Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 4
140 væri, þá var öllu borgið, ef orðum Shaksperes var fylgt beint og rétt. Á sömu bls. nefnir Brabantio, að sig hafi dreymt fyrir brotthlaupi dóttur sinnar og bætir við : ’Belief of it’ (o: draumnum og því er hann boðaði) ’oppresses me already’. J>að þýðir Matt.:—• Eg ætla strax af óttanum að sligast’!! þ>ýðingin er nátt- úrlega: ’Sú trú mér legst nú þegar þungt á hjarta’. Á bls. 14, 21 er enn dæmi þdss^/ hversu fyrirmununanlega Matt. fer á mis við andann í Shakspere. Brab- antio, með eftirförina eftir dóttur sinni alvopnaða, er kominn að gesthúsinu þar sem Othello er fyrir. Sverðum er þegar brugðið og fylgd Brab. stendr búin til stórræða. Othello stendr fyrir, og lætr sér hvergi um finnast, og segir:— ‘Keep up your bright swords, for the dew will rust them'. og það þýðir Matt.: — ‘Nei, hyljið sverðin, döggin deyfir bitið’. — Nú hefði þýðari vel mátt athuga, hvernig dögg mætti orka því að deyfa bit í sverðum, nýbrugðnum, sem beita skyldi á næsta augnabliki. Othello mælir þetta í hæglátri hermanns fyrirlitningu, og þeir, sem fyrir standa, eiga að skilja það, að hann líti á sverð þeirra eins og fægð og falleg gönguprik, sem þeir hafi til að spjátra sig með ; þeir skuli ekki láta falla á glingrið, sé því bezt að halda þeim dálítið hdtt: f>að sé að eins til að vernda djásnið ryðlitum, annað hafi þeir ekki að gjöra við sverð, er sér sé að mæta. Hér var auðkomið að orðréttri þýðingu: — ‘Berið á lofti yðar björtu sverð, því ella drepr döggin á þau ryði'. Bls. 16 (neðan miðju) ræðirFeneyja hertogi við ráðherra sína um ófriðar- fregnir frá Tyrkjum við Kýpr, sem öll- um bar saman um það, að ófriðr væri uppi og Tyrkir úti með herflota, enn á tveim tungum lék um skipafjöldann. Hertoginn tekr fram, hvað sér lítist um fréttirnar, í þessum orðum: — ‘I do not so secure me in the error, But the main article I do ap- prove In fearful sense’. Matt.:— ‘Eg blíni ei svo á breyskleik slíkra frétta, eg blindist gagnvart aðalmáli sakar, eg uggi það og óttast'. — Og hver skilur nú? Hugsunin er auðsjáanlega: — ‘Ei trúnað mjög á tvisögunni’ eg festi, Enn aðalfregnin ætla’ eg reynist sönn, þ>að uggir mig. (Niðrl. næst.) Ósómi. f>að er nú orðið hljóðbært, að landi vor meistari Eiríkr Magnússon i Cam- bridge hefir hafnað láni því, sem al- þingi með miklum umyrðum og smásál- arskap heimilaði ráðgj. að veita honum. Ástæðan til þess, að hann hafnaði nú láninu,erþað loks var fengið, séstaf bréfi því, er hann birti í næstsíðustu „ísafold“. Hann skýrir þar frá þvf, að hann hafi verið rægðr af einum þingmanni við þingið; þessi maðr hafi borið út um sig þá lygasögu, að hann (E. M.) hafi sóað á ferð sinni nokkru af samskota- peningum, er hann hafi haft undir hendi, og hafi því sótt um lánið, til að bæta yfir þau afglöp sín eða glæp. Hafði þessi þingmaðr tjáð þetta sam- þingismönnum sínum mörgum og sagt þeim, að hann hefði lesið þetta í „Ti- mes“; ogþeim, er ekki kunnu ensku, hafði hann til frekari trúarstyrkingar sagt, að hann hefði blaðið upp á vasann og boðið peim að sjá það, ef þeir vildu. Eins og nærri má geta, var þetta alt hæfulaus uppspuni, og hefir herra E. M. sýnt það með þvi, að birta skýrslu þá yfir meðferð sina á fériu, sem hann hafði fram lagt í Lundúnum og þar verið tekin góð og gild á opinberum fundi. En að nokkur alþingismaðr skuli gjörast svo ærulaus, að spinna upp vís- vitandi mannorðsmeiðandi róg og flytja hann meðal þingmanna, það er sá blettr á alþingi, sem ekki verðr af þveginn, ef slíkt athæfi sleppr óhegnt ; þvi að allir þeir, sem til þessa vita, og þegja um það og nefna eigi rógberann op- inberlega, þeir gjörast honum fyllilega samsekir. Nafn hans eiga þeir, sem hann hefir talað þetta við, að birta i blöðunum, svo að öll pjóðin geti stimpl- að pað með háðungarinnar og œruleys- isins glóandi brennimarki. „Pjóðólfr“ hemr nœsthomancbi ár út á hverjumlaug- ardagsmorgni árla dag s, að tveim laugardögum frá shildum, og verðr því ár- gangrinn 50 númer, hvert é blaðsíður eða 12 dálhar, als 200 bls. eða 600 dálhar um árið, með drjúgu letri, svo að hvert blað verðr mjög innihaldsríht eftir stœrð. Og alt vm þetta verðr árgangrinn að eins seldr 4 hr. Bitstjórinn mun eftirleiðis sjálfr shrifa jafnaðarlega greinir um alþjóðar- málefni. Fréttir verða sagðar g reini- leg a og ý tarle g a, og margar greinar frœðandi og shemtandi tehnar eftir út - lendum blöðum, og heldr ritstjórinn í því shyni fleiri slíh blöð en nohkur annar maðr á landinu. D eilugr einir verða ehhi framvegis tehnar upp, nema mj ög stuttar, og neinu saurblaði naumast anzað eftirléiðis í npjóðólfi«. nþjóðólfn vill reyna að sýna haupendum sínum nœsta ár, að landsins elzta og út- breiddasta blað getr, sahir útbreiðslu sinn- ar, boðið þeim mihlu meira um árið, en þœr 4 hr. eru verðar, sem það hostar, og jafnframt sannfæra þá um, að enginn hlutr borgi sig ver, en að spara 1 hr. um árið á því, að haupa minni og lélegri blöð. JST Meðal annars mun »pjóðólfr« á hom- anda ári fiytja ritgjörbir eftir ritstjórann um bankamáiið, um sveitastjórn, um landsskóiann, utn prestakosningar, um frjáislyndi og stjórnfræðislega þekkingu, eins og þetta kemr fram á alþingi, um endrbætr á kosningarháttum og fl. og fl. íS” Nú er hallœrinu að linna, og batna í ári, og þá œttu landsmenn að sýna, aðþeir minnist þess, að blað vor t var ið eina hér á landi í hallœrinu, er stöðugt og áv alt tóh í þann streng, er bágstöddum mátti betr gegna. pað gjalda þeir bezt með þvi, að útve'ga pjóðólfi n.ýja haupendr og standa í s hilum með andvirði hans á réttri tíð. cftitbþþ „'pjócóljö1*. Auglýsingar. A. TTGLÝSHNr6AR. Eigendr blaðanna „f>JÓÐÓLFS“ og „ÍSA- FOLDAR“ hafa komið sér saman um, að taka eftirleiðis jafnt verð báðir fyrir auglýsingar í blöðum sínum, sem frá nýári 1884 verða í alveg sama formi. Auglýs’ingaverðið verðr samkvæmt ofan- skrifuðu eftirleiðis þetta: 2 aurar fyrir hvert orð, stutt eða langt, ef það fer eigi fram úr 15 stöfum (ella reiknast það meir en eitt orð). Allar auglýsingar verða fyrir þetta verð teknar upp með smáletri með stórum upphafsstaf (eins og í þessari auglýsingu).—Auglýsingar með stóerra letri borgist með I kr. fyrir þumlunginn af dálks ‘ lengdinni. Með þessu móti fá lysthafendr auglýsing- ar sínar birtar eins ódýrt og að undanfdrnu, en hinsvegar sparast mikið af rúmi undir annað lesmál i hag kaupendum blaðsins. Með þessu móti getr og hver og einn reiknað út, um leið og hann skrifar auglýsingu, hvað hún kostar, og því sent borgunina með, enda verða auglýsingar því að eins teknar, að hún fylgi. Fyrir þ akkarávörp verðr borgunin 3 aurar fyrir orð hvert. Almanak Pjóð’vinafélagsins'%1884■ (með myndum af Gladstone og Disra- eli ásamt æfisögum þeirra og marg- vislegum fróðleik öðrum) er til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Kostar 50 aura. FEOSTBÓXjGA, SPRXJNGUR á höndum og í andlití, viðkvæmni, þurleikr ogsprungur áhöruhdi frostbólgubollar, opin sár, brunameiðsl, skinnltast 0. s. frv. læknast fljótt með þvi að við hafa cand. pharm. Andersens Creme hygienique. Dósir á 30 og 50 au. fást í Reykjavík hjá P. A. Love. 494.] Á siíiast]. vori fundust fiskætisbaggar af 1 hesti við ferjustaðinn á Óseyri, og getr eigandinn vitjað þeirra móti borgun fyrir hirðingu og auglýsing, til porkels Jónssonar á Óseyrarnesi. Nú i haust hefir mér verið dregíð hvítt Simbrar- lamb með mínu marki: standfjöðr fr., stig aft. h.; stýft og hangandifjöðr aftan vinstra. Hver, sem getr sannað eignarrétt sinn að nelndu lambi, verðr að semja við mig um það eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði, fyrir næstu fadaga. írafelli, 5. desember 1883. þorkell Ingjaldsaon. Mig undirskrifaðan vantar rauðskjótta hryssu með jarpskjóttu hest-folaldi, mark á hryssunni heilrifað hægra, sýlt vinstra. Brennimark á hófum f>B. MID. K.., ef ekki er afmáð. Hver sem hitta kynni er vinsamlega beðinn að gjöra mér vísbendingu gegn sanngjarnri borgun. Miðkoti, 3/j2 83. Páll Bergsaon. Ritstjóri: jón Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju Isafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.