Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.09.1884, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 22.09.1884, Qupperneq 1
Uppsögn (skrifl.) bundin vid áramót,* ógild nema komi til útg. fyrir I. október. Kemr út á laugard.morgna. Verð árg. (50 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. P JÓÐÓLFR. XXXYI. árg. Reykjayík, ináxiudaginn 22. september 1884. J\!$. 86 Ávarp til allra þeirra, sem vilja kaupa góða og ódýra vöru. — Með því að ég hefi gjört samband við einn inn helsta og bezta klæðagjörðamann í Danmörku, panta ég fatnað eftir teknu máli fyrir þá, sem þess óska, og geta lysthafendr sjálíir valið efnið í fatn- aðinn hjá mér, þar eð ég hef nægtir af sýnishorn- um frá honum. ÍS3 Fötin verða seld hér med sama verði og í Danmörku ! Virðingarfylst. Rvík s4/7. 84. 0JÓC'Í Sicj.'U't cS|on. OCJ/ WrÚ. Kœri ritstjóri minn ! Eins og þér er kunnugt, er ég það eldri maðr en þú, að ég var á milli tvítugs og þrítugs þeg- ar þú fæddist. „þ>jóðólfr“ var þá ekki nema á öðru árinu, frelsi vort ófætt enn og að eins í fyrsta getnaði, að kalla mátti. J>jóðin öll, og hennar beztu menn sérstaklega, var þá að búa sig undir þjóðfundinn, sem haldinn var árið eftir. far skyldi þinga um stjórnarskrá ís- lands, sem eins og kunnugt er fæddist ekki fyrri en eftir 23 ára meðgöngutíma. þ>að gæti nú verið, að þeim, sem yngri eru en ég og muna því ekki eftir þessum tíma, þætti nógu gaman að bera saman skoðanir manna þá og nú um ýmisleg in mest verðu atriði stjórnarfyrirkomulags vors. Mér að minsta kosti virðist það vert að veita því eftirtekt, hvað þjóð vor hefir lært af reynslunni og hvað henni hefir far- ið fram eða aftr í frjálslyndinu þennan þriðjung aldar, sem síðan er liðinn. Eins og þú veizt, les ég alt af „þ>jóð- ólf“; ég las með sérlegri ánægju grein þína í vetr í 2. blaði þ. á.: „Hvað er þá að ?“ sömuleiðis greinina í 6. blaði um „pólitískt svefnþorn“, og þá ekki sizt greinina i g. bl. um sjálfsforræði vort og synjunarvald konungs. Og þegar ég nú síðast las í viðaukablaði við 33. bl. „í>jóðólfs“ þ. á. ræðu þá, er þú hafðir flutt á stjórnarskrár-hátíð- inni 2. ágúst í sumar, þá vaknaði upp fyrir mér minningin um hreyfingarnar 1850—1851. Mér þótti eftirtakanlegt að bera sam- an í huganum ýmislegt þá og nú. J>á eins og nú var „þ>jóðólfr“ forvígisblað innar frjálslyndustu stefnu í landinu; þá eins og nú hafði, ekki stjórnin, heldr flokkr inna metnaðargjörnustu og aftr- haldssömustu embættismanna í Reykja- vík lcigt sér blað, til að berja niðr frelsishreyfingar landsmanna og „stinga“ þjóðinni „svefnþorn“. Sumir af þeim mönnum, sem þá létu til sín taka, eru nú ýmist dauðir eða á annan hátt falln- ir úr sögunni, að því sem snertir hlut- tekningu í almennum málum. Nokkr- ir inna sömu lifa þó enn og taka enn meiri eða minni þátt í stjórnmálum vor- um — en hverninn? Sumir þeirra hafa glatað því frjálslyndi, er þá sýndist bóla á hjá þeim ; sumir, er þá virtust heldr fylla aftrhaldsflokkinn, hafa nú snúizt í lið með framsóknarmönnunum. Svo eru nýir menn komnir á sjónarsviðið ; menn, sem þá voru í bernsku, standa nú framarla í flokki öðru hvoru megin. j>að er margt svipað með árinu 1850 og árinu í ár. l>á voru menn í óða önn að rœða og rita um ið hentasta fyrirkomulag á stjórnarskrá fyrir ísland — til undirbún- ings þjóðfundinum, sem halda skyldi árið eftir. Nú rœðið þið og ritið um hentustu breytingar á stjórnarskrá ís- lands—til undirbúnings alþingi að sumri, sem sjálfsagt mun eiga um málið að fjalla. Einn er munrinn samt. í>á urðu menn að reyna að hugsa sér án stuðn- ings eiginnar reynslu, hvað hentast væri og tryggast landi voru. Nú höf- um vér haft io ára reynslu af stjórn- arskrá vorri og höfum því meira við að styðjast. þ>að var einkum eitt samanburðarat- riði, sem ég vildi vekja hér athygli á, ef þú vilt ljá þessum linum rúm í „í>jóðólfi,“ þ>ú hefir í öllum greinum þeim um stjórnarskrána, sem ég áðan vitnaði til, bent á það sem aðalgalla stjórnarskrár vorrar, að ið ótakmarkaða neitunarvald konungs, eins og því er nú beitt árs árlega, sé verulegasti þröskuldrinn í vegi fyrir öllu sönnu sjálfsforræði þjóð- arinnar, þetta kemr mér til að benda á það, sem mörgum nú mun fyrnt eða sumum enda als ókunnugt, — að þetta atriði, nfl. spurningin um takmarka- laust eða frestandi neitunarvald sætti mikilli athygli hjá þjóðinni um 1850. þ>að ár var þjóðfundr haldinn á j>ing- velli 9. ágúst og var þar valin „mið- nefndin“, er svo var kölluð, er \era skyldi sameiningarliðr nefnda, er kosn- ar skyldu í hverri sýslu („sýslunefnda“, er þá voru kallaðar — í alt öðrum skiln- ingi en nú). Nefndir þessar áttu að styðja að undirúningi þjóðfundarins („taka til álita öll þau málefni, sem þjóð- fundinn varða“). Eitt af ætlunarverkum nefndarinnar var sérstaklega það, að hún „léti koma út í sérstaslegu blaði álit sýslunefndanna og sínar eigin at- hugasemdir um öll þjóðfundar-málefni“. Löndum mínum fórst nefndarkosningin eins og vant er: þeir kusu i nefndina án sérlegs tillits til slíkra smámuna sem þess, hvort nokkur líkindi væri til, að inir kosnu hefðu vilja eða aðra hæfileg- leika til að starfa að ætlunarverki því, sem nefndinni var falið, heldr mest- megnis eftir embættisstöðu og mann- virðingum. í nefndina voru þessir kosn- ir: Trampe greifi og stiftamtmaðr, Pétr prófessor (nú byskup), Jens Sigurðsson skólakennari, Haldór Friðriksson skóla- kennari og Jakob stúdent Guðmunds- son. — Trampe var œðsti embættismaðr Danastjórnar þá hér í landi og fjand- samlega sinnaðr öllum frelsishreifing- um; Dr. Pétr var ritstjóri embættis- mannablaðsins „Landstíðindanna11 og þótti þegar þá bera kápuna á báðum öxlum; Jens heitinn mun líklega helzt hal'a verið kosinn af því, að hann var bróðir Jóns Sigurðssonar, en allir, sem þektu hann, vissu að hugr hans var með öllu fráhverfr öllum stjórnarmál- um, enda gaf hanr. sig aldrei sjálfkrafa að þeim á æfi sinni1; hann var yfir höfuð maðr, sem rœkti sína köllun, en gaf sig ekki við þvi, sem skapi hans var fjarri. Halldór og Jakob vóru þeir einu af nefndarmönnum, er gefið höfðu 1) f>að lítið hann kom fram í þessháttar málum á yngri árum, var það í frjálslega stefnu. $■ v^vxM/m

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.