Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 4
28 um, ljereptum, 5 pörum af stígvjelum, nokkrum hliðartöskum og nokkru af vínföngum. Auk þess hafði ýmislegt verið skemmt í húðinni, t. a. m. brotin saumamaskína, skornir skurðir í ljereptstranga, gðlfteppi skorin í lengjur. Loks hafði verið stolið 2 sleðum, að ætlun manna til að aka þessum munum burt. Daginn eptir voru rakin sleðaförin frá Eyrarbakka allar göt- ur upp í Laugardælakverfi; en Jiá var orðið dimmt, svo að eigi varð leitinni haldið áfram þann daginn. En um nóttina snjðaði, svo að allar slððir voru horfnar um morguninn eptir. í sleðaförunnm fundust sykurmolar, kaffibaunir og tvíbökur. Þegar síðast frjettist var ekki komið upp, hverjir þetta hafa gjört. Ætlun manna er, að þjófarnir eða einhver þeirra hafi látið loka sig inni í búðinni um kveldið áður, því að einn gluggi var brotinn á húðinni, en öll brotin lágu fyrir utan, og svo höfðu hlerar verið fyrir gluggunum, sem skrúfaðir voru fyrir að innan. Sennilegt er, að hjer sjeu margir í vitorði og ðlíklegt, að mununum hafi verið ekið langt í burt. Þessi sleðastuldur og sleðaförin eru að líkindum að eins, til að villa sjónir fyrir mönnum. Það er eina bðtin, að menn hafa duglegan lögreglustjöra þar austur frá, þar sem sýslu- maðurinn í Gerðiskoti er, og vonandi, að hann láti nú til sín taka. Svar. Eyrirspurn herra Páls Briems í síðasta hlaði Þjóðólfs leyfi jeg mjer að svara: 1. með því holla heilræði til spyrjandans, að hnýsast ekki í það, sem honum ekkert kemur við, 2. með þeirri yfirlýsingu, að jeg finn enga köll- un hjá mjer að svo stöddu til að svala for- vitni hans. Rvík 10. febr. 1886. Bj'órn Magnússon Olsen. AUGLÝSINGAR í samfeldu rriáli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orft 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. DF*yrirlestrar í Glasgow næsta laugardags- kveld kl. 6: Stgr. Thorsteinsson o. fl.— og næsta miðvikudagskveld kl. 6: Jón Ólafsson o. fl. Að- gangsmiðar kosta 25 a. um kveldið (úrvalssæti 35) fyrir „Einingar“-menn 15 a. fást hjá Konr. Maurer, Þorl. 0. Johnson, Sigurði Kristjáns- syni og við innganginn, ef rúm leyfir. Hr. Sigfús Eymundarson og Þorl. Ó. Johnson sýna áheyrendum ókeypis margar skuggamyndir milli þess, að upp er lesið. Jeg undirskrifaður apturkalla hjer með orð þau, er jeg hef sagt um Jónas Rósenkranz, að hann hafi átt að vera víndrukkinn, síðan hann gekk í Good-Templars-fjelagið. Þetta má auglýsa á minn kostnað í einhverju af þeim blöðum, er út koma hjer í bænum. Ilvík 10. febr. 1886. Friðrik Pál8son. JSá eða þeir, sem girnast að taka að sjer veit- ingar á sæluhúsinu á Kolviðarhóli frá næst- komandi fardögum, snúi sjer til hreppsnefndar- innar í Ölveshreppi fyrir 20. apríl næstkomandi, til að semja við hana um það efni. Ölveshreppi 3. febrúar 1886. Jón Arnason, oddviti. JFtjúpur vel skotnar kaupir undirskrifaður fyrir 55 au. stykkið. Rvík 11. febr. 1886. B. H. Bjarnason. ÁBYRGÐARF.TELAGIÐ THE COMMERCIAL UNION í LONDON (innstæða 45 miljónir króna) tekur í ábyrgð gegn eldsvoða hús og innan- stokksmuni gegn mjög vægu og sanngjörnu á- byrgðargjaldi. Umhoðsmaður á íslandi F. A. Love í Rvík. F ormálabókin eptir Magnús Stepliensen og L. E. Sveinbjörnsson er komin út. Stærð 22 arkir. Yerð; í kápu 3 kr. 75 a. Rvik 12. fehr. 1886. Kr. 6. Þorgrímsson. Bjeringstangi. Hjer með tilkynnist öllum þeim, er hafa haft uppsátur og fengið salt á ver- tíðinni í sjómannabúð þeirri mjer til- heyrandi, er kölluð er Bjeringstangl, sem og öllum, er œtlicðu sjer að fá þar uppsátur og salt í ár, að með því að verzlun mín í Iieykjavík er þegar seld og á samningum stendur um tjeða sjó- manncdmð m. m., þá verður henni, búð- inni á Bjeringstanga, lokað á vetrarvertíðinni 1886 að minnsta kosti. Reykjavík 29. jan. 1886. Carl Franz Siemsens verzlun. G. Emil Unbehagen. Verzlunarlóð til sölu. Hjer með auglýsist, að Kórunes við Straum- fjörð í Mýrasýslu er til sölu. Lysthafendur eru vinsamlega beðnir að snúa sjer til verzlunar- stjóra G. Emil Unbehagen í Reykjavík. Fj ögramannafar. Gott fjögramannafar 2ja ára gamalt, með öllu tilheyrandi, er til sölu hjá N. Zimsen í Reykjavik. ‘ XJndirskrifaður, settur málaflutningsmaður við yfirdóminn, flytur mál fyrir yfirdómi og undir- rjetti, innheimtir skuldir, semur kaupbrjef, veð- skuldabrjef og önnur slík skjöl, og veitir lög- fræðislegar leiðbeiningar. Sigurður Þðrðarson, cand. jur., 1 hási H. E. Helgesens, kl. 11—12 og 4—5. Reikningur yfir tekjur og útgjöld Styrktarsjóðs verzlunar- manna í Reykjavík frá 1. janúar til 31. des- ember 1885. Tekjur: Eptirstöðvar 31. des. 1884. í skuldabrjefum fjelags- manna..........kr.: 13,648.00 í sparisjóði .... — 633.02 í peningum hjá gjaldkera ... — 47.76 í ógoldin tillög . — 29.70 kl... 14,358.48. Yextir af skuldabréfum ogpeningum — 492.44. Tillög fjelagsmanna árið 1885 ... — 345.40. kr.: 15,196.32. Gjöld: Borgað fyrir augl. i Þjóðólfi. . . kr.: 5.50. — — innheimtunáfjelags- gjaldi.......................— 1.00. Styrkur veittur fjelagsmönnum . — 415.00. Ógoldin tillög fyrir 1880—83 ganga úr.....................— 27.00. Eptirstöðvar 31. des. 1885. í skuldabrjefum fjelags- manna............kr.: 13,348.00 í skuldabrj efum Rvk.- bæjar 300 kr.-j-Va ársrentutil ll.des. 1885 = 6 kr. . . kr.: 306,00 í sparisjóði .... — 1,051.21 í peningum hjá gjaldkera .... — 42.61 kr.: 14,747.82. Kr.: 15,196.32. Reykjavik 31. des. 1885. M. Johannessen. p. t. gjaldkeri. Reikning þennan höfum við endurskoðað og ekki fundið neitt athugavert við hann. Ólafur Þóröarson. Th. Thorsteinsson. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álitum þaS skyldu vora a» biðja almenning gjalda varhuga við hinummörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífselixvr hra. Mansfeld-BúUner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna heflr á boð- stólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvör- unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að likja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er elclci Bramar lífs-elixir. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama- lífs-elixir, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar maga- veikindi, og getum því mælt með honum sem sannar- lega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlikingar eigi iof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða alþeklctrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruuri. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rimlamd. 1. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard. Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen N. B. Nielsen. N. E. Nárby. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentari: Sigm. Guömundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.