Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 2
26
opinberlega fram um, eða að minnsta
kosti ekki skipa nefnd, til að athuga
önnur mál en slík, þá ætti þingið
eptir þessari röksemd aldrei að setja
nefnd í nokkurt mál, því að þekki
þingið skoðun allra kjósanda á ein-
hverju máli,—en það mun þingmaðurinn
meina með allsherjarskoðun, ef hann
meinar annars nokkuð, — þá þarf ekki
annað, en greiða atkvæði á þinginu
um þessa allsherjarsJcoðun, og með því
annaðhvort gera hana að lögum
eða neita henni um lagagildi. Þetta
sjá því allir heilvita menn, að er eng-
in ástæða.
Þá er næsta' ástæða þingmannsins
sú, aðhjer sje svo fátt um Pædagoga,
að fyrir þá sök sje enn ekki kominn
tími til, að gefa gaum að endurbót
á menntun alþýðu. En hvað mundi
hin fyrirhugaða nefnd hafa gert?
Meðal annars eflaust það, að gera upp-
ástungur um, að ráðstafanir fyrir, að
fleiri hjer eptir en hingað til ættu
kost á, að afla sjer þekkingar í Pæda-
gogik. Það liggur i hlutarins eðli,
að nefndin hlaut að skoða það sem
aðalskilyrði fyrir nokkrum veruleg-
um umbótum á alþýðumenntuninni,
að útvega alþýðunni góða kennara, og
því var sjálfsagt fyrir nefndina fyrst
og fremst, að sjá ráð til þess, að mennta
kennara-efnin sem bezt, o: útvega
fleiri virkilega Pædagoga. Þegar
þessi röksemd þm.s móti þvi að taka
málið til alvarlegrar íhugunar á þingi,
er afklædd öllum orðavafningum, lit-
ur hún svona út: Af því að okkur
vantar Pædagoga, o: menn, sem stund-
að hafi uppeldisfræði og því geti ver-
ið nýtir kennarar, — þá er enn ekki
kominn tími til að útvega þá.
Loks var þriðja og seinasta ástæð-
an — i þetta sinn — móti þingsá-
lyktunartillögunni sú, að fjárhagur
landsins væri svo veikur. Það hefði
mi verið skárra minnisleysið, hefði
þessi ástæða gleymzt. Það er ekki í
fyrsta sinn, semhún hefur verið höfð
að vopni móti þörfum fyrirtækjum
hjer á landi, — því miður heldur ekki
í fyrsta sinn, sem hún hefur reynzt
nægilega biturt vopn, til að drepa
mestu framfaramál á þingi. En hve
nær skyldi nú svo mikið vera fyrir-
liggjandi í landsjóði, að þm. þætti
gjörlegt að verja fje til að mennta
aðra en embættismenn ? Jeg sje enga
von til, að það verði nokkurn tima.
Því að það lítur út fyrir, að þm. þyki
meira um varða að hlaða Babelsturn
úr skæru gulli, en að verja nokkur
hundruð krónum, til að bæta úr brýn-
ustu þörf þjóðarinnar í menntunarlegu
tilliti. — Af þvi að þessi mótbára
því getur komið fram á hvaða tíma
sem er móti þessu máli, — þ. e. a. s.
meðan sama blinda hvílir á augum
þm., svo að þeir sjá ekki nauðsyn á,
að mennta landslýðinn, — þá verður
að skoða hana sem enga verulega á-
stæðu. (Framh.). N
Um ensk blöö.
Eptir stud. mag. Jón Stefánsson.
—0—
Þegar Englendingurinn er kominn
á fætur, fer hann strax að brjótaföst-
una (breakfast = morgunverður), og
gerir það venjulega með eggjum,
steiktu svinakjöti eða steiktum fisk og
tebolla; hann er matmaður og borðar
fjórmælt. A borðinu liggur auk mat-
arins blað nýprentað og hálfrakt.
Hvort af stóru blöðunum sem það er
Daily News eða Standard eða annað,
þá er það fyrirferðarmikið, og vert að
skoða það með athygli. Þetta blað
sýnir eins og í spegli, hvernig um-
horfs var í heiminum í gær (daginn
áður) ; járnbrautir, rafurmagnsljós,
frjettaþræðir, gufuvjelar o. fl., ásamt
hugviti manna, — allt þetta hefur
hjálpazt að, til að taka mynd af heim-
inum. Það fer að verða furðulegt,
þegar maður hugsar út í, að um mið-
nætti (það kemur opt fyrir) var eng-
in af þessum leiðandi greinum, engin
af þessum þingræðum, ekkert afþess-
um frjettabrjefum, sem eru send með
frjettaþráðum, skrifað eða talað. Svo
er blaðið 8—10 síður og hver síða er
nærri hálf önnur ferhyrningsalin á
stærð; á hverri síðu eru aptur 7—8
dálkar. Blaðið hefur hálaunaða er-
indisreka í öllum áttum og álfum, og
þó kostar númerið ekki nema 1 penny
(7j/2 eyri). Times kostar reyndar 3
pence (22^/g e.) númerið. Ef maður
gætir að, þá er pappírinn einn þessa
virði, svo allt það svarta á því hvíta
fær maður ókeypis. Hvernig stendur
á, að þetta getur borgað sig ? Það
eru auglýsingarnar, sem gera það.
Það eru þær, sem halda uppi blöðun-
um, og þær eru heldur ekki settar út
í horn. Heima (á Islandi) er grand-
vart, að þær sjáist nema á öptustu
síðunni. I ensku blöðunum byrja þær
í fyrstu línu í fyrsta dálk á fyrstu
síðu, og stundum fær ekki blaðtitillinn
að vera í friði fyrir þeim. Fyrstu
fjórar síðurnar og seinustu tvær eru
tómar auglýsingar. Svo er kjarninn
innan í, og maður verður að fletta
þessu hýði af, til að komast að hon-
um. Þessi auglýsingagrúi er með liku
jafnstóru letri. Ekki er það trúlegt,
að nokkur maður endist til að lesa
þær allar, alla dálkana, og samt gera
margir lifandi menn það. Það er
reyndar sú bót i máli, að þær eru
ætið í vissri röð. I fyrsta dálki eru
fæddir, dánir, giptir (á fyrstu síðu);
ínæsta, sem heitir „agony column“ =
angistar dálkur, er margt skrítið; kona
biður mann sinn að koma heim og
hugsa um börnin; maður hótar manni,
ef hann geri ekki þetta; ástastefnur
og aðrar stefnur eru þar, og sumir
höfundar hafa nurlað saman efni í
skáldsögur sínar úr þessum dálk. Svo
koma auglýsingar um gufuskipaferðir,
útflutninga, frá nýlendunum, frá járn-
brautarfjelögum, bönkum, um leiki,
söngva og sýningar o. s. frv.; á fjórðu
síðu er nákvæmar um leiki og skemmt-
anir, svo um kaffi, chokolade, vín og
mat. Á sjöundu um föt og búsgögn,
bækur og blöð, frá okurkörlum og
kennurum. Á öptustu siðunni um hús
og jarðir, herbergi tilleigu o. s. frv. Það
er ekki nóg með, að það er sama röð á
þvi, heldur eru lika vissar auglýsingar
á vissum dögum, áföstudögum um vist, á
laugardögum um herbergi til leigu. Þetta
auglýsingamoð er þess vegna ekki svo
voðalegt í reynd, eins og það er við
fyrsta álit. I næstsíðasta dálki á fjórðu
síðu byrja svo útlendar og innlendar
frjettir, það er að segja, stutt yfirlit
yfir það helzta og nýjasta. Þá eru
leiðandi greinir 3 eða 4 um ýmislegt,
sem er á dagskrá almennings, um
stjórnmál, um mál fyrir rjetti, um
fræga bók, um listamenn, um kapp-
róðra og kappreiðar; þær verða að
vera laggóðar og skemmtilegar og
segja mikið í fáum orðum. Höfundar