Þjóðólfur - 29.03.1884, Síða 2
46
er til hans að flýja með þær; hann lítr ekki
við þeiin, heldr en annarri óþekt; því hann
er á því bjargi grundvallaðr, að gefa út að
-eins, en taka aldrei aftr við bréfum sínum.
Hann borgar, meðan hann getr, vextina af
þeim ; það er alt sem hann lætr i pening-
um út á þau. Sá litli reitingr peninga, sem
nú er eftir í landinu, er orðinn þeim mun
dýrari en bankaskuldarbréfin, gangverð hans
orðið það hærra en þeirra, að menn borga
langt um hærri vexti af peningum, en af
jöfnu hlutfalli bankaskuldarbréfa. Hvað
hátt þeir vextir ganga, fer eftir þurð peninga
og þörf þeirra, er á peningunum þurfa að
halda. þegar nú er altítt orðið, að borga
6°/» af prívatlánum á íslandi, má nærri geta
hvaða vextir byðust þegar hér væri komið.
það er ekki of mikið í lagt, að það yrði 12”/»
að minsta kosti. jþað sem því 100 kr. í
peningum gætu keypt, það gætu keypt ekki
minna en 300 kr. í bankaskuldarbréfum.
þetta er nú ið sama sem að gangverð
bankaskuldarbréfa væri hrapað úr 100 niðr í
svo sem 30. þá eru bændr nú búnir að
tapa á hnossinu um 70'/». Bn ekki er þó
lýst að öllu hrapinu enn. Bréfin eru ekki
gjaldeyrir, heldr að eins gjaldeyris virði.
Nú verðr þeim komið í gjaldeyri einungis
því að eins, að menn vilji gefa gjaldeyri fyr-
ir þau. Bn enginn maðr gefr fyrir slíka
hrapandi pappíra meira en svo, að hann sé
viss um að verða skaðlaus á kaupunum.
Ið illa orð, sem þegar er á þá fallið, er
meira en nóg til þess, að gjöra ipÁverðlaiisa,
og verðlausir verða þeir. Menn verða fegnir
að verða af með þá fyrir svo sem þrjár krónur
á endanum. In beina afleiðing af þessu
yrði það, að bændr gætu ekki staðið í skil-
um við bankann. Hann tæki jarðir þeirra
lögtaki og seldi við opinbert uppboð. þær
færu fyrir ekki neitt, eins og menn segja, því
enginn gæti keypt. Bankinn einn gæti
keypt og hann yrði hæstbjóðandi og bætti
því ofan á bréfa-drepið, að fá fasteign um
alt land fyrir ekkert. Hvernig stendr nú
bankinn sig sjálfr í öllu þessu hruni ? Höf-
undar hans héldu honum svo einbeitt fram
af þvf, að hann gceti ekki hrunið ; og það má
sjá það, að eftir því sem þeir vildu búa um
hnúta bankans virtist það ífljótubragði ekki
heiglum hent, að koma bákninu af fótum.
því nú kom það fram, í fyrsta skifti í þing-
sögu íslands, að þjóðfulltrúar bundust fyrir
því, að setja upp í landi og undir vernd
landslaga fjársvika-stofnun, óviljandi náttúr-
lega. því fjársvika-stofnanir eru allar verzl-
unar stofnanir, sem undan því eru þegnar
að lúta almennum viðskiftalögum mannlegs
félags, að bera ábyrgð athafna sinna og
standa í ráðvöndum skilum við þá, sem þær
kynnu gjöra skaða. Undan öllu þessu ér
bankinn þeginn í öllu því, er verulegt má
telja. þegar þannig er búið um hnútana,
er það eðlilegt, að höfundum þyki smíð sín
stæðileg. En er hún það? Hvað verðr nú
um bankaskuldarbréf hlötareigenda ? Eftir
frágangi höfundanna á bankinn að borga af
þeim 4°/» vöxtu— hvað gjöra skuli við gróða
bankans er ekki minnzt á einu orði !■—Ætli
þau færu ekki leið annara bankaskuldar-
bréfa? Hvernig því verði forðað, fæ ég að
minnsta kosti ekki séð, og víst er um það,
að þeim er engin sérstök trygging fengin,
enda mundi hún þu«fa að vera býsna röm
ef til hlítar skyldi vera. Nú á landssjóðr í
þessum bréfum 200,000 kr., sem hann á að
horfa á aðgjörðalaus að verði landi ónýt eign,
því hjá því er sneitt, eins og heitum eldi,
að veita nokkrum hlutaðeiganda, sem á
bréfum bankans kann að tapa, nokkurn að-
göngurétt að honum til skaðabóta. Halda
nú höfundar þessa furðuverks að landsmenn
stæðust slíka opinbera óráðvendni? Nei,
þeir mega eiga það víst, að yrði ekki lögum
komið yfir bankann eftir máldaga hans
(Charter) þá yrði þó lögum komið yiirhann
eftir réttarmeðvitund vélaðrar þjóðar og
sakalögum lands. Og þó hann slyppi hjá
þessu, þá slyppi hann þó ekki hjá sjálfum
sér. Enginn banki stenzt, sém ekki hefir
traust almennings. þessi banki skapaði
það útstreymi peningaúr landinu, sem dæmi
hefðu aldrei verið til fyrri. I landinu sjálfu
gæti hann ekki ávaxtað einn eyri, fé sitt
yrði hann þvf að ávaxta utanlands. þetta
yrði honum sá kostnaðr, sem hlyti að fella
hann að lokum, þegar hann væri búinn að
tæma út úr Islandi alla peninga. þetta
yrði veðlánabankans óhjákvæmilegu örlög
af því hann er stofnsettr í beinu berhöggi
við það alsherjar lögmál allra mannlegra
viðskipta, að Jörf skapar verft úrlausn-
ar. Á íslandi er engill þörf til fyrir ó-
gjaldgeng bréf; þau eru því verðlaus þar.
Nú segja höfundar þessa banka : »þetta
er heilaspuni; bréfin geta aldrei fallið með-
an bankinn borgár reglulega ákveðna laga-
vöxtu, 4°/»;« því á þessari hugsun bærði
glögglega í þingræðunum. Enginn skyldi
láta slíka viðbáru véla sig. Vextir, sem
lofað er af einhverjum hlut út í loftið, hvort
sem hann reynist í viðskiftum manna nokk-
urs virði eða einskis, hafa als engin áhrif
á verð hlutarins. En þá skuldabréf ríkis-
sjóðsins ? Einmitt ! þar er dæmið. Hverir
hafa keypt þau og halda á framm að kaupa
þau ? J>eir sem peninga hafa aflögu, og
vilja gjöra sjer þá arðberandi með hægu
móti og á óhultan hátt. Gildir þá ekki
sama regla um skuldbréf veðlánabankans ?
Jú, jú, það held ég! þau verða einmitt
keypt af þeim, sem peninga hafa aflögu og
vilja gjöra sér þá arðberandi á vhultan hátt.
Engum öðrum ! Hví skyldu þau þá falla
fremr enn ríkisskuldabréfin ? Af því að rík-
isskuldabréfin eru seld þeim sem fala þan,
og þeirra éru nógir, og ríkissjóðr sjálfr hefir
svo að segja takmarkalaust lánstraust. In
er þeim skipað að kaupa, sem annaðhvort
ekki geta það, eða vilja það ekki. Bíkis-
skuldabréfin ganga í þeim markaði sem nóg-
ir peningar eru í. Hinir bleðlarnir ganga í
markaði sem er peningalaus og—heyr undr
og ódœmi!—eiga að bœta úrpeningaleysinu!!!
þeir eiga að gjöra það kraftaverk, sem af
engum skuldabréfum hefir énn verið til ætl-
azt í sögu þjóðanna. Kraftaverkið kemr
aldrei og töfrarnir verða ónýtt rusl. Kœmi
það nokkurn tima fyrir Danmörku að ríkis-
sjóðr yrði gjaldþrota, og land peningalaust.
færu ríkisskuldabréfin sömu leið. þegar
menn hvorki gætu keypt, né vildu kaupa
þau, yrðu þau, eins og hver önnur verzlun-
arvara, sem lýtr sömu viðskiftalögum, verð-
laus.
Menn óttuðust mjög, að seðilbankinn
mundi falla—svo að ég drepi á það atriði
áðr en ég enda.—það er vitaskuld, að seð-
ilbanki getr fallið, og margr slíkr hefir fallið.
En í engri tegund verzlunar er fall til líka
jafn ótítt og í bankaverzlun. Og aldrei
hefir banki hrunið enn, sem vandlega leit
eftir, að geyma vel full-tryggs stofnsjóðs eða
viðlagasjóðs síns. Seðilbanki á íslandi,
sem heldr hlutfalli milli fyrirliggjandi pen-
inga og seðilveltu f hlutfallinu 1: 3,getr ekki
fallið; um það má hver sem vill spyrjareynda
bankara. Eftir því sem reikningar banka
eru venjulega haldnir, veit bankastjóri á
á hverjum degi, hvað hann skuldar og hvað
hann á til góða. Hann veit, hvenær hvort-
tveggja kemr í gjalddaga og við það miðar
hann athafnir bankans. Fyrir óhöppum er
sjálfsagt að hann kunni að geta orðið, en
bankastjórnar er að sjá um það, að þau
verði sem fæst og sem smæst.
Ég veit loks ekki, hvort það er misskiln-
ingr minn eða ekki, sem ég þykist hafa
orðið var við: að sparisjóða stjórnendum
standi beygr af landsbanka. Skyldi shkr
ótti eiga sér stað, þá er hann ástæðulaus.
Landsíoanki verðr að vera stoð og bakhjarl
slíkra stofnana, ef á þarf að halda, einmitt
af því, að hann er landsbanki og á að
halda hlífiskildi yfir öllum framfarastofnun-
um lands, það er hann getr, svo skaðlaust
sé. Landsbanki er einmitt sá banki, sem
slíkar stofnanir þurfa að hafa bak við.
Privatbanki þar á móti gæti orðið þeim,
og yrði þeim eflaust, skæðr.
Ný aðferð til að verka hey,
(»Ensilagh«).
Einn gamall og göfugr Islands vinr í
Skotlandi, herra Robert Mackay Smíth í
Edinburgh hefir ritað blaði voru um nýja
aöferð til að verka hey án þess að þurka
það, og hefir sent oss ýmis útlend blöð, þar
1 sem skýrt er frá aðferð þessari og árangri