Þjóðólfur - 14.05.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.05.1886, Blaðsíða 3
79 frumritinu, en þann sem er, en þá hefði hann átt að taka breytingar sínar inn í enska text- ann, því ella ruglar slikt lesendurna, einkum þá, sem kynnu að nota bókina, til að læra af henni ensku. Hjer skulu tilfærð fáein dæmi, þar sem þýðingin er ekki nákvœm : Á hls. 3 stendur: „sem östeðja“ ■ hvað þýðir þetta orð? erþað lýsingarorð eða nafnorð? En hjer hefur velsæmistilflnning liklega aptrað þýð. frá að þýða orðrjett (á ensku: „as an unstaunched wench“ sem óþarfi er að vera að þýða). Á sömu bls.: „og með munninn kaldan“ (á ensku: „must our mouths he cold?“ = verða (hljóta) munnar okkar að verða kaldir?). Á sömu bls.: „Hávaöi úti fyrir“ (áensku: „A confused noise within“ = hávaði og ys inni fyrir; sbr. bls. 18: „fyrir utan“ i ensk. „within“, sem auð- sjáanlega er rjett eptir sambandinu). Á hls. 83: „Og á leðurblökum frí ríð um sólarsetur hlý“ (á e.: „On the bat’s back I do fly after summer merrily“ = Þegar sumarið er liðið (o: á haustin) flýg jeg með kátínu á baki leður- blökunnar). Hjer hefur þýð. viljað lesa „sun- set“ i stað „summer“ (sem einn Sh.-fltg., Theo- báld, hefur breytt svo), en þá átti hann að taka þá breytingu upp i enska textann. J. St. & V. G. (Niðurlag). Herra Jón Ólafsson hefur i brjefi til Borg- firðings (í síðasta nr. Þjóðólfs) farið nokkrum orðum um mig sem þingmannsefni. Dóm lians, eða rjettara sagt spár hans, um mig, læt jeg f eiga sig, en vil að eins gjöra þá athugasemd, að orðum minum á Goodtemplarafundi í vetur, þar sem rætt var um að byggja hús handa fje- laginu, er fyrir misminni og ranga skýring, snúið upp i stórpólitiska setningu, sem jeg kannast ekki við sem mína. Reykjavík 12. mai 1886. Þórhallur Bjarnarson. Reykjavík 14. mai 1886. Bðkmeuntafjelagið. Á fundi Hafnardeild- arinnar 30. marz var málið um afnám þeirrar deildar (heimflutningsmálið) tekið fyrir. Nefnd sö, er deildin hafði kosið til að ihuga málið, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar um afnám annarar hvorrar deildarirnar sje að ræða, þá verði eigi farið eptir reglunum fyrir breyt- ingu á lögum fjelagsins, heldur þurfi samþ. •dutaðeigandi deildar, til þess að afnema hana. Auk þess er tekið fram i nefndarálitinu, að það væi'> mjög óheillavænlegt fyrir fjelagið að af- nema deildina. Fundurinn fjellst á þetta og vísaði málinu frá með 30 atkv. móti 7; 4 Steiddu ekki atkv. Embættismenn fjelagsins- voru kosnir: for- s®tí Ólafur Halldórsson (varaf. dr. F. Jónsson), íjehirðir kaupm. J. Guðmundsson (varafjeh. H. A- Clausen), skrifari stud. Valtýr Guðmundsson (varaskr. stud. G. Brynjólfsson), hókavörður stud. Stefán Stefánsson (varabókavörður stud. Kl. Jónsson). Búnaðarfjelagið í Svínavatnshreppi hjelt aðalfund sinn í Stóradal síðastliðinn 23. nóv. Forseti, dbrm. Erlendur Pálmason í Tungunesi, las fyrst upp ávarp til fundarmanna og minnt- ist fyrst með söknuði hins látna meðlims fje- lagsins, próf. Jóns Þórðarsonar á Auðkúlu, er jafnan hefði styrkt fjelagið með ráðum og dáð. Síðan fór hann nokkrum orðum um aðaltilgang fjelagsins og framkvæmdir þess síðastl. ár; hvatti fjelagsmenn til framhalds við jarðabæt- ur og tók sjerstaklega fram að auka allan á- hurð, „því að án nægilegs áburðar yrði tún- ræktin takmörkuð og gæfi ekki fullkominn arð“. 1. Var lagður fram reikningur fjelagsins árið 1884—85; átti fjelagið í sjóði í fardögum 1885 2393 kr. 95 a. Til endurskoðara reikninganna voru kosnir Jón Pálmason i Stóradal og Guðm. Helgason á Svinavatni. 2. Samkvæmt framlagðri skýrslu yfir unnar jarðahætur, höfðu verið unnin 1174 dagsverk að jarðabótum i fjelaginu síðastl. ár. Af þvi höfðu búfræðingar unnið 200 dagsverk, en án búfræðinga höfðu fjelagsmenn unnið 974 dags- verk. Gat forseti þess, að þótt hvert dagsverk væri ekki metið meir en 2 kr. 50 a., þá næmi öll jarðabótavinnan 2935 kr. að minnsta kosti. 3. Skýrsla um gripa- og heyjaskoðun veturinn 1884—85 var upplesin. Kaus fundurinn 3 menn til að ákveða verðlaun eptir skýrslunum og öðrum atvikum fyrir sauðfjár- og nautgripa- hirðing. Verðlaunin hlutu Jón Pálmason í Stóradal fyrstu verðlaun, Pálmi Jónsson á Syðrilöngumýri önnur verðlaun, Steingr. Helga- son á Svínavatni þriðju verðlaun, og Sigriður Jónsdóttir á Eiðsstöðum fjórðu verðlaun. 4. Var samþykkt að halda búfræðing næsta sumar, sem að undanförnu. Var forseta falið að ráða búfræðinginn fyrir 22 kr. um vikuna með hestum og verkfærum til plægingar; sömu- leiðis að ráða mann með búfræðingnum mót sanngjarnri borgun. Skyldu þeir vinna að jarðabótum frá þvi jörð væri þýð orðin til rjetta. 5. Var samþykkt að halda áfram gripa- og heyjaskoðun í vetur hjá fjelagsmönnum. Voru til þess kosnir Ingvar Þorsteinsson á Sólheim- um og búfræð. Jón Hannesson og til vara Jón Jónsson á Hamri. 6. Embættismenn fjelagsins voru kosnir: for- seti Erl. Pálmason (endurkosinn), skrifari sjera Stefán M. Jónsson, sem þá gekk i fjelagið, fje- hirðir Jón Jónsson í Stóradal, varaforseti Jón Pálmason i Stóradal. 7. Eptir tillögu eins fjelagsmanns og samhuga vilja allra fundarmanna var samþykkt í einu hljóði, að kjósa forseta Erlend Pálmason til heiðursfjelaga fyrir ötulleik og þolgæði, sem hann hefur án alls endurgjalds jafnan sýnt i þarfir fjelagsins. Gleðileikir voru leiknir í Glasgow í fyrsta sinni opinberlega á laugardagskveldið var, eins og auglýst var í siðasta blaði. Fyrst var leikið eintal, Fallinn í gegn og siðan ímyndunarveikin eptir Moliére. Allvel voru leikirnir sóttir, enda verðskulda þeir það fyllilega, þvi að yfir höfuð var leikið vel og af sumum snilldarlega, t. a. m. cand. jur. Guðlaugi Guðmundssyni. Brauð veitt. Viðvík í Skagafirði 6. þ. m. sjera Zophoníasi Halldórssyni í Goðdölum. Lausn frá prestsskap var veitt 8. þ. m. sjera Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn. Nýlosnuð brauð eru því: Goðdalir, met. 770 kr., og Kálfatjörn, met. 1253 kr. Umboðsmaður i Arnarstapa og Skógar- strandarumboði er skipaður Jón Jónsson á Brimilsvöllum. Mannalát og slysfarir. 8. þ. m. andaðist úr sullaveiki skólapiltur Jóhannes Danielsson frá Hólmum, 24 ára að aldri, og hinn efnilegasti. 4. þ. m. drukknaði af báti Bogi Smith, bóndi í Arnarbæli í Dalasýslu, með tveim sonum sin- um, Þorsteini á 17. ári og Brynjólfi á 15. ári. Voru þeir á ferð út í Kjóey; er haldið, að ís- jaki hafi grandað bátnum. Prúf. Búnaðarskólastjóri Jósep Björnsson á Hólum tók snemma i apríl próf við landbún- aðarháskólann i Kaupmannahöfn í fjórum náms- greinum, mjólkurmeðferð (mejerilære), jarðvegs- fræði (jordbundslære), almennri húsdýranotkun (alm. husdyrbrugslære) og akuryrkjufræði (ager- dyrkningslære). Fjekk hann ágætiseinkun i 3 fyrstu greinunum, en fyrstu einkunn i hinni síðasttöldu. AUGLYSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. "\7"egna þess vaxandi ágangs, sem Ytra-Hólms- hverfistfln verða fyrir af ferðafólki og göngu- mönnum, er jegknúður til bæði sjálfs mins vegna og landseta minna, — sem hafa krafizt þess af mjer að koma i veg fyrir þessa miklu umferð um túnin,—að fyrirbjóða alla þess konar um- ferð, hvort heldur er um sumar eða vetur, þegar jörð er ófreðin, og verða allir, hvort sem þeir eru riðandi eða gangandi, að fara hinn vanalega veg, sem liggur með sjónum og ár- lega er ruddur, ella mun jeg sækja þá að lög- um til fullra skaðabóta fyrir usla og átroðning, sem að óþörfu hegða sjer svo skeytingarlaust og sýna með því sitt óvandaða framferði. Ytra-Hólmi 7. júni 1885. 0. P. Otteseu. Þinglesið á manntalsþingi á Akranesi 19. júni 1885 og ritað i afsals- og veðbrjefabók Borgarfjarðarsýslu, Ltr. G. ur. 35. Borgun: Þingl. ... 75 a. Bókun . ■ ■ 25 - 1 kr. Ein króna. Borgaó. G. P. Guðm. Pálsson. □F*undinn hálsklútur. Eigandi vitji hans til ritstj. Þjóðólfs og borgi auglýsing þessa.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.