Þjóðólfur - 12.04.1884, Síða 2

Þjóðólfur - 12.04.1884, Síða 2
54 Síra Matthías hefir fjötrað sig þýðingar- lögmáli, sem óumflýjanlega verðr að spilla þýðingum hans á Shakspere — því sumsé, að láta þýðinguna koma út í jöfnum línu- fjölda og á frummáli ér. þ>etta verðr ekki gjört á íslenzku svo vel fari. Enska er að meginhluta einsatkvæðismál og beygingar- laust að kalla. Islenzkan þar á rnóti er að meginhluta tveggja atkvæðamál með sögn- um, nöfnurn, einkunnum og fornöfnum öll- um beygðum svo, að beyging bætir við svo að kalla einni samstöfu. Bezt verðr hver þýðing, þegar hún kemst sem næst þvf að fylgja frummáli orði til orðs1. |>ýðing á Shakspere eftir þeirri reglu, hlýtr ávalt að verða lengri r línutali en frummálið ; enda segir það sig sjálft, að þáð er hugsun frum- höfundar, sem þýðari á að fá stað í verka sínum, en ekki línutal hans. Hugsunin er veran, línan er tilfellið, í verkanum. Setji menn sér að halda línutali, hlýtr þýðingin að glata miklu af því, sem er blátt áfram og einfaldlega sett í frummálinu, að fá ann- an blæ en frummálið. Ég er öldungis full- viss um það, að ef síra Matthías framvegis sleppir þessari reglu sinni og setr sér þá, að fylgja orðum sem næst, hljóta þýðingar hans að græða stórum, því það er eina ráðíð til að ná anda og blæ frumverkans. Verði dómr minn til þess, að bókmenta- félagið og sér í lagi forseti þess «færi hann sér til inntektar» framvegis, og síra Matthías láti hann verða sér að kenningu til vand- virkni, er tilgangi hans náð. Sannleikr, hvort sem í litlu er eða miklu, stendr blý- fastr, hvernig sem þeir, er hann er sagðr, kunna að reigjast og reiðast. Cambridge, 23. febr. 1882. Eiríkr Magnússon. Fiskikaup Englendinga. (Frá útvegsbændum að sunnan). f>að sýnist næstum hlægilegt, hvernig að inir ensku fiskikaupmenn, eða réttara sagt leiðtogar þeirra, hafa hagað ferðum gufu- skipsins hér um Faxaflóa síðan þeir komu. þeir hafa farið á morgnana beina leið úr Hafnarfirði eða Eeykjavík vestr í Garðs- eða Leirusjó, sveimað þar út frá aftr á bak og áfram fram eftir deginum og haldið því næst beina leið aftr seinni hluta dagsins inn á þær sömu hafnir, sem þeir kornu frá I) Matth. telr það aðal-ætlunarverk þýðara, að samþýða rétt anda frumskáldsins og málsins, sem þýtt er á. Ég þar á móti held íást á því, að að- alætlunarverkið sé að skilja frumhöfund glögt, og þýða orð hans rétt;—sérstaklega að láta hann ekki eiga fleiri vitleysur í þýðingunni en hann er faðir að f frummálinu. I I án þess nokkurstaðar að leitast við að fá fisk á heimleiðinni í innri veiðistöðunum. |>essa daga, sem gufuskipið hefir haldið sig hér út frá, hefir oftast verið landnyrð- ings- og austanvindr, og hefir það því verið in mesta hætta fyrir fiskiskip að leggja að því á þeim stað, sem það hefir staðið við á, vegna ókyrrleika sjávarins og öldugangs, enda hafa menn allsjaldnast haft annan fisk að bjóða þeim þar út frá, en mork- inn netafisk. |>ó að fiskiaflinn hafi verið sára tregr og rýr í Njarðvíkum, Vogum og á Strönd, þá þykjumst vér þó vissir um, að Englendingar hefðu getað fengið þar fyrstu dagana af aprílmánuði nokkur hundruð skippund af nýjum óskemdutp færafiski, ef þeir hefðu stöðvað gufuskipið á hentugum stöðum, t. d. á móts við Voga eða Brunna- staðahverfi og haldið sér þar stöðugum síð- ara hluta dagsins í skjólinu af landiuu. |>ar héfðu fiskimenn með hægu móti getað lagt að gufuskipinu, án þess að fiskiskipum þeirra væri nokkur háski búinn af öldu- ganginum, og þar hefði gufuskipið þá legið svo haganlega í veginum fyrir öllum fiski- mönnum úr innri veiðistöðunum, sem vegna andviðris altaf þurftu að slaga til þess að komast heim til sín, eins og þeir líka á móts við Voga liggja á hentugasta stað fyrir hina, sem utar búa. þ>að er einungis í sunnanátt, sem menn geta lagt að skip- um á móts við Leiru og Garð, en als ekki í þeirri vindstöðu, sem verið hefir hingað til. |>ó að því þessi ferð Englendinganna hingað til landsins reynist árangrslítil eða jafnvel árangrslaus, þá geta þeir engum um það kent nema veðráttunni og sjálfum sér, eða leiðtogum þeim, sem þeir hafa valið sér úr Eeykjavík. Auðvitað er, að hra kaupmaðr |>orl., Ó. Johnson, sém er með öllu ókunnugr sjó- mensku og stórskipaleiðum hér syðra, er ekki valdr að þessari óhagkvæmu tilhögun á ferð gufuskipsins, heldr þeir einir, sem hann hefir trúað betr en sér sjálfum til að sjá hvað haganlegast var í þessu efni. En menn hafa getið þess til, að hafnsögumaðr- inn hafi með þessari aðferð sinni haft eitt- hvert annað augnamið en það, að efla hag Englendinga eða almenna fiskiverzlun hér syðra. |>að er reyndar óskiljanlegt, hvert augna- mið hans hefir helzt verið, því ferðir gufu- skipsins hingað suðr sýnast oss meira gjörðar til skemtunar en til verzlunar, þó að ekki sé ólíklegt, að sú skemtun verði Englendingum nokkuð kostnaðarsöm og til lítilla framfara fyrir fiskiverzlun Sunn- lendinga. „Riddarinn11 og Gránufélagíð. Bæði úr Eyjafirði og úr Múlasýslum höf- um vjer frá ýmsum mönnum féngið kVartan- ir um framkoinu kaupstjóra Gránufélagsins hr. Tr. Gunnarssonar á síðasta aðalfundi fé- lagsins og ákvörðun þá, sem hann þar hafði barizt fyrir með hnúum, og hnjám og fengið viðtekna, þá nefnil., að heimta vöxtu af öll- um skuldum, er viðskiftamenn félagsins stóðu í við það við nýár í vetr. Fyrir norðan varð óánægjan þegar íhaust mjög almenn og mjög megn út af þessu. Séra Arnljótr er oss sagt að hafi barizt móti þessari ákvörðun á fundinum, en kaupstjóra tókst að fá meira hlut með sér meðal fund- armanna, og svo var ákvörðunin gjörð. Fyrir austan (í Múlas.) er óánægjan énn megnari, og skulum vér taka hér upp til sýnis kafla úr tveimr eða svo bréfum tíl vor þaðan, og það því fremr, sem fastlega er á oss skorað þaðan að gjöra mál þetta að um- talsefni. I einu bréfi segir meðal annars svo; »Nú held eg fari að koma að því, að menn fari fyrir alvöru að sakna »Skuldar» þinnar gömlu hór fyrir aust-an. Meðan ekkert blað var komið hér í staðinn, þá lifðu menn þó í voninni um, að fá «Skuldar» skarð fylt að einhverju leyti. En síðan «Austri» fór að koma út með ábyrgðarmann í dagleiðar fjar- lægð frá útkomustaðnum, og eitthvað 10 meðritstjórum, erþessi von að mestuhorfin. Og víst er um það að ekki mun til að hugsa að fá að koma þar að ritgjörðum, sem í nokkru þykja köma í bága við atvinnuveg einhverra þeirra, sem í ritstjórninni eru. |>að má hafa það fyrir satt, að síra Björn á Hjaltastað, sem þú þekkir eins vel og ég, hve áreiðanlegr og virðingarverðr maðr er, hafi ritað ritgjörð nokkra um »Gránufélagið«, sem hann hafi viljað fá komið að í »Austra«, en ekki fengið; ástæðan er- auðvitað sú, að séra Birni hefir sem flestum öðrum hér þótt félagið þurfa ofanígjafar og ýmsar ráðstaf- anir þess óhlutdrægrar skoðanar opinberlega. |>ví að grátlegt er að sjá, hvað félagið géngr nú langt í einu sem öðru með að hafa al- menning fyrir fé, ekki einungis með því, að selja mönnum vörur 10 til 20f hœrra verði en allir aðrir hér, heldr og með því, að heimta nú ofan í kaupið 6f vexti af úti- standandi skuldum«. I öðru bréfi til vor stendr; »Hér eru allir æfir og uppvægir við Tryggva og Gránufélagsstjórnina fyrir rent- urnar, sem þeir hafa lagt á bak okkr. Tryggvi hafði barið það í gegn á fundi í Gránufélagi, að taka skyldi 6°/» vöxtu um nýjár af öllum útistandandi skuldum. Og þrátt fyrir það, þótt séra Arnljótr hefðj

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.