Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.02.1886, Blaðsíða 3
þeirra nafngreina sig aldrei, eins og t. d. er venja á Frakklandi. Þeir hverfa upp í blaðið og tala gegn um þess munn. Margar af þessum leið- andi greinum og stundum þær beztu eru ritaðar á ritstofu blaðsins eptir miðnætti; vjelarnar skrölta i kringum manninn, sem ritar, en annar maður bíður með skæri í hendinni og klippir, jafnóðum og hver síða er búin, línurn- ar sundur og fær setjurunum. Aptur eru sumar þeirra skrifaðar heima. Hit- stjóri blaðsins er óbundinn einvaldur. Undirmenn hans verða með engum fyrirvara, hver í því, sem honum er lagið, að rita góða grein, því að prent- vjelarnar byrja að prenta um kl. 2, og frjettirnar, sem Lundúnabúar leSa, þegar þeir koma á fætur, koma opt ekki fyr en um miðnætti. Það er ætið margt mikið frá útlöndum í ensku blöðunum. John Bull gægist af sín- um kolabing yfir kritarklettana og fylgir vel með því, sem ber við á meginlandinu. Þótt hann sje kallað- ur Jón boli, þá má hann eiga það, að í þeim sökum er hann ekkert naut. Hann fær að vita á hverjum degi i sjerstökum sendigreinum um smátt og stórt, hvernig heilsa þessa manns sje, hvernig samkomulag sje milli þessa ráðgjafa og konu hans. Þangað til 1870 fjekk hann brjef um þetta á skotspónum með póstinum. Archibald Forbes, frjettaritari Daily News, byrj- aði á því í stríðinu milli Frakka og Þjóðverja, þegar forvitni John Bull’s var sem mest, að senda þau með frjetta- þráðum. Þegar Jón komst upp á að lesa 3—4 dálka brjef, skrifuð kvöld- inu áður, þá vildi hann ekki lengur líta við því, sem var meir en dægurs gamalt, svo að öll blöðin urðuaðgera það sama. Times sló nú upp tjald- búðum sínum í París og fjekk að brúka frjettaþráð einn 6 klukkustundir á dag. Blovitz heitir sá, sem nú er höfuð fyrir frjettaritaradeild Pimes i París; haun liíir eins og konungur, og þingmenn og höfðingjar leitast við að hafa hann góðan eða leita ráða til hans. Frakk- neskur maður hefur sagt, að opt vissu Lundúnamenn ýmislegt frá París á undan Parísarbúum sjálfum. Svo var ensku blöðunum ekki lengur nóg að skrifa um atburði, þau fóru að búa til at- burði að skrifa um. Neiv- Yorh Herald sendi Stanley að finna Livingstone. Daily Telegraph í London sendi forn- fræðing til Assyríu, og gróf hann þar upp meðal annars frásögu um synda- flóðið á assyrisku. Sem dæmi upp á keppni blaðanna, að ná fyrst i frjettir, er það, að eitt sinn, þá er kappróður var milli háskólastúdentanna i Oxford og Oambridge, hafði eitt blað skip á fljótinu Thames, þar sem kappróður- inn var; þetta skip fylgdi bátunum eptir og lagði jafnóðum frjettaþráð niður á flj ótsbotni, svo það varð fjórð- ung klukkustundar á undan öðrum blöðum. Þingræður, fundarræður og mál fyrir rjetti er allt eins og i blöð- unum tekið eptir hraðriturum, og leyfa þau sjer ekki að breyta þvi af hlut- drægni, eins og venja er t. d. í Dan- mörku. Þau mundu missa kaupendur, ef þau gerðu slikt. Persónulegar skammir sjást ekki, og eru úr móð fyrir 40 árum. Að Standard sje „con- servative“ (c: íhaldsblað) og Daily News „liberal“ (o: ,frjálslynt), sjest á sumum leiðandi greinum, ekki öðru. (Frh.). Úr brjefl af Vatnsleysuströnd 19. f. m. (Niðurlag). „Þá er að minnast á verzlunarstaðinn, Keíla- vik. Get jeg það eigi, án þess að falla í staíi yíir þinginu næst liðið sumar, að það skyldi ekki vilja gefa atkvæði sitt með þvi, að við hjer suðurbúar fengjum Vogavík og Þðrshöfn löggilta sem verzlunarstaði, ]>ar sem Keflavík er næsta óhagkvæmur verzlunarstaður, og ekki laust við, að verð á vörum sje þar uppskrúfað, einkum á veturna. Auðsjáanlega liefur það verið af ókunnugleika alþingis, að það synjaði okkur um hina umbeðnu verzlunarstaði. En við hættum ekki við svo búið og væntum.góðs af næsta þingi að sumri komandi.111 Rekjavík 12. febr. 1886. Jarðarför landsliöfðingja fór fram föstu- daginn 5. þ. m. Var likfylgdin hin fjölmenn- . 1) Lagafrumvörp um löggilding Vogavíkur og Þórshafnar voru samþykkt í neðri deild, en felld í efri deild. Mun það hafa komið af því, að þeir Einar Ásmgndsson, Ben. Kristjánsson og Ásg. Einarsson báru þar. upp frumv. um verzlun lausakaupmanna, sem þeir hjeldu, að gæti friðað alla þá, sem æsktu löggildingar á höfn- um. En þetta varð eigi svo. Um frumv. þetta urðu allmiklir flokkadrættir og þingdeilur. Það var rætt 12 sinnum á þinginu, og loks fellt i sameinuðu þingi. Ritstj. asta, sem hjer hefur verið, síðan Jón Sigurðs- son og kona hans voru jörðuð. Forstöðumaður prestáskólans, Helgi Hálfdán- arson iiutti húskveðjuna, en i kirkjunni töluðu þeir dómkirkjuprestar Hallgrimur Sveinsson, prestaskólakennari Þórhallur Bjarnarson og prófastur Þórarinn Böðvarsson. Sjera Matt- hias Jochumsson hafði ort grafskrift. Þingmennska lögð niður. Biskup Pjetur Pjetursson hefur lagt niður umboð sitt sem konungkjörinn þingmaður. Nýtt blað á ísafirði á að fara að koma út á næsta sumri. Hafa þeir S. Thoroddsen, sýslu- maður, S. Stefánsson, prestur, og Þ. Jónsson, læknir, sent boðsbrjef um það út um landið. Þar stendur meðal annars: „Blað þetta mun einkum ræða mál þau, er vesturland varða, en þó engu síður láta sjer umhugað um þau mál, ,er snerta landið i heild sinni“. Það er enn eigi alveg víst, hver ritstjóri þess verður. Eigi heldur er stærð blaðsins fastákveðin. Þeir, sem vilja gjörast áskrifendur að nefndu blaði, snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. I’óstskipið fór lijeðan morguninn 5. þ. m. Með því sigldu kaupm. Eyjólfur Jóhannsson úr Flatey, kaupm. Jóh. G. Möller á Blönduós, verzlúnarm. Jónas Jónsson á Sauðárkrók, bók- ari við hinn fyrirhugaða banka Sighvatur Bjarnason, og kaupm. Sigurður Magnússon hjeð- an úr bænum. Málfærslumaður við yfirrjettinn var sett- ur 6. þ. m. cand. jur. Sigurður Þ. Guðmundsen i stað Páls Melsteds, sem nú er hættur við þá sýslan. Síldarveiðin á Austfjörðum. í Berlingsku tiðindunum, sem komu með póstskipinu, eru frjettir frá Austfjörðum frá 6. des., og því yngri en þær, sem komu með austanpóstinum, — um, að síldaraflinn væri enn mikill á Beyðarfirði, að 3 norsk og 1 ísl. nótfjel. hefði aflað þar 5—6000 tunnur í nætur og 1000 tunnur i net. Á Fásk- rúðsfirði hefði einnig verið mikill afli, þar hefði hið sunnlenzka sildarveiðarfjelag og annað norskt fengið um 2—300 tunnur i 2 lásum. Árferði er nú hið harðasta. Úr Borgarflrði 26. jan. „Nú er hjer alls staðar jarðlaust. í viku hafa verið hægviðri með 4—6 gr. frosti. Sumir farnir að skera af heyjum“. Úr Fljótshlið í Bangárvallasýslu 3. þ. m. „Hjer eru nú megnustu harðindi yfir allt, búin að standa siðan um þrettánda, og eru margir farnir að skera af ótta fyrir liey]>rotum, sem viða eru fyrirsjáanleg, ef sama stendur lengi. Einnig er mjög hart manna á milli og varla fyrirsjáanlegt, hvernig fólk lifir þennan vetur út, nema afli fengist úr sjó“. Hafís. Með vermönnum að norðan, sem komu i fyrradag, frjettist, að nokkur hafis Jiafi, er þeir fóru, verið kominn inn á Húnaflóa, og mikill hafis sjest þar úti fyrir. Þjófnaður á Eyrarbakka. Frjetzt hefur af Eyrarbakka, að aðfaranótt 3. þ. m. hafi verið farið í búð Guðm. Thorgrimsens og stolið þar ýmsu t. a. m. kaffisekk, mjölsekkjum, sykri, miklu af brauði, 2 ströngum af klæði, 16 sjöl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.