Þjóðólfur


Þjóðólfur - 13.06.1885, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 13.06.1885, Qupperneq 2
94 þar og þá. Ritstjóri einn i Saurum var í varðhaldi ströngu um 3 daga og loks fluttr sem stórglæpamaðr til K.hafnar, af því sagt var um hann, að hann hefði komið hermönnum tii þess að hrópa „niðr með Estrúp“, sem nú klingir al- staðar landshornanna á milli. Stöðugir fundir eru haldnir alstaðar; þar sem vistrimönnum og hægrimönnum lendir saman, verðr stundum róstusamt og snýta þá sumir rauðu. þ»ess er ekki að dylja, að Danir eiga mjög harða orustu fyrir höndum, og má eigi sjá hvað úr verðr. Ein höndin er uppi mót annari Embættismenn og aðrir, er ein- hverja ríkisstöðu hafa, verða að fylgja Estrúp eða—þegja; annars eru þeir strax reknir burtu. J>etta er harðstjórn, sem í engu landi á sinn líka, stjórnarómynd, sem hvergi getr á bygðu bóli. þ>að er ekki von á öðru, en að ís- land súpi af; enda er þegar farið á því að brydda. J>á er Oddgeir Step- hensen andaðist, var Hilmar Stephen- sen veitt hans staða, æðsta stjórn ís- lenzkra mála næst eftir Nellemann ; stöðu Hilmars fékk Dybdal, er áðr hafði verið 1. assistent, Ólafr Halldórs- son hans stöðu, og Jón Finsen, son inn- anríkisráðgjafans, stöðu Ólafs, og er hann nú yngstr postulanna þar. f>að er með öðrum orðum einungis einn íslendingr hér í ráðaneytinu, og það heldr neðar- lega á tröppunum; hann verðr einn að setja lagafrumvörp á ísl., hefir flest og ábyrgðarmest að vinna. En hinir þekkja lítið sem ekkert til þjóðar og máls vors. Hvernig fer nú með isl.mál í í ráðaneytinu? Vont var það áðr, en verra verðr það; það er ekki annað sýnilegra. Nellemann hefir hér sýnt, að hann lætr sig litlu varða þjóð þá, er hann er setr til þess að vaka yfir og verja; hann hefir brotið loforð, sem hann gaf íslendingum 1878, um að hann skyldi sjá um, að stöðugt yrðu innborn- ir fslendingar í æztu embættum þessum, sem hér er um að ræða. Hann hefir haldið Dybdal þessum, og forframað hann, jafnvel þótt hann hefði getað losazt við hann, þvi að hann (D.j hefir oft sótt um önnur embætti; hann lætr þann eina íslending, sem hann hefir, sitja í láglaunaðri undirtyllustöðu, en þó hafa mest að starfa; hann gefr dönskum manni (Jóni Finsen) embætt- ið, sem laust varó, jafnvel þótt honum byðist gáfaðr og duglegr íslenzkr kandídat. Hvað viljið þið svo hafa það meira? En þetta er óþolandi ofríki, óþolandi vangeymsla og fyrirlitning á íslandi, þjóð þess og þingi, og ætti sannarlega ekki að ganga orðalaust af. íslendingar hér í Khöfn urðu heldr en ekki hermir í hug við þetta; skutu á almennum fundi, og sjaldan hefir verið hér jafnsnotr eining meðal landa í seinni tíð, sem um þetta mál. Eftir nokkrar umræður var svolátandi ályktun sam- þykt í einu hljóði: „Fundrinn lýsir yfir sterkri óánægju yfir inni nýju embættaskipan í inni íslenzku stjórnardeild og álítr, að réttindi íslendinga hafi verið fyrir borð borin, þar sem þessi embætta skipan bæði stríði á móti andanum i 4. gr. stjórnarskrárinnar, og það ætíð hljóti að verða landinu til tjóns að hafa in æðstu og áhrifamestu emb- ætti skipuð mönnum, sem hvorki þekkja nokkuð til hags landsins né hafa nokkra verulega kunnáttu í ís- lenzkri tungu“. Og það vóru valdir 3 menn til þess, að birta þetta í innlendum og útlendum blöðum og skrifa áskorun til þingsins um, að skerast í málið. J>að hefir þeg- ar verið birt í „Politiken", og kemr í fleirum dönskum blöðum. Ég veit, að alþingi muni taka þetta mál að sér á þann hátt, sem því þykir bezt fallið, sér sjálfu til sóma og þjóð vorri til gagns. pað er sannarlega öll þörf á orðin, til þess að íslendingar fljóti ekki lengr sofandi undan æfistraumi sínum fram að feigðarósi síns stjórnar- frelsis. Hér í Danmörku er nýdáinn einn af inum yngri skáldritahöfundum, er bezt- ir voru, J. P. Jacobsen; rit hans; Marie Grubbe, Niels Lyhne, Pestin í Berga- mó, o.fl. eru viðfræg; hann var andríkr maðr, kornungr, dó 38 ára gamall úr brjóstveiki. Hann var og inn mesti snillingr í að rita móðurmál sitt; og þikir það hafa tekið stakkaskiftum í meðferð hans. Að lyktum skal þess getið til gam- ans fyrir ina mörgu íslendinga, er búið hafa á Garði, að þann 1. júní verðr haldið þar stórkostlegt fæðingardags- gildi; Linditréð fagra og greinamikla, sem svo margir hafa setið undir í kveld- rökkrinu á sumrin og lifað þar sínar beztu og friðsælustu Hafnarstundir, er um þessar mundir 100 ára gamalt. Búast Garðbúar eftir föngum til veizl- unnar og fjöldamargir eldri sem yngri af „dánum“ Garðbúum taka , fagnandi þátt 1' henni. (Garðbúar kallast nl. að „deyja“ þegar þeir fara út af Garði). Saltfiskr vor á útlendum markaði. --))«- Hr. V. Gigas í Khöfn. hefir sent oss grein nokkra um þetta efni, sem hann hefir birt í »Nat. Tid.« 27. f. m. — Vér hermum hér ágrip af inu helzta í greininni, því að málið er mikilsvarðandi fyrir land vort og höfundrinn er málefninu svo gagnkunnugr, að fyllilega mun mega reiða sig á það, sem hann segir í þessu efni. »Aftenbladet« í Niðarósi hafði sagt um norskan saltfisk : Ef vér eigum að geta boð- ið byrginn þessum hættulega keppinaut (0: franska saltfiskinum), þá verðr verðið að falla á fiski vorum. Og blað þetta brýnir fyr- ir kaupmönnum um fram alt: 1) að gefa ekki úr öllu viti fyrir fiskinn, er þeir kaupa hann í fyrstu; og 2) að gæta innar mestu varúðar við þurkunina. þetta sama, segir hr. Gigas, gildir engu síðr um saltfisk frá Islandi eða Færeyjum. Ef of hátt verð er gefið fyrir hann í fyrstu, eða ef ekki er als strengilega gætt, svo að fiskrinn svari til þess, sem á Spáni útheimt- ist til þess, að fiskrinn sé álitinn verulega góðr, þú er til einskis að ætla sér að keppa þar við Frakka í fiskisölu. Sumir ætla, að ef gætt sé nauðsynlegrar varúðar með verð og gæði fiskjarins, þá sé varla hætt við, að ísl. fiskrinn haldi sér ekki á Spáni. En það mun varlegast fyrir Is- lendinga að taka mikið tillit til breytinga þeirra, sem þegar eru orðnar — einkum síð- an 1883— á þeim marköðum á Spáni, sem fiskr selst á. Fyrir mér liggja, segir höf., skýrslur frá mörgum spánskum fiskikaupmönnum ; þeir taka það fram, að inn franski fiskr, sem til Spánar komi, hafi farið batnandi að gæðum ár frá ári, svo að hann oigi að eins jafnist við íslenzkan saltfisk bæði að útliti og verði, heldr jafnvel ekki allsjaldan taki honum fram, svo að fólk taki hann fram yfir ís- lenzkan ; og það ætla þessir kaupmenn, að ef innflutningr fiskjar frá Frakklandi heldr áfram og fer vaxandi framvegis eins og síð- ustu árin hefir átt sér stað, þá muni mjög draga úr innflutningi íslenzks fiskjar, ef hann ekki jafnvel gjör-hcetti. Eina r-áðið til að halda nokkrum markaði fyrir ísl. fisk á Spáni, sé því það, að hann sé svo góðr og ódýr sem unt er. þessi ummæli eru frá verzlunarhúsum á Spáni, sem um fjölda ára hafa keypt ísl. saltfisk, en kvarta nú um, að ástæðurnar neyði sig til að flytja einnig inn franskan fisk.---Aðflutningr Frakka er sjó- leiðis frá Bordéaux, Cettó og Marseille tfl

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.