Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.03.1885, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 16.03.1885, Qupperneq 3
43 asta skylda, sem á oss hvílir, að bera ná- kvæma umhyggju fyrir konum vorum og börnum, og flestir manu ganga með fúsum og frjálsum vilja undir hana í fyrstu, og þó megum vór játa að hún er oft miðr upp- fylt en skyldi. Hvernig uppfyllir þú þessa skyldu, minn breyzki bróðir, þú sem með iðjuleysi, of- drykkju og óreglulegum liínaði eyðir tíman" um og fjármunum þínum og hugsar ekk1 um annað, en svala þínum líkamlega þorsta? það skaltu þó vita, að »hvcr eyrir, sem þú eyðir til ónýtis, er stolinn af velferð konu og barna« og hve mikill ábyrgðarhluti er það ekki fyrir þig, verði þau síðan þessvegna nauðlíðandi; hugleiddu þetta, meðan þú hefir tíma til þess, því ekki veiztu, hve lengi það kann að verða. jpú fer máske á morgun hraustr og heilbrigðr frá heimili þínu út á sjóinn; þá tekr vindrinn að blása og geigvænar öldur æða og hvolfa, ef til vill, þegar minst varir, skipi þínu, þú kemst máske á kjölinn og heldr þér þar dauðahaldi nokkrar mínútur, kannske fleiri klukkutfma; þá mun þó samvizka þín vakna ; með skelfilegri angist muntu renna huganum til þinnar liðnu æfi og heim til þinnar alsþurfandi konu og barna, sem nú liggr ekki annað fyrir en að skiljast hvert frá öðru, og fara út á sveitina; mun það ekki vera sár og svíðandi tilhugsun sé það að nokkru leiti þín skuld? Hve feginn mundir þú þá ekki vilja fara að »ráðsfafa þínu húsi«, en það er nú um seinan, »því þú hlýtr að deyja«. Mun þá ekki taka til að kvelja sálu þlna #sá ormrinn, sem aldrei deyr?t Bn hafir þú, þar á móti, gjört alt sem þér var mögulegt til að efla velferð konu og barna, — hafir þú varið öllum kröftum þínum þeim til blessunar og heilla og sjáir svo engin vandræði liggja fyrir þeim, er þú hefðir getað afstýrt, þá muntu með samvizkufriði og sálarrósemi sofna inn síðasta blund. Og hvers muntu framar óska þór, þegar þú hlýtr að fara héðan ? Uin nokkrar orsakir til fátæktar og; sveitarþyngsla. Eftir þ. Guffmundsson. í dagblöðum vorum hafa, bæði í fyrravetr og í vetr, verið töluverðar umkvartanir frá ýmsum mönnum um vaxandi sveitarþyngsli viðsvegar um landið, en þó einkum í sjóplássunum, og er það því miðr satt, að þau eru alt of mikil, og ekki anriað fyrir að sjá, en að innan skams verði ekki und- ir þeim risið, einkum ef hörð ár hald- ast, í mörgum hreppum hér sunnan- lands. Hingað til hefir verið talað ómerki- lega um orsakirnar til þessara oft um ræddu sveitarþyngsla ; orsakirnar hafa helzt verið taldar ódugnaðr og búðar- slór í kaupstöðum ásamt ofdrykkju, sem því miðr á sér- alt of víða stað, en ég er ekki fjarri, að hér sé nógu freklega talað, þvi það er langt frá því, að fá- tækt margra eigi sér rót í þessum or- sökum, því það eru margir bæði til sjávar og sveita, sem bæði eru reglu- menn, hvað drykkjuskap snertir, og líka atorkumenn til allra verka, og eru þó sífelt fátækir, og þurfa hjálpar við, sem kemr einmitt til af því, að þá vant- ar atvinnu, til þess að geta haft ofanaf fyrir sér og sinum; þvi eins og allir geta séð, sem vilja, eru fjölda margir, einkum í kaupstöðunum Reykjavík og Hafnarfirði, sem ekkert hafa til lifs- framdráttar, nema ef þeir geta fengið einhverja vinnu, því oftar er sjávarafl- inn ónógr til viðrværis, sem við er að búast, þar sem oft fæst ekki björg úr sjó meira en hálft árið, og fjöldi manna hafa ekki nema sinn eina hlut þegar þeir fara á sjó, hversu marga sem þeir hafa fram að færa, og geta þeir, sem nokkra nærgætni hafa, séð, hvernig menn með fjölskyldu geta lifað af þessu, og það sem nú er talið, er þó ið eina, sem flestir í sjóplássunum hafa til að lifa á. Ég er orðinn nokkuð marg- orðr um þetta, og vil því ekki tala meira um það í þetta sinn. þ>að sem ég í þessum fáu línum hefi hugsað að gjöra að helztu umtalsefni, var það, hvort ekki mundi eitthvað mega bæta úr því vandræða atvinnu- leysi, sem nú á sér stað, og sérstaklega benda á eitt atriði þessu viðvíkjandi. |>að hefir lítið, enn sem komið er, ver- ið gert til þess, að bæta atvinnu- veg hér á landi fyrir fátæklingana, og enda alla, heldr virðist alt benda til þess, að hér á landi af- leggist innan fárra ára öll handavinna, og jafnvel enda smíðar, sem hefir þó alt til þessara vondu tíma verið mörg- um til mikils gagns ; þetta getum við fyrst og fremst kent kaupmönnum vor- um, og þar næst blindri alþýðu, og í þriðja lagi landstjórninni, sem til þessa hefir lítið gjört, til þess að bæta úr inum tilfinn'anlega atvinnuskorti; ég get þó ekki betr séð, en hún gæti það, ef hún vildi gefa því gaum, annaðhvort með því, að banna algjörlega allan inn- flutning á öllu því, sem vér sjálfir get- um unnið, eðr að leggja á það tilfinn- anlegann toll1. Ég skal í fám orðum minnast á ýmsa hluti, sem ég álít óþarfa að kaupa vinnu á frá öðrum löndum. þ>að er fyrst og fremst vinna á öllum hampi, svo sem til netja, allra færa og teina, sem nota skal til fiskiveiða á opnum skipum, eða yfir höfuð allt nema kaðla til þilskipa- útreiðslu, á meðan við ekki erum svo langt komnir að geta einnig unnið það sjálfir. Hampvinnan gæti við sjóinn gefið tölverða atvinnu mörgum mönn- um, þó í fljótu áliti sýnist má ske lítið í varið. J>að er sannarlega sorglegt til þess að vita, að margir iðju- og dugn- aðarmenn verða að ganga eður hanga eðr hanga iðjulausir allan vetrinn, og geta ekki fengið handarvik að vinna síðan menn voru—að heita má—algjör- lega sviftir þessari vinnu; það má svo að orði kveða, að nú fáist varla svo mikill óunninn hampr hjá kaupmönn- um, sem sé í eitt hrognkelsanet, heldr mega menn ganga iðjulausir, og kaupa svo vinnuna frá öðrum löndum, á því sem þeir þurfa til sjávarútvegs, og geta allir séð, hversu röng aðferð slíkt er í sjálfu sér. þ>essu-—þó lítilfjörlegt sé—ætti alþingi vort að ráða bót á ið bráðasta, því ég er viss um, að þetta eina atriði væri strax töluverðr léttir á hreppsjóðunum hér við sunnanverðan Faxaflóa, þar sem svo mikið er brúk- að af hampi. þ>ví næst eru smíðarnar. þ>að liggr við, að handverksmenn eðr smiðir séu þegar sviftir atvinnu sinni með inn- flutningi á svo að segja öllum smíð- um, því eins og kunnugt er, er mestr hluti af smíðisgripum keyptr frá út- löndum. J>að er altítt að kaupandi segir, að ólíkt sé að kaupa hlutinn í búðinni, heldr en hjá smiðnum, þvi í búðinni sé hann með miklu lægra verði; en það eru fáir sem hugleiða, að flestir hlutir, sem hér eru smíðaðir, eru miklu traustari en þeir, er við kaup- um frá útlöndum, auk þess, að með því að ganga fram hjá smiðnum, er hann sviftr atvinnu sinni, og getr þess vegna ekki lengr lifað af vinnu sinni, og verðr að lokum ekki betr staddr en inir fyrnefndu. [Niðrl.] Reykjavik, 15. raarz 1885. Húsbruni. Aðfaranótt 12. þ. m. brann alt, að inaan hús það. er prentsm. Sigm. Guömunds- 1) pessU skal svarað verða. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.