Þjóðólfur - 11.08.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.08.1883, Blaðsíða 2
96 Samþ. í e. hlj. og sent landsh. sem lög. Framh. 1. umr. um landbúnaðarlög f. Isl. Vísað til 2. mnr. —»«— sérstakt kirkjuþing. f>etta frv. tekið, aftr en nýja frv. um skipun nefndar til að rœða kirkjumál (frá nefnd- inni) var vísað til 2. umr. (með 6 atkv.). 28. júlí: 3. umr. um breyt. á lög. i| 1877 um tekjuskatt. Samþ. og sent n. d. 3. —m— friðun hvala. Samþ. (m. 6. atkv.); sent n. d. 3. —»«— fiskiv.hl.fól. og einst. m. í landhelgi. Samþ. í e. hlj.; sent n. d. 2. —»«—skrásetn. skipa. Umr.- laust samþ. í e. hlj. til 3. umr. 1. —»«— atkv.rétt safnaða til að losast við óhæfa presta; nefnd kosin: Sighv. A. (9); B. Kr. (6); S. þorv. ^5). 30. júlí: 1.—»«—landsbankastofnun áísl. Vísað til 2. umr. 1. —»«—löggild. verzl.staða. Vís- að til 2. umr. (m. 6 atkv.). Ein —»«— kosn. presta. Samþ. og afgr. til landsh. sem lög. 31. júlí: 2.—»«—landbún.lfrv. Samþ. m. með breyt. Vísað til 3. umr. 2. —»«— skipun nefndar til að ræða kirkjumál, felt (m. 5 gegn ö). 3. —»«—skrásetn. skipa. Umr,- laust samþ. í e. hlj. og afgr. til landsh. sem lög. Fyrri umr. um till. til þingsál. um nefndarkosning til að semja ávarp til konungs. Felt að kjósa nefnd (með 5 gegn 5). 1. ág: 2. umr. umlandsbanka á ísl. Gekk til 3. umr. 2.—»«—löggilding verzlunarstaða. Gekktil 3. umr. 2. —»«—horfelli á skepnum. Gekk til 3. umr. 2. ág. 1. —»«—- fjáraukalagafrv. fyrir 1882 og 83. Gekk án nefndar til 2. umr. 3. ág. 3. —»«— horfelli á skepnum. Samþ. og sent aftr n. d. 1. —»«— breyt. á launalögum 15. okt. 1875. Nefnd; M. St. (6); E. Á. (5); S. Á. (4). 1. —»«— breyt. á lög. px 1876 um læknaskólann í Bvík. Samþ. í e. hlj. nefndar- laust til 2. umr. 3. —»«— löggild. verzlunarstaða. Nefnd: A. Th. (5.). B. Kr. (5); Sk. þ. (4). 4. ág. 3. —»«— landsbankann. Smþ. og sent n. d. 2. —»«— atkv. rétt safnaðanna til að geta losast við óhæfa presta. Fellt. 1. —»«— brauðabreyt. í Eyjafirði. Vísað í e. hlj. til 2. umr. 1. —»«— slökkvilið áísafirði. Vísað til 2. umr í e. hlj. 1, —»«— breyting á vegabótalög 1861. Vísað í e. hlj. til 2. umr. 1. umr. um selaskot á Breiðafirði. Gekk til 2. umr. 6. ág. 2 —»«— frv.-til fjáraukalaga fyrir 1882 og 83 Vísað í e. hlj. til 3. umr. 2. —»»— breyt. á lögum 76 um stofnun læknaskóla í B.vík.Gekk til 3. umr. 1. —»«— stofnun lausasafnaða. Fellt að kjósa nefnd, og frv. fellt (m. 5 gegn 5 atkv.) 1. —»«— afnám kgs. úrsk. 20. jan. 1841. Gekktil 2. umr. 1. —»«— heimild til að taka útl. skip á leigu til fiskiveiða. Gekk til 2. umr. m. 9 atkv. 7. ág. 2. ■—»«— breyting á brauðaskipun í Eyjafirði. Gekk til 3. umr. 2. —»«— slökkvilið á ísafirði. Vís- að í e. hlj. til 3. umr. 2. —»«— selaskot á Breiðafirði. Nefnd. Á. E.(7) ; Á. Th. (4);St. E. (4). 2. —»«— breyt. ávegabótalögunum. Vísað í e. hlj. til 2. umr. 1. —,,«— aukakosning til sýslu- nefndar. Gekk til 2. umr. — í bréfi úr Norðrárdal, dags. i. þ. m., er þess getið, að daginn fyrir hafi komið maðr beint af Borðeyri og sagt „Camoens“ strandaðan þar rétt við Hrútey. En maðr, sem kom hingað að norðan q. þ. m., sagði slcipið hafa losnað aftr af flúðinni, er það hafði rekizt upp á, og sloppið óskemt; væri það komið af stað með alla vestr- farana. — það er farið að verða hljóðbært um bæinn, að ritstj. „Suðra“ sé í ein- hverju málaþrasi til að bera af sér þjófnaðar-orð. Er svo sagt, að ritstj. hafi sýnt tregðu nokkra í að skila rit- gjörðum, er Valdimar kennari Ásmund- arson hafi lánað honum, en Valdimar hafi svo ritað honum bréf, og beðið hann lausar láta ritgjörðirnar skilvís- lega, og segir sagan, að eitthvað hafi í bréfinu verið sveigt að einhverjum, sem hafi stolið bókum í Kaupmanna- höfn; en ritstjóri „Suðra“ þóttist hafa ástæðu til að skilja þetta svo, að þetta væri til sín mælt. Hefir hann svo höfð- að mál móti Valdimar fyrir ummæli þessi. Svona er oss sögð sagan og svona gengr hún um bæinn. En sjálf- um er oss eigi fullkunnugt um, hvort þetta er svo f einu og öllu rétt hermt. En sé þetta þegar affært hér um bæ- inn, þá er líklegt, að það yrði þó fremr afbakað og ef til vill orðum aukið út um landið, ef það berst á skotspónum út, og því viljum vér koma í veg fyrir það, með því að geta um þetta, eins og vér höfum heyrt það og ætlum nær sanni vera—þó oss reyndar þyki ótrú- legt, að svo greindr maðr, sem hr. Valdimar hafi fært fram slíka sakargift, og það þó að hann kynni að hafa heyrt eitthvert kvis í þessa átt, þar sem hann hefði átt að vita, að eftir slíkum laus- um orðrómi er því síðr farandi, sem jafnan er mjög torvelt að sanna slíkar sakir, jafnvel þó að nokkur flugufótr væri fyrir þeim, hvað þá heldr sé það nú ekki. ÖLLU FEB FBAM í þessari veröld, nema shrifstofustjóra al- þingis. Hann heldr áfram að tvíprenta, og nema nú tvíprentanirnar í skjalaparti alþingistíðindanna nokkrum örkum. Með atkvæðaskrárnar fer honum þó ekki aftr; hann hefir brætt saman eina, það sem af er í ár, og þótt hann týndi úr henni breytingartillögum og drýgði önnur axar- sköft í henni, þá var þó baslað við hana, enda var ekki tími til að semja nýja, því að ærinn tíma tók það höfði skrifstofustjóra að koma þessari saman, alt svo bág hún var. — Hve miklum ruglingi í atkvæða- greiðslu óvandvirkni skrifstofustjóra hefir valdið, að því verðr ekki ljósum lýst. UM LESTBABFÉLÖG. (Niðrl.) Nú vill svo vel til, að bóksali Kristján Ó. þorgrímsson í Beykjavík, hefirskýrt oss frá, að hann tjái sig fúsan til að liafa á hendi bókakaup fyrir lestrarfélög hvar sem þau væru hér á landi, og útvega þeirn, ekki ein- ungis allar þær bœkr, sem ganga í almennri bókaverzlun, heldr og einnig eldri bœkr eða útseldar bœkr, er örðugt ér að fá, ef fólög- unum léki mikill hugr á þeim. Einstökum mönnum kveðst hann þar á mót eigi útvega slíkar útseldar bœkr. þar að auki hefir hann skýrt oss frá, að hann skyldi með á- nœgju gefa hverju því lestrarfélagi, er gerði samning um, að eiga við hann öll bókakaup, nokkur bindi af góðum nýjum bókum. Vór vonum að hr. bóksalinn kannist við þetta heit sitt, og er það góð hvöt fyrir þá, er stofna vilja lestrarfólög, enda sjáum vér eigi annan kost betri fyrir félögin en að eiga öll sín bókakaup við téðan bóksala, sem er inn eini eiginlegi bóksali ú landinu, með því að bœkrnar fást með því móti fljótar og með rninna kostnaði. Nýlega er stofnað lestrarfélag í Önundar- firði, og er svo til ætlazt, að þar komistf á fót gott safn af innlendum og útlendum bók- um. Á fyrsta ári ætlar fólagið þegar að verja 1000 kr. til bókakaupa, og hefir svo um samizt, að Kristján bóksali þorgrímsson verði kaupstjóri þess, og að félagið eigi öll sín bókakaup við hann framvegis. Vér ósk- um félagi þessu allra heilla, og er vonandi að fleiri héruð vakni til framkvæmda í þessa stefnu en Vestfirðir einir. Teljum vér víst, að alþingi mundi fúst á að styrkja slík at- kvæðamikil lestrarfelög með tillögum af al- mennafé, og þar aðaukimá jafnan ganga að því vísu að ýmsir verði til að senda fólög- unum bókagjafir. prír Vestfirðingar, sem eru að stofna lestrarfólag í sinni sveit. Kafli úr bréfi úr Skagafirði. Síðan um fardaga hefir tíðin verið einmuna góð, og lítr hér víðast út fyrir að miklu betra grasár verði en 2 síðustu árin, einkum lítr allvel út með alt flœðengi. Verzlun vor er einnig á framfara skeiði eins og þú munt heyrt hafa, og á það rót sína að rekja til X

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.