Þjóðólfur - 15.01.1886, Side 4
12
Sigurðsson setti alþýðu til frððleiks og gamans
merkidagatunglin 10 síðustu árin i almanök
sín. Skyldu menn því eigi sjá þau optar fram-
vegis i almanökunum frá hendi Gísla?
JRímkarl.
Reykjavík 15. jan. 1886.
Lausn frá prestskap. Sjera Þorvaldur
Böðvarsson, prestur að Saurbœ á Hvalfjarðar-
strönd, liefur fengið lausn frá prestskap 7. þ.
mánaðar.
Slysfarir. Maður varð úti á Hrútafjarðar-
hálsi snemma í desember f. á. Var það Jó-
hann bðndi frá Torfastaðahúsum í Miðfirði.
Á milli Keflavikur og Grindavikur varð úti
litlu fyrir jól maður að nafni Jón Pálsson;
átti heima í Grindavik.
Pjetur Guðmundsson, (fyrrum í Landakoti
hjer í hænum), þurrahúðarmaður af Akranesi
fór fyrir jðlin upp í Skoradal. Kom hann
seint á degi að Stórudrageyri. 'Var honum
hoðið að vera þar um nðttina, en hann þáði
það eigi, og kvaðst ætla að ná fram að Svanga.
Var hann varaður við, að ísinn á Skoradals-
vatni væri veikur. Lagði svo maðurinn af
stað, og hefur ekki sjezt síðan. Br ætlun
manna, að hann hafi farið í vatnið.
llm 30 fjár fórst sunnud. 3. þ. m. i Ölfusá
eða sjónum þar nálægt frá Vindheimum í
Ölfusi og öðrum bæ þar í sveitinni.
Hestur kafuaði i hesthúsi á bæ einum í
ölfusi, af því að hesthúsið, sem hann var í,
fennti i kaf. Sýnir það, hve mikill snjðr er
kominn.
Fjallkonan. Hr. Sigurður Kristjánsson,
sem gefið hefir út Fjallkonuna síðastliðið ár,
hefur selt eignar- og útgáfurjett sinn að blaði
þessu frá byrjun þessa árs ritstjóra Valdimar
Ásmundarsyni, sem eins og hingað til hefur
ritstjórn þess á hendi, og hefur liann nú tekið
við útgáfu þess.
Tíðarfar er hið versta og mjög óstöðugt;
ákaflega mikill snjór kominn. Jarðlaust alls
staðar hæði sakir snjðþyngsla og áfreða.
Aflahrögð. Þá sjaldan gefur á sjó, afiast
nokkuð í syðri veiðistöðunum hjer við Faxa-
flóa, einkum i Garðsjó.
AUGLÝSINGAR
f samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útihönd.
Jjegar maður vill tryggja líf sitt lijá lífs-
ábyrgðar og framfærslustofnuninni frá 1871
er þannig að farið:
1. Beiðandi tryggingar verður að svara ýms-
um spurningum, sem prentaðar eru á eyðu-
blöð, sem til þess eru ætluð. Svörin verða
að vera á dönsku, eins og spumingarnar.
Eyðublöðin fást ókeypis hjá undirskrifuðum,
og munu með næsta pósti verða send öll-
um hjeraðslæknum landsins.
2. Ef tryggingin, sem beðið er um, er þess
eðlis, að lœknisvottorð þarf samkvæmt hin-
um prentaða leiðarvísi, .verðnr beiðandi
tryggingar að láta lækni skoða sig. Fær
hann þá hjá lækninum forsiglað vottorð,
sem beiðandi tryggingar ekki má opna nje
hnýsast í.
3. Hver, sem vill tryggja sig, þarf að senda
stofnuninni löglegt aldursskýrteini, annað-
hvort frumritaða útskript úr kirkjubókinni
(skírnarvottorð) eða eptirrit af slikri frum-
ritaðri útskript, staðfest á löglegan hátt.
4. Þessi umræddu skjöl — eyðublöðin, útfyllt
af beiðandanum, aldursskýrteinið og, ef
þarf, lœknisvottorðið — er bezt að senda
undirskrifuðum, en beiðandi getur og sent
þau beina leið til stofnunarinnar.
Þeir, sem kaupa sjer lífsábyrgð eðaþeg-
ar hafa keypt hana, verða að muna eptir því,
að borga iðgiald sitt á rjettum gjalddaga, því
sje iðgjaldið ekki komið á tilteknum degi, ligg-
ur sekt við, og ef of lengi dregst, ógilding á-
byrgðarinnar.
Hvilíkum hagsmunum það er bundið, að hver
og einn, sem þess er megnugur, kaupi sjer lífs-
ábyrgð, hefi jeg svo opt brýnt fyrir alþýðu.
Bvík. 11. jan. 1886.
«T. .Tónassen.
DESptir gleðileikina í latínuskólanum fannst í
stóra svefnloptinu víravirkissjalnál. Eigandi
geri svo vel og vitji hennar til Jóns Helga-
sonar skólapilts.
Stj órnartí öindin,
deildirnar A, B og C, má panta á rit-
stofu landshöfdingja og öllum póststöðv-
um á landinu, og kosta þau frá 1. jan.
1886 1 krónu árgangurinn, sem borgist
fyrirfram.
Jörð til kaups.
13/i, partar, eða 12 hdr. 16 ál. eptir nýju
mati í jörðinni Minna-Hofi á Rangárvöllum
fást keyptir. Lysthafendur snúi sér sem fyrst
til Guðm. bóksala Guðmundssonar á Eyrarbakka,
til að semja um kaupin.
Til ábúðar fæstínæstu fardögum hálft Akra-
kot í Bessastaðahreppi, tvö kýrgrös. Lysthaf-
endur snúi sjer til Erlendar Erlendssonar á
Breiðabólst'óöum fýrir marzmánaðarlok 1886.
"V7":mt,ar af fjalli 1885 rauða hryssu óaffexta
5 vetra, mark: stúfrifað hægra, blaðstýft aptan
vinstra. Hver, sem hitta kynni, er beðinn að
gjöra mjer aðvart hið fýrsta mót sanngjörnum
betaling að Hagavík í Grafningi.
Magnús Guðmundsson.
Seldar óskilakindur íBiskups-
tuugnalireppi haustið 1885.
1. Svartbíldótt ær 3 vetur, mark: 2 stand-
fjaðrir aptan hægra, oddfjaðrað framan
vinstra.
2. Svartkrúnóttur lambhrútur með sama
marki.
3. Hvít ær veturgömul, mark: stig apt. stand-
fjöður fr. hægra, stig apt. standfjöður fr.
vinstra.
4. Hvítur lamblirútur, mai-k: sneitt fr. biti,
apt. hægra, tvístýft fr. biti apt. vinstra.
5. Hvitur lambhrútur, mark: tvíritað i sneitt
fr. gagnbitað hægra; sýlt i hamar vinstra.
6. Hvit lambgimbur, mark: hamarskorið biti
fr. hægra, sneitt biti fr. vinstra.
7. Hvít lambgimbur, mark: hálftaf fr. biti
apt. hægra, hálftaf apt. vinstra.
8. Hvítt geldingslamb, mark: sneitt fr. stand-
fjöður apt. hægra, blaðstýft biti fr. vinstra.
9. Hvit lambgimbur, mark: tvístýft ff. gagn-
bitað hægra, gagnfjaðrað vinstra.
10. Hvítt geldingslamb, mark: heilrifað, lögg
apt. hægra, hálftaf apt. vinstra.
11. Hvít lambgimbur, mark: biti apt. hægra,
blaðstýft apt. biti fr. vinstra.
12. Hvít lambgimbur, mark: sneiðrifað fr. biti
apt. hægra, sneitt í hálftaf apt. vinstra.
13. Hvítt geldingslamb, mark: geirstýft hægra,
2 standfjaðrir apt. biti fr. vinstra.
14. Hvít lambgimbur, mark: sýlthægra, hvatt
hangandifjöður apt. vinstra.
Rjettir eigendur mega vitja andvirðis
þessara kinda að frá dregnum kostnaði fyrir
næstkomandi fardaga 1886 til undirskrifaðra.
Biskupstungahreppi 22. desbr. 1885.
T. Guðbrandsson. E. Kjartansson.
Til athugunar.
Vjer undirskrifaðir álitum það skyldu vora að biðja
almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu
eptirlikingum á Brama-lífselixir hra. Mansfeld-Búllnar
& Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna heflrá hoð-
stólum; þykir oss þvi meiri ástæða til þessarar aðvör-
unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer
allt far um að likja eptir einkennismiðanum á egta
glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Bramar
Ufs-elixir. Vjer höfumum langan tima reynt Brama-
lifs-elixir, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir
meltingunni, og til þess að lækna margskonar maga-
veikindi, og getum þvi mælt með honum sem sannar-
lega heúsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að
þessar óegta eptirlikingar eigi lof það skiliö, sem
frumsemjendurnir veita þeim, úr þvi að þeir verða að
prýða þær með nafni og einkennismiða alþekktrar
vöru til þess að þær gangi út.
Harhoöre ved Lemvig.
Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm.
C. P. Sandsgaard. Laust Bruun.
Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun.
Kr. Smed liönland. 1. S. Jmsen.
Gregers Kirk. L. Dahlgaard. Kokkensberg.
N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk.
Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen.
Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensm
N. B. Nielsm. N. E. Nörby.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólf sstræti.
Prentari: Sigm. Quðmundsson.