Þjóðólfur - 31.10.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.10.1885, Blaðsíða 3
167 það að hann komist senn á, þar sem kensla í sjómannafræði fer nú fram bæði hér og i Hafnarfirði með styrk af landssjóðsfé. Yæri óskandi að sem flestir ungir menn vildu hagnýta kenslu þessa sem bezt, og að sem flestir feðr héldu sonum sínum til þess. Þótt þeiryrðuekki allir skipstjórar, skaðaði þá þó aldrei kunnáttan. Héðan frá íslandi hafa talsvert margir farið til sjávar á útlend skip en þeir hafa til þessa verið sem horfnir íslandi, þvi að þeir koma hingað ekki aftr, sízt til að verða fóstrjörð sinni að gagni. Þetta, sem ég hefi nú ritað um þetta efni, er ekki svo meint, að vér skul- um hætta við grunnfiskisókn, þegar grunnfiski er að fá; það eru fleiri þjóðir en við, sem fiska á grunni á opnum skipum, svo vér ættum ekki að stuðla til þess, að aflabrögð færu minkandi á grunni, heldr að bera okkr að halda þeim, sem í okkar valdi stendr. Helzt skyldi maðr af öllu forðast að leggja á djúpmiðin þorska- netin, því þau eru nú búin að sýna sínar afleiðingar þó þessir freku þorska- netagarpar vilji ekki viðrkenna það; það er eins og „sjáandi vilji þeir ekki sjá“ og „heyrandi vilji þeir ekki heyra“. Akrnesingar og Seltirningar eru nú búnir að sjá svo fyrir, að nú verðr ekki vart á grunni svo gott sem árs- hringinn á Akranesi, Kjalarnosi og Seltjarnarnesi; þeir vita þó sjálfir Akr- nesingar, að þeir helztu sjósóknarar þar urðu oft fegnir í illviðrum að sækja á skipunum afla sinn i Skaga-ál á Kúamið, Heynesleir, Víkurál og á Boðabak, og fiskuðu þar oft vel; en netjapláz er ekkert á Akranesi fyrri en í fyrsta lagi á Heynesleir, og það má- ske innar, þegar svo vill til, ,að fiskr gengr inn eftir firði, sem var ekki nema einstöku ár áðr, en er nú alveg hætt. Sama er að segja um Seltirn- inga. Skipin fiskuðu oft mikið á grunnmiðunum á öllum nesjunum, og þa var djupið oft fiskisælt seinni part Vertíðar; nú er það alt fyrir bí, og þetta kenna menn djúplögnunum, og það ekki án orsaka. Þessir menn vita þó, að allir eiga jafnan rétt að verald- arlorðinu, þó allir hafi ekki jafnan kraft og atorku, til að leggja í þenn- an mikla kostnað upp á von og óvon. Því er það ábyrgðarhluti fyrir þá fáu, sem geta verkað þetta, að setja allan hinn fjöldann á nokkurskonar vonar- völ með þessari óskynsamlegu netja- brúkun. Ég leyfi mér við þetta tækifæri að benda á lítinn póst úr þeirri merki- legu ritgjörð útvegsbóndans Jóns Ól- afssonar í Hlíðarhúsum frá 7. marz þ. á, þar sem hann talar um bátafj öld- ann á Hólmabúð 1856. Það, sem hann segir, getr engan veginn verið rétt hermt, þvi það ár segir svo frá i riti síra Þorkels á Iteynivöllum: „Fiski- tregt austanfjalls, sömuleiðis í G-arði og Leiru, en afli á Innnjesjum og i Höfnum; hæstr hlutr í Höfnum og á Akranesi, 11 hundruð„. — Það man ég vel, að þetta ár var afbragðs-afli á Akranesi, helzt á grunnslóðinni, en þess hefði liklega verið getið, hefði annar eins netja-afli verið á suðrslóð- inni, eins og Jón talar um. Skrifað í september 1885. Eeykjavik, 30. okt. — Yeitt sýslan. 24. þ. m. skipaði landsh. yfirdómara L. E. Sveinbjörns- son framkvœmdarstjóra við inn fyrir- hugaða landsbanka með launum eftir 25. gr. 1. 18. sept. þ. á. frá þeim tíma, sem bankinn tekr til starfa, og með missiris uppsagnar-fresti. — Landsbankinn. Samkv. síðustu Stjórnartíðindum er ráðgjört, að lands- bankinn geti tekið til starfa á næstk. sumri, þó ekki fyrir 1. júlí. — Sýslan- irnar við bankann sem bókari og sem gjaldkeri, eru nú auglýstar lausar í síðasta bl. Stj.tíð. Það er altalað, að sýslanir þessar sé lofaðar áðr en þeim er slegið upp: bókara-staðan Sigurði Briem bróður annars gæzlustjórans, en gjaldkerastaðan hr. söngfræðing Birni Kristjánssyni. Þetta er náttúrlega ekki satt, því að annars væri það ekki nema til málamyndar að vera að auglýsa sýslanirnar lausar. — Slys ? , Það hefir frézt með manni að norðan, en óvíst þó enn, hvort á- reiðanlegt er, að gullsm. Benedikt As- grímsson hér úr Rvík, sem var á ferð fyrir norðan, hafi orðið úti. — Aflavart einlægt í Garði, þótt ekki sé mikið meira en í soðið. í Grindavík (eftir bréfi 24. þ. m.) um 20 í hlut. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun fit í hönd. jSL. veginum fyrir ofan Reiðskarð hafa undir- skrifaðir fundið peninga, sem réttr eigandi má eftir nákvæma lýsingu á umbúðum og upp- hæð leiða sig að gegn sanngjörnum fundar- launum og borgun fyrir auglýsing pessa. Pen- inganna má vitja til Gísla Hannessonar, Kot- ferju, Arnessýslu. 10. okt. 1885. Einar Gestsson, frá Hæli. Ólafr Jónsson, frá Geldingaliolti. [351* _L* ‘undizt hefir bók hér á götu í Rvík. Eigandi helgi sér og borgi augl.kostnað á skrifstofu „Þjóðólfs“. [352* XJndirskrifaðr hefir fengið birgðir af pessum vörum : rúgr og rúgmjöl, bankabygg, tvær tegundir, einnig malað, baunir, bygg, Uafrar, liaframjöl, sagó- og semoulie-grðn, rís. Fóðrmjöl fyrir skepnur, 2 tegundir, einungis 10 kr. fyrir 150 pda sekk með sekk. Hey norskt í stærri og minni skömtum. Steinolía, bezta, ðdýr i pottatali eða tunnum. Kartöfiur norskar. Kaffi, 3 tegundir. Kandís, hvítsykr (höggvinn og i toppum), púðrsykr, síróp. Smjör, ýmsar tegundir. Kiðrsoðin matvæli, ýmsar tegundir af ansjós- um, sölt síld (spegesild). Christiania Export öl, 2 tegundir, og niargt annað fleira. 354r] Mattli. Johannessen. Enskuiiámsbók íyrir byrjendr eftir / n Olafsson. Heít 1 kr. Bundin 1 kr. 50 aura. \ Fæst hjá Sigurði bóksala Kristjánssyni og á skrifstofu „Þjóðólfs11. [353 kennir Jón Ólafsson. [355

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.