Þjóðólfur - 28.02.1885, Síða 4

Þjóðólfur - 28.02.1885, Síða 4
36 ólíkr irnmr á, hvað hrosshárið er verð- meira. Þetta ættu allir hrossa-eigendr að leggja niðr fyrir sér. Hrosseigandi. Bréfaskrína „Þjéðólfsu. Hr. ritstjóri! — Afsakið að ég beiðist rúms í blaði yðar og ómaka yðr með tveim spurn- ingum. 1. Þegar Jón sál. Jónsson ritari var hér settr bæarfógeti (heiðr sé honum!), þá brýndi hann fyrir mönnum laga fyrirmæli þau, sem banna kaupmönnum að selja vinföng nema á ílát, til að fyrirbyggja víndykkju við búð- arborðið. Þegar núverandi bæjarfógeti E. Th. Jónassen tók við embættinu, endrtók hann þessi fyrirmæli á þann hátt, að hann lýsti yfir þvi með auglýsingum, er festar vóru upp i búðunum, að þau skyldu „órösk- uð standa“. —1 Eru þessi lagafyrirmœli síðar úr gildi numin? Það, sem kemr mér til að ætla að svo sé, er það, að sami bæjarfógetinn, sem bvrj- aði embættisstarf sitt með þvi að endrtaka aðvörun fyrirrennara sins gegn ólöglegum brenivínsveitingum við búðarborðið, sitr enn í embætti, en samt hefir nefndr andstygðar- ósiðr nú lengi tíðkazt á ný hjá ýmsum kaupmönnum, án þess að neinn heyri þess getið að bæjarfógetinn láti sig það nú nokkru varða. 2. Eftir lwaða grundvallarreglum fara hlut- aðeigendr, sem ávísa þurfamönnum nauðsynja- vörur hjá haupmönnum bœjarins fyrir reilming fátœkrasjóðs ? Það geta naumast verið jafnaðar- eða rétt- lætis-reglur, sem fylgt er við ávísanir þess- ar; því að fram yfir aðra virðast helzt teknir inir auðugu gróssérar, sem láta Kaupmanna- höfn njóta ins helzta og bezta af afrakstri verzlunar sinnar hér, en halda að eins ó- kvænta yngismenn til að standa hér fyrir henni; en hins vegar verða hér búsettir kaupmenn, sem sjálfir eru húsfeðr með skylduliði, og hafa húsfeðr með skylduliði í þjónustu sinni, og sem gjalda fult svo hátt til bæjarþarfa og landssjóðs eins og útlendu grósséramir — þeir verða að sjá gengið fram hjá sér með þessi vissu viðskifti, enda þótt þeir hafi engu lakari vöru né hærra verð en hinir. Vinr laga og réttlœtis. Svar: Ad 1. — 2. og 3. gr. tilskipunar 13. júní 1787 eru þær lagagreinir, sem hér eiga við. Af bréfi dómsmálastjómarinnar 27.júní 1856 (Tíð um stj. mál I, 142.) má 'sjá, að það var þá álit stjórnarinnar, að lög þessi séu enn í gildi, og síðan er engin breyting orðin að lögum á þessum fyrirmælum. — En hvers vegna bæjarfógetinn er nú hættr að skifta sér af þeim brotum gegn þessum lagafyrirmælum, sem allir vita að eru daglega framin ótal sinnum ádag, um það getum vér ekkert sagt. Oss er það með öllu ókunnugt. — Ad 2. — VÓr ætlum helzt að hlutaðeig- endr fari eftir als engri reglu í þessu atriði, nema ef vera skyldi persónulegum kunning- skap við lilutaðeigandi verzlunar-eigendr eða verzlunarstjóra. I sveitum er það siðr, að ávísa þurfalingum björg hjá gjaldendum útá útsvar þeirra, að þvf leyti sem frekast er unt. Og oss virðist vafalaust, að ið eina sanngjarna við kaupmenn hér væri, að gefa þurfalingum ávísun á verzlanirnar þannig, að hver kaupmaðr fengi að greiða tiltölulega nokkurnveginn eftir útsvari sínu í nauðsynja- vörum, ef liann hefir þær jafngóðar og jafn- ódýrar og aðrir; en væri nokkuð á munum gjört, þá ættu eðlilega þeir að sitja fyrir, sem eru hér að öllu búsettir. Ritstj. AUGLÝSINGAR Til vestrfara. Mér hefir verið tilkynt, að Canadastjóm- in ætli að senda fslenzkan túlk til Queebec til að leiðbeina og fylgja íslenzkum vestrför- um, sem í sumar komandi fara með Allan- Líuunni til Winnipeg eða annara staða í Canada; en til þess, að þetta geti orðið, verð ég að geta tilkynt, hve nær vestrfararnir fari á stað héðan, og svo verða þeir að vera að minsta kosti 100 saman. Eyrir því aðvara ég hér með alla þá, sem ætla að flytja sig vestr á komandi sumri, að innnskrifa sig hjá mér eða agentum minum fyrir apríl-mánaðar lok, ef þeir vilja vera vissir um að njóta hagræðisins við boð stjórn- arinnar um túlkinn. Agentar mínir eru: Einar Gíslason á Höskuldsstöðum Benidikt Rafnsson á Höfða Vigfús Sigfússon, á Vofnafirði Friðbjörn Steinsson á Akreyri Danfel Sigurðsson á Ásum Ásgeir Jónsson á Stað Guðbr. Sturlaugsson, Hvftadal Guðm. Guðmundsson, Ljárskógum Kristján Tómásson, Þorbergsstöðum Þorbergr Ejeldsteð, Jörfa Andr. Fjeldsteð, Hvítárvöllum Jón Sighvatsson, Efriholtum Reykjavík 27. febrúar 1885. [67r. Sigfús Eymundsson, aðaluniboðsmaðr Allan-Línunnar. Tapazt hefir á veginum frá Kúagerði og suðr fyrir Lárusar-hús kvennpeisa úr bláu garnvaðmáli, fóðruð með bládropóttu ullarfóðri, maskínusaumuð. Hvern, sem hitta kynni, bið ég að koma til mín að Bergvfk í Leiru. 68*] 19. febrúar 1885. Hannes Einarsson. Til búin bindi á bækr fást hjá undirskrifuðum. Bindi á Ljóðmœli séra Matthíasar, skrautleg og gylt á kjöl og hlið 65 au. Bindi á Ljóðmœli Jónasar Hallgrímssonar sömu- leiðis, 60 au. Bindi á Kvœði Bjarna Thorarensens sömul., 60 au. Bindi á Sálmabókina sömul. frá 60 au. til 1 kr. 25 au. Bindi á Fornaldarsögur Norðrlanda, skrautlegt bindi, gylt 5p au. Bmdi á Iðunni mjög snotrt 40 au. Bókbindarar eða aðrir, sem kaupa minst tylft af sama bindi, fá hfslátt. Einnig geta þeir, sem vilja, fengið hjá mér bækrnar bundnar inn í þessi bindi fyrir lágt verð. Kilir tilbúnir gyltir á alls konar bækr, úr saffíani frá 4—6 kr. tylftin, eftir stærð; úr chagrin 6—12 kr. tylftin. Siy-júö S'y.w.undason. [63r- Barnalærdómskverum séra Helga Hálfdánarsonar hefi ég nú nægar birgðir af. En að eins þeir skiftavinir mínir, sem vél hafa staðið í skilum við bókaverzlun mína, geta fengið það í reikning (þó án leyfis til að skila aftr óseldum kverum). Allir aðrir verða að senda mér andvirðið fyrir fram með pöntuninni. Verðið er 60 au. fyrir hvert kver f bandi. Reykjavík, 24. febr. 1885. Kr. Ól. Þorgrímsson [70r. Hús til leigu. Nýtt hús fæst til leigu frá 14. maí næstk. með 3 stórum herbergjum og ágætu kokk- húsi, nýrri eldamaskínu, skápum o. fl.— Alt niðri með stórum kjallara undir. Enn fremr stúlkuherbergi upp á lofti. Leigan verðr svo væg sem unt verðr. Þeir, sem vilja sinna þessu, eru beðnir að snúa sér til undirskrif- aðs eða kaupm. Þorl. Ó. Johnsens í Rvík. Hliði, 27. febr. 1885. [71r. Chr. J. Matthíasson. 73r] Fornaldarsögur Norðrlanda. 1. Bindi af þeim er nú komið út; kostar heft 3.35.—Meira afþeim kemr ekki fyr en næsta haust. Sögurnar seljast héðanaf að eins þeim, sem eru eða gjörast áskrifendr að þeim öllum. a8/235. Sigm. Ouðmundsson. Til sölu eða leigu nýtt timbrhús hlýtt og gott til íveru, því fylgir stór skúr og um 2000 [3 álnir af góðum görðum og smá- grasblettr, geta þeir sem vilja sæta þessu boði samið við Þorkel Oíslason snikkara í Reykjavík. [72r. Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Ólafsson alþm. Skrifstofa: Bakarastíg við hornið á Ingólfsstr. Prentaðr hjá Sigm. öuðmundssyni i Reykjavík 1885.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.