Þjóðólfur - 08.01.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudagsmorgna.
Verð árg. 4 kr. (erlenöis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJOÐOLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áraraót, ógild nema komi til út-
gefanda fyrir 1. október.
XXXVIII. árg.
Reykjavík, föstudaginn 8. janáar 1886.
Xr. 2.
Þingmannakosningar.
—0—
Það er fátt, sem er jafnmikilsvert,
sem kosningar á þingmönnum, og ef til
vill ekkert, sem er jafnáríðsndi fyrir
landið í heild sinni. Þingið er annar
liður löggjafarvaldsins, og á því að
semja lögin. Með lögunum á að bæta
úr meinsemdum landsins og efla fram-
farir þess. Með lögunum á yfir höfuð
að hrinda öllu því í lag, sem annars
verður bætt úr með lögum.
Störf þingsins eru þó ekki fólgin í
lagasmíðinu einu. Það eru önnur mjög
mikilsverð störf, sem það hefur. Þann-
ig getur það samkv. 22. gr. stjórnar-
skrárinnar, „sett nefndir af þingmönn-
um til þess, meðan þingið stendur yfir,
að rannsaka málefni, sem eru áríðandi
fyrir almenning11. Það skal og kjósa
yfirskoðunarmenn landsreikninganna og
gæzlustjóra bankans. Samkv. 37. gr.
stj.skr. er hverjum þingmanni heimilt
að bera upp í þeirri þingdeildinni, sem
hann á sæti í, sjerhvert opinhert málefni
og beiðast þar um skýrslu. Enn frem-
ur getur þingið höfðað mál gegn ráð-
gjafanum, ef þess skyldi þurfa (stjórn-
arskr. 3. gr. og ákvarðanir um stund-
arsakir 2. gr.).
Það er þannig ekkert opinbert mál-
efni til, sem þingið getur ekki skipt
sjer af.
Það hefur fullkomið vald til að hafa
eptirlit með embættisrekstri embættis-
manna og með landstjórninni yfir höf-
uð að tala.
Þetta eptirlitsvald þingsins er ómet-
anlega mikilsvert, og það ekki síður
en löggjafarvald þess. Ætti þingið að
neyta þessa eptirlitsvalds meira, en það
hefur gjört að undanförnu.
Því meir, sem varið er í þingið, því
meiri þjóðarheill, sem komin er undir,
að þingið leysi vel störf sín af hendi;—
því meira kapp og alúð ættu menn að
leggja á þingmannakosningar og vanda
þær þyí meir.
Það hefur sjaldan þurft að vanda
þingkosningar jafnmikið, sem nú, því
að á kjörtímanum á að halda 4 þing.
Hið fyrsta þeirra verður, eins og kunn-
ugt er, aukaþing. Er að vísu efnt til
þess sjerstaklega vegna stjórnarskrár-
breytinganna, en það getur þó tekið
fleiri mál fyrir, því að muuurinn á auka-
þingi og reglulegu þingi að því, er
málin snertir, sem þau geta haft til
meðferðar, er ekki annar en sá, að
aukaþing getur ekki tekið fjárlögin
fyrir. Öll önnur mál getur það tekið til
meðferðar, samið lög, sett nefndir til
rannsókna, gjört fyrirspurnir, kosið yfir-
skoðunarmenn landsreikninganna o.s.fr.
En hvílíkan áhuga hafa menn á þing-
kosningum ? Því miður eru menn mjög
daufir í því efni. Víðast hvar enginn
undirbúningur undir þær. Það ber
varla við, að haldnir sjeu fundir áður,
til að ræða um kosningarnar og mjög
lítið um þær skrifað. Þeir, sem ætla
að bjóða sig fram, láta sjaldnast til sín
heyra opinberlega, fyr en á kjörfund-
inn er komið, svo að kjósendurnir vita
ef til vill ekkert annað um skoðanir
þeirra á þingmálum, en það, sem þeir
segja á kjörfundinum. Kjósendurnir
geta því opt orðið í vanda staddir, er
þeir eiga að kjósa; og sakir þessa
undirbúningsleysis, og fyrirhyggjuleysis
getur svo farið, að kjóseudur verði að
kjósa þá menn á þing, sem þeir eru
sáróánægðir með. Setjum svo, að í ein-
hverju kjördæmi, þar sem velja ætti 2
þingmenn, bjóði sig fram að eins 2 til
þingmennsku. Kjósendurnir mættu til
að kjósa þá, þótt þeir teldu þá mjög
svo óhæf þingmannaefni. En slíkt þyrfti
ekki að koma fyrir, ef nægilegur undir-
búningur væri við hafður, til að útvega
hæfari menn.
Það hefur heldur ekki leynt sjer að
undanförnu, hverjar afleiðingar þessi
deyfð og áhugaleysi á þingkosningum
hefur, því að fæstir munu neitaþví, að
þingið hefur alls eigi verið skipað svo
vel, sem vera ætti, og sum störf þess
ekki leyst af hendi eins vel, og æski-
legt væri. Það hefur og látið sumt af-
skiptalaust eða afskiptalítið, sem það
hefði alvarlega átt að skipta sjer af,
eins og Fensmarksmálið til dæmis, að
vjer ekki nefnum fieiri mál.
Til þess að þingið vcrði skipað bet-
ur, en það hefur verið, eða til þess að
öll sæti þess verði skipuð viðunanlega
hæfum mönnum, þarf að hafa undir-
búning við kosningarnar. Undirbún-
ingurinn getur bezt komið fram á
tvennan hátt, bæði með fundarhöldum
og ritgjörðum í blöðunum. Að vísu
ættu kjósendurnir sjálfir að stofna til
þessa viðbúnaðar ekki síður, en þeir,
sem ætla að bjóða sig fram til þing-
mennsku, því að það er eiginlega kjós-
endunum að þakka eða kenna, hvort
þingmannakosningar heppnast vel eða
illa; á þeim hvílir öll áþyrgðin í því
efni, en ekki á þeim, sem kosnir eru.
En allt fyrir það er þó þingmannsefn-
inu fremur ætlandi að gangast fyrir
fundarhöldum, en hverjum einstökum
meðal kjósandanna, því að sá, sem býð-
ur sig fram til þingmennsku, finnurþó
köllun hjá sjer til að vera þingmaður,
og ætti því að sýna af sjer meiri á-
huga á þeirn.
Vera kann, að margur segi, að fund-
arliöld sjeu svo erfið hjer á landi og
fundir svo illa sóttir þá sjaldan, sem
þeir eru haldnir. Því verður ekki neit-
að, að svo er víðast livar hjer á landi
og fremur, en annars staðar í hinum
menntaða lieimi. En það er þó ekki
alls staðar svo fjarskamiklum erfiðleik-
um bundið, að skjóta á almennum fundi.
í kaupstöðunum væri það hægðarleik-
ur, ekki sízt hjer í Reykjavík, og hjer
er sannarlega þörf á þess konar fund-
um ekki síður, en annars staðar á land-
inu. Upp í sveitunum er allt öðru máli