Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 3
139 ins fyrsta yðar“; — og hefir hann lagt þýðingu hinna auðkendu orða í in tilsvarandi auðkendu orð hjá Hagb., þó sænsku orðin hvorki þurfi né eigi aó þýða þannig hér. Rétt:— Ef eg að eins einu sinni hreifi, Eða’ að eins hef upp þennan arm, skal yðar inn bezti hrökkva á kaf í hirting mína. J>að lítr enda svo út, sem þýðari hafi svo þrátamið sig við að láta Hagberg hjálpa sér, að hann kjósi heldr að mis- þýða ið einfaldasta frummál, en að láta Hagberg ónotaðan. Bls. 107, neð- arlega svarar til þessa í frummálinu:— Emilia: I know a lady in Venice would have walked barefoot to Pale- stine for a touch of his nether lip“. Helming þessa máls færir Mattías t jamba, hitt í einhverja kveðandi, er eg þekki ekki: Eg þekki konu í Feneyjum, sem hefði Gengið berfætt til Gyðingalands fyrir lítið þjapp af hans neðri vör.- Hagberg: „ Jag kánner en dam i Venedig, som skulle hafva gátt barfot- ad til Palestina för en tryckning af hans underlápp’.—Nú veit Mattías eins vel og nokkur annar, að ‘touch’ þýðir ‘snertr’, ‘snögg og létt viðkoma’, en aldrei þjapp ; ‘tryckning’ þar á móti, sem er óheppileg þýðing, í stað, t. a, m. ‘beröring’, ‘vidrörande’ eða e. þ. k. getr í neyðarúrræðum þýtt ‘þjapp’; enda hefði þetta orð aldrei sézt hér, °hefði eigi ólánsfuglinn Hagberg verið þar á flökti með ‘trykning’, þvi óskiljanlegt er mér að Mattías hefði nokkurn tíma látið þjappið detta sér 1 hug til þýð- ingar á ‘touch’. J>etta orð er annars gott dæmi þess, hversu Mattíasi hættir við stundum, að taka mál sitt þeim tökum, er glímumenn kalla þrælatök, og stirðir, slánalegir burðamenn beita við sér kraftalausari, en mýkri og glímnari menn, slæma þeim niðr með kröftum og slembast þar ofan yfir þversum sjálfir. Mér er ekki kunnugt, að þjapp og að þjappa sje haft nokk- ursstaðar á landi um annað en að þjappa saman mold eða heyi í hlöðu með fótum, eða ull í poka eða heyi í hrip með höndum, eða því um líkt. Grundvallarhugsunin er áreynsla, átak. Allir sjá að orðtakið er hér eins illa valið og varð, í öllu tilliti. f>að er einn inna mörgu stafa, er Mattías hefir tök á til að deyða anda Shaksperes. — f>ó nú Hagberg hafi hér orðið freistari Mattfasar, þá er þó annars staðar að sjá sem hans staurrétt þýðing hafi orð- ið þýðanda Othellos að fótakefli, sbr. bls. 70,q : —, ‘Tis destiny unshunnable, like death’; Hagberg:=‘det ödet ár som döden oundvikligt’; Mattías:—‘sín forlög enginn forðast má sem dauðann’!!—og er ótrúlegt, að nokkurt bókmentafélag skuli láta aðra eins málsgrein sjást á prenti í nokkurri bók sinni. Rétt er þetta, náttúrlega, beint eftir orðunum: —‘þau örlög forðast enginn, heldr en dauðann’—Ekki þori eg um það að dæma, hvort það er af því, að ^éra Mattias misskilr bæði ‘toad’ á ensku og ‘groda’ á sænsku, eða af því, að ís- lenzka orðið var í þoku fyrir honum, eða af einhverri annari ástæðu. að hann þýðir orðið, bls. 70,4, ‘eðla’, sem er höggormstegund, á lat. ‘vipera’, þar sem rétta þýðingin er -froskr’. Rúmið heftir mér hönd hér, annars g-æti ég fært til nokkrar tylftir dæma enn af þessu tagi. Enn það, sem þeg- ar er fært saman, mun þykja fullgild sönnun þess, að dómsatkvæði mitt sé réttlátt. Mér dettr ekki í hug að lasta höf- und fyrir það þótt hann leiti trausts þeirra, er hann treystir betr enn sjálf- um sér. En hann á að gjöra það með •varúð: að þýðing hans eigi verði pýð- ingar-þýðing; og greind: að hún verði eigi rang-pýðsla. Enn hér er utn aðra, enn alvarlegri ókosti að ræða. Eg sagði áðr að þýð- ingin væri ‘losaleg og hirðulausleg’. Hér er þá að tilfæra nokkur dæmi þess, er mér þykir gefa rnér heimild til þessa dómsatkvæðis. Eg vil geta þess, að í þessum pósti hafði .Mattías fyrir sér í Hagberg enga freistni til að falla; því yfir höfuð er Hagbergs þýðing meist- aralega vönduð, og—ekki sizt í því at- riði, er Mattías hefir alls engu skeytt, sem er greinarmerkjasetning, og svo mjög mikið ríðr á í Shakspere, eins og í hverjum öðrum klassiskum höfundi. Hjá Hagberg eru greinarmerki sett mjög svo í samkvæmni við fyrirmynd- ar útgáfur af Shakspere. Enn hvergi get ég séð í Othello Mattíasar, að þýð- ara hafi órað fyrir einu sinni, að slíkt ættý við. Eg ber niðr þegar i fjórðu línu fyrsta þáttar: — ‘but you will not hear me’; Matt. ‘þér heyrið ekki til min’; réttara : —‘þér vilið ekki hlusta’, og er þetta sitt hvað. Næstu tvær línur:—‘If ever I did dream of such a matter, abhor me’; Matth.:—‘en sveiið þér mér hefði eg þvilikt hugsað’; ré.tU:. rr- ‘hafi’ einusinni slíkt í hug5,mér dottið, þá hafið mig að andstygð’. Bls. ó.jj : ‘I.. must be belee’d and calmed By debitor and creditor : this counter-caster’; Mntt.:— ‘ég má lúta lægra, en þessi reiknings-krítarstryka-kveif!’ og má sannlega segja, að hér sé þýð- ari kominn í algleyming að yrkja Shak- spere upp, er tvö orð frum-höfundar verða að heilli línu þýðingarinnar sem, að því er ég fæ séð, ekkert vit er í. Nær inu rétta yrði: — Enn ég má ligg'ja logndauðr í hlé á bak við skuldara og skuld-krefjanda: þann talna-skriffinn’. í frumálsins ’debitor and creditor’ er tvíhyggju-leikr: ofan á figgr það, að Cassio sé til einskis nýtr, nema að halda reikninga með yfirskriftum : ’Debitor’ ’Creditor’; en með þvi að Iago kallar Cassio sjálfan þessum nöfnum um leið, gefr hann til kynna að samband sitt við hann verði framvegis það, sem vér könnumst við af máltækinu: ýmsir eiga högg í annars garð. — Bls. 7,6 : — ‘These fellows have some soul’; ijíatt.:— ‘þ>essir þegnar eru ei án vits’, sem er æði hjáleitlega að orði komizt, með því hér er eigi verið að ræða um ‘vitið’ heldr hjartað, ekki um vitsmuni heldr siðferði. Næst virðist bezt að fara orð- unum hér og þýða þau : ‘í s!íkum þegnum er þó einhver sál’. Bls. 7,14-19 lýsir merkilegu skilnings- og eftirt.ekta- leysi. þ>ar lætr skáldið Iago ósjalfrátt spá fyrir sér, hver endi hans hljóti að verða, undir eins og sú fúlmenska, er hann býr yfir, komist upp, og bert verði, hver hann sé í raun og veru : — For when my outward action doth demonstrate Thenativeactandfigureof myheart In compliment extern, '’tis not long after But I will wear my heart upon my sleeve For daws to peck at: I am not what I am. Matt.: — þ>ví óðar enn mín ytri hegðun sýndi minn innri mann og sanna hugarfar f beru verki, vildi eg óðar taka út hjarta mitt og hengja á ermi mína sem hrafnamat. Ég er ei allur séður. Hér er skáldsins spálegu orðum: — ‘tis not long after’ slept í þýðingunni, og ‘will’ i fjórðu línu þýtt svo, sem það tákni ásetning Iagos sjálfs. þ>etta mun þýðari vilja verja með þvf, að Jago búi yfir sjálfsmorði, ef upp um hann komist. Enn slíkt kemr eigi til mála ; því fyrst og fremst er það hugrekki, sem þar til þarf, óætlandi öðru eins slýhjarta og Iagos er, og í öðru lagi sker málið skýrt úr hugsun Shaksperes, sem, á ósléttu máli, er þessi: — því hvenær sem mín ytri athöfn verðr Svo kurteis út í frá til fulls að sanna Míns hjarta eðli og lag. þá líðr skamt Unz út á ermi’ eg ber mitt eigið hjarta Að krákur megi kroppa það: eg er þ>að ekki sem eg er. Enn það þarf ekki, að þýðari ekki komi auga á innri hugsjón skáldsins, til þess, að hann gangi losalega frá verka sfnum , og má sýna það með einföldu dæmi á bls. 8. neðarl. Bra- bantio eys atyrðum yfir Rodrigo, seg- jandi ‘and now in madness, Being full of supper and dis- tempering draughts, Upon malicious bravery dost thou come’. Matt.:—‘Og nú kemurðu uppvægur og ólmur og orðinn drukkinn beint frá kvöldverðs borði (og raskar minni ró) með strák- skapsfólsku’. Hér fæ eg ekki betr séð, enn að betr fari að þræða orðin blátt áfram:— ‘og nú, óður af kvöldverðsfylli’ og vitfirr- andi veigum, í ósvffninnar erindum þú kemr’. Á bls. io,10-12 er þýðingin bæði gagn- stæð því er segir í frummálinu og þar aó aulci röng að öðru leyti. ’straight satisfy yourself: If she be in her chamber or your house, Let loose on me the justice of the state’. Matt. :— Fá nú vissu, og finnist- hún ei heima, hvergi inni, þá stefn mér fyrir landsins lög og dóm’. Orðrétt:—’Fáið nú vissu þegar: finnist hún í sínu herbergi’ eða húsi yðar þ>á hleypið á mig ríkis-réttvís- inni’. Hér er nú athugandi fyrst, að Iagós skilmáli er engri neitun bundinn í frummálinu, og á því ekki heldr að vera það í þýðingunni. í öðru lagi er það, að í seinustu línu frummálsins eru orðin ’let loose’ veiðimanna mál- tak um það, er hundar eru leystir úr leðrum og þeim er hleypt á bráð- ina. þessi orð eru valin af ásettu ráði; því Shakspere hefir þótt þetta þrælabragð Iagos, ef það reyndist ekki eins og hann skildagaði, þeirr- ar tegundar, að fíflalegt væri fyrir fantinn að áskilja sér stefnu og dóm eins og í hverju öðru meinlausu borg- aralegu misklfðarmáli, þar eð hann vissi, að eftir réttarfari aldarinnar }>rði það fyrst fyrir, að setja á sig spor- hunda réttvísinnar: lögreglumenn.fanga- verði og refsitól önnur, er þá var beitt við sakamenn, er píndir voru til sagna um undirrót ódáðaverka sinna. þessa hefir nú þýðari ekki gætt; enn þó svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.