Þjóðólfur - 07.05.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.05.1886, Blaðsíða 4
76 J»ar, að jeg „mundi fáanlegur“ fyrir þingmann í ísafjarðarsýslu. Jeg hef aldrei látið það í ljðsi við nokkurn mann, að jeg væri fáanlegur til j>ess. enda hafði jeg heldur enga hvöt til }>ess, þar sem jeg enga áskorun í Jiá átt hafði fengið úr Jieirri sýslu fyrri en nú með vestan- pósti (dags. 24. marz), eptir að jeg liafði fengið sams konar áskorun úr 5 kjördæmum öðrum. ísfirðingar koma nú fyrst á 11. stund, og get jeg þegar af þeirri ástæðu eigi orðið við til- mælum þeirra. Rvik 14. apríl 1886. Jón Ólafsson. Reykjavík 7. mai 1886. Heiðursverðlaun (hæderligt accessit) við há- skólann í Kaupmannahöfn hefur stud. mag. Jón Stefánsson fengið fyrir ritgjörð í enskri málfæði. Lækniscmhættið í 16. læknishjeraði (A. Skaptafellss.) veitt 13. f. m. lækni Þorgrími Þórðarsyni. í yflrdömaraembættið (i stað M. Steph.) er settur landfóg. Árni Thorsteinsson. í bæjarfógetaembættið hjer i bænum er settur landritari ,Jón Jensson. Tiðarfar hefur hjer í langan tíma verið hið bezta. Norðanlands hefur það verið miklu verra en hjer syðra síðasta hluta vetrarins. Um sumarmálin var þó farið að lina og víða komin upp jörð. Lagis allmikill innst á fjörð- um nyrðra allt til sumarmála og liafís þar fyrir utan; en hann var þó mestallur kominn af Húnafióa og Skagafirði rjett eptir sumar- málin. Pöstskipið fór í fyrri nótt. M O Ð. —:o:— Jón: „Það var nokkuð átakanlegt fyrir mig að missa konuna mína svona hastarlega, sem jeg elskaði út af lífinu. Nú er mjer sama um allt, jeg held næstum að jeg gæti gengið út og . . . .“ Anna: . . . „Guð hjálpi þjer, maður; þú ætl- ar þó ekki að grípa til þess óyndisúrræðis, að„ .... Jón: . . . „að gipta mig, nei, fyr má nú rota en dauðrota, nei, þú mátt vera viss um, að það gjöri jeg ekki„. —o— Þegar ungur piltur barmar sjer yfir því, að ung stúlka eigi ekkert hjarta, þá er það nokk- urn vegínn víst að hún á hjarta hans. —o— Fyrirgefningin er eins og ilmur sá, sem leggur af hlómi, eptir að það hefur verið fót- um troðið. —o— Syndin á mjög mikinn fjölda af tólum, en lýgin er skapt, sem á við þau öllsömun. —o— Peningarnir eru i sannleika gagnslausir í sjálfu sjer, því það eina gagn, sem maður hef- ur af þeim, er að geta losað sig við þá. 3r*að er fagnaðarefni, að Þjóðólfur hefur get- að sannfært ísafold, því að í síðasta tölublaði sínu lýsir hún yfir því, að sjer hafi missýnzt, er hún hjelt því fram, að það væri brot á stjórnarskránni, að Iögreglustjóri reki prentiðn og fl. Svo er hún að afsaka missýning sýna, en er í svo miklum vandræðum með það, að eina ráðið, sem hún hefur, til að bera í bæti- fláka fyrir sjer, er, að snúa út úr, hártoga, og rangfæra greinina i síðasta tbl. Þjóðólfs. AUGL YSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orö 15 stafa frekast; m. öðru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun litíhönd. Til almennings! Læknisaðvörun. - Þess hefur verið óskað, að jeg segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Niss- en hefur búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lífs-essents. Jeg hef komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Jeg verð að segja, að nafnið Brama-lifs- essents er mj'óg villandi þar eð essents þessi er með öllu ólíhur hinum ekta Brama- lifs-elixír frá hr. Mansfeld-Búllner & Lass- en, og því eigi getur haft þá eiginlegleika, sem ágœta hinn egta. Þar eðjegummörg ár hef haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lifs-eliaAr frá Mansfeld-Búllner & Lassen er kostabeztur, get jeg ekki nóg- samlega mælt fram með honum einum, um fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. jólí 1884. E. J. Melchior, læknir. Einhe.nni hins óegta er nafnið C. A. Niss- en á glasinu og miðanum. * Einhenni á vorum eina egta Brama-lífs- elixír eru firmamerki vor á glasinu, og á merki-skildinum á iniðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bnllner & Lassen, semeinirbúatilhinn verblaunaða Brama-lifs-elixir. Kaupmannahöfn. Gleðileikir í Glasgow. „ímyndunarvelkin“ eptir Moliére. Föstudag 7. þ. m. kl. 7Y2 (bílæti að eins seld Good Templurum). Laugardag 8. þ. m. kl. 7'f opinberlega leikið. Bílæti fást i Glasgow. ZECjer með leyfi jeg mjer að leiða athygli al- mennings að því, að frá því í dag eru i bakaríi minu seldar veitingar á kaffl, sjúkólaði, límónaði, hvítöli og kökum. Reykjavík, ,6. mai 1886. •J. E. Jenssen. Rée & Bay Orothersgade 14. Kjobenhayn K. Cigar- og Tobaksfabrik etableret 1849 anbefaler til Udförsel Mellemskraa No. 1 Kr. 1.05. do do do No. 2 Kr. 0.95. Dyg'tig’e Agenter fortrolige med det danske Sprog og som have större privat Be- kjendtskab, söges. Offerter með Angivelse af hvad Beskjæftigelse haves, bedes snarest sendt til Aug. J. Wolff & Co’s Annoncebureau i Kjöbenhavn K. under M.: lAgentl598\ LÖGFRÆÐISLEG formálabók eöa Leiðarvísir fyrir alþýðu til að rita samninga, arfleiðslnslcrár, skiptagjörn- inga, sáttakærur, stefnur, umsóknarbrjef og fleiri slík skjöl svo þau sjeu lögum samkvæm; j eptir Magnús Stephensen og L. E. Sveinbjörnsson, yflrdómendur, erkominút, Stærð 22 arkir. Verð: i kápu kr. 3.75. Reykjavík, 12. febrúar 1886. Kr. 6. 1'orsTÍnisson. JStLig undirskrifaðan vantar af útveg mínum sjö neta trossu, sem lögð var á hina svokölluðu netalínu: Keilir nál. Knararnesi. Á trossunni voru tvær holbauur, önnur brm.: G. Audnum, iiin : M. Þ. Hver sem liitta kynni tjeða trossu, er beðinn að hirða hana og halda til skila mót sanngjörnum fundarlaunum. Auðnum 29. apríl 1886. Guðm. Guðmundsson. jtdLús til leigu frá 14. maí 1886 bæði fyrir familíu og einhleypa menn. Ritstjóri ávísar. Til leigu fæst á góðum og haganlegum stað niður í bænum stofa og svefnherbergi fyrir ein- hleypan mann. Ritstjóri Þjóðólfs ávisar. "VAerzlun J. Bjarnason & Co. í Reykjavík á- minnir sína heiðruðu skiptavini um að muna eptir, að kappkosta, að standa sem hezt í skil- um við hana á komandi sumarkauptíð, og mun þá áðurnefnd verzlun kappkosta af fremsta megni að gjöra skiptavini sína sem ánægðasta, bæði með lánum og vöruverði á hinum útlendu vörum. Rvík, 6. maí 1886. Eigandi og ábyrgðarmaður B. H. Bjarnasoii. Eigandi og áþyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Shrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentari: Sigm. Ouðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.