Þjóðólfur - 05.03.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.03.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudagsmorgna. VerÖ árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. XXXVIII. árg. ReykjaTÍk, fðstudaglnn 5. marz 1880. Nr. 10. POLITIK Þingmannakosningar. VII. Þorkell Bjarnason hefur komið vel fram að mörgu leyti á þingi, og er velviljaður. Að vísu er hann heldur á móti lagaskóla (Alþt. 1885 B 1186. d.), en samt sem áður mundum vjer mæla með honum sem þingmanni, ef hann væri með stjórn- arskrárbreytingum. En sakir þess, að hann var á móti þeim á siðasta þingi, getum vjer með engu móti lagt það til, að hann sje kosinn á þing i þetta sinn. Þorsteinn Thorsteinsen J er og einn þeirra, sem ætti eigi að endurkjósa. Hann var á móti stjórn- arskrárbreytingum; hefur heldur ekki komið sem bezt fram í sumum öðrum mál- um, t. a. m. launamálum á þingi 1883, er hann var á móti lækkun á launum embættismanna (Alþt. 1883 B 339. d.). Hann hefur og heldur verið á móti lög- gildingnýrra verzlunarstaða, og yfirhöf- uðliggur lítið eptir hann sem þingmann. Vjer ætlum nú ekki beinlinis að leggja á móti fleirum hinna fyrri þing- manna, en þessum 6, er vjer höfum nú talað um. En áður en vjer skilj- umst við þá, skulum vjer geta þess, að vjer játum fúslega, að þeir hafi nokkra kosti til að bera sem þing- menn, þótt vjer að öllu samanlögðu leggjum það til,- að þeir sjeu ekki end- urkosnir. Bankinn. Eptir Eirik Magnússon, M. A. —:o:— (Framh.). Þá komur til athugunar 3., hvers konar seðlar það eru, sem bankinn verður þannig að gefa út. Það eru óinnleysanlegir landssjóðsseðlar, sem hvorki banki, nje landssjóður, eins og að framan er sýnt, hafa nokkra trygging fyrir, er banki byrjar. Þetta vita landsmenn, og þetta vita kaup- menn. Seðlarnir ganga fyrir fullt á- kvæðisverð í opinber gjöld. (En vís- dómslega er því svo niðurraðað, að embættismenn þurfa ekki að taka þá í laun sín, og þess vegna taka þá heldur ekki i þau1). (xjörum nú að menn fali seðlana að lánum úr bank- anum, eins og lögin ætlast til. Þá verður rekspölur þeirra þessi: Þeir koma aptur til kaupmanna upp i skuld- ir landsmanna. Kaupmenn eiga að- ganginn að bankanum. Þvi að eptird. grein bankalaganna má skipta seðlum landssjóðs fyrir aðra seðla, sem vífi- lengjulaust þýðir: fyrir danska seðla, eins og segir sig sjálft, úr því íslenzk- ir seðlar hvorki eru gj aldgengir í Dan- mörku, nje verður skipt fyrir gull í bankanum ; en kaupmenn verða að gjöra sjer iir þeim, þann gjaldeyri, sem gangi þar sem þeir borga skuldir og kaupa vörur sínar. Þvi að einhver vit- ur ráð varð að hafa til þess, að seðl- arnir yrðu kaupmönuum ekki svo sem allt í einu einskis virði2. Hvernig á *) Það er lærdðmsríkt og vel þess vert, að það sje tekið t.il alvarlegrar íhugunar, að sið- an peningar hafa risið svo í verði, að þeir eru V, dýrari en fyrir nokkrum árum, í Reykjavík, að minnsta kosti, eins og sjá má enda af vaxta- hækkun af lánum landssjððs. og laun emhætt- ismanna þvi eru orðin þriðjungi tiærri, í raun- ipni, en fyrri, að jafnri tiltölu, — að síðan, segi jeg, hafa hálaunaðir embættismenn orðið áfjáðari en nokkru sinni fyrri til launabóta. En með hverju hafa. jicir endurgoldið örlæti laudsmanna ? 2) Það er í rjettu hlutfalli við allan vísdðm og ráðvendni þessara laga, að bankinn skuli sðpa jafnt og þjett gulli sínu til Danmerkur fyrir danska seðla, en landsmenn fái hvergi nú bankinn að nálgast þessa aðra, þessa dönsku seðla ? Hann getur ekki feng- ið þá fyrir neitt, nema gull; það er auðvitaður hlutur. En hvar á hann að fá það gull? Ilann byrjar gullaus. Landssjóður hefur ekkert gull aflögum, en vantar það, til að geta staðið í skil- um. Og þó að gull fengist, hvaða veð getur bankinn sett fyrir láni? Alls ekkert, nema lánstraust sitt (credit), og hver lánar þeim banka upp á láns- traust, sem engan tryggingarsjóð á? Enginn maður með viti. Bankanum verður lifsómögulegt að útvega sjer neina danska seðla fyrstu ár tilveru sinnar, — o: þau árin, sem mest reið á að hann stæði öruggur, meðan hann væri að koma undir sig fótunum með samböndum innan lands og utan. Kaup- menn geta því ekki fengið íslenzku seðlunum skipt í honum. En í lands- sjóði fást skiptin ekki fyr, en bank- inn er hruninn. Þetta sjá nú víst allir að er ekki ráðgjört út í loptið. Hvað verður nú úr gjaldgengi íslenzku seðlanna ? Kaupmenn taka þá; það mega menn eiga víst. En fyrir hvað ? Fyrir það, sem þeir geta fengið við- stöðulaust fyrir þá. Nú er það svo sem ekkert. Svo þá seðla, sem þeir taka, fella þeir að sama skapi, sem þeir hafa skaða af að taka þá; því að það er þó til ofmikils ætlazt,að kaupmenn skuli liggja árum saman með þann gjaldeyri ófeldan í verði, sem þeir geta ekki með neinu móti gjört sjer fje úr, fyr en seint og um síðir, og það þó komið undir kasti kringum- stæða. Að þeir taki seðlana með stór- kostlegum afföllum, liggur því í hlut- arins eðli, og er kaupmönnum ekki láándi, — mönnum, sem lifa á því, að gnll fyrir j)á, fyr en bankastjðrnin er búin að ganga gegn um fjarþrotarjett og tveir yíirrjett- ardómarar eru orðnir fallentar! Geta þeir ver- ið dómarar úr ])ví?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.