Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.06.1884, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 21.06.1884, Qupperneq 4
m 96 — Athæíi strandferðaskipaima. — f>egar »Laura« fór héðan síðast (11. þ. m.) austr um sunnanlands, átti hún eins og lög gjöra ráð fyrir að koma við á Vestmanna- eyjum. þegar þangað kom, staðnæmdist hún á vörsta stað í straumröst og ósjó, þótt alkyrt og lygnt væri nær landi. Bátarfóru þegar út í hana, með þvf fjöldi fólks ætlaði austr á Seyðisfjörð þaðan að leita sér at- vinnu (sakir fiskileysis-bágindanna á eyjun- um). Fólkið af fyrsta bátnum komst og upp á skipið slypt og farangrslaust, og hélt skipið svo á stað, þótt annar bátrinn, drekk- hlaðinn fólki og farangri, væri þar rótt við, og svo nauðuglega staddrí sjórótinu, að lá við að sökkva, og hefði að álitum manna vafalaust sokkið þar með fólki og farangri, ef bátr frá landi, frá hr. grósséra Bryde, hefði ekki komið út og bjargað. I þessum bát, sem eftir varð, var fjöldi fólks, sem austr ætlaði, og farangr og peningar bæði þeirra og eins hinna, sem um borð voru komnir og nú koma alslausir austr öllum ókunnugir.—Með segl- skipi, sem kom hingað frá Eyjunum, var landshöfðingja send kærayfir þessu óþokka- atferli, undirskrifuð af hlutaðeigendum, Er vonandi að hr. landshöfðinginn sýni nú rögg af sér að hjálpa vesalings fólkinu til réttar síns. Virðist oss auðsætt, að félagið eigi að bæta öllum hlutaðeigendum allan skaða, sem þeir hafa beðið af þessu; og virðist einsætt að stjornín haldi eftir af tillagi þvf, sem landssjóðr á að greiða gufuskipafélaginu, nauðsynlegri upphæð í þessu skyni og borgi hlutaðeigendum, en láti ekki fátæklingana þurfa að vera að eiga í málarekstri við fé- lagið, því með því móti ná þeir aldrei rétti sínum. Vór fáum ekki betr sóð, en aðland- stjórnin (ráðgj.) hafi fulla heimild til slíks 8amkvæmt samningi félagsins við stjórnina, sem auðsjáanlega er stórvægilega brotinn með slíkri ómannúðar-þjösna-aðferð. — Frá Isafirði skrifar oss skilorðr maðr 6. þ. m.: »|>að væri nauðsynlegt að þér settuð nokkur orð í »þjóðól£« viðvíkj. ferð s trandferðas kipsins norðr um Isafjörð. Brottfa/rardagr héðan í þessari ferð er álcveð- inh í ferðaáætluninni í fyrsta lagi í dag : 6. júní. »Thyra« kom hér um miðjan dag 4. júní, en eftir sólarhrings dvöl hér heyrðu sumir, sem á staðnum voru, að hún mundi fara þann dag kl. 8 e. m. Menn vildu ekki trúa þessu, en kl. 8 $ e. m. þann ð. júní (f gær) var hún algjörlega farin héðan af stað. þctta veit og vestanpóstrinn, sem þér munuð eiga kost á að tala við«. Einnig á þessu athæfi, sem er argasta samningsrof (og langt frá ekki ið fyrsta af félagsins hendi) við stjórnina, viljum vér vekja athygli landshöfðingjans. Ef stjórn vor lætr slíka óhæfu viðgangast óátalið, þá hefir allr landslýðr fylsta rétt til að snúa allri sirmi' réttlátu gremju að sjálfri landsstjórn vorri. það er eins og þessir skipstjórar danska gufuskipafélagsins fyrirlíti svo djúpt bæði þjóð og landsstjórn, að þeir þykist þess um- komnir að bjóða þeim hvern ósómann, hverja óhæfuna, reka þeim hvern pústrinn á nasir á fætr öðrum. Er þá landið réttlaust gegn tveim dönsk- um kapteinum, eða gegn þessu mikla gufu- skipafélagi ? Til hvers eru þá allir samn- ingar ? Eða er enginn endi á landsstjórnarinnar þolinmæði eða—gunguskap ? Samskot til ekkna og barna þeirra, er druknuðu í mannskaðaveðrinu í vetr. Síðan vér auglýstum siðast, er innkom- ið á skrifstofu ,.þ>jóðólfs“: Úr Grinda- víkrhreppi 83 kr. 50 au. í peningum og ávísunum (hæstir gefendr: Einar í Garðhúsum 20 kr., Einar í Skemmunni 10 kr., séra Oddr 10 kr., Sæm. Jónss., Járngerðarst. og kona hans 14 kr., Hafliði á Hrauni 5 kr. o. s. frv.). AUGLÝSINGAR i samfeldu máli tn, smálelri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orí 15 stata frekast. in. öðru letri eða setninj 1 kr. tjrir jramlunj dálks-lengdar. Borjnn út i hönd. TTltt 9 í markaða-boðun Coghills er skakk- ■U • sett: Ósi (. Ási; Laugardal f. Laugardœlum. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn 27. þ. m. kl. 12 m. d. verðr við opinbert uppboð hjá »Hala« hér í bcenum seldr nefndr bœr með tilheyrandi loð. Skil- málar fyrir þessari sölu auglýsast á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Bœjarfógetinn i Beykjavík, 26. júní 1884. 204 r.] E. Th. Jónasscn. Litunar-efni. Vor á g æ t u litunar-etni til heimilisþai fa fást í Reykjavík að eins hjá hr. kaupm. Finni Finnssyni. Með þessum litunar-efnum getr s é r h v e r húsmóðir litað voðir og band eins fall- ega og trútt eins og æfðasti litari, og ábyrgist verksmiðjan það, ef fyrirsögn vorri er fylgt. Litareínin eru seld í 10 aura bögglum, og fara 3 af þeim á pundið af bandi eða voð. Fyrirsögn, sem verksmiðjan hefir gefið út til leið- beiningar við litun, fæst ó k e y p i s hjá ofan- nefndum umboðsmanni vor'um. Buchs lítarefna-verksmiðja I99 r.j Köbenhavn K. Hér með lýsum við yfir því, að vér höf- um tekið hr. Jón Vídalín í Reykjavík fyrir umboðsmann vorn á íslandi, fyrst um sinn um 2 ár frá 25. maí þ. á. að telja; að vér höfum veitt honum fult umboð til að taka við pöntunum á vörum, sem vér skulum láta úti, á móti hestum, fé eða vörum, sem oss verða sendar; einnig hefir hann heimild til, þá er útskipað er tilvor hestum eða fé, að gefa kaupmönnum á ís- landi, sem senda oss þetta, a v i s t a ávís- anir upp á oss fyrir alt að 2/s af inu áætl- aða verði, ef peningaforði sá, sem hann hefir í höndum frá oss, skyldi reynast ó- nógr.’ Newcastle on Tyne, 9. mai 1884 Kana £awtit&en & (£o. * * * Samkvæmt ofanskrifuðu umboði tek ég að mér als konar s t œ r r i vörupantanir (smápöntunum get ég ekki sinnt), og hef ég til sýnis ýmis sýnishorn af enskri og ameriskri kornvöru, af ýmiskonar kramvöru og annari vöru beint frá verk- smiðjunum. Einnigtekég að mér sölu-umboð á hestum, fé og ísl. vörum, og borga út fyrirfram alt að 2/3 hf áætluðu verði þeirra. Upplýsingar um sölu hesta o. s. frv. gef ég þeim er óska,—Mig er að finna út þennan mánuð í Aðalstræti nr. 6, helzt frá kl. 10 — 12 f. m. og kl. 4 — 5 e. m. Reykjavík, 7. júni 1884. Jon Vídalín. [202r. Masldnusmiðja í London býðr þeim, er vilja, pappírs-skurðarvjelar, sem skera 27 þuml. langt snitt, fyrir 234kr. Sigm. Guð'mundsson gefr- nákvæmari upplýsingar. [aosr. Á í m a n a k þjóðvinafjelagsins um árið 1885 er út komið. Meðal annars er í því myndir af Cavour og Garibaldi, með æfisögum þoirra. Fæst á afgreiðslustofu ísafoldarog hjá kaup- njjönnum og bóksölum víðsvegar um land. Kostar eins og að undanförnu 50 a. [206r. Hjá undirrituðum er til sölu Bókaskurðarmask- ína með tilheyrandi pressum og fl. sem til bók- baíids þjenar. Maskína þessi er virt á 700 krónur, en orsaka vegna fæst hún nú á 430 kr. Reykjavík 18. júní 1884. 207 r.] F. Finnsson. Undirskrifaðr kaupir góða og laglega hesta, helzt vel einlita, frá 4—^-5 vetra gamla. Bvík 84. B. H. Bjarnason. [208r. Sauinavél brukuð fœst fyrir lítið verð hjá Magnúsi Benjamínssyni i Beykjavík. [ 209* Hér með fyrirbjóðum vér undirskrifaðir einum og serhverjum mnlendum sem út- lendum alla veiði og veiðitilraunir í Elliðaánumfyrir landi jarðanna Elliðavatns, Arbæjar, Yatnsenda og Breiðholts, þar eð við höfum leigt veiðiréttinn, og sömuleiðis munum vér hafa nákvœmar gœtr á, hvort þetta bann okkar verðr brotið, og kœra þá til sekta og skaðabóta, er kynnu að brjótaþað. Elliðavatni, Vatnsenda, Breiðholti íjúníl884. Sæm. Sæmundsson. Ólafr Ólafsson. Jón Jónsson. [210* Eigandi og ábyrgðarm. : Jón Ólafason, alþm. Skrifstofa : á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. I’rentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.