Þjóðólfur - 07.05.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.05.1886, Blaðsíða 2
74 þjóðhetju (Fenn = Finnur; í Ossians- kvæðum Fingal). 1869 lagði G-ladstone niður pró- testantísku kirkjuna á Irlandi, og upp frá því þurfa Irar ekki að gjalda nema katólskum klerkum og biskupum, sem fylgja þeim að öllum málum. Eptir þetta er enginn maður jafnmikið rið- inn við sögu Ira og Clladstone. 1869 var irska málið landbúnaðarmál, og þingmenn íra fluttu fram þríliðaða kröfu, sem var svolátandi: viðunanleg landskuld (fair rent), föst landseta (fixity of tenure), leyfi til að selja landsetarjett (free sale); þetta kölluðu þeir „hin 3 fu eptir upphafsstöfunum. Landbúnaðarlög Gladstones 1870 þóttu þeim ónýt. Svo færa þeir sig upp á skaptið og heimta Homerule (heima- stjórn, þ. e. þing á Irlandi fyrir öll þau mál, er sjerstaklega varða Irland). Árin 1870—80 liðu, svo að þeim var haldið í skefjum með harðri hendi. Á þessu tímabili kemur sá maður til sögunnar, sem heitir Parnell. Hann er enskur að ætt og prótestant að trú. Þessum manni, hefur þótt ótrúlegt þyki, með lægni og vitsmunum tekizt að verða foringi Ira utan þings og innan, svo Englendingar kalla hann „hinn ó- krýnda konung írlands“. 1879—81 var mesta óöld á Irlandi. Parnell var þá formaður í hinu volduga írska fé- lagi, sem kallaðist „land-league“ = bændafjelag, en seinna hefur breytt nafni og heitir nú „National Irish league“ = þjóðfjelag Ira. Þetta fje- lag fór svo langt, að það bannaði landsetum að greiða landskuldir, og þegar landsdrottnar vildu ekki ganga að þeim kostum, sem það setti, þá voru þeir ofsóttir á allar hmdir. Það var hætt kaupum og sölum og öllum við- skiptum við þá og stundum voru þeir myrtir. Æsingar urðu svo miklar, að Gladstone setti Parnell i fangelsi, en gaf þó sama ár ný landbúnaðarlög. I þau eru „hin 3 fu upp tekin, og vildi hann þannig beita bæði góðu og illu. Dómstólar skyldu ákveða land- skuld hjá landsetum o. s. frv. Parnell var hleypt úr fangelsi og leitað um sættir. Þá var það um vorið 1882 að 2 æðstu embættismenn á írlandi voru myrtir, og eptir það var beitt hörðu við Irana. Nii hefur Gladstone lagt fyrir neðri málstofu þingsins i Lund- únum 2 frumvörp. Fyrra frumvarpið er um, að Irar fái þing í Dýflinni fyrir Irlands mál. Hið síðara er um að jarðir verði keyptar af landsdrottnum enskum á Irlandi og seldar í hendur írum með því móti, að þeir borgi aptur hinum enska ríkissjóð þetta fje á vissum árafjölda. Það er ómögu- legt að segja, hvort þingið enska geng- ur að þessu, en hitt má segja um Englendinga, að syndir feðranna koma fram á börnunum ekki í 3. og 4. held- ur 20. lið. Útlendar frjettir. —0— Khöfn 17. apríl 1886. Da/nmörk. Nú er hjer loks komin sól og sumar eptir harðan og langan vetur. Bágindi þau hin miklu, sem hjer hafa verið, eru nú farin að minnka dálitið, af því nú er farið að koma líf aptur í siglingar og aðra atvinnu, en þó er talið svo, að enn gangi mörg hundruð verkamanna atvinnulausir. Hefði eigi verið stórkostlega hjálpað hjer, mundi fólk beinlínis hafa dáið úr hungri. Yerkamenn hafa fjórum sinnum farið þess á leit við bæjar- stjórnina i Höfn, að hún hjálpaði, en hún hefur allajafna neitað, eigi afþvi að hún neitaði, að bágindi væru, held- ur til þess að halda fast við „principiðu, að veita eigi peningalegan styrk; verkamenn beiddu þá um vinnu, en fengu heldur eigi. I pólitíkinni er blíðalogn. Enn á ný voru gefin út bráðabirgðafjárlög fyrir 1886—87, en nú eru menn orðnir svo vanir við þess háttar lög, að blöðin prentuðu lögin án þess að hnýta neinum at- hugasemdum við; mest upphæð er, eins og vant er, á útgjaldadálk til land- og sjóhers, enda er nú búið að stinga fyrsta hnausinn að garði til varnar Hafnar. Berg hefur nú setið á þriðja mán- uð i fangelsi samkvæmt hæstarjettar- dómi; siðustu dagana hefur hann ver- ið mjög veikur (sykursýki og melt- ingarleysi), en þó hefur hann eigi enn verið fluttur á spítala. Það er mælt, að dómsmálaráðgjafinn Nellemann(okk- ar Nellemann), hafi sjerstaklega vak- andi auga á því, að dómnum sjebók- staflega fullnægt. Englcmd. Þaðan eru stór tíðindi og mikil. Svo sem kunnugt er, tók Gladstone að nýju við stjórn 26. febr. þ. á. Hann gerði þá þegar lieyrum kunnugt, að hann ætlaði að taka að sjer írska málið, og leiða það til lykta. En brátt fór að brydda á þvi, að ó- samlyndi væri i ráðaneytinu um, hvernig skyldi skipa því máli, og kom það svo langt, að þeir Ghamberlain og Trevelyan sögðu af sjer stjórnarstörf- um, og komu í þeirra stað Jamðs Stausfield og Dalhouse lávarður, báðir dugnaðar- og framfaramenn miklir. Hinn 8. apríl gekk mikið á í London, því að þann dag ætlaði Gladstone að leggja frumvarpið um írska málið fyrir neðri málstofuna. I henni sitja 670 þingmenn, en þar er svo húsum hátt- að, að eigi kemst fyrir í salnum nema rúmur helmingur, kl. 6 um morgun- inn komu írsku þingmennirnir, til þess að hafa vist sæti, og um hádegi var ekki eitt autt sæti, kl. 4'/2 hóf Glad- stone ræðu sína og talaði i hálfan fjórða tíma fyrir frumvarpi sínu, og hafa allir bæði vinir og mótstöðumenn lokið upp einum og sama munni um, að ræðan hafi verið fullkomið meist- araverk bæði að því er form og inni- hald snertir. Aðalinntakið í frumvarpi Gladstones er þetta: Irland skal hafa sitt eigið þing í Dublin, skal þvi skipt í tvær deildir; i hinni efri deild skulu sitja þeir 281ávarðar, sem nú sitja í efri mál- stofunni ensku, og kosnir eru ævilangt og 75 þingmenn, er kosnir eru til 10 ára, og af þeim mönnum, er gjalda minnst 25 pund sterling í leigu af á- búðarjörðum sinum. Kjörgengi hafa þeir, sem hafa að minnsta kosti 200 pund i tekjur á ári. En í hinni neðri deild skulu sitja 206 þingmenn, er kosnir skulu eptir hinum gildandi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.