Þjóðólfur - 16.04.1886, Blaðsíða 1
Keraur 4t' á föstudags-
morgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn(8krifleg:) bund-
in viö áramót,ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 16. apríl 1886. Nr. 16.
Nokkur orð
urn
sjálfstæði íslenzkra embættismanna.
v Eptir sýslumann Skúla Thóroddsen.
Gróði vin!
Má jeg ónáða þig og lesendur
Þjóðólfs með örfáum orðum?
Það er ofurlítið, sem liggur mjer á
hjarta, líklega af skilningsleysi sprott-
ið eða einhverri aunari meinloku, en
það er svo gott að geta sannfærzt um,
að það, sem fram við oss kemur í
heiminum, sje rjettlátt og satt og sjálf-
um oss fyrir beztu. Sannfærðu mig
því, Þjóðólfur minn; þá gerirðu mjer
greiða. Eins og kunnugt er orðið,
höfum vjer ísfirðingar verið að herj-
ast fyrir því, að koma prentsmiðju á
fót á Isafirði. Loks komst þetta mál
svo langt áleiðis á siðastliðnu sumri,
að prentsmiðjan var fengin. Jeg er
einn í stjórn prentfjelagsins, og var
mjer á hendur falið, að sækja um
prentsmiðjuleyfi undir minu nafni,
þareð lög fjelagsins voru þá eigi sam-
þykkt til fullnustu, en æskilegt þótti,
að prentsmiðjan gæti tekið til starfa
sem fyrst.
Sem svar upp á allraþegnsamleg-
asta hænarskrá mína, hef jeg með
pósti þeim, er kom til ísafjarðar 17.
marzmánaðar meðtekið svolátandi brjef:
„íslands Suöuramt Off Vesturamt.
Itcykjavlk 1. marz 1886.
Eptir að jeg hafði sent landshöfðingjanum
til frekari fyrirgreiðslu allrajiegnsamlegasta
bænarskrá yðar, lierra sýslumaður og bæjar-
fðgeti, til konungs um leyfl til að setja á
stofn og nota prentsmiðju á ísafirði, hefur
landshöfðinginn boðið mjer að tjá yður, að
hann álíti, að ]>að geti ekki samþýðzt stöðu
yðar sem lögreglustjóra og eptirliti [>ví með
notkun prentfrelsisins, sem yður ber að hafa
á hendi eptir prentfrelsislögunnm, að þjer
rekið sjálfur prentiðn á ísafirði, og að hann
þess vegna eigi geti mælt nieð ]>ví, að yður
verði veitt hið umbeðna leyfi.
Þetta gefst yður til vitundar, yður til leið-
beiningar.
Magnús Stephensen.
settur.
Til
herra sýslumanns og bæjarfógeta
Skúla Thóroddsens11.
Þótt vilji minn sje sterkur, og jeg
gjöri mjer allt far um, að sjá það
sannleikans afl og læra að þekkja þá
þj óðarnauðsyn, sem svar herra lands-
höfðingjans sjálfsagt er byggt á, er
máttur minn veikur um of. Jeg get
ekki betur sjeð, en að herra lands-
höfðinginn hafi með brjefi þessu geng-
ið nær borgaralegum rjettindum min-
um og annara lögreglustjóra, en em-
bættisstaða vor virðist geta heimilað.
Lítum á ástæður landshöfðingjans.
Kjarninn í hnotunni er þá þessi, að
það geti eigi samþýðzt stöðu lögreglu-
stjóra og eptirliti því, er þeim beri að
hafa á hendi eptir prentfrelsislögunum,
að þeir reki sjálfir prentiðn. Eitthvað
er þetta undarleg ástæða. Margur
myndi ætla, að eptirlitið mundi engu
minna, ef lögreglustjórinn hefur sjálf-
ur hönd í bagga. Hitt virðist vera
að gera lögreglustjórum getsakir, sem
geta að vísu haft við meiri eður minni
rök að styðjast, en ekki eiga við að
óreyndu. Þetta hefur auðvitað heldur
eigi verið tilgangur herra landshöfð-
ingjans. En máske hann hafi haft
fyrir augum hinn almenna breizkleika
mannanna; það er mannlegt að vill-
ast af vegi; óhugsanlegt er það því
eigi, að lögreglustjórinn kynni að van-
'brúka hið vandfengna loyfi, en væru
þá hundrað í hættunni? Getur þessi
mögulegleiki rjettlætt, að takmarka
borgaraleg rjettindi embættismannsins
á þennan hátt? Það getur mjer eigi
glögglega skilizt. Ábyrgðin fylgir af-
brotinu, og það er engin ástæða til að
ætla, að eigi yrði tekið í taumana, ef
á þyrfti að' halda, en præventio (fyrir-
bygging brotsins) gagnvart embættis-
manninum virðist eigi á betri rökum
byggð í þessu tilfelli en í ótal mörg-
um öðrum. Og þó að stöku sinnum
kynni að þurfa að skipa setudómara,
eru þetta þá þau nýmæli ? Ekki hef-
ur landsstjórninni ævinnlega miklazt
slíkt í augum, enda hlýtur þetta þrá-
faldlega að koma fyrir. Tökum eitt
dæmi: Samkv. 54. gr. stjórnarskrár-
innar er embættismönnum sem öðrum
heimilt að láta í ljósi hugsanir sinar
á prenti; en getur þetta eigi opt leitt
til þess, að setudómara þurfi að skipa.
Lítum því næst stuttlega á afleið-
ingar þessa álits herra landshöfðingj-
ans. Það er auðsætt, að þær verða
mjög viðtækar, eða hvar verða tak-
mörkin? Hve nær getur embættis-
maðuriun sagt við sjálfan sig: þetta
er mjer heimilt, þetta má jeg gjöra?
Getur hann eigi á hverri stundinni
búizt við brjefi frá herra landshöfð-
ingjanum eða öðrum yfirboðurum, sem
á svipstundu kollvarpar því, sem hann
hefur sagt eða gjört í þeirri hjartans
sannfæringu, að það væri embættinu
óviðkomandi, en sem herra landshöfð-
inginn álítur, að eigi geti samþýðzt
stöðu hans sem lögreglustjóra, prests
eða hvað hann kann að vera? Það
er oftast hægt að toga og teygja, ef
viljann ekki vantar. Ætli það geti
t. a. m. samþýðzt stöðu lögreglustjóra
að þeir sjeu i pöntunarfjelögum eða
kaupi vörur erlendis, þar sem þær fást
með vægasta verði? Getur slíkt eigi
auðveldlega komið í bága við eptirlit
það, er þeim ber á hendi að hafa eptir
tollögunum ? Jeg held, að slíkt athæfi
lögreglustjóra verði varla varið. En
göngum ofurlítið lengra. Það er enda
hugsunarrjett ályktun eða afleiðing
þessa landshöfðingjabrjefs, að lögreglu-
stjórum yrði bannað að eiga eða hafa
undir hendi kú eða kind, hest eða
hund; má eigi með fullt eins miklum