Þjóðólfur - 02.02.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.02.1884, Blaðsíða 2
14 séð þjófnaðarfréttir úr Borgarfirði, er auð- sjáanlega eru hafðar eftir lausum sögusögn- um, því þær eru ónákvæmar og sumpart óáreiðanlegar. Sem kunnugr vil ég skýra greinilegar frá. Snemma á jólaföstu urðu tveir menn : Jón Hannesson í Ardal og Jónathan f>or- steinsson á Hálsum, uppvísir að þjófnaði. Hvað Jón snerti, þá þótti sem eðlilega kviknaði þar í glæðunum; hann hefir með- gengið 2 lömb og smáhnupl. Bn »fall« Jónathans hefir vakið almenna eftirtekt og harm margra, því að hann var maðr, er naut mikils álits og er nákominn ýmsum merkum mönnum. Hann hefir meðkenzt að hafa glæpzt á 9 kindum í haust. f>að mun ónákæmt frá skýrt, að »sýslum. hafi setið í að prófa mál hans um hátíðirnar« og alveg ranghermt, er það í síðasta bl., að Pétr á Grund (sem er hreppstjóri. en ekki sýslunefndarmaðr) sé nokkuð við nokkurn þjófnað kendr. p. t. Bvík 29.—1.—84. Borgfirðingr. — Eins og það er gleðilegt, að fregn sú viðvíkjandi Pétri hreppstjóra á Grund, sem gekk hér um bæinn og barst hingað með mönnum ofan af Akranesi, reyndist hæfu- laus flugufregn, eins er það skammarlegt, að menn skuli spinna þvílíkt upp tilhæfu- laust um sómamann, sem sannarlega mun hafa næga aðra skapraun saklaus af þeim viðburðum, sem hér var um að ræða, þó að þetta gangi undan. — Að fregn, sem gengr svo staflaust sem þessi, kemst einnig inn í blað, er þó ef til vill betra, en að hennar væri ekki getið. Ef slíkar fregnir ekki komast í blöð, þá geta þær orðið lífseigar í myrkrun- um í hjali manna og prívatbréfum, þar sem einmitt hinsvegar það, að blað getr þvílíks orðróms, er fljótasti og vísasti vegrinn til, að hann verðr borinn aftr. Eftirlifendr drukknaðra. 8á sviplegi atburðr, sem öllum er enn svo minnisstæðr, er um 30 efnilegustu og dug- legustu menn fórust her á Flóanum, ætti að minna alla þá mörgu, er eiga atvinnu sína að sækja á sjóinn, á það, hve lífshættr sá atvinnuvegr er, og hve stopul sú stoð getr orðið, sem þeit geta veitt konum og börnum. En þetta ætti aftr að hvetja þá, sem í hlut eiga, til þess að gjöra sitt til að tryggja fram- tíð þeirra, sem missa í sjóinn forsorgendr sfna. Hér mun til vera sjóðr nokkur til styrktar ekkjum (og öðrum munaðarlausúm eftirlif- endum ?) drukknaðra sjómanna við Faxa- flóa. Sjóðr þessi mun nú vera um 5000 kr. að upphæð, svo að ársrentur hans, sem hægt er að útbýta til styrktar árlega, mun vera um 200 kr. það mun hafa verið svo með þennan sjóð sem fleiri, að áhuginn hef- ir vaknað líklega við eitthvert sérstakt tækifæri líkt og nú, til að stofna hann, en síðan sofnar áhuginn aftr, sjóðrinn eykst að engum mun og stjórnendrnir hirða ekki einu sinni um að minna menn á tilveru hans með því að auglýsa hér í blöðunum reikninga hans. Nú hefir atvik það, sem orðið er nýlega, mint á þennan sjóð a ný. Væri ekki heppi- legt, að þeir, sem vera kunna stjórnendr hans (sem oss er ókunnugt um), létu vita af sér, að þeir væru til og hétu eitthvað? |>ví vér ætlum líklegt, að sæta mætti nú færi að fá loforð fyrir nokkrum árlegum til- lögum til þessa sjóðs. Vér höfum leitað álits greindra sjómanna um, hvort ekki mundi árangrvænlegt að fá t. d. formenn hringinn í kring um Faxaflóa til að semja svo um við alla hluteigendr á hverju skipi, að þeir gæfu t. d. einn fisk af hlut hverjum einu sinni á ári til þessa sjóðs og afhentu formanni hann, sem hirti hann með sínu og stæði skil á. Væri ekki vert fyrir hreppsnefndirnar, að semja áskorun í þessa átt, hver í sínum hreppi, og gangast fyrir þessu ? það er varla neinn svo aumr, að dragi um 1 fisk af heilum hlut; en væri þetta almennt gjört á hverju skipi, þá væri það stórfé, sem sjóðr- inn fengi á ári. jpetta væri, að vorri ætlun, einhver inn léttbærasti og þó affarabezti máti, til að styðja og efla þennan þarfa og góða sjóð. Hér mun nú, sem oftar, koma upp á, að einhverjir ríði á vaðið. Oss væri gleði, ef einhver hreppsnefnd vildi byrja nú þegar, og skýra oss frá til- raun sinni; »|>jóðólfr« myndi þá jafnótt geta um árangrinn, öðrum til eftirdæmis. OTHELLO. Herra ritstjóri — Úr því þér hafið tekið í blað yðar þann hraklega dóm um þýðingu mína á Othello eftir Shakspeare, sem stendr í síðustu blöð- um þfjóðólfs, hlýt ég að biðja um rúm fyrir fáeinar línur. |>ar sem herra Eiríkr Magnússon kennir inu ísl. bókmentafélagi um, að það hafi gefið þýðingu þessa út, og þannig óvirt og skaðað vorar bókmentir, þá lýsi ég yfir því, eins og forseti bókmf. sjálfr hefir þegar gjört, að sök þessi hvílir ekki á því, heldr á nefnd þeirri, er in íslenzka deild félagsins kaus til að segja álit um leikinn; hún meðtók handritið hjá mér, og einn af nefndarmönnunum sá síðan um prentun þess — eftir að fólagið hafði upp fylt fyrirmæli sinna laga og keypt af mér þýðinguna. Sorgarleik þann, sem hér ræðir um, taldi ég sjálfr, og tel enn, mlna fullkomnustu þýðingu þeirra fjögrra sorgarleika eftir Shakspeare, sem ég hefi hefi þýtt. Ég byrjaði fyrst þýðingar tilraun- ir mínar á þessum leik vetrinn 1865 ; hætti þávið hálfgjört, entók aðreyna viðMacbeth. Ari eða tveimr síðar tók ég til við Othello aftr; var ég þá orðinn nokkru leiknari í að rita »jamba«, sem þá þektust ekki á íslenzku, og hafði lokið við Macbeth. Yet. 1880 lauk ég við þýðinguna eins og hún er nú, og hafði þá þýtt leikinn þrisvar. Við 1. og 2. þýðinguna hafði ég að eins Hagbergs (sænsku) þýðingu, auk frumtextans, en við þá síðustu notaði ég bæði Hagbergs og Lembkes þýð- ingar, og þar að auki hafði ég ina ágætu Deliuss útgáfu af Shakspeare. Að ég kunni að hafa stutt mig á stöku stað heldr mikið við sænsku þýðinguna, má vel vera, því mál- ið stóð mér nær en frummálið, en þýðingin meistaraleg. Samt taldi ég venjulega lín- urnar og bar saman við textann, því minn ásetningr var, að læra að þýða jafn stutt- ort og gagnort eins og höfundrinn hafði sam- ið, enda þótti mér sem vort mál, þegar vel er á haldið, kæmi nær höfundarins í því, en sænska og danska (Lembke er nær ætíð lang- orðastr). Fáeinar skýringar eftir mig áttu að fylgja inni prentuðu þýðingu, en hafa gleymzt. þar í er getið sumra af þeim vafastöðum, sem herra E. M. slettir mér um nasir. En ef ég á að virða hann svars, skal hannffyrst vita, að þessa staði flesta, er hann tilfærir, dytti engum 1 hug að ríf- ast um til að fella þýðingu fyrir, nema snáp- um einum. Fæstir þeirra hafa nokkra verulega þýðingu í. þessum stórkostlega sorg- arleis. En ég vil ekki gjalda ilt með illu, ég^ vil nauðugr kalla hr. Eirík snáp eða humbug — maðrinn er gáfaðr, duglegr og vel að sér í mörgu—en hitt skyldi ekki vera, að hann hafi fordæmt þessa þýðingu móti betri vitund; ég segi það ekki, en hitt er víst, að enginn lifandi maðr hrósaði fyrr meir kveðlingum og þýðingum mínum meir en fornkunningi minn herra Éiríkr Magn- ússon. Hann ræðr íhér til að fara í skóla til Steingr. Thorst., sem þýtt hefir »svo meist- aralega« Lear konung. |>að er nú svo, og það gjörði ég fyrst, því hann mentaðist í þýðingarlistinni áðr en ég, enda þekki óg engan betri íslenzkan þýðara. Síðar eða nú

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.