Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1886næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudagsmorgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. PJOÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, fðstudaginn 22. janúar 1886. Nr. 4. Landshöföingi Bergur Ólafsson Tkorberg andaöist í gærmorgun kl. 5. Bergur Ólafsson Tliorberg er fæcldur á Hvanneyri í Siglufirði 23. janirar 1829. Foreldrar hans voru Ólafnr Hjalta- son Thorberg, sem þá var prestur á Hvanneyri, og kona hans Guðfinna Bergsdóttir timburmanns Sigurðssonar. Hann ólst npp hjá foreldrum sínum í æsku, en síðan fór hann til Arnórs Arnasonar, er síðast var sýslumaður i Húnavatns- sýslu. Arnór sýslumaður tók hann að sjer og styrkti hann fyrst við skólanám, en síðan við háskólann í Kaup- mannahöfn. I júlimánuði 1851 útskrifaðist hann úr Reykjavíkurskóla með 1. einkunn, og fór utan sama sumar, til þess að nema lög við háskólann. 15. júní 1857 tók hann embættispróf i lögum með 2. einkunn í báðuin prófum. Árið eptir varð hann assistent í dómsmálastjórninni, sem þá hafði íslenzk mál til meðferðar. í þessari stöðu var hann 7 ár. 8. maí 1865 var hann settur amtmaður i vesturamtinu, og fjekk veitingu fyrir þvi embætti árið eptir, 10. ágúst 1866. Með konungsúrskurði 29. júní 1872 var suður- og vesturamtið sameinað og varð hann þá s. d. skipaður einn amtmaður i báðum þessum ömtum. Flutti hann þá frá Stykkisliólmi til Reykjavíkur. Þá er Hilmar Finsen lands- höfðingi fór utan sumarið 1882, var hann settur 5. ágúst, til að þjóna landshöfðingjaembættinu í fjarvist Hilmars Finsens; gegndi hann bæði þessu embætti og amtmannsembættinu til 1. maí 1883. Þá var hann settur til að stjórna landshöfðingjaembættinu einu, og fjekk veitingu fyrir þvi 7. maí 1884. Sama sumarið, sem hann var settur amtmaður i vesturamtinu, varð hann konungkjörinn þingmaður, og var það á öllum þingum upp frá því, þangað til á síðasta þingi. Á alþingi 1881 var hann forseti hins sameinaða alþingis og efri deildar. Hann sat i nefnd þeirri, er skipuð var samkvæmt konungsiirskurði 4. nóvember 1870, til að semja ný landbúnað- arlög fyrir Island. Hann fjekk riddarakross dannebrogsorðunnar 25. apríl 1870, heiðursmerki dannebrogsmanna 10. ágúst 1874, og kommandörkross dannebrogsorðunnar á 2. stigi 14. apríl 1885. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sesselja, dóttir Þórðar umboðsmanns Bjarnasonar í Sviðholti; hún dó 26. janúar 1868. Síðari kona hans var Elinborg, dóttir Pjeturs biskups Pjeturssonar. Hann kvongaðist henni 18. október 1873, og eignuðust þau 2 börn, Sesselju og Pjetur, sem bæði eru á lífi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (22.01.1886)
https://timarit.is/issue/136566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (22.01.1886)

Aðgerðir: