Þjóðólfur - 26.03.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.03.1886, Blaðsíða 2
50 hinn sama hag, sem hefði getað staðið af pen- ingunum, er látið var heita að miðarnir jafn- giltu; ])á fóru stjórnendur ríkja að hugsa sig um, að það mundi verða happa-ráð, ef þeir gætu nú notað sjer þennan hag, en verið þó lausir við þá kvöð, sem einstakir menn voru háðir, er gáfu út slíka seðil-peninga, þá, sem sje, að gefa, þegar krafizt varð, fyrir táknið (miðann, seðil- inn) það, sem það táknaði. Þeir rjeðu af, að reyna, hvort þeir eigi gætu sloppið hjá þessari óþægilegu kvöð, og geíið út pappírs-miða og látið hann ganga kaupum og sölum eins og pund með því að eins, að kalla hann pu/nd, og taka hann í opinbergjöld1. Og slíkt er það traust, sem nærri hver stjórn hefur, sem föstu skipu- lagi hefur náð, að stjórnendum hefur venjulega tekizt að ná þessum tilgangi. Jeg held að jeg megi segja, að þeim hafi œfinlega tekizt þetta um tima; en það hafi þá fyrst orðið þeim um megn, er þeir höfðu gengið fram af sjer með því, að misbeita valdi sinu ofsalega“. „I því tilfelli, sem hjer er gjört ráð fyrir, vinnur verk peninga sá hlutur, sem þiggur allt sitt afl til þess eingöngu frá samkomulagi (convention); en samkomulag nægir alveg til þess, að veita hlutnum þetta afl; með því, að eigi þarf neitt annað, til þess að fá menn til að taka, hvað sem vera skal, eins og peninga (o: eins og peningar sje), og það enda með hvaða valdboðnu verði sem vera skal, heldur en það, að menn sje sannfærðir um, að aðrir taki það af þeim aptur fyrir sama verð. Hjer er spurningin að eins, hvað er það, sem ákveð- ur verð (gjaldgengi) sliks gangeyris (currency), úr því það er ekki aðviðunar-kostnaður (cost of production2) eins og tilfellið er með gull og silfur (eða seðla, sem leysa má inn fyrir gull og silfur þegar vill)?“ „Nú höfum vjer þó sjeð, að enda þegar um inálm-gangeyri (metallic currency) o: myntaða peninga er að ræða, þá fer verð hans beinlínis J eptir því, hvað mikið er til afhonum3. Efþað, [ hvað mikið væri til af honum, væri eigi kom- ið undir venjulegum verzlunarhvötum, er ábati og skaði vekur, en yfirvald gæti valdboðið það, þá myndi verðið fara eptir boði þessa yfirvalds, en ekki eptir aðviðunar-kostnaði. Menn geta valdboðið, hvað mikið skuli vera til af pappírs- peningum, sem eigi verður skiptfyrirmynteyri, þegar handhafi krefst; einkum ef sá, sem pen- ingana gefur út, ræður óskoruðu einveldi yfir ríkinu. Verð sliks gangeyris er því algjörlega valdboðið (arbitrary)“. 1) Eins og nú á að reyna á íslandi; þó með þeim mikla mun, að ísl. seðlar eru ótryggðir, en bak við þessa stendur niðurbræddur málm- ur (bullion), eins og síðar skýrist. 2) Kostnaðurinn, sem gengur til að vinna gull og silfur úr námum, flytja það inn, bræða síð- an, hreinsa, skira og smíða, unz peningur er orðinn úr. Sbr. Mill. III. b. IX. kap. 3) Xítur til þess, sem fyr segir i bókinni í VIII. og IX. kap. „Gjörum, að i landi, sem hefur að eins mynt- aða peninga, sje seðilpeningar gefnir út, allt í einu, svo, að svari helmingi hinna myntuðu peninga; gjörum og, að útgefandi sje ekki banki, og seðla-útgáfan sje ekki lán; en að stjórnin gefi út seðlana, til að borga með laun embætt- ismanna og til að vera borgunareyrir i verzlun (in purchase of commodities). Þegar nú pen- ingaveltan er þannig aukin allt í einu um helm- ing, þá hækka ‘prisar’ á öllum hlutum, og þar með einnig á þeim, sem úr gulli eru gjörðir og silfri. Einn eyrir af smíðuðu gulli verður þá dýrari en einn eyrir í gullpeningum, og það svo, að það nemur meiru en hinum venjulega mun, sem svarar smíðalaunum; verður það þá hagur, að bræða gullpeninga til smíða, þangað til búið er að draga frá gangeyri gull aðjöfnu hlutfalli við það, sem bætt var við gangeyrinn með brjefpeningunum. Þá falla prísar aptur í sama lag og þeir voru fyrri, svo engin önnur breyting hefur orðið en sú, að brjefpeningar eru komnir i stað helmings hinna myntuðu pen- inga, sem áður voru. Gjörum nú, að út komi ný seðla-útgáfa. Þá fer allt á sömu leið og áður; og þetta gengi koll af kolli, þangað til allir málmpeningar væru horfnir: það er að segja, ef svo smáir brjefpeningar væri gefnir út, að svöruðu minnstu mynt; ella yrði eins mikið eptir eins og hagræði krefði til smáborg- ana. Það, sem bættist við gull og silfur, er til smíða mætti hafa, mundi draga um tíma,. úr verði vörunnar (málmsins); og meðan svo gengur, enda þó eins mikið hefði verið gefið út af seðlum eins og svaraði hinu upphaflega myntaða peninga-magni, þá verður svo mikið af mynteyri í veltunni, jafnframt brjefpening- unum, sem nægir til að halda peningaverðinu niður á móts við verðlækkun málmefnisins, en þegar verðið er orðið svo lágt, að eigi svarar kostnaði að vinna málminn (úr námunum), mætti hætta við, eða minnka aðföng málmsins úr nám- unum, og með þvi móti gætu eiðslunnar venju- legu öfl etið upp það, sem um of væri, ogmundu siðan málmar og gangeyrir ná sínu eðlilega verði. Vjer gjörum hjer ráð fyrir því, eins og vjer höfum gjört alla leið1, að landið liafi sjálft sínar eigin námur og eugin verzlun- arviðskipti við önuur lönd'; þvi að úr landi, sem hefur verzlun við önnur lönd, berast þeir peningar, sem óþarfir verða við seðla-útgáfuna, á langtum fljótari hátt“. „Hingað til hafa afleiðingarnar af seðla-útgáfu orðið að' mestu leyti hinar sömu, hvort sem seðlum má skipta fyrir mynteyri eða ekki. Mun- urinn milli innleysanlegra og óinnleysanlegra pappírs-peninga kemur þá fyrst fram, þegar málmar eru alveg horfnir og hættir að ganga manna á milli. Þegar gull og silfur er alveg liætt að ganga manna á meðal og jafnmiklir papp- írspeningar eru komnir í staðinn, skulum vjer 1) Það er að segja í þessum kapítula. 2) Svo ekkert af öllu áður sögðu á við til- fellið á íslandi. nú gjöra ráð fyrir, að ný útgáfa brjef-peninga komi út. Þá kemur allt hið sama fram og fyrri; prisar stíga, þar á meðal prísar á smið- uðu gulli og silfri, og verður nú að taka til þess, eins og fyrri, að ná í myntaða pen- inga til að bræða þá niður (to convert it into bullion). Er þá engin peningur lengur til er höndum skipti; en sje seðlarnir innleys- anlegir, geta menn þó en fengið mynteyri frá seðlaútgefendum í skipti fyrir seðla. Allir þoir scðlar, sem bætt cr við og reynt er að neyða á almannaveltu, þegar málinar eru horfnir algjörlega úr peningamarkað- iiiuiii, koma aptur til þeirra, er út gefa seðlana, til þess að fengið verði myntað gjald fyrir þá; og þeir, erútgefa seðlana fá ekki haldið í veltu svo mildu af innleysanleg- um seðlum, að verð þeirra falli niður fyrir verð málmsins, livers í gildi þeir eiga að vera. Þetta fer á aðra leið, er um óinnleysanlega seðla ar að ræða. Ef lög leyfa, þá hamlar þvi eng- inn hlutur, að þá (óinnleysanlegu seðlana)megi auka. Þeir, sem gefa þá út, mega bæta við þá óendanlega, silækkandi verð þeirra og hækk- andi prísa í sama hlutfalli; með öðrum orðum: þeir geta verðrýrt peninga lands takmarka- laust“. „Vald til þessa, i hvers hönd sem það svo er fengið, er óþolandi mein. Allar breytingar i gangverði peninga eða peninga ígildis (circu- lating medium) eru skaðsamlegar; þær rugla samningum og fjáryonum manna, og það, að þær geta vofað yflr, hvenær sem vera skal, oll- ir þvi, að peninga-samningar, sem standa skulu um langan tima, verða allsendis óvissir (óáreið- anlegir, precarious). Sá, sem kaupir sjer, eða gefur öðrum, £ 100 í árstekjur, veit ekkert, hvort þau verða j£ 200, eða .£ 50 virði eptirfá ár. Svo mikið, sem þetta mein er, þegar það her að af tilviljun einni, þá er það þó en þá stærra, þegar það er látið vera komið undir einræði eins manns, eða vissra samvalinna manna, sem geta haft allrahanda hagsvon af þvi, að hleypa verði auðs og eigna upp og niður, og æíinlega eiga gróðavon í því, að gefa út eins mikið, og unnt er af brjefpeningum, af því að útgáfan sjálf er auðsuppspretta. Það er ð- þarfi að bæta þvi við, að þeir, sem gefa út pappírspeningana, geta haft, og, eigi stjórn í hlut, hafa æfinlega, beinlínis hag af þvi, að lækka verð peninga, af því að þeirra eigin skuld- ir eru reiknaðar eptir þvi“. Gr. 2. „Til þess, að verð peninga sje óhultfyrir þvi, að því verði breytt af ásetningi, og til þess að þvi verði sem minnst hœtt að unnt er við hviki (fluctuation o: hækkun og lækkun) af tilviljun, þá liafa menn í öllum siðuðum löndum gjört verð hinna dýru málma (gulls og silfurs) að inælikvarða fyrir verði gang- eyris í Áandiuu (cirkulating medium), af því að verði þessara málmategunda hættir sizt allr- ar vöru við breytingum; og engir pappírs- pcningar ættu að vera til, er menn eigi geta látið verðið á jafngilda verði liinna

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.