Þjóðólfur - 13.12.1884, Side 1
Uppsögn (sferifl.) bundin við
áramót, ógildnema feomi til
útg. fyrir I. október.
Kemr út á laugard.morgna.
Verð árg. (50 arka) 4 kr.
erlendis 5 kr.). Borgist fyrir
15. júlí.
PJÓÐÓLFR.
XXXVI. árg. lltvykjavík, laugardaginn 18. desemker 1884. JW. 48
Lagasynjamrnar
og ’orsakir6 hr. Oddgeirs Stephensens.
[Niðrlag].
Æ t í ð að víkja !-------
----Vér skulurn hvorki skírskota til for-
tíðarinnar nó áfrýja fyrir dóm framtíðarinn-
ar. Vér skulum yfirstíga hverja þá freist-
ingu, sem þessi texti gæti fyrir oss lagt.
Vór skulum að eins biðja hr. etazráðið
að líta í anda framan í þjóð sína, þá er hún
hefir lesið þetta riddara-orð hans, og venda
svo augum inn á við í sinn eiginn barm, og
þá erurn vér þess fullöruggir, að hann mun
éins innilega óska, eins og vór og allir land-
ar hans óskum þess hans vegna, að hann
hefði ekki nefnt hér einkunnarorð Jóns Sig-
urðssonar á þann hátt og í því sambandi,
sem hann hefir gjört, og boðið þannig út til
þess samanburðar, sem — hvorki hann eða
grein hans hafa grætt neitt á.
f>á er nú fyrri hlutinn, og það actai-hlut-
inn, af gréin hr. etazráðsins í stjórnarblað-
inu búinn.
|>að finst ekki meiri mergr í því beini!
*
, * *
I öðru lagi segir hr. O. St. því næst :
„Onnur orsökin til þess, að beita vcrðr neit-
unarvaldinu oftar en æskilegt er, er það, að á
frumvörpunum eru stundum svo mildir gallar,
að þau vcrða ekki staðfest þeirra vegna“.
Hvað meinar hr. 0. St. hér með »göll-
um» ? — Eru það /orwigallar einir ? Eða
kallar hann það galla, að frumvörpin eru
ekki (að efni til) samkvæm skoðun ráðgjaf-
ans (eða stjórnardeildar-forstjórans) ?
Ið síðara getr hann naumast átt við, því
að þá væri þessi síðari »orsök« eða ástæða
ekkert annað, en fyrri ástæðan í nýrri út-
gáfu.
Hann hlýtr því hér að eiga við/orm-galla.
Vér skulum hér á eftir svara þessu; en
fyrst viljum vór lofa höfundinum að tala út.
Hann heldr svo áfram :
„Kemr þetta sjálfsagt einkum til af -því, að
eklci or ncegr tími1 til að vanda frumvörpin sem
skyldi. Bæði er þingtíminn stuttr', og svo er
það ekki vinnandi verk fyrir þingið, þó það væri
fjölmcnnara en það er, að komast yfir allau
þann grúa af þingmálum, sem dembt er inn a
það af þingmönnum. Dæmi til annars eins munu
i) Auðkent af oss. Ritstj.
varla finnast í víðri veröldu, og er næsta merki-
legt, svo margir skynsamir menn sem á þinginu
sitja, að þeir skuli ekki sjá þær skaðlegu afleið-
ingar, sem þetta hlýtr að hafa á tilbúning lag-
anna, því að hvernig á þingið að geta afgreitt
yfir 100 mál svo vel fari? Tíminn gengr fyrst
til að vinsa úr þessum hóp það, sem nýtilegast
þykir, en þó kann sumt að slæðast með, sem i
rauninni ekki er þess vert að það sé tekið til
umræðu, eða er svo illa undirhúið, að það þarf
mikillar lagfæringar og hreytingar, og gengr
þá aftr til þess langr tími, stundum til ónýtis,
þegar frumvörpin verða feld á endanum, eins
og hefir við borið.
pað er því ekki kyn, þótt tíminn, sem eftir
er, hrökkvi ekki til að vanda þau frumvörp,
sem þingið samþykkir á endanum, eins og nauð-
synlegt er“.
Hr. O. St. játar, að þingið fái »ekki næg-
an tíma«, að »þingtíminn« só í sjálfu sér of
»stuttr«.
Hver ræðr lengd þingtímans? Hver hefir
vald til að lengja hann? Hver ber þannig
ábyrgðina á því, að þingið fær ekki nægileg-
an tíma til starfa sinna?
Er það alþingi sjálft?
Nei! það er stjórnin!
Að hezlt til mörg mál komi fyrir hvert
alþing í samanburði við tímann, sem það á
kost á að verja til þeirra, er satt. En að
tíminn só líka hins vegar alt of stuttr í sam-
anburði við þarfir þjóðarinnar, er eins víst
—einkannlega fyrst þing er ekki háð árlega,
eins og vera bæri. En að svo mikið kveði
að þessu, að »dæmi til annars eins finnist
ekki í víðri veröld«, eru nú ýkjur einar og
»hógóminn einber«. Hér koma ekki 3 mál
að meðaltali á hvern þingmann í tvo mán-
uði. Eftir þingmannafjölda og þingtíma-
lengd koma venjulega fleiri mál að tiltölu
fyrir bandaþingið í Norðr-Ameríku. Og þó
er sá munrinn, að hér mætir venjulega hver
þingmaðr á hverjum degi á fundi, nema for-
föll banni, en í öllum öðrum löndum er jafn-
an talsverðr fjöldi þingmanna fjarverandi,
oft lengri tíma burtu frá þingsetrinu.
Að þeim tíma, sem eytt er til að starfa
að einhverjyi máli á þingi, só ávallt eða al-
veg eytt »til ónýtis« fyrir það, þótt málið
verði felt á eftir, er nokkuð fljótfærnisleg á-
lyktun. það er auðheyrt á henni, að hr.
0. St. hefir aldrei á neinu þingi setið,
hvorki hér né annarstaðar. Annars hlyti
hann að vita, að næsta þing á eftir getr oft
að mörgu leyti bygt á því, sem að málinu
var unnið þingið á undan.
Vér viljum als ekki gjöra lítið úr etaz-
ráðsins stjórnvizku. En annarstaðar en á
Islandi er það álitinn barna-lœrdómr að vita
það, að öllum þeirn tíma er vel varið, sem
löggjafarþing ver til að ræða alvarlega mál,
sem fyrir það koma, hv o r t s em málin
verða svo feld á eftir eðr eigi.
I þeirri »barnalærdómsbókístjórnfræðum«,
sem kend er í alþýðuskólum í Bandaríkjun-
um1, er það skýrt tekið fram að það só »mik-
il heimska (a great blunder)«. að saka nokk-
urt löggjafarþing um það, að það »eyði tíma
til umræðu mála«. »Ekkert starf löggjafar-
þings er svo þarft, sem umræður þess um
mál, sem fyrir því liggja«, og »aldrei er lög-
gjafarþing eins hættulegt, eins og þegar það
útkljáir mál umræðulaust með atkvæða-
magni«. Jafnvel þó frumvarp sé lélegt, ó-
þarft eða óvitrlegt—ef það hefir formæl-
anda á þingi, þá á að rœða það. »Ef kjós-
endr einhvers kjördæmis annaðhvort af fá-
vizku, hirðuleysi eða enn verri hvötum senda
ónýtan fulltrúa á þing, þeir um það ! ... |>ótt
kjósendr einhvers kjördæmis sé einfaldir, fá-
fróðir eða afvegaleiddir, þá hafa þeir þó rétt
til áheyrnar eins fyrir því; og heimsku
þeirra verðr fyr eytt og hún fyr upprætt, ef
hún fær að koma opinberlega fram á þing-
salnum og fær þar að standa fyrir skothríð
skynsamlegra röksemda«.
Hr. 0. St. og fleirum hættir oft til að
gleyma því, eða þá að þeir skilja það ekki,
að fulltrúaþing frjálsrar þjóðar er meira en
eintómt löggjafarþing; það er þjóðar-
innar æzti stjórnfrœðislegi uppeldis-skóli;
þar er bardagasvið og hreinsunareldr þeirra
höfuðstrauma 1 skoðunum, sem efst eru á
borði á hverjum tíma hjá þjóðinni.
því verðrlöggjafarþing að hafa nægan tíma,
ef það á að geta fullnægt sinni þýðingar-
miklu og margvíslegu köllun.
Hr. O. St. ætti því ekki að lá þinginu, að
það reynir að afkasta svo miklu, sem unnt
er, á þeim stutta tíma, sem það á ráð á,
úr því að stjórnin vill ekki unna því nægs
tíma til starfa. — Ef stjórnin veitti þing-
I) Nonlhoff: Politics for young Americans. XIV,
kap.