Þjóðólfur - 07.10.1885, Page 2

Þjóðólfur - 07.10.1885, Page 2
154 grasið oft aukizt um þriðjung eða helming, og þar sem vatn heíir verið látið seitla reglulítið eða reglulaust út um sanda, hafa þeir oft gróið upp, og orðið grasi vaxnir, og sýnir þetta fullkomlega, að vatnið er mjög frjó- samt. Ég er því sannfærðr um að á öllum helming af jörðum í austrsýsl- unni, og víða í vestrsýslunni, má hæta engjar mjög með vatnsveitingum, og má auka þannig heyskapinn um helm- ing og sumstaðar miklu meira. Einn kostr er það enn við Skaftafellssýslu, að tún eru þar næstum öll slétt af náttúrunni, og hvergi mjög þýfð, svo mjög óvíða þarf að fást við túnaslétt- un, og verðr túnræktin þá ekki í öðru falin, en að hirða áburðinn sem bezt, og auka hann sem mest. Þegar þessu er þannig varið, geta menn því fremr eindregið gefið sig við þeim jarðabót- um, er þar liggr beinast við að gjöra, og sem næst töðuræktinni mega þykja álitlegastar, en það eru vatnsveiting- arnar. Landkostir eru víðast góðir í sýsl- unni, þótt þess gæti lítið, sökum þess iive öll meðferð á skepnum er þar ill. Næstum alstaðar er þar mjög vel fallið til garðyrkju, sérstaklega jarðeplarækt- ar, og ið eina, sem getr staðið henni fyrir þrifum, eru inar miklu rigning- ar. Melr vex víða í sýslunni, og nota Skaftfellingar korúið drjúgum til matar og skefnufóðrs, einkum í Meðallandi og ÁlftaverL Af því mörgum mun ó- kunn aðferð þeirra við að skera melinn og þreskja kornið, þá ætla ég að lýsa því hér. Hér um bil 20 vikur af sumri skera menn melinn; tekr þá melskurð- armaðrinn í hönd sér 2—3 stangir og sker þær upp með verkfæri, sem nefnt er „sigð“. Þannig heldr hann áfrám, unz hnefinn er fullr; síðan leggr hann hnefafyllina flata á jörðina, og eru 4 hnefafyllar nefndar „hönd“. Þegar komnar eru 6 8 „hendr“, tekr hann nokkrar ófrjóvar stangir, sem nefndar eru þurrgálur, og bindr þær saman, og eru þærþánefndar „bendi“; með bend- inu bindr liann saman þessar 6—8 hendr, og eru þær þá nefndar „kerfi“. 3 kerfi þykja hæfileg klif. Þegar þann- ig er búið að skera melinn, er hann fluttr heim á hestum. Ef nú kornið, sem Skaftfellingar nefna „tina“, er ekki vel þroskað, (sem þeir kalla að j „tininn sé illa gerðra) þá hlaða þeir melstöngunum í stakka, og heldr þá kornið áfram að þroskast í stökkunum. Þegar þeir nú fara að þreskja kornið, sem þeir kalla að „slcaka melinn“, taka þeir hnefafylli sína af stöngunum, slá henni við sívalt tré, sem nefnt er „sköku- stokkr“; fellr þá kornið úr, þannig að krónublöð hennar (Avnerne) fylgja með. Þegar búið er að þreskja kornið, er því sópað saman í aflanga hrúgu, sem hefir líka lögun og ris á húsi, ef stafn- arnir hölluðust hvor að öðrum. Fyrst er hrúgan þakin með torfi; síðan er látið þar yfir þykt lag af melhálmi, og loks hylja þeir alt með kúamykju. Vanalega er hrúgan látin standa þann- ig fram á útmánuði, en þá er kornið tekið upp og hreinsað til fullnustu. Fyrst er þá búinn til pallr úr spýtum, í öðrum endanum á mjóu húsi, og er það þá nefnt „sofnhús“; pallrinn er þak- inn með eins konar „mottum“, er búnar eru til úr melmálmi og bandi; en fyrir framan pallinn er alt byrgt með torfi, pokum og brekánum, nema ein smuga er látin vera opin. Gegnum gat, sem haft er á þekjunni, er korninu helt of- an á pallinn, þannig að 3—4 þuml. lag af korni verði á pallinum, og það sem þannig er látið í einu á pallinn, er nefnt einn „sofn“; síðan er látinn eldiviðr inn um smuguna fyrir framan pallinn, og kint bál á gólfinu undir pallinum, eji reykrinn gengr út um smuguna fyrir framan pallinn. Þegar kornið þykir nægilega þurrt, er það látið heitt niðr í tunnu, og troðið undir fótunum, og losnar þá hismið frá korn- inu, og er þá kornið tekið upp úr tunn- unni og hrist í trogi, eins og fjalla- grös, fýkur þá hismið burt, en kornið verðr eftir. Stundum þarf að troða kornið oftar en einu sinni. Kornið er síðan malað; venjulega er búinn til úr því mjög þykkr grautr, sem Skaftfell- ingar nefna „deig“; stundum er það líka haft til brauðgerðar. Melkornið þykir góð og nærandi fæða. (Frh. síðar). Um súrheysverkun. Eftir tilmælum yðar, herra ritstjóri, sendi eg yðr hérmeð skýrslur um súr- heysverkunartilraunir þær, sem gjörðar hafa verið hér nærlendis síðastliðið sumar, og mér er kunnugt um; að sönnu hafa ekki allir sent mér skýrsl- ur um tilraunir sínar, sem ég hefi beiðzt eftir að fá þær frá; skýrslurnar koma hér í þeirri röð, sem mér hafa verið sendar þær. I. Skýrsla frá Sigurði Einarssyni á Holum í Stokkseyrarhreppi. Heyið var látið í gamla lambhústóft, sem byggð hafði verið úr torfi og grjóti; jötubálkar voru teknir burtu, og var þannig slétt mold neðst í veggjunum; tóftin var á lengd 6 al., vídd 3]/2 al., dýpt 2 al.; veggirnir standa l1/, al. uppúr jörð. 15. ágúst byrjaði ég að láta heyið nið-r; þá var skúraveðr, og tók ekki af á milli skúra, fyrst lét ég þunt lag af þurrum rudda á gólfið, síðan 15 votabands-hesta af starungs- kendu heyi, þá 4 hesta af arfatöðu,. svo 15 hesta af smásefí; alt þetta hey var slegið næsta dag áðr; rúman kút af salti lét ég í þetta, og troðið var það sem hægt var bæði með fótum og hestum. Þegar þessir 34 hestar voru komnir í tóftina, var hún kúffull, eða ]/2 al. liærra iieyið um miðjuna en við vegg- ina, síðan var tyrft moð blautu torfi, og svo látið standa óhreyft til 19. s. m.; hafði þá heyið hitnað og bliknað, og sigið nálægt ®/4 al. Yarla liafði þurt veðr komið í þessa 3 daga, og má vera að þá hafi vatn gengið í heyið; lét ég þá 12 hesta af valllendiskendu heyi í tóft- ina, var svo tyrft aftr, og borin mold ofaná, þartil hún var orðin Vj4. al. þykk. Með veggnum vildu koma sprung- ur, og var troðið vel yfir þær; seinast var tyrft með blautu torfi yfir moldina. Nálægt miðjum október var tekið á hey- inu, þá var nokkuð skemt með veggj- unum, hiti var dálítill í því, og hélzt hann framundir jól. Þar sem ekki var skemt, var lyktin sæt-súr-beysk; á lit- inn var það líkt og soðið kál; á hæð var það ca. 1 al. Heyið var lielzt gefið geldum kúm og ungneytum; lömbum var gefið dálítið, og hestum það lakasta. Allar skepnur komust strax á að éta það, en altaf var gefið þurt hey með, svo ég get ekki með vissu sagt um fóðrgildi þess á móti öðru heyi, samt liygg ég það eins gott og venjulegt allvel þurt útliey.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.