Þjóðólfur - 31.10.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.10.1885, Blaðsíða 1
Uppsögn (sltrifleg) bundin vi9 áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. oktðber. Kemr ót á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 ltr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFR. XXXYII. árg. ReykjaTÍk. laugardaglnn 31. oktáber 1885. N:o 42. 4ÍK PÓLITÍK. %# Til Friðbjarnar á Eyri. í 37. bl. „Þjóðólfsa þ. á. er bréf frá Friðbirni á Eyri um þjóðviljann, og fer hann í því svofeldum orðum um mig: „Illa fór Þork. Bjarnasyni í stjórnarskrár- endrskoðunarmálinu. Hannvar farinn að vinna þjóðhylli sem þingmaðr. Nú slæst hann í flokk með þeim, sem ve- fengja tilveru þjóðviljans. Orðin: „sem kallaðr hefir verið þjóðvilji“, sýna, að hann álítr þjóðviljann eigi vera nemanafnið tómt“. Illa fer Friðbirni að slíta orðmínúr róttu samhengi og leggja í þau skakka þýðingu, hvort sem hann gjörir þetta vísvitandi eða óvitandi. Mér datt það aldrei í hug, sem hann segir sé álit mitt, enda gefa orð mín alls enga átyllu til þess. Að vísu álít ég nógu djarft að segja, að sú ein breyting á stjórnarskránni, sem þingið samþykti í sumar, sé eindreg- inn vilji þjóðarinnar, því álykti menn svo, sem vilji þjóðarinnar hafi komið fram á Þingvallafundinum, þá vantar í stjórnarskrána mikilsverð atriði, sem sá fundr samþykti, svo sem, að al- þing skyldi haldið árlega og neitun- arvaldið takmarkað. I inum tilvitn- uðu orðum mínum liggr ekki annað en það, í þvi sambandi, sem þau voru töluð, að ég hljóti eftir minni sann- færingu að gefa atkvæði móti frum- varpinu, þó það só vilji þjóðarinnar, að það nái fram að ganga. Það getr Verið, að herra Friðbjörn álíti þjóðinni holt, og kost á þingmönnum, að þeir tali og gefi, atkvœði möti sannfœringu sinni. Hann um það, en sú er ekki öiín skoðun, slikt álít óg glæpi næst. Eg skal nú leyfa mór með fám orð- Urn að láta í ljósi skoðun mína á stj órnarbótarmálinu. Ég álít nauð- synlega þá breytingu, að við fáum sér- stakan ráðgjafa fyrir Island, helzt is- lenzkan mann, sem mætir á þinginu og hefir ábyrgð fyrir því; þetta held ég gæti nægt fyrst um sinn. En að fá landstjóra með 3 ráðgjöfum og allri þeirri halarófu af embættismönnum, sem slíku er vant að fylgja, það álít óg kröftum landsins langtum of vaxið. Að vísu var sagt í sumar á þingi, ým- ist að ekki mætti í þessu máli minn- ast á kostnað eða þá að hann yrði lítill, launin yrðu höfð svo lág. En þá er venju brugðið frá þvi, sem verið hefir, og þá má annar hugsunarháttr ríkja á alþingi framvegis en hingað til, þar sem hver embættismaðrinn á fætr öðrum hefir fengið laun sín bætt og það einmitt í þeim árum, sem margir meðal almennings liða tilfinn- anlegan skort. Mér finst og ríki og vald embættismanna ærið nóg, og þeir nógu margir til að stjórna þessu fá- menna og fátæka landi, þó ekki só heilum hóp bætt við. Eg er ekki viss um að sveitabóndinn búi betr, búfrœðingarnir verði árvakrari og öt- ulli, þingmennirnir vitrari og kjark- meiri, þó við fáum landstjóra með 3 ráðgjöfum, en þó við höfum að eins einn sérstakan ráðgjafa; en hitt er víst, að kostnaðrinn verðr miklu meiri. Þá ’álít ég það ekki lítinn ókost, að konungr getr, hvenær sem vill, vikið landstjóra frá embætti. Ætli land- stjóranum gæti ekki einhvern tíma orðið sama á og Pílatusi forðum, að hann „óttaðist reiði keisaransV Eg skal nri með nokkrum orðum víkja lítið eitt á fjárhag landsins, til þess menn sjái, hvort fært er að land- ið leggi út í mikinn kostnað. 1875, fyrir 10 árum síðan, var afgangr af tekjunum eitt hundrad tuttugu, og sjö þúsund krönur á ijárhagstímabilinu, en í sumar 4 þúsund krónur. Útgjöld landsins hafa á síðustu 10 árum auk- izt nálega um helming, og lSOþúsund krónur meira en tekjurnar. Haldi nú útgjaldahækkunin eins áfram næstu 10 ár, verðr eitt af tvennu, að gjöld- um verðr að þyngja mikið á almenn- ingi, eða eyða viðlagasjóðnum, og við það míkna þá tekjurnar. Aukatil- lagið er nú 28[000?] kr. á ári, sem smámsaman hverfr, og mínka þá árs- tekjurnar um þá upphæð. Það munu flestir á eitt sáttir um það, að eigi atvinnuvegir landsins að taka fram- förum og hagr almennings að batna— og það hugsaði ég nú raUnar að^þjóð- in vildi — þá þarf að leggja miklu meira fé bæði til atvinnuvega, sam- gangna og mentunar alþýðu, og þessi sannarlegu velferðarmál þjóðarinnar álít ég að eigi að ganga fyrir öllum öðrum málum. Yerði nú lagt meira fé, en gjört hefir verið til þessara sönnu þjóðnauðsynja, hvernig hugsa menn sór þá að hafa fó til að kosta þessa nýju landstjórn, lagaskóla, hæsta- rétt o. s. frv. ? Verðr það með öðru móti en að heimta drjúgum fó úr vösum þjóðarinnar á einhvern hátt? Ég veit raunar, að efnaðir menn — og þá sjálfsagt Friðbjörn á Eyri, nógr kvað vera dugnaðr hans — þola, ef til vill, aukin gjöld. En efnamenn eru sárfáir, og allr almenningr svo efnalítill, að hann á sannarlega í fullu tré að borga öll þau gjöld, sem á hon- um hvíla, og naumast fært við að bæta meðan búnaðarhættirnir batna ekki. Eg vil nú vona, að þessi góði herra Friðbjörn liti líknaraugum til þessa „fjölda af alþýðumönnum14, sem barm segir að áhuginn sé svo Mtitt, sann- færingin svo óljós og viljinn svo reyk- Ull hjá, og vorkenni honum hans mörgu ófullkomlegleika, en beiti sem minst áliti sínu og miklu vitsmunum til að þyngja byrðar hans, sem að minu áliti eru nógu þungar meðan hagrinn batnar ekkert. Reynivöllum, 8. okt. 1885. Þorkéll Bjarnason.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.