Þjóðólfur - 11.08.1883, Qupperneq 3
97
dugnaðar eins af vorum beztu mönnum
Skagfirðinga, nl. herra Pétrs Sigurðssonar
á Sjáfarborg. í fyrra vetr tókst hann á
hendr að sigla til útlanda til þess að kaupa
vörur, og þótt hann fyrst og fremst væri eigi
vanrverzlunarstörfum, ogíannan stað öllum
eða allflestum stórkaupmönnum ókunr, var
hann svo heppinn, að hitta fyrir stórkaup-
mann B. Muus & Co. sem síðan hefir sent
honum svo mikið af vörum, að hann, auk
pöntunar þeirrar sem hann hefir haft og hef-
ir á hendi, er búinn að setja á stofn fasta
verzlun, og hefir með henni bœtt svo mikið
vöruverð hjá oss,að eigi mun allmikill munr á
því hjá honum og syðra hjá yðr í Beykja-
vík; hann selr t. a. m. kaffi no. 1 á 55 au.,
no. 2 á 50 au.; kandís 45 a., hvítasykr 42 a.,
púðrsykr 33 a., exp.kaffi 45 a.; hveiti no. 1
22 a., rjól 1,20; munntóbak 2,00 o. s. frv.
Matr mun enn verðlaus hjá honum, en án
efa mun hann þó selja hann ódýrara enn
hinar föstu verzlanir á Sauðárkrók. það
er ósk og von vor allra hér í Skagafirði, að
þessi verzlun hans mætti ná svo miklum
þroska, að hin gömlu kúgunarbönd, sem
um of langan tíma hafa krept að oss í verzl-
unartilliti slitnuðu nú til fulls, og það er því
einnig skylda vorað styðja eftir mætti þessa
nýju verzlun, sem stofnuð er að eins í þeim
tilgangi að bœta verzlun vora og þar af leið-
andi velmegun og framfarir vorar.
Úr bréfi af ísafirði.
— 11. apríl síðastl. sigldi héðan í hákarla-
legu jaktin »Jóhannes«, eign þeirra J. M.
Falks & Co. og Aðalbjarnar Jóakimssonar,
hér á staðnum. þetta skip hefir hvergi
komið fram, og er talið víst, að það hafi far-
ist öndverðlega á síðasta sumri, Skipið var
ekki í ábyrgð. Skipstjóri á jaktinni var
Aðalbjörn Jóakimsson—eigandi að nokkrum
hluta hennar—37 ára að aldri. Hann flutt-
ist hingað á ísafjörð vorið 1874, kvœntist
17. september sama ár, jómfrú Yilborgu
Snorradóttur, ættaðri úr Beykjavík, sem nú
ásamt 5 ungum börnum þeirra syrgja einn
ástríkasta og umhyggjusamasta ektamaka
og föður. Hásetar á skipinu voru 7 að tölu,
kvœntir og ókvœntir menn úr þessari sýslu,
flestir duglegustu menn. Aðalbjörn sál. var
ávalt vanr að hafa valið fólk á skipi sínu,
enda hepnuðust honum manna bezt fiski-
veiðar; sjálfr var hann að allra rómi ein-
hver sá kjarkmesti, djarfasti en þó aðgætn-
asti sjómaðr, vinsælasti yfirmaðr, ogframúr-
skarandi lipr og laglegr við öll sjómanna
verk, og þó ekki fremr við þau verk, en
hvert verk á landi er hann hafði um hönd;
honum fórust þau afbragðs vel úr hendi, en
engu síðr en góðr verkmaðr, var hann góðr
rnaðr, frjálslyndr og góðr félagsmaðr; hann
var einn af þeirn mjög fáu í þessu bygðar-
lagi, sem með ánœgju vildi offra öllu fyrir
principið, ef hann var sannfœrðr um að það
væri gott, án tilits til eigin hagsmuna; í
stuttu máli, hans aðaleiginleiki var hrein
sannleiksást og virðing fyrir sérhverjum nyt-
sömum framförum; hann var sannarleg
prýði þess sveitarfélags hvers meðlimr hann
var; það ma þvr fullyrða, að enginn sem
þekti hann getr minst hans nema með sökn-
uði og virðingu. —
Skipstjóri Aðalbjöi'n Jóakimsson.
Drukknaðr frá ísafirði sumarið 1882.
O, hve mínu hjartasveið af harmi,
hvert eitt hljóð og ávarp skelfdi mig,
þegar hrifinn burt frá mínum barmi
bezti vinur, síðast kvadd’ ég þig.
Var sem hvísluð orð mér væru í eyru :
»Aldrei framar vin þinn skaltu sjá«.
Mér varð svo þungt ég mátti’ ei sjá né heyra
á mœddu hjarta dauðans kuldi lá.
Ég var svo skelfd, mitt hjarta ávalt heyrði
það hulda orð með dimmum grafar óm,
það sorgarfjötrum sálu mína reyrði,
ég skildi’ í því inn stranga skapadóm.
I brjósti mínu barðist von og ótti,
í báru hverri heyrði’ ég dauðans kvak,
í hverjum stormi víst mér vera þótti,
vinur minn! þitt síðsta andartak.
Loksins dó hinn dapri vonar bjarmi
er dauðasærðu hjarta veitti fró;
alein ég stend með ofurnœgð af harmi,
alt sé ég mist, er fyrmér gleði bjó.
Trúfasti vinur ég sem heitast, unni,
mín örugg stoð í hverri lífsins þraut,
sem ávalt blíður alt mér létta kunni
andstreymi’ og böl, á meðan hanségnaut.
Ég get nú að eins grátið beiskum tárum,
ég græt þig, vinur, meðan endist líf;
mitt hjarta titrar sorgar stungið sárum
í svefni og vöku; mín er brostin hlíf.
Bn gegnum tárvot sorgarský ég skoða,
skærari himinn, tærri kristals lind;
þar ofar skýjum sveipta sólar roða
sé ég þína forkláruðu mynd.
Ég heyri, róm er lijartað gladdi forðum
eg heyri mál þitt, elsku vinur minn,
sem blíðum tali til mín vinarorðum :
»Tárastraum af grátni þerðu kinn !
Eg er svo sæll, að sorgir engar þekki
mér svalar Ijóssins dýrðar guðdómsmynd,
og hér finst ekkert augað sem að blekki
og þáð er minni á böl og synd.
Gráttu þvíei, en gleðstu’ í þínuhjarta,
grátþrungnum augum lyptu í von og trú,
upp til vors föðurs friðarljóssins bjarta,
og faðmi þínum æ mót himni snú.
Tíminn er stuttur, skammvint skinið gœða,
skamvinn er gleði og sorg í stundarheim,
ein stund — eitt fet — og falda friði hæða
ég faðma þig í ódauðleikans geim«.
í þeirri von ég þreyja skal með gleði,
með þolinmœði tœma bikar kífs,
og styðjast við þann styrker guð mérléði,
nú styttist óðum harmabrautin lífs.
jpitt Ijós, minn Guð ! æ lýsi öndu minni,
og létti gjörvalt hörmunganna safn.
Ó guð ! minn guð ég gleðst af mildi þinni
þú gafs og tókst æ lofað sé þitt nafn.
V. Snorradðttir.
Tvær nýjar ferðabœkr um Island.
Skyldi bókasafn landsins eignast allar
ferðabœkr, sem árlega eru samdar um land
vort ? eða, hver heldr tölu á þeim ? hver ber
það saman sem í þeim er skráð og skrifað,
sagt og sungið, af föstu, af lausu, réttu og
röngu, sönnu og —o. s. frv. ? það er sjálf-
sagt, að í frá Blefkens bulli á 17. öld og Sir
Joseph Banks á 18. öld, til 1883, er svo
mörg Beisukronika saman sett um þetta
vesœlings viðundrs-land veraldarinnar, að
nokkuð, og máske hávaðinn af því, má helst
fara norðr og niðr, því um fá lönd hefir
verið meira fimbulfambað en um vort, og
sé það lán eða frami að láta sín víða getið,
þá má Island láta sér vel lynda.
þær nýjustu ferðabækr, sem ég veit um,
að lýsi landi voru og þjóð, eru bækr eftir
Miss Oswald og M. Leclercq — ég nefni
meyjarhókina, á undan mannsbókinni, af því
þess konar kjörgengi hafa þœr fram yfir þá;
það jafnrétti, eða forréttindi, kostar oss
minna en ekkert, en ávinnr oss, ef til vill,
töluvert þakklæti þeirra, sem þiggja. Báðar
bækrnar eru meðalbækr að stærð, vel og
enda skrautlega prentaðar, prýddar mynd-
um og kortum, og með öllu tíðskunnar til-
haldi. Miss Oswalds bók er á ensku og
heitir: By Fell and Fjord, Scenes and
Studies in Iceland, by B. J. Oswald 1882.
Hin er á frönsku og hennar titill: La Terre
de Glace (Island). Par Jules Leclercq, Paris
1883. Miss. Oswald er oss góðkunn, sem
væn og vel mentuð skotsk höfðingjadóttir,
er ferðazt hefir aftr og fram hér a landi frá
1875—79 (eitt sumarið með Miss. Cathcart,
hirðmeyju Bretadrottningar). Stefna henn-
ar er að frœða lesendr sína jafnt um ferðir
hennar sjálfrar sem um það helzta um forn-
sögr og þjóðsagnir þeirra héraða, sem hun
ferðast yfir; notar hún því landslagið og nú-
lífið eins og umgjörð kring um hitt, sem að-
al málverk. Bn þó hún stýri prýðilega lipr-
um penna og kunni líka með penslil að fara,
tekst þetta misjafnlega og missir alt, sem
heild heitir og samanhengi; þó vantar
hana hvorki vit né smekk, heldr þekk-
ingu -—- íslenzka þekkingu. Hún er and-
rík, og lýsir sumstaðar náttúrunni og líf-
inu eins og bezta skáld mundi gjöra, en að
hinu leytinu verðr henni sama sem öllum
»farandi konum« hefir orðið, eins þeim
fínu, göfugu og sælu, sem þeim gömlu,
snauðu og karbættu ; henni hættir við að
fjölyrða um of—þó sjaldan um persónur,
því hún er orðvör mjög um menn, því hún
er vönd að virðingu sín sem annara. Aðal-
algalli bókarinnar, sem á Englandi er talin
góð og skemtileg, er íslenzkan á henm, þ.
e. a. s. öll þau nöfn og orð á íslenzku, sem
hún hefir látið prenta; þau eru flest öll
skökk eða alveg röng. Bröttubrekku kallar
hún Kvennabrekku, Guðmund dýra kallar
hún G. Dýrafjörð, o. s. frv. þetta kemr
af því, að enginn íslenzkr maðr hefir lesið
yfir handrit hennar. Bn það er líka eftir
einn kostr við þessa bók, sem ég verð eins
að taka fram, en það er hennar hlýja hjarta
við land og fólk. Miss. Oswald ritar likast
Dufferin lávarði, hún er eins og hann sí-
felt glöð og góð í skapi, fersk í anda og ung
í hjarta, elskar landið, lítr mildum augum
á alt, tekr alt með þökkum og þegir helzt
yfir öllu ljótu og óþægilegu. Hún þekkir
hvorki Burtons »bad stomach« nó Mad.
Pheiffers »Katzenjammer«. Hún er m. ö.
orð. heilbrigð stúlka, sem landsins vœttir
leyfa að sjá alla þess ljósálfa; hún kemr
ekki með neitt móralskt né fysiskt meðala-
bragð í munninum, ísl. mjólk smakkarhenni
sem mjólk, og ísl. blávatn eins og blávatn.
Jeg efa ekki, að kapt. Burtons höfuð sé
hennar moira og sterkara, en—hvað stoðar
höfuð harðara en Bgils Skallagrímssonar,
ef alt þar fyrir neðan er af göflum gengið
af iilfúð og illri meltingu ?
jþað er með sérstaklegri viðrkenningu
fyrir þann velvildarhug til lands vors og
lýðs, sem bók þessi lýsir, að vér vottum