Þjóðólfur - 09.04.1886, Síða 3

Þjóðólfur - 09.04.1886, Síða 3
59 „Verzlun íslands við útlönd hefur, reiknuð i peningum, verið árin 1880—1882: Árið Upphæð Fólkstala Upphæð á hvern mann aðfluttrar vöru útfluttrar vöru að- ogútfluttr- ar vöru samtals aðfluttrar vöru útfluttrar vöru að- og útfl- vöru samtals kr. kr. kr. kr. kr. kr. 1880 5727000 6744000 12471000 72445 79,, 92, „ 172,o 1881 6022000 7379000 13401000 72851 82,, 101,„ 183„ 1882 6453000 6117000 12570000 71657 90,, 85,, 175,2 Bitt aí því, sem fyrst verður fyrir manni, þegar maðnr skoðar þessar skýrslur, er, að hinar að- fiuttu vörur eru minna virði þessi þrjú ár en útfluttu vörurnar. 1880 voru útfluttu vörurnar 1017000 kr. hærri en aðfluttar vörur, 1881 voru útfluttu vörurnar 1357000 kr. hærri en aðflutt- ar vörur, en 1882 voru hinar aðfluttu vörur 336000 kr. hærri en útfluttar vörur, og öll árin hef- ur verið útflutt 2038000 kr. meira en aðflutt var eptir skýrslunum, og þð taka þær ekki með þær peningaupphæðir, sem kaupmenn senda út í pðstávisunum, og sem ganga til þess að borga skuldir íslands við önnur lönd, því hjer er ekkert borgað með víxlum, eins og annarstaðar á sjer stað i allri útlendri og innlendri verzlun. Degar pðstávísanir til landsins voru frádregnar þessi ár, var sent út í pðstávisunum: 1880 226621 kr., 1881 244151 kr. og 1882 198159 kr. Sje þess- um upphæðum bætt við hinar útfluttu vörur, þá hafa þær hlaupið 1880—82 2706000 kr. meira en innfluttar vörur, en það á sjer hvergi stað, svo jeg þekki til, að útflutta varan sje hærri en aðflutta varan; hún er að jafnaði miklu lægri að verði en aðflutta varan. Það sem gjörir, að útflutta varan verður þessi ár hærri en aðflutta varan, er síldin. Eins og kunnugt er, eru það einkum Norðmenn, sem veiða síld hjer við land. íslenzk síldarfjelög eru þð líka tU, en hve mikill þeirra afli er, sjest ekki af skýrslunum; fyrir utan það, sem þessi íjelög fiska, ber íslendingum landshlutur af síldarveiði hinna útlendu manna, og er hann 4 af hundr- aði. Dað minnsta, sem Islandi verður reiknað af útfluttri síld, er það sem samsvarar landshlutn- um. Sje allri annari síld kippt burtu úr skýrslunum, þá rýrna útfluttar vörur þess ár' þannig, að aðfluttar vörur hafa hlaupið samtals öll þrjú árin 18202000 kr., og útfluttar vörur 16071000 kr., og aðfluttar vörur 2131000 kr. hærra en liinar útfluttu vörur. Upp í þessar 2131000 kr. hefur ísland vitanlega borgað i pósávísunum....................................... 668900 kr. Með skuldajöfnuði (o: tillaginu frá Danmörku í 3 ár).............................. 295000 — Með vöxtum af útlendum skuldabrjefum (ágizkað).................................... 120000 — Samtals 1083900 kr. þá yfirstígur aðflutta varan hina útfluttu í þessi 3 ár um liðuga 1 millíón eða c. 350000 kr. um árið, sem vel getur legið í ýmsum atriðum, t. d. þvi, 1) að aðflutt vara er reiknuð með verðinu hjer á landi, og útflutt vara sömuleiðis, 2) því, að íslendingar eiga töluvert stærri lilut í síldinni en hjer hefur verið reiknað, 3) því, að verðið, sem hjer er reiknað með, er lægra i skýrslunum, en það er í raun og veru, þar sem verðið í skýrslunum ekki tekur neitt tillit til þess, sem kaupmenn gefa fyrir innlendu vöruna í laumi auk verðsins og sem kallaðar eru prósentur o. s. frv. Hvert af þessum atriðum fyrir sig getur vel orðið að 350000 kr. um árið, svo að maður verður að á- líta, að innfluttar og útfluttar vörur hjer á landi í þessi þrjú ár vegi mjög nákvæmlega upp hverjar aðrar, í samanburði við það sem verzlunarskýrslur annara þjóða sýna“. (Pramh.). eigi til muna borið á matvöruskorti meðal almennings; kaupmenn luma enn á nokkru korni, en þeir liggja á þvi eins og ormur á gulli. Nýlega er kaup- far komið til Þingeyrar, hlaðið korn- vöru. Það fór betur, að sýslunefndin gat afstýrt því, að sýslan færi að snapa hallærislán. Það eru optast einhverj- ir, sem allt af vilja biðja, en lítið mun sjást eptir af því, sem jetið er upp á einu augabragði, „gleymt er þá gleypt eru. Ætli það væri eigi affarasælla, að verja nokkru af fje því, sem sifellt er verið að ausa út úr landssjóði und- ir nafninu hallærislán, til eflingar at- vinnuvegunum. Manndauðinn yrði liklega eigi öllu meiri fyrir það. í ráði var, að undirbúningsfundir undir þingkosningar væri haldnir um þessar mundir, einn á Ogri, annar á Þingeyri, þriðji á ísafirði, en sakir tiðarinnar mun fundum þessum frest- að. Sýslunefndin, sem til er ætlazt að eigi fund með sjer 14. þ. m., lætur líklega til sín heyra. Mikið kvað ganga á með undirróð- ur við kosningu eins manns til bæj- arstjórnar á ísafirði. Kaupmenn standa þar öndvegir alþýðu. Líklega hafa kaupmenn betur; það er hart í búi hjá sumum. Póstur mannaði sig upp og skildi ekkert eptir í Hjarðarholti a síðustu ferð. „Nýtt sem sjaldan skeður“. — í C-deild stjðrnartíðindanna 1885 eru mjög frððlegar skýrslur um verzlun íslands fyrir ár- in 1880—1882; það eru skýrslur um aðfluttar og útfluttar vörur, verðlag á vörum, skipkom- ur og fasta kaupmenn, með yfirliti yfir skýrsl- urnar eptir Indriða Einarsson. Hjer er sett hið helzta úr yfirlitinu sakir hins mikla frðð- leiks, sem fólginn er í skýrslunum, og er það 1 betra en ekki neitt fyrir þá, sem ekki eiga kost á að lesa stjðrnartíðindin, enda eru þau ! ekki til líka eins vel útbreidd og Þjóððlfur.1 *) Annars viljum vjer ráðleggja hverjum, sem það getur að eignast stjórnartiðindin, því að enginn getur orðið kunnugur löggjafar-og stjórn- armálum landsins, nema hann lesi stjórnartíð- indin; þau kosta nú ekki nema 1 kr. og er það sannlega ekki mikið fyrir aðra eins bðk. Beykjavík 9. apríl 1886. Húnaðarfjclag suðuramtsins lijelt fyrri árs- fund sinn 5. þ. m. hjer í bænum. Mættu þar 20 melin, að 7 mönnum meðtöldum, sem þá voru teknir inn í fjelagið. Forseti H. Kr. Prið- riksson skýrði frá framkvæmdum fjelagsins og efnahag þess; sjóður þess var við siðustu árs- lok 17715 kr. 81 e. Sveinn Sveinsson búfræð- ingur var ráðinn í þjónustu fjelagsins þetta ár með sömu kostum, sem áður. Dað var ogsam- þykkt, að fjel. sendi Sæm. búfræð. Eyjúlfsson austur í Skaptafellssýslu í sumar eins og í fyrra mót sama kaupi sem þá. Var þá lögð fram umsókn frá sýslumanninum í Rangárvallas. um fjárstyrk úr fjel. til búnað- aðarframfara þar; en því máli var frestað til næsta fundar 5. júlí, sakir þess að skýrslur vöntuðu þar að lútandi. Dá kom til umræðu svolátandi tillaga frá bú- fræðingi Hermanni Jónasarsyni: „Búnaðarfjelag suðuramtsins ályktar að leit- ast við að koma allt að 6 — sex — efnilegum og vönduðum piltum fyrir, er þess kynnu að óska, norður í Díngeyjarsýslu, til þess að dvelja þar eitt til tvö ár og læra kvikfjárrækt, og kynna sjer aðra búnaðarhætti, á þeim heim- ilum, sem líklegust þykja í því efni, og veita þeim ókeypis far og fæði með strandferðaskip- unum frá Reykjavik til Akureyrar, eða þá fje, sem þvi svarar“. (Sbr. Djððólf 5.—6. tölubl. þ. á.). Dessari tillögu tóku menn með fögnuði, og var samþykkt að verja til þessa allt að 200 kr., nokkru i sumar, ef því yrði við komið, og hinu sumarið 1887. Voru þá kosnir samkv. ákvæðum laganna 3 menn i nefnd, til að segja álit sitt um verðlauna-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.