Þjóðólfur - 26.03.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.03.1886, Blaðsíða 3
51 dýru ínálma. Aldrei hafa menn og heldur misst alveg sjónar á þessari algildu grund- vallarreglu (fundamental maxim), enda ekki þeir stjórnendur (landa og ríkja), sem mest hafa misheitt valdi sínu, til að gefa út óinn- leysa/nlega pappírspeninga. Ef þeir hafa ekki látið i veðri vaka, (sem þeir hafa þó venjulega gjört), að þeir myndi borga (hina óinnleysan- legu seðla) i mynteyri einhvern tíma í ótiltekinni framtíð, þá hafa þeir þó, með því, að gefa seðl- unum nöfn mynteyris sins, gefið fullgildan á- væning, þótt falskur hafi reynzt sem optast, um það, að þeir ætluðu að halda þeim (óiunleys- anlegu seðlunum), i verði, er jafngilda skyldi verði mynteyrisins. Þetta er ekki ómögulegt enda þótt seðlar sje óinnleysanlegir. Satt er það, að hjer er eigi um hina sjálfgjörðu hömlu að ræða, sem fylgir innleysanlegum seðlum1. En menn hafa glöggva og ótvíræða tilsögn, er af má dæma, hvort gangverð pappírspeninga sje að fullu, og að hve miklu leyti. Þessi tilsögn er verð hinna dýru málma. Þegar seðil-hafar geta ekki heimt, að peningar sje hræddir niður (cannot demand coin to he converted into bul- lion), o'g þegar engir peningar ganga lengur handa á milli, þá hækkar og læltkar niður- bræddnr málmur (bullion-) í verði eins og hver annar hlutur; og sje verð hans hærra en mynt- steðjans verð, ef eyrir (an ounce) gulls, sem i myntuðum peningum jafngildir j£ 3 17s. 101/,2 d., er seldur fyrir ,£ 4 eða .£ 5 í seðlum, þ á hefur verð seðla fallið að sama mun niður úr því, er verð myntaðs gangeyris mundi vera. Yæri þvi útgáfa óinnleysanlegra seðla háð ströng- um reglum, og ein þeirra væri, að hvenær sem niður bræddur málmur yrði hærri í verði, en svaraði mynt-verði, þá skyldi draga úr útgáfu seðlanna, þangað til markaðsverð brædds málms og myntverðið mættust aptur, þá þyrfti slikur gangeyrir (o: seðlarnir óinnleysanlegu) eigi að vera undirorpinn neinum þeim vandræðum, sem menn venjulega telja að sje óaðskiljánlega sam- angróin við óinnleysanlega seðla“. „Enn allt um það veitir þetta gangeyris skipu- lag (o: það skipulag að hafa seðla óinnleysan- lega) engan þann liagnað, er nægi til þess, að mæla fram með, að þvi skyldi komið á. Óinn- leysanlegur seðilgangeyrir, er að verðlagi færi eptir verði bræddra málma, mundi alveg sam- ftvara, i öllum verðbreytingum, innleysanlegum gangeyri; hinn eini ábati yrði það, að menn 1 l) Því útgáfa þeirra fer eptý- ákveðnu hlut- falli við fyrirliggjandi mynteyri, að einu leyti, og aðkallandi þörf, að öðru. 2) Bullion þýðir merktur málmhlunkur (sbr. ‘kopar-hlunkur’); úr miðaldur lat. hulliona og hullio málmkleppur, leitt af miðaldar lat. hull- are, að stappa, merkja með innsiglis-stöppu; hulla blýinnsigli, páfabrjef með stöppuðu blý- ( innsigli við; og i bankamáli: (peninga)-málmur * bræddur niður í stengur með ástöppuðu inn- sigli stjórnar á, til votts um, að málmurinn ' sje svo og svo hreinn. yrðu undanþegnir þeirri nauðsyn, að halda nokk- urri fyrirliggjandi varatryggingu i dýrum málmum; en þetta er ekki svo mjög þýðingar- mikíð, einkum af því, að stjórnin, meðan ráð- vendni hennar er ekki grunuð, þarf ekki að hafa eins stóran tryggingarsjóð eins og eins- legir (privat) seðla-útgefendur, því að hún á aldrei von á eins stórum skuldakröfum að ó- vörum, með því menn geta aldrei eigiplega grun- að hana um, að hún geti eigi borgað. En móti þessu litla hagræði má setja það, fyrst, að stjórn- in getur farið sviksamlega með verð niðurbrædda málmsins, til þess, að hafa áhrif á gangeyri lands, sömuleiðis með þvi, að hafa við falssölu (sölu,sem ekki er ætlazt til að standi) til þess, að hafa áhrif á meðalverð, allra meðalverða (the averages), sem menn kvörtuðu svo mjög undan og með öllum rjetti, meðan kornlögin stóðu. En það er enn miklu þýðingarmeira efni, að menn haldi fast við einfalda gruudvallarreglu, sem hver getur skilið, hvað ófróður sem er. Allir menn getn skilið, hvað innleysanlegleiki seðla þýðir; allir sjá, að það, sem menn geta fengið skipt fyrir fimm pund, livenær sem vera skal, er fimm punda virði. Að skipa gangeyri eptir verði niðurbrædds málms (hullion) er flóknari hugmynd og óaðgengilegri, af því menn koma henni ekki eins kunnuglega fyrir sig. Almenningur yfir höfuð hefði ekki nándar nœrri sama traust á óinnleysanlegum gangeyri með slíku fyrirkomulagi, eins og á innleysanlegum gangeyri; enda þeir, er bezt hefðu vit á, mættu vel efast, hvort líklegt væri, að slíku fyrirkomulagi yrði ófrávíkjanlegafylgt. Með því að almenningnr skildi ekki eins vel undirstöðu sliks fyrirkomulags, þá mundi almenningsálit ekki ganga eins ríkt eptir, að þvi vœri vandlega fylgt, og, ef í vandræði ræki, mundi það rísa gegn fyrirkomulaginu. Hins vegar mundi stjórn lands þykja það miklu al- varlegra mál og viðurhlutameira að af-nema innleysanlegleik gangeyris, heldur en að slaka til á reglu er mönnum, ef til vill, kynni að þykja eitthvað þvinguð1. Ástæðurnar, er mæla meðhmleysanlegumgangeyri, vega því miklu meira en þær, er bornar verða óinnleysan- legum gangeyri, enda með bezta fyrirkomu- lagi“. (Framh.). Eeykjavík 26. marz 1886. Þingkosningafundur. Eins og til stóð var 1) Þetta lýtur til þess, að eptir nú gildandi bankalögum Englands, „Peel’s Act of 1874“ má „Bank of England" ekki gefa út seðla umfram ákveðið hlutfall. En komi fyrir gulltæmir svo, að þetta hlutfall raskist, >þá hefur stjórnin lög- heimild til að fella „Peels Act“ úr lögum um stund og leyfa bankanum að gefa út seðla umfram lögskipað hlutfall, unz aðstreymi gulls nær lögboðnu hlutfalli við seðilútgáfuna, sem var þegar „Peels Act“ var felldur niður; og skal þá bankinu draga frá seðilútgáfu sinni jafn- mikiðogút var gefið, meðan „Peels Act“ lá niðri. haldinn hjer í bænum 20. þ. m. fundur sá, er H. Kr. Friðriksson hafði kvatt til með auglýs- ingu í síðasta blaði. Mættu þar allmargir, en varla helmingur kjósendur at þeim. Hr. H. Kr. Fr. gat þess, að hann ætlaði að bjóða sig fram til þingmanns fyrir Rvik og kvaðst mundu fylgja sömu skoðunum, sem á síðustu þingum. Að þvi, er stjórnarskrármálið snertir, talaði hann líkt því, sem hann skrifaði hjer í blaðinu 12. þ. m. um það mál. Á fund- inum töluðu Björn Jónson, Gestur Pálsson, Guð- laugur Guðmundsson cand. jur., dómkirkjuprest- ur H. Sv., Jón Ólafsson, Þorlákur Jónsson og Þorleifur Jónsson. Ekki heyrðist ein rödd (nema H. Kr. Fr.) móti stjórnarskrárfrumvarp- inu frá síðasta þingi, heldur voru þvert ámóti með þvi allir, sem nokkuð minntust á það, og samþykkt var með samhljóða atkvæðum að kjósa eigi annan á þing fyrir kjördæmið en þann, sem væri með stjórnarskrárendurskoðun- inni. Þá var talað um, hvort enginn þeirra fund- armanna, er væru með stjórnarskrárendurskoð- uninni, vildi gefa kost á sjer, og voru tilnefnd- ir Björn Jónsson ritstjóri, Indriði Einarss. re- visor, Jón Ólafsson og Þorleifur Jónsson rit- stjóri. B. J. og I. E. kváðust eigi mundu bjóða sig fram nokkurs staðar. J. Ól. kvaðst því að eins gefa kost á sjer, að hann fengi innan skamms svo tjölmenna áskorun frá kjós- öndum hjer, að víst væri, að hann yrði hjer kosinn, þvi að hann hefði fengið eindregna á- skorun annars staðar að. Þ. J. sagði, að ef hann gæfi kost á sjer til þingmennsku, sem liklega yrði, þá byði hann sig fram annars stað- ar (í Húnavatnssýslu). Dr. J. Jónassen hefur getið þess við ýmsa, að hann ætli að bjóða sig hjer fram; en ekki mætti hann á fundinum; vakti það nokkra óá- nægju meðal fundarmanna. Samþykkt var á fundinum að skora á hann að kveðja til fund- ar sem allrafyrst til viðtals við kjósendur; var sú áskorun send til hans sama daginn; en hann hefur enn ekki sinnt henni. Landshöfðingjaembættinu gegnir enn Jón Pjetursson háyfirdómari, þvi að enginn hefur í það verið skipaður. Með póstskipinu sigldi yfirdómari Magnús Stephensen, eptir ráðstöfun stjórnarinnar eptir þvi, sem sagt er. Er mjög sennilegt, að hann verði í þessari för skipaður landshöfðingi. í fjarveru M. St. er Árni Thor- steinsson landfóg. settur til að þjóna amtmanns- emhættinu, en landritari Jón Jensson, til að gegna yfirdómaraembættinu. Lausn frá prestskap hafa fengið 19. þ. m. þeir sjera Páll Jónsson í Yiðvik og sjera Hall- dór .Tónsson í Tröllatungu. Póstskipið, sem fór vestur í Stykkishólm á föstudaginn var, kom eigi fyr aptur þaðan en i fyrradag kl 4 e. h.; hafði tafizt af stormi. Póstskipið fór hjeðan í gær morgun, Auk M. St. sigldu með þvi cand. jur. Páll Briem og frú hans Kristín Guðnmndsdóttir, Þorl. kaupm. Johnson, cand. theol. Jón Thorsteinsen, fröken L. Bernhöft úr Rvik, fröken Jansen úr Hafnarf.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.