Þjóðólfur - 05.03.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.03.1886, Blaðsíða 2
38 fá viðstöðulaust sem mestan ágóða af efnum sínum. Þegar þeir nú hafa safnað að sj er eins miklu og efni þeirra orka af felldum seðlum, þá fara þeir í bankann og kreija hann, eptir lög- unum, danskra seðla i skiptum fyrir hin verðlausu íslenzku blöð. Þessari kröfu fær hankinn ekki sinnt, hvað vel sem hann vildi, og verður að hrynja. Þá kemur til landssjóðs kasta. Allt hið framansagða hlýtur að koma fram á bankans fyrstu árum. Þá er nú landssjóður svo staddur, að hann er búin að fá heilmikið af þessum fóllnu seðlum í opinber gjöld, og tapa á þeim því, sem svarar muninum á ákvæðisverði þeirra og því verði, sem þeir ganga í í verzlun og viðskipt- um manna. Sjálfur hefur landssjóður ekkert gull til að leysa til sin þessi forföllnu brjef, svo að hann er gjald- þrota, þangað til þing annaðhvort heimilar, að taka megi lán til að borga blöðin, sem yrði náttúrlega voðalegt tjón fyrir landið, með því að borga yrði ekki handhöfum einungis seðlana með ákvæðisverði, heldur og sviknum landsmönnum þeirra skaða, eða, ef það sæi það þjóðinni ofvaxið, þá að gjöra þrotabú úr landssjóði og borga það í seðlunum, sem efni væru til fyr- ir hendi, en láta hitt verða skaða seð- ilhafa1. — Sýni menn mjer nú, að hjer sje reykur vaðinn. Það er öldungis víst, að þingnefnd bankalaganna og landshöfðingja stóð stuggur af ákvörðuninni um óinnleys- anlegleik seðlanna; því að jeg hef frjett það með sannindum, að nefnd og landshöfðingja hafi samizt, að hann (landshöfðingi) skyldi „paa tro loveu sjá um, að bankinn reyndi að hafa nóg gull, til að leysa til sín seðlana. Þetta samþykki kennir oss margt. Það sýnir, að nefnd og landshöfðingi voru sannfærð um, að óinnlausnará- kvörðunin var skaðvænleg, og þó láta FULLTRÚAR lands hana standa !!! Það sýnir, að nefnd og landshöfðingi *) Bkki vænti jeg það hafi verið af ótrausti manna á þessurn banka, að nti hreifði pví eng- in sál, að prívatmenn mættu verða hlutaeig- endur í bankanum, ef peir vildu? voru sannfærð um, að ef ákvarðað yrði í lögum þingsins, að seðlarnir skyldu vera innleysanlegir, þá mundu lögin ekki fá samþykki. konungs. (Yar það ekki betra, en að fá þessi ólög ?) Og mun þá naumlega of djarft á ætlazt, að landshöfðingi hafi vitað, að stjórnin setti það skilyrðí fyrir samþykki lag- anna, að þau tilskildu, að seðlarnir skyldu vera óinnleysanlegir; svo að mikið má henni hafa þótt varið i þá ákvörðun, og vitað vel, hvað hún fór. Samþykktin sýnir enn fremur, að óinn- lausnar-ákvörðunin var landshöfðingja svo þvert um geð, að hann, umboðs- maður konungs, kaus heldur að gjöra launsamning við þing, að fara kring- um lögin í kyrþey, en að lúta þeirra krapti. Eins vegar er nú samt þessi sam- þykkt þýðingarlaus, hins vegar skaðvæn. Þýðingarlaus, af þvi, að landshöfðingi hefur lofað því, sem hann getur hvorki efnt, nje má efna, stöðu sinnar vegna; og af því, að hún (samþykktin) getur engan bundið, nema þann landshöfð- ingja, sem hana gjörði, sem er hverf- ulleikanum háður, eins og aðrir dauð- legir menn. Skaðvæn er samþykktin, af því að þegar menn komast að, að sumir fái seðla sína innleysta, þá streyma allir til og sprengja bankann, þó fastar sæti en þetta skrípi, sem nú er verið að banga saman. En væru seðlamir innleysanlegir að lögum, með öruggum tryggðarsjóði á bakvið, það er að segja, væru gulls ígildi, þá kœmi enginn maður í bankann, til að skipta seðlum fyrir gull, því að þá væru þeir sjálfir gulls ígildi, og eng- inn hefði upp úr slíkum skiptum ann- að en sjálfbakaða fyrirhöfn; því að það leiðir beint af eðli innleysanlegra seðla, að, meðan auglýstir reikningar banka eru í óyggjanda lagi, biður enginn maður um gull fyrir þá, því að þeir eru mönnum betri en gull. Nú hefur stjórnin sjeð „mikil vand- kvæði á því, að hafa tilsvarandi pen- ingaupphæð í gulli við seðilútgáfuna liggjandi í bankanum“, en þarámóti sjeð engin vandkvæði á þvi, að bank- inn skipaði út til Danmerkur öllu sínu gulli á eigin ábyrgð og hættu fyrir danska seðla ! Vandkvæða - viðbára stjórnarinnar er fyrirsláttur tómur. Til að tryggja 600,000 kr. í seðlum átti landssjóður nægilegt fje fyrir al- þing 1885. í hlutfallinu 1 : 3 þurfti bankinn ekki að hafa fyrirliggj andi meira en rúmar 160,000 kr. í gulli, — ekki nærri það, einu sinni. Því meg- inhluta tryggðarsjóðs gat hann haft í arðberandi ríkisskuldabrjefum, sem til trygðarsjóðs eru öldungis eins góð og þó gull væri1. Þetta sjá nú víst all- ir að er eins gagnsætt og gler. Stofnun þessa íslenzka banka líkist engu fremur en þeirri mannspílling- arlegu fyrirmunum, sem menn lesa um stundum i munnmælasögum, að stafar af ólögum. Stjórnin setur upp banka með lögum, sem hver getur sjeð í hendi sjer eiga að drepa hann á fyrsta ári ; þessi lög samþykkja full- trúar þjóðarinnar og um leið ráðstafa svo handhraða-eigum landssjóðs, að hann er kominn i þá örbyrgð, að hann hlýtur að verða gjaldþrota með bank- anum. Svo allt hefur verið gjört sem mannlegri blindni var unnt til að firra vort sívjelaða land þeirri stofn- un sem lengst, er því liggur mest á. Og þetta á þeim tíma, sem hungur og neyð húsvitja frá einum landsenda til annars! (Framh.). Um alþýöumenntun. Eptir skölastjðra Jón Þórarinsson. I. (Framh.) Svo hjegómlegar sem á- stæður framangreindra þingmanna voru, svö bersýnilegt sem það var. að þær voru bornar fram fremur af vilja, til að ónýta þetta mikilsvarðandi mál, en af sannfæringu um, að þær væru ver- legar ástæður, þá sýnist meiri hluti neðri deildar þó hafa látið sjernægja þær sem fullgildar ástæður, til að greiða atkvæði þvert ofan í sjálfa sig, og kalla þannig aptur þá samhljbða þings- ályktun, sem samþykkt hafði verið í sömu deild nokkrum vikum áður, og sem deildin þar að auk vissi, að af- i) Getur nokkur frætt mig um það, hvaðan aldan var eiginlega runnin á síðasta {lingi, er sópaði landssjóð tóman af handbærum ríkis- skuldahrjefum ? Mjer er grunur, að liún hafi komið utan að, en ekki innan úr þingi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.