Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 1
Kemur ftt A föstudagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jftlí. ÞJOÐOLFUIl Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. XXXYIII. árg. Rcykjavík, föstudaginn 12. febrúar 1886. Nr. 7. íh- PÓLITIK. -ms Þingmannakosningar. IV. Af hinum þjóðkjörnu þingmönnum, sem setið hafa á siðustu þingum, eru nokkrir, sem alls ekki ætti að endur- kjósa. Aptur getur eíi leikið á um suma þeirra, hvört þeir ættu að koma aptur á þing. Loks eru sumir þeirra alveg sjálfsagðir sem þingmenn fram- vegis. Vjer munum fara nokkrum orð- um um hvern þessara þriggja ílokka; og fyrst henda á þá, sem ætti eptir skoðun vorri alls ekki að endurkjósa. Þar er fremstur i flokki Arnljótur Ólafsson. Það, sem vjer höfum sjerstaklega á móti honum sem þingmanni, er hringl- andi hans og ósamkvæmni í skoðunum á þjóðmálum vorum. Að þessum ókostum kveður svo mikið, að það er ómögulegt að vita, hvernig hann kann að snúast við þvi og því máli. Hann getur allt í einu orðið alveg öndverður við skoð- anir sinar, sem hann hefur látið i ljósi opinberlega. Þannig var hann með þeim fyrstu, sem sendu bænarskrá til alþingis um að fá lagaslmla. En nú er laga- skóli hjer á landi eptir hans skoðun alveg óhafandi. I Norðlingi IV. árg., 59. dálki er eins og hann geti ekki nógsamlega úthúðað amtmannaenibœttunum, og sýn- ir þar fram á, að þau sjeu eigi að eins óþörf, heldur einnig til ílls. En á alþingi 1883 telur hann þau ein- hver hin þörfustu embætti, sem megi ómögulega afnema. í Norðlingi II. árg., 8. og 10. tbl. heldur hann mjög fram ábúðarskatti. Á alþingi 1881 var sá skattur orðinn alveg óhafandi. Kom hann því þá fram með frumvarp um afnám ábúð- arskatts og niðurfærslu lausafjárskatts. (Alþt. 1881, I, 69. bls.). I staðinn vill hann þá fyrir hvern mun hafa aðftutningsgjald af kaffi, kaffibæti, sykri og sýrópi. (Alþt. 1881, I, 79. bls.; II, 890. bls.). Á alþingi 1885 kemur hann fram með frumv. um afnám á- búðar- og lausaíjárskattsins, og telur nú útflutningsgjald aflandvarningi hinn eina skynsamlega skatt í þeirra.stað, en alveg óhafandi aðflutningstoll af kaffi og sykri, sem honum þótti svo ágætur 1881. í Norðlingi IV. árg. 21.—22. tbl. úthúðar hann stjórnarskrá vorri. Á þingi 1883 vill hann helzt sniða stjórnarfyrirkomulag Islands eptir stj órnarskipunarlagi Kanada, „þar sem landstjóri er ímynd konungs“, . . . . „enda er sú hugmynd“, segir hann þar, „eiginlega sama, sem jarlshug- myndin, er menn hafa áður aðhyllzt hjer á landi“. (Alþt. 1883, B II, 85. dálkur). En á síðasta þingi þótti hon- um stjórnarskráin ágæt, og alveg ó- hafandi það stj órnarfyrirkomulag, sem þingið fór fram á, þótt það væri eig- inlega sama, sem jarlshugmyndin, er honum þótti ágæt 1883. Lengra þurfum vjer ekki að fara, þvi að þessi dæmi sýna nógu ljóslega, að hann ætti alls ekki að eiga sæti á þingi framar, og það þvi siður, sem hann var á síðasta þingi móti stjórn- arskrárbreytingum, og kom þá fram sem eindreginn varnarmaður stjórnar- innar. Um alþýðumenntun. Eptir skólastjóra Jón Þórarinsso?i. i. Varð menntunarmáli alþyðu nokkuð ágengt hjá ykliur á þinginu í sumar ? Svona þykir mjer líklegt, að margur bóndi hafi spurt þingmanninn sinn, þegar heim kom af þingi í sumar er leið. Það er eðlilegt, að bóndinn spyrji svo, því að honum er annt um, að það mál, sem að miklu ræður framtíð sona hans og niðja um ókomnar aldir, fái góðar undirtektir hjá þingi, og heppi- leg úrslit. En því miður gátu menn í haust ekki fengið annað svar upp á þessa spurning, en eitt hreint og beint nei! Ekki vantaði þó það, að máls væri vakið á þessu mikilsvarðandi áhuga- máli landsmanna; enda var ekki hægt að ganga þegjandi fram hjá óskum manna um það, er komið höfðu fram i blöðunum, auk þess sem það var eitt þeirra mála, er Þingvallafundur gaf óhikað skýra yfirþýsing um, að þjóðin vildi láta taka það til meðferðar á þinginu i sumar og ráða þær bætur á, sem eptir kringumstæðunum væri frekast unnt. En hvernig voru svo undirtektir þingsins? Af því að jeg veit, að margan lang- ar til að þekkja undirtektir manna undir slíkt velferðarmál, sem þetta, er eigi á kost á að lesa alþingistíðindin, skal jeg benda á ástæður þeirra þing- manna, er vildu alls ekki sinna þvi. Málið kom i þvi formi fram á þing- inu, að borin var upp tillaga um að skipa nefnd manna, til að íhuga það, og skyldi nefndin, ef him sæi sjer fært, semja almennar reglur, eða laga- frumvarp um menntun alþýðu'. Hjer var eflaust rj ett farið af stað, og góðs árangurs von, hefði stefnunni verið vel haldið. En þá rís upp i broddi andmælanda fylkingar Arnljótur Olafsson. Honum þykir enn ekki tími til að setja nefnd i þetta mál, af því að skoðanir manna sjeu enn á reiki og engin almenn — allsherjar — skoðun sje komin fram, af því að fáir hafi enn lært Pædagogik, og að lokum af því að efnahagur landsins sje svo veikur. Sje það nú meining þessa þingmanns, — sem reyndar er óliklegt, — að þingið eigi engin afskipti að hafa af neinum landsmálum, nema þeim, sem hann kallar að allsherjarskoðun sje komin

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.