Þjóðólfur - 31.10.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 31.10.1885, Blaðsíða 2
166 (Aðsent). Af því blaði ísafoldar, er út kom núna seinast eðr 21. þ. m., er auðsætt að ritstjóra Isafoldar hefir þótt það ljótt af mér, að ég í sumar sem leið skyldi biðja þingið um 500 kr. launa- viðbót, þvi hann álítr, að mér sé engin vorkun á þvi, að komast af með launum þeim, er eg hafi og sem séu 5800 kr., og frá þessu ljóta bragði mínu hefir hann álitið sér skylt, að segja lesendum sínum, svo að þeir eigi skyldu hafa of gott álit á mér, enda hefir hann og álitið óþarfa fyrir sig, að fara kurteisum orðum um mig. Það er nú satt, að laun mín að nafninu eru 5800 kr., og væru þau nóg fyrir mig til að geta lifað með konu og börnum af þeim samkvæmt stöðu minni, ef eg mætti njóta þeirra óskertra eða litið eitt skertra, en þetta er ekki svo, þvi meðal annars er tekið af þeim árlega 1045 kr. 28 a. og lagt í ekkjusjóð, svo in sönnu laun mín, sem ég hefi að lifa af, eru 4754 kr. 77 a. Að ég verð að leggja svo mik- ið í ekkjusjóð, kemr til af því, að miseldri okkar hjónanna er svo mikið, að ég var orðinn svo gamall, er ég fékk embætti þetta, er ég nú hefi; ég verð að borga talsvert meira í ekkju- sjóð árlega en landshöfðinginn og byskupinn til samans borga um árið í hann, og þó fær kona mín minni eftirlaun en ekkja hvorsþeirra; bysk- upinn borgar um árið í ekkjusjóð 571 kr. 50 a., en laun hans um árið eru 7682 kr., það, sem hann því fær af launum sinum, er 7060 kr. 50 a. laun amtmanns Havsteens eru 6000 kr., þar af geldr hann í ekkjusjóð 229 kr. 31 a., fær því af þeim 5770 kr. 69 a.; hefði ég nú fengið ina umbeðnu launa- viðbót, hefðu laun mín orðið, að frá- dregnu ekkjusjóðsgjaldinu, 5254 kr. 77 a., en eru nú, sem fyr sagt, 4754 kr. 77 a. Þegar menn nú á einn bóginn gæta að dessu, sem ég nú hefi sagt, og á hinn bóginn að því, að dað mun víð- ast vera venja, þar sem nokkur frelsis- andi drottnar, að hafa dómendr eigi ver launaða en tilsvarandi valdsmenn, álít ég, að enginn almenailegr maðr leggi mér það til nokkurra lýta, þó ég sækti um launaviðbótina, og þori að fullýrða, að hefði ég Verið i Danmörku og kringumstæðrnar verið líkar, mundi ríkisþingið hafa veitt mér hana. Það gleðr mig og mjög, að efri deild al- þingis skuli, eftir þvi sem ráða er af orðum ritstjórans, hafa kosið mig til gæzlustjóra við bankann, til að bæta mér það upp, að ég ekki fékk launa- viðbótina, þvi hún hafi fyllilega viðr- kent það, að ég hefði átt að fá hana, og enn fremr, að þingið skyldi gjöra mér fé úr sýslumannaæfunum til þess, eftir því sem ritstjórinn segir, að bæta mér það upp, að mér hefði verið neit- að um oftnefnda launaviðbót. Þótt nú ritstjórinn sé bálreiðr þing- inu fyrir það, að það skyldi sýnamér nokkra viðrkenningu, og áviti það duglega fýrir það, þá veit ég, að flestir þingmenn eigi taka sór mjög nærri slíkar átölur hans. Reykjavik, 24. okt. 1885. J'on Pjetursson. Enn um þorskanetja lagnirnar. Eftir Jón Jonsson prentara. —0— í 40. nr. „ísafoldar“ þ. á. er grein frá Þorsteini kaupmanni Egilsson; hefir hann þar gjört sér ómak með að safna skýrslum áreiðanlegra fiskimanna við Þingvallavatn, og hefir hann fengið skýrslugefendr til að staðfesta skýrsl- umar með undirskrift sinni í viðrvist sýslumanns. Þessar skýrslur verðr örðugt að véfengja; þær sýna eðlis- háttu fiskjarins í stöðuvatni; en likt má ætla að eðli þeirra só i vatni og sjó að því leyti, að það sé meðskapað hverri skepnu að bera einhverja um- hyggju fyrir afkvæmi sinu á meðan það er sem yngst, enda þótt það kunni að vera á nokkuð misjöfnu stigi hjá ýmsum tegundum. Mun því nokkuð mega álykta af skýrslum þessum með tilliti til þorskanetjanna. í vatni eins og Þingvallavatni er unt að sjá þetta með berum augum, þar sem netin eru lögð á svo grunnu; enn i sjónum sóst slikt ekki. Eg er alveg samdóma hr. Þ. E. í þessu máli og hefi sama álit á ofmetn- aðar og frekju-áframhaldi fiskimanna með netjabrúkun. Þeir ættu þá að safna skýrslum að sinu leyti, sem á einn eða annan hátt sönnuðu það ó- rækt, að in takmarkalausa netja-brúk- un hindri ekki fiskigönguna. Hitt sannfærir fáa, þótt það só barið fram blákalt og ástæðulaust, hvort heldr í heimahúsum, á gatnamótum eða í blöðunum. Þá er óg og samdóma hr. Þ. E. um það, að ekki ætti að leggja þorskanet fyrri en 1. apríl; þá mun fyrsta ganga oftast nær vera algengin. Þá þykir mór það galli á inni nýju samþykt um netjalagnir hér við Elóann, að ekkert er ákveðið um, hve margir faðmar af þorskanetjum skuli vera fyrir hlut. Mér sýnist róttast að hafa 30 faðma fyrir hlut, eins og upphaf- lega var til tekið í kgs.bróf. 8. april 1782. Ég óska þess af heilum hug, að þilskipa-útvegrinn vaxi sem fljótast og bezt að verða má; og þeir eiga þakkir skildar, sem með atorku og dugn- aði eru nú í fólagsskap að fjölga þeim. En hór þarf meira með. Hér þarf sem fyrst að mögulegt er að koma upp ábyrgðarsjóði, og sýnist mér eng- um of nærri gengið, þótt þilskipaeig- endr fengju einnhlut af hverju skipi, það er að segja, að það sé skift ein- um hlut fleira, en skipi og mönnum ber ella. Þetta legðist ekki þungt á skipverja, en með þessu móti vinna þeir þó eftirkomandi kynslóð gagn, og get ég ekki ímyndað mér, að nokkur sómagæddr maðr sæi eftir þessum fáu aurum, því að þetta er sannarlegt þjóðar gagn, að koma þannig ábyrgð- arsjóði á fót. Ekki ætlast ég heldr til að þetta skuli vera kvöð, sem á- valt skyldi vara, heldr hætta þá, er sjóðrinn er búinn að fá nokkurn kraft, svo að sjóðrinn gæti borið sigafhæfi- legu ábyrgðargjaldi af hverju skipi, sem í ábyrgð yrði tekið. Þá er um það er að ræða að auka þilskipaútveg, þá ma auðvitað færa það til þar í gegn, að bæði íslenzk og útlend fiskiskip bera mikið niðr, sem vér álitum skaði göngu fiskjarins á grunnmiðin. En í veg fyrir þetta verðr nú ekki komið hvort sem er; það hefir reynslan sýnt og sannað. Þá vantar nú sjómannaskólann; en það er nú að færast í betra horf með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.