuglega tiltekið eins og í dönskum lögum«. Yið 1. umræðu um lfrumvarpið um kosn- ingu presta mælti flutningsmaður þess, Asgeir Einarsson, meðal annars á þessa leið: í>á kemur enn sú ástæða [í neitunarbrjefi ráðgjafans, 28. júní 1882], «að stjórnar- »vald það er ábyrgðina ber á því, að kirkju- »málum sje viðunanlega og hagkvæmilega »stýrt, fái framvegis að hafa ráð til þess. »að fullnægja þessari skyldu sinni«. Jú það hefir nú sýnt sig, hve vel kirkjumálum Islands hefir verið stýrt opt og tíðum. Margir söfnuðir hafa verið prestlausir ár eptir ár og sumir verra en prestslausir, þó messað hafi verið hjá þeim tvisvar eða þrisvar á ári. En hvað er nú þetta hjá því, þegar þessi dásamlega, _ umhyggjusama stjórn sendir út um landið fyrir sálusorgara þá menn, sem þegar á námsárum sínum hafa vakið stórkostlegt hneyksli á þeim stað, er þeir h'afa verið við námið, sem síðar verða stjettarbræðrum sínum yfir höfuð til mestu vanvirðu. Já, svo rammt hefir kveðið að, að sumir útsendarar hins núverandi veitingarvalds hafa lifað þannig, að ó- hróðurinn um þá hefir flogið út um fram- andi lönd. þetta er ekki söfnuðunum að kenna. þeir hafa ekki kosið þessa menn. Jeg veit líka að öllum söfnuðum, sem jeg þekki til, er annara um vöxt, viðgang og sóma kirkjunnar, en svo, að þeir ljeti slíkt viðgangast eða spyrjast, ef þeir mætti ráða. þar næst segir í rg.brjefinu, að stjórn landsins einni verði fyrir því truandi, að gæta þess, að sá, er um em- bættið sæki, hafi eigi að eins almenna lögboðna. hæfilegleika sem sálusorgari, heldur sje og lagaður til að gegna þeim sjerstaklegu störfum, sem honum verði á hendur falið. jpegar svona ástæður koma, þá þykir mjer nú kasta tólfunum, enda hef jeg þegar í upphafi ræðu minnar sýnt hve fánýt þessi ástæða er. það er trúlegt, að ráðgjafinn úti í Danmörku sje ,kunnugri mönnum heima á íslandi en Islendingar sjálfir. þessi ástæða get- ur þó heldur staðizt með tilliti til veiting- arvaldsins hjer heima á íslandi. En eins og jeg hef áður tekið fram, þá fer því mjög fjarri, að allir þeir prestar, sem veitingarvaldið sendir út, sjeu svo liprir og reglusamir og vel að sjer, að af því megi raupa. Báðgjafinn mun einhvern- tíma sjálfur hafa fundið og átt tal við klerkinn, sem jeg gat um áðan, að eigi hefði getað samið einfaldar skýrslur, svo að þær yrðu notaðar. Hann hefir þá víst ekki heldur »examínerað« hann í þessum vísindagreinum. IV. Efri deild. 12. júuí: 3. umr. um frv. til 1. um bcej- arstjórn á Akreyri. Samþ.; afgr. til n. d. 3. umr. um frv. til 1. að afnema bann gegn því að ráða útl. menn á dönsk skip, sem gjörð eru út frá íslandi. Samþ.; afgr. til n. d. 13. júlí : 3. umr. um frv. til 1. um sölu nokkurra þjóðjarða. Samþ.; afgr. til n. d. 3. umr. uin frv. til 1. um eftirlaun presta- ekkna. Samþ. með viðauka og afgr. til n. d. 14. júlí : 3. umr. um frv. til 1. um breyt- ing á 1. gr. í 1. zff- 1880 um skipun presta- kalla. Samþ. með áorðnum breytingum og afgr. til n. d. 3. umr. um breyting á skottulœknalöggjöf- inni. Samþ. og afgr. til n. d. Ein umr. um tillögu til þingsál. (frá sr. B. Kr.) þess efnis að skora á stjórnina, að taka til greina fyrirmceli 3. gr. í l. 1880 um skipun prestalcalla. Samþ.; afgr. til n. d. 16. júlí : 2. umr. um frv. til 1. um kosn- ingar presta. Samþ., gekk í 3. umr. 1 umr. um frv. til 1. um að meta til dýr- leika nokkrar jarðir í Bangárvallasýslu. Gekk til 2. umr. 17. júlí : 1. umr. um frv. til 1. um að banna niðrskurð á hákarli. Gekk til .2. umr. 1. umr. um frv. til l. um strandgœzlu. Gekk til 2. umr. 18. júlí : 2. umr. um afnám aðfiutn- gjalds ffi/útl. skipum. Gekk orðalaust til 3. umr. 3. umr. um prestakosningar-frv. Samþ. með 6 atkv. (Á. E.; B. Kr. ; E. Á.; S. Á.; Sk. þ.; St. E.) móti 5, og afgr. til n. d. 1. umr. um frv. til 1. um að selja kirkju- jörðina Selstaði í Seyðisfirði (austr). Felt með 7 atkv. 1. umr. um frv. til l. um sérstakt kirkju- þing (frestað til næsta dags). 19. júlí: 1. umr. um kirkjuþingið. Kos- in 5 manna nefnd : B. Kr. (10), E. Á., S. Á. (9 hvor), St. E. (8), M. St. (6). 1. umr. um frv. (frá J. P., E. Á., Sk. þ>.) umstofnun landsbanka. Nefndsett: E. Á., J. P. (9 hvor), Á. Th. (8), B. Kr., Sk. jb. (7 hvor). N eðri deild. 13. júlí : 1. umr. um frv. til l. um rétt- indi og skyldur einstakra manna og kirkju- félaga, sem eru ekki í þjóðkirkjunni. Nefnd sett: J. Ól. (18 atkv.), þór. Böðv. (15), Jak. G. (14). 1. umr. um frv. um að eftirstöðvar af byggingarkostnaði fangelsanna greiðist eigi af jafnaðarsjóðum né bœjarsj. Bvíkr. Gekk til 2. umr. Frh. 1. umr. um frv. um veiðar hlutafé- laga 1 landhelgi. Gekk til 2. umr. 1. umr. um frv. til 1. um heyásetningu og eftirlit á meðferð húsdýra (frá jporl. Guðm.). Vísað til horfellis-nefndarinnar. 14. júlí : 3. umr. um frv. til l. um bœj- arstjórn á Isafirði. Orðalaust samþ. og afgr. til e. d. (Eftir ísafold). Staður í Steingrímsfirði er veittur 14. júlí síra Isleifi Einarssyni að Hvammi í Laxár- dal. Laura, strandferðaskipið, er fór hjeðan 30. júní áleiðis vestur fyrir land og^norður, kvað ekki hafa komist lengra en á Isafjörð; sneri þar aptur suður fyrir land og austur. Hið væntanlega gufuskip frá Slimon í stað Camoens ókomið enn. Einnig ókomið kaupskip það frá Liverpool, gufuskip stórt, er von var á til hinnar nýju ensku verzlunar hjer í bænum, Murray & Co., fyrir forgöngu Eggerts Gunnarssonar. Kvefsótt í skæðara lagi gengur hjeríBvík og víðar um sveitir sunnanlands. Snýst á stundum upp í lungnabólgu banvæna. þó engir nafnkendir dáið, svo til hafi spurzt. Útlendar frjettir. Með franska herskipinu öðru, er kom hingað í dag frá Leith. Kólera á Egipta- landi, mjög skæð. Greifinn af Chambord, konungsefni lögerfðamanna á Frakklandi, (Hinrik V.), lá fyrir dauðanum. Hitar á- kaflega miklir í Danmörku. Hjeraðsfund- um haldið áfram þar, út af stjórnarþrasinu, síðast í Friðriksborg, af hægrimönnum, og lauk með barsmíð : sonur Plougs gamla, stúdent, rak Holstein-Ledraborg greifa löðr- ung; var settur í varðhald. Síðasta af- reksverk stjórnarinnar, að Dr. Pingel, yfir- kennari við metrópólítan-skólann í Khöfn, mesti lærdómsmaður, en vinstrimaður og vinur Georgs Brandes, er settur frá em- bætti. Camoens kominn til Leith. Átti að fara aptur þaðan hingað til lands 24. júlí, sam- kvæmt ferðaáætluninni, og fylgja henni úr því. Craigforth sent 6. júlí á austur- og

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.