Þjóðólfur - 08.01.1886, Qupperneq 3
„Milli konungs og landsliöfðingja skal eng-
inn milliliður vera.
Pyrir málefni íslands skal sjerstakur skrif-
ari skipaður í skrifstofu (Cabinet) kon-
ungs.
Embættismaður pessi hefur pað starf á hendi
að afgreiða hjá konungi öll hin sjerstöku mál-
efni landsins og með nafni sínu merkja alla
konungsúrskurði11 (6. gr.).
Það sjest eklci, hvort landshöfðingi
átti að fara utan og skrifa undir lög
og aðrar stjórnarályktanir, sem þurfa
undirskript konungs, um leið og kon-
ungur skrifaði undir, eða landshöfðingi
átti fyrst að skrifa undir hjer og senda
svo þessurn skrifara málin, og að kon-
ungur skrifaði þá undir í viðurvist
skrifarans.
Yfir höfuð var staða þessa skrifara
næsta óákveðin og afkáraleg.
Ef landshöfðingi hefði þurft að fara
á konungsfund í hvert skipti, sem undir-
skriptar konungs þurfti við, þá var
þetta engu hetra en frv. 1881.
Ef landshöfðingi aptur á móti hefði
ekki þurft á konungsfund, sýnist það
í fljótu bragði mikill kostur fram yfir
frv. 1881. En þá er undir því komið,
hve mikið vald þessi skrifari hefði
fengið í framkvæmdinni. Að líkindum
hefur hann engin áhrif átt að hafa á
mál vor, úr því að landshöfðingi átti
að hera ábyrgðina. En ólíklegt er, að
það hefði orðið. Að þessi maður væri
á aðra hliðina svo þýðingarlítill, en á
hina hliðina þó í svo nánu sambandi
við konung og honum svo handgeng-
inn, er ósennilegt.
Loks eru bæði frv. frá 1881 og 1883
næsta óaðgengileg og óhentug að því
leyti, að lög og öll önnur mál, sem nú
þurfa undirskript konungs, hlutu að
ganga út úr landinu t.il staðfestingar
og úrlausnar. Ekki eitt einasta þeirra
gat orðið staðfest í landinu sjálfu.
í sumar kom minni hlutinn í stjórn-
arskrármálinu bæði í neðri deild og í
efri deild með tillögur til að bæta úr
þeim annmörkum, sem þeim finnast á
stjórnarfyrirkomulagi voru. Minni hlut-
inn 1 neðri deild vildi biðja um sjer-
stakan ráðherra, sem hafi að eins á
hendi stjórn hinna sjerstöku málefna
íslands, helzt íslending, er mæti á al-
þingi, til að lialda þar svörum uppi af
hendi stjórnarinnar, og minni hlutinn
í efri deild vildi að eins beiðast, „að
ísland fengi sjerstakan ráðgjafa, er
mætti á alþinginu“. Tillögur þeirra
eru því alveg hinar sömu. Reyndar
vildi annar þeirra, að þessi sjerstaki
ráðherra væri „liélzt Islendingur11, en
að leggja aðaláherzluna á það, var allt
of mikið eptir skoðun hans. Með öðr-.
um orðum, þeir láta sjer lynda, að ráð-
gjafinn sje útlendingur, alveg ókunnug-
ur háttum og högum íslands, eins og
ráðgjafinn er nú. Jafnvel þótt tillög-
um þeirra yrði framgengt, fengist fyrir
það engin trygging fyrir kunnugri
stjórn.
Já, en samvinnan milli þessa sjer-
staka ráðgjafa og þingsins! Ekki má
gleyma henni, því að allt á að vera
fengið, ef ráðgjafinn mætir á þinginu.
En hvert er skilyrði fyrir, að nokkurt
gagn verði að því, að ráðgjafinn mæti
á þinginu? Það, að ráðgjafinn sje
kunnugur lijer á landi og skilji, hvað
þingmenn eru að fara með. Annars
er samvinna milli ráðgjafans og þings-
ins gagnslaus, — meira að segja ó-
möguleg.
Tillögur þessara minni hluta mauna
miðuðu heldur engan veginn til að ná
stjórninni inn í landið. Þeir fóru þann-
ig alls eigi fram á að bæta úr þeim
tveim aðalgöllum á stjórnarfyrirkomu-
lagi voru, sem vjer höfum sýnt fram á
hjer að framan.
Geta þá allir sjeð, að hve miklu leyti
vjer værum bættari með að fá tillögum
þeirra framgengt.
Þá komum vjer til hinnar endur-
skoðuðu stjórnarskrár, sem samþykkt
var á síðasta þingi. Samkvæmt henni
á að skipa landstjóra hjer á landi og
ráðgjafa.
„Konungur skipar landstjóra og YÍkur bon-
um frá völdum11 (6. gr.).
í stjórnarskrárfrumv. eins og það var,
-þegar það kom inn á þingið, var á-
kveðið, að landstjóri, en ekki konung-
ur, skyldi skrifa undir ályktanir, er
snerta löggjöf og stjórn. Til konungs
þyrftu ekki að ganga, nema stjórnar-
skrárbreytingar.
Þetta þótti sumum hverjum allt of
langt farið. Seinna kom þingið sjerþá
niður á að vægja til, svo að síðustu
var vald landstjórans ákveðið þannig:
„Landsstjóri hefur í umboði konungs hið
æðsta vald í öllum hinum sjerstöku málefhum
landsins11 (6. gr.)..
„Landsstjóri tekur sjer ráðgjafa og getur
vikið peim úr völdum“ (7. gr.).
„Landsstjóri . . . getur kært ráðgjafana
fyrir embættisrekstur ]>eirra“ (9. gr.).
Hann „stefnir saman reglulegu alþingi ann-
aðhvort ár“ (11. gr.).
Hann „getur frestað fundum hins reglulega
alþingis allt að 4 vikum (12. gr.).
Hann „getur rofið aðra eða báðar deildir al-
]>ingis“ (13. gr.).
Ha'nn „getur stefnt alþingi saman til auka-
funda“ (14. gr.).
Hann „getur lagt fyrir alþingi frumvörp til
laga og ályktana11 (15. gr.).
Hann „annast um að lögin verði birt og
peim verði fullnægt.
Að öðru leyti er það komið undir
konungi, hver völd landstjóri hefur, —
hvort hann gétur veitt nokkrum eða
öllum ályktunum, sem snerta löggjöf
og stjórn, gildi með undirskript sinni,
. — því að 16. gr. ákveður að „undir-
skript konungs eða landsstjóra þarf til
þess að veita ályktunum alþingis laga-
gildi“.
Rágjafarnir, sem ekki mega vera fleiri en
]>rír, skulu eins og landstjórinn náttúrlega hafa
aðsetur á íslandi.
Eáðgjafarnir hafa á hendi stjórnarstörfin og
alla ábyrgð á }>eim. Auk landstjóra getur
neðri deild alþingis kært ráðgjafana fyrir em-
bættisrekstur peirra. I þeim málum dænih'
landsdómur, sem skal skipaður dómendum hins
æðsta dómstóls innanlands og öllum þingmönn-
um efri deildar (7., 8., 9. og 48. gr.).
Vjer skulum engan veginn segja, að
með þessu fengist hið langbezta stjórn-
arfyrirkomulag hjer á landi, sem hugs-
azt getur.
En það getum vjer sagt með full-
kominni hjartans sannfæringu og full-
vissu, að af þeim tillögum, sem komið
hafa fram í þessu máli, er hin endur-
skoðaða stjórnarskrá langfremst. Ef
hún yrði staðfest, fengjust verulegar
og fullkomnar bætur á hinum tveim
aðalgölluin stjórnarfyrirkomulags vors,
sem vjer höfum talað um (o: ókunn-
ugri stjórn og fjarsetu hennar), því að
þá fengjum vjer bæði kunnuga og inn-
lenda stjórn. (Framh.).