Þjóðólfur - 18.08.1884, Síða 3

Þjóðólfur - 18.08.1884, Síða 3
127 sjáanlega að ráðgjafinn hafi gefið rang- an úrskurð eptir þessari grein; hann spyr mig, en gæti eins vel spurt ráð- gjafann : „Er það að fá að þjóna guði o. s. frv. ið sama sem að fá að ráða því, hverjum presti brauðið er veitt?!“ Einfaldlega er spurt! Ég álft óhætt að svara þessari háðsspurningu herra Suðra með ský- lausu jái. Sú guðsþjónusta, sem hér er átt við, er fólgin í opinberum safn- aðarsamkomum og öðrum kirkjulegum athöfnum. Nú ef það „á bezt við sannfæringu" einhvers safnaðar að „þjóna guði með þeim hætti“, að sá pestr, er stýrir athöfnum þessum, sé valinn af söfnuðinum sjálfum, þá er auðsætt, að sá söfnuðr hefir eptir þess- ari grein stjórnarslcrárinnar rétt til að ganga úr þjóðkirkjunni, ef hann fær eigi að ráða, hverjum presti „brauðið“ er veitt. Einkennileg er greinin, þar sem Suðri skýrir frá, hvað vakað hafi fyrir fréttaritaranum, er hann sló um sig með „að segja sig úr lögum við lögin“. Hún er svona:“ . . . Nú voru það lög, að þeir réðu veitingunni, er brauðið veittu, en eigi Reyðfirðingar; þegar nú Reyðfirðingar fengu eigi að ráða því, sem þeir engin ráð áttu á að lög- um, þá tóku þeir sig út úr söfnuðinum. Að segja sig úr lögum við lögin verðr því hér ið sama sem að segja skilið við söfnuðinn og lög hans sem safnað- ar og gjörast með því flokkr, sem vill standa fyrir utan þau lög, er til voru, en sem þeir þó enn standa undir“. Standa þá Reyðfirðingar enn undir þeim lögum, að rikisvaldið skipi þeim prest? eða eru það elcki þessi lög, sem þeir, „sögðu sig úr lögum“ við? Ekki er annað að sjá á greininni. En sannleikrinn er, að þessi orð „úr lögum við lögin“ eru óheimfæran- leg. Einmitt af því Rf. vissu, að svo lengi sem þeir væru í þjóðkyrkjunni þá mundu þeir hljóta að lúta þessum lögum, er þeir álíta óhafandi, not- uðu þeir sinn stjómarskráarlega rctt til að stofna safnaðarfélag utan þjóðkirkjunnar; sögðu sig því úr herini og skoruðu um leið á löggjafarvaldið að gjöra lög um samband sitt sem safnaðar við ið opinbera. f>að er sann- arlega illa gjört að reyna að villa sjónir fyrir almenningi með að kalla þessa aðferð ólöglega. Reiðzt hefir Suðri orðunum „ó- frjálslega hugsandi, römmuin ríkis- kirkjumanni“, og skorar hann á mig að sanna, ef ég geti, að frikirkjumenn í Réyðarfirði hafi verið „lögbundið safn- aðarfélag11 þá er fréttagreinin í Suðra var rituð í marz mánuði 1883. í>að skal ég gjöra. Með orðunum „mynda hjá sér lög- bundið safnaðarfélag“ meinti ég ekki annað, en að þeir höfðu bundið safn- aðarfélag sitt lögum. Suðri mátti fylli- lega sjá það, að ég meinti ekki annað með orðinu „lögbundið" á þessum stað; því að rétt á undan þeim orðum, sem hann til færir, hafði ég að vísu talað um, að lögin (0 stjórnarskrá- in) gæfu fullan rétt til að mynda kirkjufélög utan þjóðkirkjunnar, en bætt við, að það væri eigi þeirra, er félögin mynduðu, heldr löggjafarvalds- ins, að kveða á um skyldur þeirra og réttindi gagnvart inu opinbera (0: gjöra félagið að „lögbundnu“ eða „löghelg- uðu“ félagi). þ>að er því með öllu ó- verðskuldað brígsl, er hann ber mér, að ég sé miðr vandr en vera ætti að meðulum til að styrkja með málstað minn. Suðri hefir tekið orð mín miðr gaumgæfilega en vera ætti; that’s all. Reiðzt hefir Suðri og þvi, er ég taldi hann sýna þveröfugan hugsunar- hátt með þvf, að kalla kreddur það, sem heilvitamenn mundu helzt kalla kreddu- leysi. Jæja, lofum honum að svala sér á mér, með því að bregða mér um „sjálfsþótta“ o. s. frv.; en útskýring hans á orðinu „kredda“ er annálsverð: hann þóttist skilja orðið kredda svo, að það geti eins átt heima um nýja siðu sem gamla, hvort sem þeir eru einfald- ir eða margbrotnir. Digrmælum Suðra út af inni fyr- irhuguðu málssókn minni („eigi öll kurl til grafar komin“ o. s. frv.) get ég ekki verið að svara, og það því síðr sem málið komst aldrei lengra en fyrir sættanefndina, og ritstjóri Suðra hefir aftrkallað ummæli þau, sem hann að öðrum kosti hefði hlotið dóm fyrir. Eskiíirði, 8. júlí 1884. Lárus Halldórsson. „]?jóð(51fr“ og Eggert Gunn- arsson. —»«— þegar ég skrifaði þá yfirlýsiugu, sem stóð í síðusta „þjóðólfsblaði", um Eggert Gunarsson, þá skrifaði ég fyrir skynberandi verur sem les- endr, en ekki fyrir slcynlausu skepnurnar. Ég hugsaði, satt að segja, ekki, að þær læsu blöð, og aðrir hélt ég ekki að gætu misskilið grein, þar, sem hvert orö var svo nákvæml ega v e g i ð eins og í yfirlýsingunni var. Engu að síðr hefi ég orðið þess var, er ég sá ónefnt blað, sem kom út í dag, að fleiri eru skynlitlir, en þær skepnurnar, sem stööwgt ganga á fjórum fótum. það þarf annaðhvort stakt skilningsleysi — eða þá staka illgirni, til að skilja elcki eðavilja ekki skilja nefnda yfirlysingu. f henni er ekkertaftrkallað; því að það er engin aftrköllun, þó að ég votti það, sem satt er, að ég hafi séð skilríki hjá Eggért Gunnarssyni fyrir, að „ýmsar af sögum þeiml“, sem minzt var á í 9. bl. „|>jóðólfs“, væri á mis- sögnum bygðar. þær voru bygðar á sögum þeirra manna, er viss „vikadrengr11 mundi sízt þora að segja að færu með óskilríkar sögur. En það er engin aftrköllun, þó ég skýri frá því, að tilgangr greina minna hafi ekki verið, að drótta sviksamlegum tilgangi að E. G. ; því að þær bera það sjálfar bezt moð sér, að tilgangr þeirra var alt annar. Hverjum gat það að gagni komið, að drðtta sviksamleg- um tilgangi að E. G. ? — Engum! En greinar mínar voru skrifaðar í þeim til- gangi, og þeim tilgangi einum, að gjöra gagn, og það með því, að vekja eftirtekt á inu liœttu- lega ráölagi Eggerts. Ég hefi engu meiri trú nú en þá á megni Egg- erts til aö uppfylla skuldbindingar sínar, og ég hefi í yfirlýsingunni als eklci lýst trausti á hon- um í þessu tilliti. Ég hefi að eins látið í ljósi, að ég ætlaði ekki að það væri af ásetningi lians eða vilja til aö pretta, þó að það iöuglega sýni sig, að hann getr ekki staðið í skil- u m við þá, sem hjá honum eiga. Og þetta er hann alt af að sýna. Síðast hér á dögunum gat hann ekki borgað slculd, sem landssjóðr átti hjá honum og sem hann hafði' fcngið lánað veö fyrir. Við fógeta- gjörð eftir beiðni málsfærslumanns þess, er var fyrir hönd landssjóðs, kom það í ljós, að hann gat eklci borgaö skuldina og hafði ekkert í eigu sinni, sem hægt væri að kyrrsetja til tryggingar. Ég álít Eggert góðmenni að upplagi, og því að eins hefir honum unnizt svo mikið, svo ráð- litlum manni. Ég held hann vildi ekki viljandi stíga ofan á hunds-löpp einu sinni. En hvað hjálpar það, þegar foiÆjána vantar. Og það er víst, og það skal ég vera reiðu- búinn að sanna, nær sem vera skal, að hann hofirhlaðið á sig skuldbindingum, sem reynsl- an liefir sýnt og sannaö að hann gat í engan máta e f n t. Sem sagt: Eggerti er vorkunn, því að hann trúir sjálfr á sína loftkastala ; annars sveittist I) Hvað margar ? Strangt tekið að eins tvær.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.