Þjóðólfur - 19.04.1885, Side 3
I
nauðsynjamálum“ landsins vegna stjórn-
arskr.m. Fyrst og fremst urðu þeir
góðu lierrar of seinir til að byrgja þann
brunn; því þjóðv. er þegar hniginn að
stjórnarmálinu og farinn að sýna al-
varleg afskifti aí því, jafnframt öðrum
nauðsynjamálum; það sannar meðal
annars nýafstaðinn þjóðfundr á Þing-
velli, og til hans voru sendir fulltrúar
úr hverju héraði, valdir með sérstöku
tilliti til stjórnarskrármálsins, svo að
sá, sem dirfist að mótmæla því, að þar
hafi komið fram þjóðviljinn í því máli,
er eins vís til að mótmæla því, að ljósið
sé bjart! í annan stað er ástæðan
mjög sjálfbyrgingsleg; því svo lítr út
sem þeir, er liana bera fyrir, álíti sig
hafa betr vit á, livað sé þjóð fyrir
beztu, en hún sjálf; og samkv. hugs-
unarhætti einvaldssinna þykir þeim sinn
vilji rétthærri en almennings. Þeir
virðast hafa nokkurs konarðskeikulleiks-
hugmynd um sjálfa sig aftrhaldsmenn-
irnir. — Yant er að sjá, hvort kjós-
endr þeirra A. Ó. og Þ. Bj. knnna að
meta slíkt frávik, og sýna þeim það við
næstu kosningar til alþingis.
Það er annars mikið óþægilegt fyrir
blessaðan þjóðviljann, þegar alþm. og
það jafnvel hæfileika menn snúast „í
hálsliðunum“; því berlegast og áhrifa-
mest kemr þjóðviljinn vanalega fram í
alþingiskosningunum1; því eðlilegast er
að þeir menn verði fyrir kosningu, er
þá hafa traust og hylli kjósenda, eftir
því sem þeir hafa komið og þá koma
fram í stjórnmálum. En skipti svo þingm.
skoðunum á kjörtímanum, máske þegar
eftir að hann hlaut kosningu, liafa
kjósendrnir ávalt „keypt köttinn í
sekknum“, og sitr hann svo ef til vill
á þrem þingum liverju eítir annað, og
drepr niðr eftir megni helztu áhuga-
málum kjósenda sinna, og það máske
nauðsynlegustu þjóðþrifamálum, þvert á
móti vilja þeirra, móti inum kjarklitla
(en þó máske einlæga) þjóðvilja, sem
hann um leið gjörir áhrifalausan; því
hann dregr sig til baka og dirfist eigi
að ganga í berhögg við þingmanninn;
og svo þrætir hann öruggr fyrir, að
þjóðvilji sé til!
1) Þó kosningarlögin séu þvi að líokkru leyti
fyrirstöðu með framboðs-ákvörðuninni. Höf.
[Þvert 4 móti! Ritstj.]
147
En — „nær vissuð þér svo heimsk-
an hest“ — mistraust alþýðu má þó
vera aftrhaldsmönnum nóg vissa fyrir
því, að þjóðvilji er til, og kemr fram
sem övilji á þeim, að minnsta kosti.
í Tímariti bókm.fél., 5. árg., 1884,
1.—2. hefti, er ritgjörð „um kosningar
og kjósendr til alþingis, eftir Indr.
Einarsson", sem vert er fyrir alþýðu
að kynna sér. Þar er tafla, sem sýnir,
hve margir af kjósendum í hverju kjör-
dæmi neyttu atkv.réttar síns við kosn-
ingar til alþ. síðastl. — Að vísu er það
eigi áreiðanlegr mælikvarði fyrir vilja-
styrkleika kjósendanna, hve margir af
þeim mæta á kjörf.; því oft geta aðrar
ástæður verið til þess, aðrar aðstæður
haft áhrif á það, hversu fjölsóttir þeir
fundir eru, svo sem veðr, færð o. þvíl.
Almælt er, að í því kjördæminu, þar
sem þá voru flest atkv. greidd, hafi
mikil atkvæðaverzlun átt sér stað; en
það mun því nær einsdæmi hér á landi
og mun því að öðru leyti nokkuð mega
ráða af töflunni stjórnmálaáhugastyrk-
leikann þá í hverju kjördæmi. Samkv.
þeirri töflu liefir ekki fullr fjórði liluti
(25°/0) allra kjósenda á landinu að með-
altali neytt kosningarréttar síns. Flesta
þessara manna hefir áhuginn hvatt til
að sækja kjörfund til að sýna þar vilja
sinn. Á fundinum réði svo afl atkv.,
og þeir, sem flestir voru samráða í að
trúa einum og sama manni fyrir áhuga-
málum sínum og velferð þjóðarinnar,
réðu því, hverjir þingmenn urðu. Þeir
trúðu þessum mönnum t.il að koma fram
sem fulltrúar þjóðarinnar og talsmenn
síns vilja sérstaklega. Þannig kemr
þjbðviljinn fram á alþingi samandreg-
inn í lítinn hnapp. Þótt nú kosning-
arnar, á meðan þjóðin er að átta sig
eftir ófrelsisvímuna, misfarist nokkuð
og óheppnist sumstaðar, verðr það þó
jafnan ofan á, að þjóðviljinn sitr á al-
þingi í liði inna þjóðkjörnu; því ég
ímynda mér ekki, að þjóðinni fari aftr
í að velja þingmenn eftir sínum vilja.
XI.
Þó alveg sé óþarfi að fara um það
orðum, hver sé réttr þjóðviljans í öll-
um alþýðlegum málum íslenzkum, stjórn-
málum sérstaklega, með því það hlýtr
að liggja hverjum skynberandi manni í
augum uppi, að liann er inn eini vilji,
sem hefir rétt til að ráða lögum oglof-
um þjóðarinnar, vil ég með þínu leyfi,
„Þjóðólfr“ minn, skýra mína skoðun á
því í fám orðum.
Eins og áðr er á vikið, geta inir á-
huga- og viljalausu þjóðlimir eigi kom-
ið til greina. Og liversu margir sem
þeir eru, geta þeir engan rétt haft til
að hnekkja sjálfstæði hinna, sem sjálf-
stæðir vilja vera. Það mun samkvæmt
allra þjóða réttarmeðvitund. Inir fá-
mennari flokkar þeirra þjóðlima, sem
hafa áhuga og vilja á að skipta sér af
þjóðmálum, hafa að sínu leyti jafnan
rétt öðrum til að hafa fram sinn vilja,
og það væri alveg óréttlátt að meina
þeim að hafa þau áhrif á málin, sem
þeim er mögulegt, og inir fjölmennari
slíkra flokka ættu að geta haft fulltrúa
á löggjafarþingi þjóðarinnar, eða að
minsta kosti geta neytt sín við kosning-
arnar, en þeir verða að láta sér lynda
að vera ávalt í minni hluta og vera
háðir vilja og yfirráðum meiri-(mesta)-
hlutans: þjóðviljanum. Því hvorki stétt,
staða né forréttindi einstakra manna
eða stjórnm.flokka, getr gefið þeim rétt til
að hafa áhrifameira atkv. í málum en
að jöfnum atkvæðafjölda við aðra þjóð-
limi. Þannig hefir embættismannastétt-
in engan rétt til að hafa meiri áhrif á
löggjöf og stjórn landsins en jafnmörg
atkv. leikmanna; því þó stjórnin hafi
fengið þeim í hendr vissar sýslanir,
og hafið þá til vegs og valda, eða ráðið
þá til að gjöra viss störf, sem þeir eru
álitnir öðrum færari til að sinna, leiðir
eigi- þar af það, að þeir hafi leyfi til að
taka sér neinn rétt í öðrum efnum.
Þvert á móti má álíta atkv. embættis-
manna í stjórnmálum minna metandi
en leikmanna, ef greinarmunr yrði á
þeim gjör; því vilji embættismannsins
getr stjórnazt af áhrifum, sem staða
lians hefir á hugsunarháttinn, og verið
háðr annara vilja, og atkv. hans þannig-
verið kundið, þar sem atkv. leikmanns-
ins má álítast óþvingað, eigi bundið við
annað en hreina sannfæringu, alfrjáls
ávöxtr heilbrigðrar skynsemi og þjóð-
legs anda.
Aðalflokkinn, inn fjölmennasta, vil
ég nefna þjóðflokkinn eða þjóðviljaflokk-
inn, af því eg tel hans vilja þjóðviljann.
Ég byggi það blátt áfram á sanngirnis-
kröfu þeirri, sem viðrkennd er í rétt-