Þjóðólfur - 30.07.1884, Qupperneq 3
3
Það, sem hann telr venju, er nefnt (þó ekJci
sem venja) í Kyrkjuréttinum, en það er að
eins aðferð, sem Bjarni konfer. Thorsteinsson
hefir stungið upp á, en ég veit ekki til að
neins staðar hafiupptekin verið. Persónan
gjörir kannske svo velað til nefna nokkra
hreppa, þar sem henni er fylgt? Annars
verð ég að telja þetta þvætting einn; per-
sönan hefir hent þetta á lofti i Kyrkjrétti
og ætlar að slá um sig með fróðleiknum, en
sýnir að eins fáfræði sína.
Að ég þykist hafa í þættinum talið völl
gjöld almenningsu, er tilhæfulaust. Gjöld
þau, sem persónan nefnir, lág það alveg
fyrir utan verkahring minn að telja.
Einkennilegt er, að persöna þessi, sem
hefir auðsjáanlega haft svo góðan vilja til
að finna villur í þætti minum, hefir als ekki
haft skyn á að finna eina verulega villu,
sem er þar, og sem ég sjálfr hefi tekið eftir
við það að lesa þáttinn á ný. Þar stendr:
„Pararskjóta eðr flutning skal veita presti
á embættisferðum, en ferðakaup ekkertu ; i
stað þess að standa hefði átt: „Flutning á
sjó skal veita presti á emb. ferðum, en reið-
skjóta ekki og ferðakaup ekkertu.
Það, sem „ritstjórinnu skrifar umAlmanak-
ið, er eins og von er til af honum, sem er
svo gjörsneyddr því að hafa nokkum snefil
af skyni á því, sem hann talar um. Hann
hefir hvort sem er verið svo ótilreiknanlegr
stundum í þessum mánuði, að mér fyrir
mitt leyti dettr ekki i hug að svara því,
sem hann segir, að minnsta kosti ekki núna
í hundadögunum.
Jön Olafsson
Reykjavík 30. júll.
Hörmuleg-t slys vildi til á laugardagskvöldið 26.
þ. m. Larsen verzlunarstjóri (Thomsens) og Sigurðr
Sigurðsson kennari við latínuskólann ásamt ungl-
ingspilti frá Sölfhól sigldu um kvöldið inn i Elliða-
ár mynni að gamni sínu; sást það síðast til þeirra
að þeir voru komnir á heimleið siglandi, en síðan
hefir ekki til þeirra spurzt; en af bátnum lefír rekið
botnfjöl og 1 ár. Bezta veðr var og kaldi nokkur.
Hefir bátrinn sokkið Og þeir druknað. Sigurðr var
fæddr 1849.
Prestaköll veitt: 10. þ. m. Borg i Borgarf.
cand. theol. Morten Hansen.
25. þ. m. Torfastaða-kall i Árnessýslu séraMagn-
úsi Helgasyni á Breiðabólstað á Skógarströnd.
AUGLÝSINGAR,
Eptir skýrslu hlutaðeigandi sýslumanns hefir
ýmislegt brak og tunnur, sumar með matvælum,
sumar tómar, frá skipi, sem sökk við Yestmanna-
eyjar aðfaranóttina hins 6. apríl þ. á., borið á land
þar á eyjunum eða verið bjargað á floti. Á vog-
rekum þessum voru ekki önnur sérstakleg einkenni,
en að orðið „Bordeaux“ stóð á tveimur rauðvins-
tunnum og orðið „Dunkerque“ á nokkrum brauð-
tunnum; en eptir þvi sem fram er komið í prófum,
er haldin hafa verið til upplýsingar um áðrnefndan
skiptapa, virðist vafalaust, að ið sokkna skip hafi
verið frakkneskt fiskiskip, og nokkur likindi til, að
það hafi borið markið D 84.
Eigendr þessara vogreka innkallast hér með með
árs ogdags fresti samkvæmt lögum um skipströndl4.
jan. 1876, 22. gr., til þess að sanna fyrir amtmann-
inum í suðuramtinu eignarrétt sinn til vogrekanna,
og taka við andvirði þeirra að kostnaði frá dregnum.
Islands suðuramt, Heyhjavih 26. júli 1884.
fHLay-núö Sl&pfveiisc’tt,
settur.
Enskunámsbók
handa byrjöndum
eftir Jón Ólafsson,
kostar i bandi 1 kr. 50 au. og fæst nú:
á ísafirði hjá Þorv. Jónssyni lækni.
— Akreyri hjáFriðbirni Steinssyni.
— Yopnafirði hjá kaupm. Jak. Helgasyni.
— Eskifirði hjá konsúl Tulinius.
— Djúpavogi hjá faktor Stef. Guðmundssyni
hér í Beykjvik hjá bóksala Kristj. Ó. Þorgrímssyni
og hjá höfundinum.
I ORKALDARSÖG Ult NORÐXJRLANDA,
(Hrólfasögumar o. fl.)
Þessar sögur sem alþýða hefur haft svo miklar
mætur á, er jeg nú byrjaður að prenta, og verða
þær gefnar út i heptum smátt og smátt, stundum
ein saga í hepti, og stundum 2 i hepti, ef sögumar
eru stuttar.
Ef sögurnar fá góðar viðtökur, mun ég gefa út
2 hefti á ári, hér um bil 6 arkir hvort. Verð verð-
ur 15 a. örkin. Sögumar skulu vel prentaðar á
góðum pappír, og mun ég með næstu póstum senda
sýnis-örk af þeim til helztu bóksala landsins.
í sambandi hér með bið eg þá, er ég hefi sent
boðsbréf um
Storminn (The Tempest)
eftir Shakspear, þýddan af meistara Eir. Magnús-
syni, að greiða sem bezt fyrir þeim, og sendaþau
hið fyrfeta til baka. Rvik 80. júlf 1884.
Sigm. Guðmundsson.
Forlagsréttinn að guðsorðabókum herra biskups
P. Pjeturssonar hefi ég selt herra Sigurði prentara
Kristjánssyni í Reykjavik, með öllum réttindum
og skyldum.
Rvik 80. maí 1884. Sigm. Guðmundsson.