Þjóðólfur - 14.05.1886, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.05.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. maí 1886. Nr. 20. Skrifstofa Þjóðólfs verðui' frá því næsta miðvikudag í húsinu, þar sem nú er ísa- foldar prentsmiðja, á 1. sal í austurendanum. Útgefandi Þjöðólfs óskar að fá trúan, dyg'g- an og röskan dreng, til að bera blaðið um bæinn, og til fleiri vika ef á liggur. Hver sem vill sinna þessu, er beðinn að gefa sig fram sem allra fyrst. Um sanij>ykktina fyrir Rosinhvalanes- hrepp innan Skaga, Vatnsleysu- str.-, Garða- og Bessastaða-lireppa um fiskiveiðar á opnum skipum. Eptir Grím Thomsen. —:o:— Með því samþykkt þessi hefur leitt til málaferla og jafnvel handalögmáls, virðist rjett að íhuga hana nokkuð gjör, svo sá misskilningur geti orðið leiðrjettur, sem hún sjálf mun hafa valdið. A samþykktinni eru, að minni hyggju, þessir höfuðannmarkar: 1. Hún nær ekki yfir allar veiði- stöðvar Gullbringusýslu við Faxaflóa, og því siður til Akraness. Seltirningar og AkurUesingar eru ekki bundnir við hana, ef þeir róa til fiskjar heiman frá sjer. Heimilt ert.d. hverjum Seltirningi lieim- an að frá sjer að leggja þorskanet í Uarðsjó — og hefur þetta, eins og menn vita, opt ve'rið gjört i fyrstu lögn. En — þegar svo ber undir, hvernig eiga þá tiksjónarmennirnir (7. gr.) að vita, hvort þau net, sem þeir kynnu að finna fyrir utan línuna, °g sem Seltirningar eða Akurnesing- ar kynni að eiga, hafi verið lögð heiman að frá þeim formanni, sem hlut á að máli, eða úr annari veiðistöðu, sem samþykktin nær yfir? Mjer mun svarað, það sje svo erfitt að stimda þorskanet suður í Garðsjó frá Seltjarn- arnesi (og Akranesi), að það mundi ekki koma fyrir. Þetta er og satt, ef miðað er við alla vetrarvertíðina, en, eins og að ofan er ávikið, hefur það ekki að eins komið fyrir, heldur er það almennt, að formenn, sem ætla sjer að liggja við fyrir sunnan, leggi net sín á leiðinni suður, um leið og þeir í fyrsta sinn fiytja sig heiman. Þessi fyrsta netalöyn utan línunnar er því ekki á móti samþykktinni, svo fram- arlega sem formaðurinn er Seltirning- ur eða Akurnesingur. Oðrum er það fyrirmunað. Er það nú samhljóða til- gangi samþykktarinnar, sem á að vera sá, að friða fiskigöngurnar á grunn- mið gegn netalögnum á djúpi, að Sel- tirningum (og Akurnesingum) líðist í byrjun vertíðar að hlaða heiman að frá sjer netagarð í Garðsjó, þó netin aldrei liggi nema éina lögn, segjum að, minnsta kosti 2—3 daga, ef vel viðrar, og lengur, ef stormar ganga, og afli þeir nú vel í þessari einu lögn, er það þá ekki skapraun fyrir aðra fiskimenn á staðnum, sem samþykktin nær til, að vera útilokaðir frá þessari guðs blessun? — Sama er að segja um þann part af hinu svonefnda Sviði, sem er utan línu. Þar er Sel- tirningum einnig heimilt, að leggja net heiman að frá sjer; þurfa þeir og hvorki að taka net sín upp i stór- straum (2. gr.) nje bera niður hrogn- in úr fiskinum (5. gr.). Allir aðrir, sem eins breyta, verða brotlegir og sæta háum sektum. Þessi skortur á jafnrjetti spillir samþykktinni til muna. 2. Fyrirmæli samþykktarinnar um eptirlitið, sem eptir lögum 14. desbr. 1877, 6. gr., eiga að vera „itarleg“, eru ónóg og óljós, eins og sjá má af því, að sjálfa lögfpæðingana greinir á um, hvort tilsjónarmönnunum sje heim- ilt, að taka net þau upp, sem utan línu liggja, eður ekki. Hefur af þessu leitt og mun enn leiða mikinn ágrein- ing og ærinn lwstnað. 3. En — hvaðan á að taka kostn- aðinn? Lög 14. des. 1877 (sem þessi samþykkt, eins og allar slíkar sam- þykktir, er byggð á) mæla svo fyrir í 6. gr.: —■ í samþyhkt skal ávallt ítar- lega ákveða um eptirlit það, er þarf til þess, að hennar sje gætt, og hvernig' kostnað við það skal greiða. — En þessi samþykkt hefur enga ákvörð- un inni að halda um það, hvernig kostnaðinn skuli greiða; því þótthún (í 8. gr.) ætli tilsjónarmönnum helm- ing sekta, þá er mjer spurn á, hvað- an tilsjónarmenn eiga að fá þóknun fyrir starf sitt og frátöf frá atvinnu, ef enginn hrytur samþykktina, eða engar sektir falla. Og einmitf þá eru þeir maklegastir fyrir þóknun, þegar eptir- litið af þeirra hálfu er svo stöðugt og samvizkusamt, að enginn leggur á hættu að brjóta samþykktina. En til þess að eptirlitið sje svo nákvæmt, hljóta þessir menn — sem allir eru formenn — að tefja sig frá atvinnu sinni innan línunnar með því á degi hverjum að sigla og róa fram og apt- ur utan línu, - til þess að rannsaka, hvort ekki finnist net á fyrirboðnum stöðvum. Annars hafa þeir ekkert er- indi þangað, fyr en fer að fiskast á færin. Þessi laga-annmarki á sam- þykktinni er þannig vaxinn, að mig furðar stórlega á, að amtið skuli hafa staðfest hana. Þvi þegar að því kem- ur, að fara á eptir á að jafna þessum kostnaði niður á sýslubúa, þá mun það sannast, að fleiri bændur en einn láta dómstólana skera úr þessu atriði. Auk þessara annmarka á samþykkt- inni er enn eitt atriði i þessu máli, sem ekki snertir hana, en sem nauð- synlega þarf að koma til greina. Margir reyndir útvegsmenn, og þar á meðal fiskiþilsk.eigendur, hafa þá skoð- un, að niðurburður jaktanna fyrir ut- an grunnmið, sje skaðlegur mjög fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.