Þjóðólfur - 22.12.1883, Síða 2

Þjóðólfur - 22.12.1883, Síða 2
142 gerð ; því hefði hann gjört það, er ekki sá minnsti efi á því, að hann hefði séð þegar, að hér var um ónýtt verk að 'véla og allsendis ósamboðið inum klasiska frumhöfundi. Enn hitt kemr ekki til mála að ætla Magnúsi Stephen- sen, að hann hafi verið þessa var, og þó lagt til að vansæma það félag, er hann var sjálfr forseti fyrir, með því að það helgaði sér ónýtan verka. Enn hvernig sem nú þessu atriði máls víkr við, þá er skapraunin in sama, að fé- lagið skuli þurfa að standa frammi fyr- ir inum mörgu menntuðu velunnurum sínum erlendis með þetta blygðunar innsigli dugleysis og vanræktar. J>að er of mikils til ætlazt, að íslendingar sé að viðhalda félagi með 6 kr. tillagi á ári til þess að láta stjórn þess gjöra ýbókmenntir þjóðarinnar að athlægi. Fé- lagið er stofnað í þeim tilgangi að vernda heiðr íslenzkra bókmennta ; því er sett stjórn valinna manna, er með- limir félagsins treysta að framkvæmi tilgang félagslaga með samviskusemi og þeirri kunnáttu er þar til heyrir. Eg hefi nú sýnt, hver skakki hefir orð- ið á þessu í mjög áríðandi félagsmáli. Eg vona að afleiðingin verði að forseti gceti betr skyldu simiar næst. Herra Nellemann sem keisari. Eins og kunnugt er, þá er það haft eftir einum fáfróðum sjálfbyrging á hans yngri árum, að sér fyndist það búa í sér „ofrlítill Rask“. Ráðgjafinn okkar, herra Nellemann, er nú líklega á sínum elliárum kominn að þeirri niðrstöðu, að í sér búi ofrlitill einvaldr keisari, dálítill rússneskr czar. Inar sífeldu staðfestingar-neitanir á lögum alþingis ættu að hafa sýnt öll- um (að minsta kosti öllum með ó- krossfestri einurð og greind), að herra Nellemann ber litla virðing fyrir þing- stjórnarlegum frumreglum. Hann ber þess menjar, sem vonlegt er, að hann er orðinn vallgróinn hnaus í þeim stíflu- garði gegn frelsi og framförum, sem kallast Estrúps-ráðaneytið. Engar eða næsta litlar leifar sjást nú eftir af þeim Nellemann, er eitt sinn heyrði til flokki þjóðfrelsismanna. Estrúps óhreini andi hefir farið í hinn gamla prófessor, gint hann upp á ein- veldisfýsnanna afarháa fjall, sýnt hon- um þaðan — ekki öll ríki veraldar og þeirra dýrð, heldr — vesalings ísland með þess ungu stjórnarskrá, og heitið að gefa honum alt þetta, ef hann félli fram og tilbæði sig; og—hr. Nellemann féll fram og tilbað inn óhreina anda. Vér skulum segja alla söguna svo sem hún gekk. 18. ágúst 1881 kvað sýslumaðrinn í Suðr-Múlasýslu upp dóm fyrir auka- rétti, er gjörði sektir á hönd fœreysk- um skipstjóra fyrir brot gegn inum íslenzku toll-, sótt-varnar og sjóferða- lögum (15. apr. 1854). þ>rír aðrir fær- eyskir skipstjórar gáfu sig undir úr- skurð amtsins, er ákvað þeim sektir. (Sjá: Stjórnartíð. 1882, B, go; bls. 8g). En Færeyingarnir, eins og þeirra var von og vísa, refjuðust um að greiða sektirnar og struku af landi heim til Færeyja með óbættar sakir. Eins og von til var, sendi nú sýslu- maðr amtinu aftr dómana og úrskurð- ina með skýrslu um, að Færeyingarnir hefðu hlaupizt á brott án þ'ess að borga. þ>eir neittu því vist beinlínis, en ekki skaut þó sá, er dæmdr var, dóminum til æðri réttar. Svo gekk nú alt sinn venjulega skrifstofulega krabbagang frá Heródesi til Pílatusar, þ. e. a. s. sýslumaðr biðr amtmanninn norðan og austan að biðja landshöfð- ingjann yfir íslandi að biðja ráðgjafann fyrir ísland (hr. Nellemann) að biðja dómsmálaráðgjafann danska (sjálfan sig) að skora „þjónustusamlega’1 á amt- manninn á Færeyjum, að leggja „þjón- ustusamlega“ fyrir hlutaðeigandi lög- reglustjóra þar, að annast um, að full- nægt verði dóminum úr Suðr-Málasýslu og inum 3 amtsúrskurðum. (þetta skyldi menn nú ætla að væri svo einfalt, sem orðið getr fyrir herra Nellemann íslandsráðgjafa, og þá eng- inn efi á, að Nellemann dómsmálaráð- gjafi hefði orðið við tilmælum nafna síns íslandsráðgjafa. En—íslendingrinn hugsar og ályktar, en Nellemann ræðr ! í stað þess nú að gjöra tafarlausa gangskör að því, að ná inn sektunum, þar sem hlutaðeigendr gjörðu ekkert til, að fá hvorki dóminum né úrskurð- unum löglega breytt, þá sezt herra Nellemann niðr og fer að þenkja og álykta. En það starf lætr honum eins illa sem ráðgjafa eins og honum þótti láta það liprt og létt sem háskóla- kennara. - Hr. Nellemann fer, sem sagt, að „kritíséra11 dóminn og úrskurðina, og hefir hann annan skilning á lögunum, en sýslumaðrinn í Suðr-Múlasýslu og álitr dóminn ranglátan við sín óska- börn Færeyingana, og svo neitar hann að láta fullnægja honum og eins úr- skurðunum. f>etta er nú allt það, sem af Stjórn- artíðindunum sést, af sögu þessa máls, og verðum vér að telja það leitt, að landshöfðinginn, sem nú er, skuli ekki hafa birt meira þessu máli viðkomandi í Stj.tið., ogmunþað vera vangá lands- höfðingja-skrifstofunnar að kenna.en ekki tilgangrinn að fara í launkofa með aðferð ráðgjafans í máli þessu; þess erum vjer fullvissir. Af „ Amtstíðindum Færeyja“ og af ritfóstri Færeyings eins (Bærent- zens þingmanns?) í „Dagblaðinu“ danska höfum vér þó frœðzt um ýmislegt, er Stjórnartíðindi vor þegja um. þ>ar að auki hefir austangolan borið oss lítil- legan pata úr Múlasýslum um sama efni.— Af inum útl. blöðum höfum vér séð, að sýslumaðrinn í Suður-Múlasýslu muni hafa sætt færi, er skipstjórarnir sektuðu komu aftr til Austfjarða, og innheimt hjá þeim sektirnar. En hr. Nellemann kvað hafa boðið honum að skila þeim aftr. Með því að svo langt er milli hr. Nellemanns og sýslumanns- ins, þá þykir oss líklegt, að sýslumaðr hafi þegar verið búinn að greiða sekt- irnar í fátækrasjóð (Norðfjarðar ? sbr. tilsk. 15. apr. 1854, g. gr.), og væri gaman að vita, hvort hreppsnefndin þar gjörir sér að góðu að endrgreiða þær. J>að er oss hér óviðkomandi að rann- saka, hvor réttara skilr lögin í þessu máli, hr. Nellemann eða hr. Jón John- sen1. Vér vitum, að samkvæmt 1. gr. stjórnarskrárinnar er dómsvaldið hjá dómendum, svo að það, sem dómarihefir dæmt „rétt að vera“, það er og skal vera rétt og skal standa, unz því verðr breytt meða æðra dómi. Enginn maðr, nema æðri dómari, ekki konungrinn sjálfr, getr að lögum breytt né hagg- að í neinu dómsákvæði nokkurs dóm- ara, ef stjórnarskrá vor skal órofin vera. Konungr getr að vísu (en ekki hr. Nel- lemann) með úrskurði náðað menn og gefið upp sektir, sem maðr hefir dœmdr 1) Að eins skíilum vér geta þess, að lögþýðing- ar hr. Nellemanns (einkum þær, er Stephensenskar eru í æðra ættina) liafa eigi ávalt reynzt óyggjandi. Sbr. hæstaréttar-dóminn í Elliðáa-málinu í vor. verið í með dómi (12. gr. Stj.skr.), en hér er engu slíku að heilsa. Hér liggr enginn konungsúrskurðr fyrir. Vér fáum því eigi betr séð, en að hr. Nellemann hafi hér brotið stjórnarskrá vora, bæði að orði oganda, — hafi tekið sér þann myndugleik, sem ekki einu sinni inn þingbundni kon- ungr vor hefir ;—með einu orði : tekið sér einveldis-myndugleika, eða óskorað keisara-einveldi. Vera má að einhver, blessaðr hár- togana-Dríldipétr vilji segja, að Nelle- mann haggi ekki við dómnum ; dómr- inn standi í góðu gildi og fullu ; en hann sem œðsta umboðsvald sé sjálf- ráðr um það, hvort hann láti fullnœgja dómnum eða ekkt. En hártogunin í slíkri rökleiðslu er svo bersýnileg, að vér þorum óhætt að ætla hana auðsæja. Eða er það ekki í augum uppi, að það, að láta vera að fullnœgja hegningar- dómi, er í rauninni alveg sama sem að náða þann, sem dœmdr er? En til þessa hefir enginn rétt nema konungr—ráð- gjafinn aldeilis ekki! Vér fáum því eigi betr séð, en að ráðgjafinn hafi hér gjört þá lögleysu og afglöp, sem hljóti að varða honum dómsáfellis, ef þingið krefr hann til á- byrgðar. Og sé svo, þá væri það in stærsta stjórnlega fásinna, að gjöra það eigi, er alþingi k'emr saman næst. Smáþjóð, sem vér, sem stjórnað er frá framandi landi af ráðgjafa, sem lítils- virðir vor þjóðlegu og stjórnfrelsislegu réttindi, eins og hr. Nellemann svo bersýnilega virðist gjöra, — slík þjóð verðr að vera hársár um sérhvern á- gang, sem lögskipuðu sjálfræði hennar er sýndr. J>að er enginn, því meg-um vér trúa, als enginn, sem hirðir um að gæta sóma og réttar vors litla þjóðfé- lags, ef vér gjörum það ekki sjálfir. Vér erum að búast til að endrskoða og endrbæta stjórnarskrá vora; en hverju erum vér bættari, þótt vér fá- um áunnið einhverjar pappírs-hreyting- ar, ef skýlaus fyrirmæli hennar, og það undirstöðusetningar hennar, eru að engu hafðar sem hér? Til hvers er að afla meira fjárhlutar, ef vér kunnum eigi að varðveita það, er vér þegar höfum? * * * Af „Amtstíðindunum“ færeysku sjá- um vér enn fremr, að herra Nellemann hefir enn á ný rokið upp til handa og fóta sem sporviljugr sendill Færeyinga. í lögum um útflutningsgjald (4. nóv. 1881) segir svo í 1. gr. 2. málslið: „Taki fiskiskip stöðvar við strendrnar eða f fjörðunum, til’þess að reka fiski- veiðar þaðan, skal skipstjórnarmaðr þegar í stað tilkynna pað lögreglustjór- anum þar á staðnum („Stedets Politi- mester“), og skal láta til geymslu hjá homim skipaskjölin, þangað til skipið fer þaðan . . . “ o. s. frv. Ljós og ótvíræð orð, að oss virðist. Sýslumanninum í Suðr-Múlasýslu virðist þvf vorkunn, þótt hann blátt á- fram og beint eftir skýlausum orðum laganna heimtaði af Færeyingum, sem komu inn til fiskiveiða í uipdæmi hans, að þeir annaðhvort sigldu fyrst upp Eskifjörð, þar sem sýslumaðr býr, áðr en þeir færu að reka fiskiveiðar, eða þá að minsta kosti að þeir sendu til sýslumanns með skipaskjölin (sbr. orð- in: „skal skipstjórnarm. þegar í stað tilkynna það lögreglustjóranum . . . og .. . láta til geymslu hjá honum skipa- skjölin11). J>rátt fyrir þetta, og þó að orðin sé svo ljós, að maðr mætti vera tífaldr Estrúps-sveinn og vera ' aldrei svo langseyrðr á íslenzku stjórnarskrifstof-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.