Þjóðólfur - 22.11.1884, Page 3

Þjóðólfur - 22.11.1884, Page 3
179 Fljúgðu, minn andi, frárri loftsins straumi, svíf á vængjum, er sorg þér gaf; unz að hjá leiði lágu þú dvelur, í fjarska, — fyrir handan haf. Blómin, sem vaxa þar á lágu leiði, ei vætir nokkurt vinar tár; ástvinir heima syrgja þó sáran; þeir væta’ af trega-tárum brár. Lítinn og blómsveig leiði fyrir þetta ei hnýtir vinar höndin nein; helguð því heima hjartnanna blómin þó elur sorg og ástin hrein. Aður hann Magnús æsku prýddur blóma, er þetta litla leiði á, elskaðri’ á ættjörð ástsæil nam dvelja, vinum og frændum var hann hjá. þeir, sem hann þektu, unnu honum allir, — já, stutt var lífsbraut hans, en hrein. Sál hans var helguð saklausri gleði, er fjölbreytt andans mýkir mein. Gráta því margir sárum saknaðs-tárum vininn ástfólgna’, er guð þeim gaf, lágu sem leiði liggur und falinn í fjarska — fyrir handan haf. Lágt er þitt leiði, fjarri fósturlandi, en minnsvarða mæran þér ástvinir reisa fastan og fagran af ástar-harmi’ í hjarta sér. Grát þú ei, móðir, mædd af heimsins böli, látið, systkin, sorgum af; grátið ei, vinir; guð þekkir leiðið í fjarska—fyrir handan haf. Scurn. Leiðvallahrepp, 21. okt. Tíðin má heita að hafa verið in sama í alt sumar síðan til óþerris brá. Dag hvern rigning, og hvassviðri ef upp styttir, enda oftar með úrkomunni. Fæst varla úrkomu- laus lognstund til að laga hey í görðum, sem víða fara illa sakir hitavellu, sem í þeim liggr, og er það afleiðing óþurkanna næstl. sumar.—Víða er hér um nálægar sveitir búið að skera,eina,ogsumstaðarfleirikýr á heimili hverju, auk annars nautpenings, sem í frek- asta máta hefir verið eytt. Almenningr ráðgjörðir að skera öll lömb, enda mun ei af veita, því að heyin eru bæði lítil og illa hirt. Verði harðr vetr, fer varla hjá að fónaðr falli hrönnum saman. Úr sama hrepp, II. nóvbr. Erfitt er tíðarfarið enn sem fyrri. Nú er vetrinn farinn að sýna sig. þriðjudag 28. f. m. skall hér á austan-gaddbylr; næsta dag var frostið 8 til 10 stig á Beamur, fimmtudaginn (30.) aftr bylr, og síðan megn- ustu umhleypingar og stundum frost, stund- um frostleysur, jeljagangr o. s. frv. f>að er því farið að setja talsvert að högum, og eftir því sem til fjalla er að sjá, líklega hag- lítið þar víða. I gærdag og frameftir nóttu var hellirigning með stormi; tók hér því mikið upp, en hér á mýrunum er nú hlaup- ið svo í gadd, að mikið er enn þá undir lagt af þeim. Nú eru krapahryðjur úr út- suðri. Til fjalla er alhvítt að sjá. Heilsu- far manna sæmilegt; slysfarir engar; fátt manna deyr, engir nafnkendir. Reyðarfirði, 17. október. Lítill er afii hér og síld engin. Norð- vestanátt nú, þó eigi kalt, engin frost á nótt- um ; einu sinni hefir snjóað til þessa. Ný- lega var ég við Eskifjarðarkyrkju (frísafn- aðarins); það er fagrt hús og vandað; á- gætr klerkr er séra Lárus, þótt eigi skrýðist hann hempu-pokanum. Reylcjavík, 22. nóvbr. — Austanpóstr kom í fyrradag s;agði fátt frétta, nema tíð líka og hér; en aðfaranótt föstudags vikuna sem leið gekk hér skyndi- lega í ofsarokveðr á suðaustan, fylgdi því óhemjurigning og hólzt fram á 15. þ. m. að veðr snérist til suðvestrs og gekk þá með éljum. Nú er hægviðri og má héita blíða um þennan tíma árs. — I ofsaveðri þessu hafði skipið »Amoy« frá Brydes-verzlun hér, er lagði hóðan fyrir skömmu, rekizt upp á Holts-sand undir Eyjafjöllum austr; menn komust allir af, skipið og vörur sagt lítt skemt, en ekki til að hugsa annað en að selja alt þar, sem komið er. — þá er gefið hefir, þessa viku, hefir orð- ið allsæmilega fisk vart hér af nesjunum. — 1 sumar kom hér út ritlingr einn ritaðr og útgefinn af Sigurði nokkrum Sigurðssyni frá Skúmsstöðum við Eyrarbakka, og út- býtti höfundrinn honum ókeypis sama dag, sem hann kom út; var það sfðari hlut dags; nokkrum tímum síðar (kl. 8 eða svo ?) fór höfundrinn um borð í gufuskip Slimons, er lá her á höfninni og fór hann með því, er það lagði út rétt eftir miðnættí, og kvað hafa ætlað til Ameríku. Bitið nefnist »|>áttr um lögmanninn í Gerðiskoti«, og mun flest- um finnast, er lesið hafa, að grimmara níð hafi ekki fyrri á prenti sézt, en þar er um Stfán sýslumann Bjarnarson, sýslum. Árues- inga. Níðrit þetta var prentað hjá Einari þórðarsyni prentara, og hóf Stefán sýslu- maðr mál gegn honum sem þeim, er ábyrgð bæri af ritinu; var dómr upp kveðinn í bæjarþingsrétti í fyrradag, og ritið alt í heild sinni og hvert einstakt orð þess dæmt dautt og marklaust, en Einar á að sæta einföldu fangelsí i 4 mánuði, borga 15 kr. sækjanda 1 málskostnað. en 20 kr. sekt fyrir óþarfan drátt á málinu. fPrestaskortr í Skaftafcllssýslu. (Úr bréfi úr Meðallandi). —))«— Ekki ganga prestar liðugt að okkr Meðal- lendingum enn þá einu sinni; sama ætlar nú að verða með Alftaverið að enginn sækir um það. Út af þessu er og hefir verið megn óánægja um þessar sóknir ; þykir oss ójafn- aðarfullt að verða að gjalda öll prestsgjöld, en njóta ekki prestsþjónustu nema öðru hverju og það með miklum erfiðleikum, því að til hvers aukaverks verðr prest að sækja langar leiðir, en ekki messað nema 4. hverju helgi, og líklega sjaldnar um vetrartímann ; það gétr naumast heitið nema öðru hverju á strjálingi. En við þetta mun þó verða að búa. Eða hvað á til bragðs að taka? Breyta eins og Beyðfirðingar, eða hvað? Eru nokkur líkindi til, að vér fengjum prest að heldr fyrir það, ef vér segðum oss úr þjóð- kyrkjunni ?x Að afþakka alla prestsþjón- ustu meðan enginn sækir um brauðin, mun ekki þykja kristilegt. En með því fyrir- komulagi, sem nú er, verðr þó alt trúarlíf væntanlega dofið og kalt. Athugas. ritstj. : J>ó að þið afþakkið alla prestþjónustu, þá verðið þið samt látn- ir gjalda prestgjöld öll til þess, sem skip- aðr kann að vera eða verða að nafninu til að þjóna. Og hvað er þá unnið ? f>ið ber- ið sömu gjöld, en ykkr er þó ekki betr borg- ið með als enga prestsþjónustu, heldr en þá litlu og ónógu, er þið nú hafið. Stjórnendr þjóðkyrkjunnar (alþingi meðtalið) lætr sér í léttu rúmi liggja aðútvegayðr nokkurn prest eða öðrum söfnuðum nýtan prest; ef þeir að eins geta kúgað yðr og aðra til að gjalda fé fyrir ekki neitt, þá eru þeir ánægðir. það hefirkyrkjustjórnin sýnt í undirtektum sínum 1) vHer veit? Hugsanleyt er það. Ritstj,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.