Þjóðólfur - 05.03.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.03.1886, Blaðsíða 3
39 greidd hafði verið frá landshöfðingja. Þetta atriði brýndi landsh. fyrir deild- l inni, áður en til atkvæða var gengið, Jen árangurslaust. Málið var fellt með meiri hluta atkvæða, og þar með loku fyrir skotið, að það gæti komið að i nokkrum verulegum mun betur undir búið inn á næsta þing. — Því að það mega andmælendur þessa máls vita, að þótt þeim tækist að eyða því að þessu sinni, þá hafa þeir eigi kveðið það niður fyrir fullt og allt. Hefði nefnd verið kosin í málið á þinginu, eins og fyrst var stungið upp á, má búast við, að hún hefði gefið : góðar bendingar, auk þess, sem um- ræður manna á þinginu hefðu getað skýrt ýms atriði, og þannig búið mál- ið í heild sinni undir næsta þing, þó eigi hefði tekizt að ráða þvi til neinna endilegra lykta í sumar er leið; og hefði milli-þinga nefnd verið sett, þá hefði hún haft nægan tima, til að afla ! sjer nauðsynlegra upplýsinga og þekk- ingar á ýmsum atriðum málsins, og þannig getað lagt álit sitt fyrir næsta þing. Það er því ekkert efamál, að sú dæmafáa meðferð þingsins á þessu máli, sem jeg hef drepið hjer á, og þau óheyrðu úrslit, sem það fjekk, voru hin óhappasælustu, sem orðið gat. (Framh.). Meðferð póststjórnarinnar á Þjóðólfi. I. Á 1. ferð yestanpöstsins ]). á. var Þjððólfur, sem átti að fara vestur á Vestfirði, skilinn eptir í Bjarðarholti; en slikt er brot á póstlögunum, ])ví að pað má aldrei skilja blöð eptir af pósti, fyr en þau eru komin alla leið. Það er óskilj- anlegt, að póstsýslunarmenn skuli leyfa sjer það, og þvi óskiljanlegra er, að Þjóðólfur skyldi vera skilinn eptir í áminnstri ferð, sem ísafold komst þá alla leið vestur á ísafjörð. Vjer höf- um nú kært brot þetta til póstmeistarans og krafizt, að sá, eða þeir, sem að eru valdir, sjeu látnir sæta ábyrgð að lögum, og að slikt komi ekki fyrir optar. Hefur póstmeistarinn tjáð oss, að hann skuli gera sitt bezta til i því efni, og vonum vjer, að það hafi góðan árangur. Seinna munum vjer skýra frá málalyktum. Yfir höfuð mega kaupendur Þjóðólfs eiga von á, að vjer látum oss mjög annt um, að þeir fáiblað- ið með sem beztum skilum. Nokkrar athugasemdir við sveitar- stjóriiarlögin. (Framh.). í 19. gr. sveitarstjórnartilskipun- arinnar er talað um umkvörtun yfir aukaút- svörum. Úrskurði hreppsnefndarinnar má skjóta til sýslunefndarinnar, sem leggur endilegan úr- sknrð á málið. Hjer finnst engin ákvörðun um, að oddviti hreppsnefndarinnar skuli mæta á sýslufundi þeim, sem úrskurðurinn er felldur á; hefur sýslunefudin þvi ekki annað að byggja á, en ástœður þœr, sem hreppsnefndin hefur fært fyrir úrskurði sínum, og framburð kærandans að hinu leytinu. Þessi grein virðist einnig þurfa lagfæringar við af þeim ástæðum, sem nú skal greina. Tökum til dæmis, að sýslunefndarmaður kvarti yfir ofháu sveitarútsvari og hreppsnefndin neiti um að lækka það, og skýtur hann máli sínu til sýslunefndarinnar. Hann er þar sjálfur til að færa mál sitt, en hreppsnefnd verður að sitja heima, og taka með þögn og þolinmœði úr- skurði sýslunefndarinnar, án þess að hún þurfi að færa neinar ástæður fyrir honum aðrar en þær, að málið hafi verið ýtarlega rætt. Það mun dæmafátt i löggjöfinni, að þegar menn eru ósáttir, að báðir málspartar sjeu ekki heyrðir af yfirvaldinu, áður en úrskurður er felldur. Hjer virðist lika tilskipunin komi í mótsögn við sjálfa sig, því að á hreppsnefndarfundi er mönn- um þeim, sem hlut eiga að máli, gefinn kostur á að mæta í eigin persónu nl. þeim, sem kær- ir, og kært er yfir. Að vísu er ekki bannað að halda sýslunefndarfundi í heyranda hljðði, en það er hvergi leyft, að þar megi aðrir taka til máls en sýslunefndin. í 36. gr. tilskipunarinnar er að vísu gjört ráð fyrir, að sýslumaður geti ónýtt ályktun sýslunefndarinnar, en til þess verður hún að vera lögum gagnstæð, en þessi mál eru álits- mál, og er því allt komið undir áliti nefndar- innar. Hjer er því ef til vill úrskurðarvaldið lagt í hendur þeirra manna, sem litið skyn bera á mál það, er þeir úrskurða. Það er held- ur ekki til að ætlast, að menn úr fjarliggjandi hreppum, þótt það sjeu sýsluuefndarmenn, sjeu knnnugri gjaldþoli manna, en hreppsnefndin í þeirra eigin hreppi. Hjer virðist því eiga bet- ur við, að sýslumaður einn, eptir að hafa yfir- heyrt báða málsparta, legði endilegan úrskurð á málið. Að siðustu vil jeg óska þess, að þessar linur verði til þess, að þeir, sem mjer eru færari, taki málefni þetta til frekari íhugunar. Ritað á gamlaársdag 1885. Hreppsnefndiirmaður. J árnbrautarsaga. Þýdd flr dönsku af jA7001. Hvað er það sem ekki getur borið við iAm- eriku? Hvaða framfarir eru það, sem ekki geta átt sjer stað, þar sem svo margar þjóðir leggjast á eitt, svo sem í Ameríku er, þar sem menn úr öllum löndum eru samankomnir. — Og hvaða prettir, svik og hrekkir eru til, sem ekki verða daglega, — að jeg eigi segi, — á hverri stundu dagsins, þar sem svo margir glæpamenn, þjófar ogbófar eiga heimili? Ame- ríka er eins og Rómaborg var forðum, er Róm- úlus var að byggja hana, griðastaður fyrir alla brotlimi mannkynsins, en hvergi á hnettinum er þvi eins mikið um vig og mannamorð, sem þar, hvergi eins lærðir og sjeðir bófar og þar. Þar af leiðir og, að ekkert land getur eins margar prettasögur og hryllilegustu æfintýri, sem Ameríka. Gamall eimvagnsstjóri frá Chicago hefur sagt frá sögu þeirri, sem ter hjer á eptir. Kveld eitt var jeg að vanda minum staddur á brautaráfangastaðnum, því að mjer var falið á hendur að gæta húsanna, og líta eptir frjetta- þræðinum. Af eðlilegum ástæðum hafði 39. lestin eigi komizt af stað, fyr en heilli stund eptir hinn ákveðna tima. Siðastliðna 12 tíma hafði verið ógurlegt veður, ofsastormur með steypirigningu og skruggum svo ógurlegum, að dunurnar ætluðu hreint að svipta okkur heyrn- inni. Bn nú var veðrið mikið farið að skána, þó hvergi nærri svo, að gott mætti heita. Jeg var aleinn á staðnum og fremur þungur í skapi J Þegar jeg sá vagnatrossuna eða rjettara sagt rauðu luktina á fremsta vagninum, þvi að sjálfa vagnana var varla auðið að sjá, þvi að — svo var skuggsýnt orðið, — þá segi jeg það satt, að það var sem stórum steini ljetti af hjarta mjer. — í slíku veðri getur margt við borið, og ekki sizt, þegar vagnalestin átti leið yfir tvær brýr — báðar í sömu sveitinni, — og óef- að þær hættulegustu í allri. grendinni. En nú sá jeg, að lestinni hafði alls ekkert hlekkzt á, og ljetti mjer mjög við það. Jeg var þó eigi með öllu áhyggjulaus. Svo stóð sem sje á, að kl. 12 um daginn átti peningasending með þrett- án þúsund dollurum að vera komin á vagn- stöðina, en þeir komu nú fyrst, þegar svarta- myrkur var á skollið. Jeg kveið fyrir því, að eiga að geyma allt það fje nóttina yfir, þar sem jeg var aleinn á vagnstöðinni. En nú bætt- ist annað við þetta, sem enn þá meira fjekk á mig. Með lestinni komu tveir ferðamenn, eða rjett- ara sagt einn, því að annar þeirra var sem lík tekinn út úr farangurs-vagninum i kolsvartri likkistu. — „Það er lik mágkonu minnar“, sagði hinn ferðamaðurinn við mig; „hún var náskyld honum Eldridge, sem þjer náttúrlega þekldð. Eptir beiðni hennar á banasænginni á nú að jarðsetja hana í reit ættingja liennar hjer í bæn- um“. „Það er þá víst bezt, að likið standi hjerna i nótt“, mælti jeg, og var í mjer liálf- gerður hrollur, þótt jeg ljeti eigi á þvi bera. „Jú“, svaraði hann fremur þurlega. „Hald- ið þjer, að jeg nái hr. Eldridge á fótum hjeð- an af ? Er ekki skammt út á búgarðinn hans ?“ „Það er svo langt, að yður er ómögulegt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.